Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Side 19
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996
Fréttir
Fjölbrautaskóli Vesturlands:
Vantar 7,5 milljónir upp
á fjárlög næsta vetrar
DV, Akranesi:
Á fundi skólanefndar Fjölbrauta-
skóla Vesturlands á Akranesi komu
fram upplýsingar um launagreiðsl-
ur til skólans. Kom fram hjá skóla-
meistara að miðað við reikningslík-
an menntamálaráðuneytisins er
ljóst að um 7.483.000 kr. vantar upp
á fjárlög skólans næsta vetur.
Samþykkt var að senda mennta-
málaráðuneytinu bréf til að fá skýr-
ingu á þessu. Launaliðurinn á Akra-
nesi er jákvæður eftir siðasta vetur
en í Reykholti er hann neikvæður.
Skýrist það meðal annars af bið-
launum Ólafs Þ. Þórðarsonar og
Snorra Þ. Jóhannessonar. Sam-
kvæmt heimildum DV renndu
menn einnig blint í sjóinn varðandi
Reykholt á síðasta vetri og varð
reksturinn töluvert dýrari en menn
gerðu ráð fyrir.
Hólmvíkingur á leikferð
DV, Hólmavík:
Hólmvíkingurinn Sigurður Atla-
son hyggur á leikferð með einleik-
inn skoplega „Um skaðsemi áfengis-
ins“ eftir Anton Tsékov um Vest-
firði dagana 29. ágúst til 2. sept-
ember. Sýningamar verða í Bjarka-
lundi, á Tálknafirði, Bíldudal, Núpi
í Dýrafirði og Bolungarvík og hefj-
ast kl. 21.30.
Þetta er 30 minútna kaffileikhús-
sýning og verður eingöngu sýnt á
kaffihúsum. Fjallar hún um lítt
borubrattan, roskinn mann sem lif-
ir undir miklu ofríki konu sinnar
sem ráðskast með hann eftir sínum
þörfum og hefur einmitt skipað hon-
um að halda þennan fyrirlestur um
skaðsemi áfengis. Hann reynir sitt
besta en kemur sér aldrei almenni-
lega að efninu sökum biturleika út i
spúsu sína. -GF
Skemmtiferðaskip á Djúpavogi í sumar.
DV-mynd Hafdís
Djúpivogur:
Uppgangur í atvinnulífinu
Askrifendur fá
aukaafslátt af
smáauglýsingum DV
******************
ol\t mil/i him/n.
Smáauglýsingar
550 5000
Vinningshafar í litasamkeppni
Krakkaklúbbs DV
og Kjörís-hlunkanna.
Verðlaunin eru glœsileg:
Fimm aðalverðlaun: ísveisla,
svifdiskur, púsluspil og litabók.
Bryndís Þorsteinsdóttir
nr. 4207
Sigríður L. Sigurbjarnadóttir
nr. 8867
Helena J. Stefánsdóttir
nr. 9125
Þórunn H. Þórðardóttir
nr. 6635
Freydís J. Guðjónsdóttir
nr. 8154
Aukaverðlaun:
Allir sem senda inn fá ávísun
á tvo grœna hlunka frá Kjörís.
Krakkar, þátttakan var glœsileg og þakkar
Krakkaklúbbur DV og Kjöris ykkur
fyrir glœsilegar viðtökur.
Vinningarnir verða sendir vinningshöfum
í pósti nœstu daga.
Umsjón Krakkaklúbbs DV: Halldóra Hauksdóttir
DV, Djúpavogi:
Frekar illa hefur gengið að ráða
kennara að Grunnskólanum hér á
Djúpavogi. Að sögn Ólafs Ragnars-
sonar sveitarstjóra vantar nánast í
heila stöðu en málið verður leyst
með meiri kennslu þeirra sem fyrir
eru og einnig munu leiðbeinendur
hlaupa í skarðið.
Ólafur, sem verið hefur sveitar-
stjóri hér í 10 ár, hyggst taka sér
ársfrí frá störfum og mun Óskar
Steingrímsson taka við af honum 1.
september. Óskar, sem hefur starfað
á Selfossi síðustu árin, er frá Djúpa-
vogi eins og Ólafur.
„Það er erfitt að fara frá þessu
núna þegar svo mikið los er á þess-
um málum og verst þykir mér að
taka einn af réttindakennurunum
þurt af staðnum," sagði Ólafur.
Kona hans, Freyja Friðbjarnardótt-
ir, hefur kennt hér við grunnskól-
ann síðastliðin ár.
Þá gengur erfiðlega að fá hjúkr-
unarfræðing til starfa við heilsu-
gæslustöðina þrátt fyrir að stöðin sé
tiltölulega ný og glæsileg og bjóði
upp á góða vinnuaðstöðu. Vonast er
þó til að það mál leysist.
Til gamans má geta að 34% íbúa
hér eru á aldrinum 0-19 ára, 59% á
aldrinum 19-66 og 7% þar fyrir
ofan. Verulega góð aðstaða er til
allra íþróttaiðkcma, enda gengur lif
fólks yfir vetrartímann út á að fara
í íþróttahúsið ef frítími gefst.
Næg atvinna hefúr verið hér und-
anfarið og uppgangur í atvinnulíf-
inu. Byrjað er að stækka fiskmjöls-
verksmiðju Búlandstinds hf. -HEB
Byggðasafnið að Görðum:
Aldraður Akurnesingur
fjármagnar endurbyggingu
Sýruparts
DV, Akranesi:
Unnið hefur verið að endurbygg-
ingu hússins Sýrupartur við
byggðasafhið á Görðum á Akranesi
að undanfornu en peninga hefur
vantað til að halda áfram fram-
kvæmdum þar.
Nýlega kom Guðmundur Bjama-
son á Sýrupart, en hann átti heima
í húsinu áður fyrr, og ræddi við for-
ráðamenn safnsins. Bauðst hann til
að leggja fram 1-2 milljónir króna í
vinnulaun við endurbyggingu húss-
ins og setti Guðmundur það skilyrði
að þessir fjármunir yrðu notaðir á
þessu ári. Það verður þvi áfram
unnið við endurbyggingu Sýruparts
eftir þessa höfðinglegu gjöf hins
aldna Akumesings. -DVÓ
Innlausnarverð vaxtamiða
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
Hinn 10. september 1996 er 22. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs í 2. fl. B 1985.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 22 verður frá og með 10. september nk. greitt sem hér segir:
Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 4.681,00
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. mars 1996 til 10. september 1996 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravisitölu frá grunnvísitölu skírteinanna.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 10. september 1996.
Reykjavík, 28. ágúst 1996
SEÐLABANKIÍSLANDS