Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 15 Hin „endan- lega" lausn? Það tíðkast í hernaði þegar mönnum eða her- deild hefur verið falið ákveðið verk- efni, og þvi hefur verið lokið, að send eru skilaboð til baka til höfuð- stöðvanna: „Mission accompl- ished“ eða verk- efninu er lokið. Þessi er staðan nú í fískiráðuneytinu. Verkefnið var að koma eignarhaldi yflr allar fiskveið- ar við ísland til nokkurra manna og/eða fyrirtækja í Kjallarinn Onundur As- geirsson fyrrv. forstjóri Olís „Var einhver að tala um frjálst framtak og hindrun hringa- myndana á íslandi? Hver skyldi það hafa verið? Er til eitthvað sem heitir Samkeppnisráð?“ fiskveiðum, og loka á aðra. Þessu verkefni er nú lokið. Við skoðum stöðuna eins og hún er nú: Draumastaðan Þriðja samsteypan (Þetta heitir á bisnessmálinu „conglomerate") í þorskveiðum við strendur íslands er nú í smíðum og frágangi á samningum. Þegar því er lokið verða þrjú félög úthafsveiðiskipa komin með um helming allra þorskkvóta innan fiskilögsögu ís- lands. Þetta er draumastaða fiski- ráðuneytisins og hinn raunveru- legi tilgangur með kvóta- kerfinu. Var einhver að tala um frjálst framtak og hindr- un hringamyndana á ís- landi? Hver skyldi það hafa verið? Er til eitt- hvað sem heitir Sam- keppnisráð? Fæst eða berst það aðeins við inn- flutning á gömlu kaffi? Allt er þetta undir stjóm og vemd þjóðkjörinna fulltrúa almennings á hinu háa Alþingi allra íslendinga. Skyldu allir alþingismenn telja að réttlætinu sé fullnægt? Dæmi frá Grímsey Fiskiráðuneytið hefur nú sett smábát- ana á nýtt kerfi, svonefnt aflahá- mark í stað banndagakerfis- ins, þegar menn urðu að sækja sjó, hvemig sem viðraði. Það er framför að menn megi fara á sjó í góðu sjóveðri. DV segir 6. ágúst að það veki athygli að tveir hæstu kvótarnir fari til feðga í Grímsey, og að sonurinn megi veiða 157 tonn á næsta fiskveið- iári, og að hann ætli að sækja þann afla sjálfur, einn á sinni trillu. Hann gæti auðvitað selt þennan kvóta á 100 kr/kg og fengi þá 15,7 milljónir og gæti átt náð- uga daga. En þetta er duglegur strákur, og ef hann kemur aðeins með stóran fisk þá gæti hann selt aflann á 140 kr/kg og fengið þannig næstum 22 milljónir fyrir, 6,3 milljónum meira, og það er líka „Allt er þetta undir stjórn og vernd þjóðkjörinna fulltrúa almennings á hinu háa Alþingi allra Islendinga", segir m.a. í greininni. góður aukapeningur. Það er ekkert að þessu, því að trillukarlamir em einu mennimir sem geta sleppt lifandi smáfiski. Allir hinir moka dauðum smáfiski fyrir borð. Hitlers-lausn Fiskiráðuneytið hefur opinber- lega sett sér það markmið að fækka smábátunum niður í 800 skip, þriðjung miðað við 2400 báta þegar mest var. Það er ekki enn komið í ljós hvort þetta hefur tek- ist að fullu, en ef svo er þá er „mission accomplished". Mikið eiga nú íslendingar gott að hafa svona fiskistjómun, sem skilar árangri og nær markmiðum sínum til fullnustu. Það er eitt- hvað annað en hjá sumum öðrum ráðuneytum. En skyldi ekki ein- hverjum þykja þeir settir hjá? Mér sýnist þetta ráðslag minna ansi mikið á hina „endanlegu lausn“ Hitlers, þegar hann var að útrýma gyðingum í Þýskalandi. ís- lendingar era greinilega ekki allir jafn jafnir í náðinni hjá fiskiráðu- neytinu. Önundur Ásgeirsson Alþingi kaffihúsanna Drjúgur hluti lesenda DV hlýtur að lesa blaðið sitt á kaffihúsum. En þar er „Alþingi götunnar" hvað helst að finna; þar gefa menn sér einna helst tíma til að ræða mál líðandi stundar og til að hlusta á samræður annarra. Þang- að sækja líka blaðamenn, rithöf- undar og stjómmálamenn oft gagnlegar hugmyndir. „Gunnar Dal-hópurinn“ Mig langar til að fjalla sérstak- lega um það sem er sennilega stærsta kaffihúsaklíka landsins. En það er hópurinn sem er oftast kenndur við Gunnar Dal rithöf- und og kemur nú saman á Café Paris, en áður á Café Hressó, sæll- ar minningar. Af tíðari gestum þar má nefna: Odd Ólafsson blaðamann, séra Kolbein Þorleifsson kirkjusagn- fræðing, rithöfundana Gunnar Dal og Agnar Þórðarson og Jörmund Inga Hansen ásatrúargoða. Af sjaldséðari gestum má nefha, auk undirritaðs: Harald Ólafsson mannfræðidósent, Þórhall Vil- mundarson íslenskuprófessor, myndlistarmennina Hauk Hall- dórsson og Hafstein Austmann, tónskáldin Jón Ásgeirsson og Atla Heimi Sveinsson, rithöfundana Þorgeir Þorgeirson, Pjetur Haf- stein Lámsson, Björn Bjarman, Vilhjálm Eyþórs- son og jafnvel Indriða G. Þor- steinsson. Einnig tónlistar- manninn Guð- mund H. Norð- dahl, leikarana Erling Gíslason og Flosa Ólafs- son og lögfræð- inginn Harald Blöndal. Einnig fjölmarga aðra, úr hinum ýmsu starfsstétt- um þjóðfélagsins. Sumir félaga hópsins mæta nær daglega, en flestir þó vikulega eða enn sjaldnar. Fjölmennastur er hópurinn á morgnaria, einkum á helgum, en einnig koma menn við á öðrum frítímum dagsins. En ef þessi hópur á að geta talist dæmi um „Alþingi götunn- ar“, þarf hann þá ekki að komast að einhverjum niður- stöðum? Og hvernig fer hann að því? Oftast eru það menntamennimir í hópnum sem stýra málefnalegu umræð- unni, í krafti sinnar sérfræðikunnáttu. Er þá oftast sæst á ein- hverja hálfkaraða niðurstöðu að lokum, sem stuðar engan í hópnum. Þess á milli bera samræðumar svip af dæmigerðari umræðuefhum hóps- ins, en það er gjaman hálf-mál- efnaleg aulafyndni um stjórnmál og trúmál. Samræðumar er semsagt gáfu- legar og hversdagslegar í bland: um atburði helgarinnar í bænum, heimsfréttirnar, bókmenntasög- una, fylliríssögin- af látnum snill- ingum, uppruna mannkyns, upp- runa orða og sögu germanskra þjóða, svo eitthvað sé nefnt. Alþingi götunnar En getur slíkur hópur talist til stjórnmálahópa eða félagsmálahópa, þótt hann hafi ekki kosið sér formlega stjórn; með félagsgjöldum og aðalfundum? Hvað snertir niður- stöður hópsins um stjómmál, sýnist mér að hann rati þar hinn breiða meðalveg, þó svo að menn geri sér far um að vera ósam- mála síðasta ræöu- manni. Hópurinn er einnig vinsamlegur i garð lista og fræða al- mennt, þótt upp og ofan sé hver hafi vit á hverju. (Þess má geta að á síðari árum hafa komið út þrjú skáldrit til heiðurs hópnum.) Menn koma frá þessum hópi með það á tilfinningunni að þetta allt skipti einhverju máli. Þeir fróö- ustu í hópnum kenna út frá sér til hinna og hlýtur það að styrkja þá alla til dáða eftir á. Þessi hópur skiptir máli líkt og pólitískt ungliðafélag eða leshring- ur um bókmenntir. Hann er eins konar „stjómmála- og menningar- félag götunnar" frekar en „Al- þingi" götunnar. Tryggvi V. Líndal „Þessi hópur skiptir máli líkt og pólitískt ungliðafélag eða les- hringur um bókmenntir. Hann er eins konar „stjórnmála- og menn- ingarfélag götunnaru frekar en „Alþingiu götunnar.u Kjallarinn Tryggvi V. Líndal þjoðfélagsfræðingur Sigurgoir Sigurös- son bæjarstjóri. Með og á móti Nýtt deiliskipulag á Sel- tjarnarnesi Engar fornleifar á svæðinu „Ég tel þetta mjög góða skipulagstil- lögu sem er sprottin upp úr skoðanakönn- un frá 1993. Hún var und- anfari nýs aðal- skipulags sem við unnum og staðfestum rétt fyrir áramót 1994. í framhaldi af því hélt bæjarstjóm á árinu 1993 verðlaunasamkeppni um deiliskipulag vestursvæðanna og skipaði dómnefhd sem komst að sameiginlegri niðurstöðu um það skipulag sem viö emm að vinna eftir í dag. Við þurftum að leysa vandamál lækningaminjasafns- ins við aðkomu að Nesstofu. Safnið verður fært norður fyrir Nesstofu. íbúðarsvæðið sem er skipulagt þarna er afmarkað með núverandi byggð og myndar op- inn og frjálslegan jaðar að úti- vistarsvæðunum fyrir vestan. Fornleifarannsóknir hafa farið fram og viö höfum fengið skýrsl- ur um rannsóknir á þessum svæðum sem sýna að það virðast ekki vera fomleifar i jörð þar. Við munum að sjálfsögðu gæta ýtrustu varkárni ef eitthvað kemur upp á byggingartímanum. Að öllu samanlögðu tel ég að þetta sé mjög góður kostur og vona aö íbúar Seltjamarness kynni sér hann og komist að svipaðri niðurstöðu og ég og fé- lagar mínir hafa gert.“ Skemmd- ir á forn- leifum „HinT slæma tillaga sjálf- stæðismanna gerir ráð fyrir umfangsmik- illi byggð einn- ar og tveggja hæða húsa í tveimur kjörn- um. Slík til- laga gengur þvert á þann vilja íbúa sem kom skýrt fram i skoðanakönn- un um svæðið. Við á Neslistan- um ásamt fjölmörgum öðrum Seltimingum viljum vemda svæðið til framtíðar fyrir kom- andi kynslóðir og gera það að að- laðandi og áhugaverðu útivistar- , safna- og fomminjasvæði. Um helmingur nýbyggingasvæðisins fer yfir fomleifar sem mikilvægt er að varðveita. Tillagan gerir þannig ráð fyrir skemmdum á fornleifum og að sú minjaheild sem fyrir er verði slitin. Eina ljósglætan í málinu er að fulltrú- ar meirihlutans í bæjarstjórn segjast munu taka fullt tillit til þeirra skriflegu athugasemda sem bæjarstjóm berast. Það er því brýnt að Seltimingar noti þær fjórar vikur sem nú gefast til að skila inn skriflegum at- hugasemdum við tillöguna á bæj- arskrifstofuna að Austurströnd en þar hangir tillagan uppi til sýnis.“ -ilk Stv Friölslfsdótttr, bæjarfulltrúi Ncslistans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.