Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 18
34 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 Fréttir DV Deila í Mosfellsbæ vegna tveggja hunda sem bæjaryfirvöld létu fjarlægja: Mer leið eins og glæpamanni þegar lögreglan ruddist inn - segir Björg Hraunfjörö sem er óánægð meö framkomu lögreglu og yfirvalda „Mér finnst þetta mjög slæm og gróf framkoma af laganna vörðum á mínu eigin heimili. Það komu héma fjórir lögreglumenn á dymar og sögðust vera komnir tO að sækja hundana. Þeir veifuðu framan í mig bréfi sem þeir sögðu vera dómsúr- skurð. Ég bað þá um að bíða því ég ætlaði að hringja í manninn minn og lögfræðing en þá ruddust þeir inn með látum. Ég ætlaði þá að rjúka út til nágranna minna en þeir stöðvuðu mig og leiddu mig með valdi aftur inn í húsið. Mér leið eins og glæpamanni og er ekki búin að jafna mig eftir þetta,“ sagði Björg Hraunfjörð um uppákomu við heim- ili sitt í síðustu viku. Björg og eigin- maður hennar, Guðmundur Jó- hannsson, hafa undanfarin tvö ár staðið í deilum við bæjaryfirvöld og heilbrigðiseftirlit í Mosfellsbæ vegna tveggja hunda sem Guðmund- ur á. Guðmundur maður hennar var ekki heima þegar þetta gerðist en hann hefur sett málið í hendur lög- fræðingi sínum og er allt annað en ánægður með framgöngu yfirvalda í Mosfellsbæ. Hann hefur ekki fengið hundana skráða vegna þess að ibú- ar á neðri hæð sambýlishússins hafa ekki viljað samþykkja hundana. „Þetta er alveg með ólíkindum og búið að vera deilumál í 2 ár. Það hafa allir nágrannar okkar sam- þykkt hundana nema fólkið á neðri hæðinni og heilbrigðiseftirlitið og bæjaryfirvöld ætla greinilega að koma í veg fyrir að við fáum að hafa þá. Ég og öÚ mín fjölskylda höfum kosið þessa menn í bæjarstjórn og svo fara þeir svona með mann. Hundarnir hafa aldrei gert flugu mein. Krakkarnir í hverfinu hafa oft komið til okkar til að fá þá lán- Hjónin Guðmundur Jóhannsson og Björg Hraunfjörð með matardollur hundanna sinna en þeir eru nú vistaðir á hundahótelinu á Leirum. Þau eru mjög óánægð með framgöngu yfirvalda í Mosfellsbæ. DV-mynd Pjetur aða og leika sér við þá. Það eru hundar í nær öllum húsunum hér en samt fáum við ekki að hafa hundana okkar," sagði Guðmundur við DV um málið. Förum einungis aö lögum „Þau eru éinfaldlega að brjóta hundareglur Mosfellsbæjar og við stöndum frammi fyrir því að verða að gera þetta. Við erum einungis að fara að lögum og reglum og erum með úrskurð Hollustuvemdar ríkis- ins sem er æðsta yfirvald í málinu. Það eru yfir 300 hundar í bæjarfé- laginu og það eru skiptar skoðanir um hundahald hér. Til þess að geta haldið friðinn verðum við að ganga hreint til verks varðandi þær reglur sem gilda,“ sagði Jóhann Sigurjóns- son, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, vegna málsins. „Til þess að fá hundaleyfi þarf I sambýlishúsum að fá leyfi annarra sem þar búa fyrir hundunum. í þessu tilfelli hefur fólkið á neðri hæðinni ekki viljað samþykkja hundana og oft kvartað yfir þeim. Ef þau samþykktu hundana væri málið búið og hjónin fengju að halda þeim. Um framhaldið er ekki gott að segja en þau verða að fá ein- hverja aðra til að taka hundana að sér og það innan 10 daga,“ sagði Jó- hann. Komið var vel fram „Lögreglumenn voru sendir sl. miðvikudag ásamt dýraeftirlits- manni Mosfellsbæjar til að fram- fylgja uppkveðnum dómsúrskurði. Þegar lögreglumenn tjáðu konunni erindi sitt brást hún illa við og reyndi að loka dyrunum á þá en hundana, sem málið snerist um, sáu lögreglumenn í anddyrinu. Þeim tókst að koma í veg fyrir að á þá yrði lokað með þvi að setja fót á milli stafs og hurðar. Var konunni kynntur úrskurður Hæstaréttar sem heimilaði töku á hundunum og henni boðið að hringja í lögfræðing sinn. Eftir nokkrar viðræður róað- ist konan og féllst á aö afhenda dýraeftirlitsmanninum hundana. Reyndar var ósættið ekki meira en svo að hún fylgdi dýraeftirlitsmann- inum að Leirum þar sem hundun- um var komið til vistar. Ásökunum um grófa framkomu lögreglumann- anna vísa ég á bug enda ekki á rök- um reistar," sagði Guðmundur Guð- jónsson yfirlögregluþjónn við DV, aðspurður um málið. -RR Aukablað um TOMSTUNDIR Miðvikudaginn 4. september mun aukablað um tómstundir og heilsu fylgja DV. Kynntir verða þeir möguleikar sem í boði eru í varðandi dansnámskeið og bkamsrækt, sagt fr skemmtilegum klúbbum og tekin viðtöl við áhugavert fólk sem er að gera skemmtilega hlu Umsjón efnis hefur Ingibjörg Oðinsdóttir blaðamaður, sími 550-5815. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Selmu Rut í síma 550-5720 á auglýsingadeild DV hið fyrsta. Vinsamlega athugib ab síbasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 29. ágúst. Auglýsingar Sími 550 5000, bréfasími 550 5727. ra Hestaþing á Einarsstöðum DV, Húsavík: Hestaþing hestafélagana Þjálfa og Grana að Einarsstöðum í Reykja- dal var háð um miðjan ágúst. Mótið er orðið að árlegum viðburði og kemur þar á hverju ári fjöldi þátt- takenda víða af landinu. Á mótinu var keppt í helstu greinum hesta- íþróttarinnar. Blíðskaparveður var á meðan á mótshaldinu stóð og var farið í út- reiðartúr um Reykjadalinn og síðan slegið upp kvöldvöku. Þar var líka keppt í grein, sem hefur örugglega ekki verið á dagskrá á hestamanna- mótum hingað til. Þingeyingar skor- uðu þar á Eyfirðinga í póló, íþrótt sem hefur helst tíðkast meðal frá- skilinna prinsa og annarra hefðar- manna enskra. Þeim leik lauk með sigri Þingeyinga, 1-0. Sæþór Gunn- arsson skoraði. Helstu úrslit: 150 m skeiö: 1. Tenór frá Hóli, 16,12 sek., eig. og knapi Ragnar Ingólfsson. 2. Húmor frá Hvoli, 16,21 sek., eig. Sig- urlína Jóhannesdóttir, knapi Helgi Árnason. 3. Kóngur frá Hafrafell- tungu, 16,59 sek., eig. Helgi V. Grimsson, knapi Halldór Olgeirs- son. Skeiösbeisliö: Fífill 16,69 sek., eig. og knapi Þór- arinn Illugason. Þórarinn hlaut skeiðsbeislið í fimmta sinn. Þess má geta að afkomendur Sigfúsar Jóns- sonar frá Halldórsstöðum gáfu þetta beisli til minningar um Sigfús. Sameining á Vesturlandi? DV, Akranesi: Nýverið sendi bæjarstjórn Borg- arbyggðar bréf til allra sveitarfé- laga í Borgaríjarðarsýslu þar sem lýst er yfir áhuga á viðræðum um víðtæka sameiningu sveitarfélaga í Borgarfjarðarsýslu. Að sögn Guðmundar Guðmars- sonar, forseta bæjarstjórn Borgar- byggðar, var tilefni þess að bréfið var sent að frétt kom í DV um við- ræður í Borgarfjarðarsýslu um sameiningu. Að sögn Guðmundar hefur Borgarbyggð fengið svar frá Héraðsnefnd Borgarfjarðarsýslu og verður ekki boðað til viðræðna að svo komnu máli. Sérðu fyrir þér hvaða sveitarfé- lög gætu landfræðilega verið inni í myndinni? „Við erum býsna opnir fyrir hugmyndum um stærra sveitarfé- lag og erum tilbúnir til að ræða sameiningu á mjög breiðum grundvelli. Þá er ég að tala jafnvel um Borgarfjarðarsýslu, Hnappa- dalssýslu ásamt Mýrasýslu. Það hefur ekki verið neitt unnið í þessu í sumar en ég veit ekki hvað veturinn ber í skauti sér. Ég geri ráð fyrir þvi að menn ræði þetta eitthvað," sagði Guðmundur Guðmarsson. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.