Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Qupperneq 26
42
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996
Fólk í frétum
Sieurión Benediktsson
Sigurjón Benediktsson tannlækn-
ir, Kaldbak, Húsavík, er einn öflug-
asti meðlimur samtakanna Húsgulls
en þau hafa gróðurvemd, umhverfi,
landvemd og landgræðslu að leiðar-
ljósi. Hann hefur haft uppgræðslu
Hólasands með lúpínu að áhuga-
máli enda er þar á ferð mikill
áhugamaður um uppgræðslu og
skógrækt.
Starfsferill
Sigurjón er fæddur í Reykjavík og
ólst þar upp. Hann lauk stúdents-
prófi frá MR 1971 og cand. odont frá
tannlæknadeild HI 1977. Sigurjón
stundaði framhaldsnám í tannlækn-
ingum við háskólann í Birming-
ham, Alabama, í Bandaríkjunum
1980-81 og 1989-91 og hlaut MS
gráðu i Oral Biologi frá sama skóla
í júní sl. Hann hefur
starfað sem tannlæknir á
Húsavík frá 1977.
Sigurjón hefur skrifað
vísinda- greinar í erlend
fagtimarit, auk greina í
íslensk blöð og tímarit.
Hann var varabæjarfull-
trúi fyrir Víkverja í bæj-
arstjórn Húsavíkur
1986-90 og hefur átt sæti í
nefndum á vegum Húsa-
víkurkaupstaðar.
Sigurjón
Benediktsson.
Fjölskylda
Sigurjón kvæntist 10.2,
1974 Snædísi Gunnlaugs-
dóttur, f. 14.5. 1952, lög-
fræðingi og fulltrúa
sýslumanns Þingeyinga,
en foreldrar hennar eru dr. Gunn-
laugur Þórðarson og Her-
dís Þorvaldsdóttir leik-
kona.
Sigurjón og Snædís eiga 3
börn. Þau eru Sylgja
Dögg, f. 22.10. 1973, nemi í
Háskóla íslands; Harpa
Fönn, f. 17.8. 1981; Bene-
dikt Þorri, f. 15.9. 1983.
Bræður Sigurjóns: Stefán,
f. 18.8. 1946, aðstoðar-
skólameistari FB, kvænt-
m- Svandísi Magnúsdótt-
ur flugfreyju og eiga þau
3 böm; Guðmundur, f. 4.4.
1950, sérfræðingur í
krabbameinslækningum
en nú héraðslæknir á
Seyðisfirði, kvæntur Ingi-
björgu Faaberg kennara
og eiga þau 3 böm.
Foreldrar Sigurjóns vom Bene-
dikt Sigurjónsson, f. 24.4. 1916, d.
16.10. 1986, hæstaréttardómari, og
Fanney Stefánsdóttir, f. 1.12.1905, d.
18.1. 1990.
sonur Sigurjóns
á Skefilsstöðum í
Stefáns-
var
b.
og Margrétar
Ætt
Benedikt
Jónassonar,
Skagafirði,
dóttur.
Fanney var kjördóttir Stefáns
Gíslasonar, læknis í Vík í Mýrdal,
og Önnu Jónsdóttur. Foreldrar
Fanneyjar vom Guðbrandur Þor-
steinsson, b. á Loftsölum í Dyrhóla-
hreppi í V-Skaftafellssýslu, og Elín
Bjömsdóttir.
Afmæli
Hlíf Sigurðardóttir
Hlíf Sigurðardóttir bóndi, Hrísa-
koti, Þverárhreppi, V-Húnavatns-
sýslu, er fimmtug í dag.
Starfsferill
Hlíf er fædd og uppalin i Aðal-
stræti 9 í Reykjavík. Hún bjó í
Reykjavík til ársins 1970 en 1.5.
sama árs flutti hún í Hrísakot, V-
Húnavatnssýslu.
Hlíf hefúr tekið saman niðjatal
Aðalheiðar K. Dýrfjörð og Sigurðar
Bjamasonar.
Fjölskylda
Hlíf gírtist 19.12. 1964 Agnari
Rafni J. Levy, f. 30.1. 1940, oddvita,
hreppstjóra og bónda. Hann er son-
ur Jennýar Jóhannesdóttur Levy,
húsmóður, og Jóhannesar Helga E.
Levy, bónda og oddvita. Jenný er af
Víkingslækjarætt og Jóhannes er
sonur Eggerts Levy, hreppstjóra,
Ósum, Þverárhreppi.
Agnar var í mörg ár meðal
fremstu frjálsíþróttamanna Islands
og keppti fyrir íslands hönd á fjöl-
mörgum mótum erlendis. Hann var
fyrsti starfsmaður Ingvars Helga-
sonar hf. þangað til þau hjónin
fluttu norður.
Böm Hlífar og Agnars: Jóhannes
A. Levy, f. 20.6. 1963, starfsmaður
hjá Ingvari Helgasyni til margra ára
en vinnur nú við málarastörf auk
þess að hafa verið í námi við Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti.
Sigurður Rafh A. Levy, f. 23.9.
1965, sálfræðingur frá Háskóla Is-
lands og forstöðumaður á sambýli
fyrir þroskahefta og geðfatlaða.
Hann kvæntist 1.6. 1991 Pura del
Carmen Ortuno Gonzales, f. 26.6.
1966 í Santa Cruz í Bólivíu. Hún er
með þýðendapróf frá Háskóla
Gabriel Rene Moreno í Santa Cms,
Bólivíu; er skjalaþýðandi og mála-
þýðandi auk þess að hafa stundað
hmgumálanám við Háskóla íslands.
Bam þeirra er Marína Rós Levy, f.
27.11. 1994.
Skúli Gísli A. Levy, f. 17.4. 1968,
rafvirki frá Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti. Hann vann í eitt ár með
þroskaheftum í Þýskalandi, vann
þar einnig í tvö ár sem rafvirki auk
þess að stunda iðn sína hér á landi.
Óskírður drengur, f. 5.1. 1970, d.
7 1. 1970.
Stella Jórnnn A. Levy, f. 20.3.
1975, nemi i Fjölbrautaskólanum við
Ármúla, húsmóðir og bóndakona á
Jörfa í Víðihlíð. Sambýlismaður
hennar er Ægir Jóhannesson, f.
30.10.1967, bóndi á Jörfa í Víðidal V-
Húnavatnssýslu, og eiga þau eitt
bam, Ragnar Braga Ægisson, f. 2.3.
1996.
Hjálmur Ingvar A. Levy, f. 29.11.
1977. Hann hefur stundað nám I
tölvudeild Iðnskólans en stundar nú
nám á tungumálabraut Fiölbrauta-
skólans við Ármúla auk þess að
vinna á sumrm við bú-
skap hjá foreldrum sín-
um.
Systkini Hlífar: Hildur
Sigurðardóttir, f. 28.8.
1946, húsmóðir og ræsti-
tæknir, gift Ágústi H.
Óskarssyni bifvélavirkja
og eiga þau fiögur böm og
sjö bamaböm; Helga Sig-
urðardóttir, f. 29.10. 1948,
húsmóðir og á hún fjögur
böm og tvö bamabörn;
Sighvatur Sigurðsson, f.
26.11. 1950, fiskframleið-
andi, kvæntur Elenoru
Sigurðardóttur ræsti-
tækni og eiga þau þrjú
böm; Jón Sigurðsson, f.
29.7.1952, framreiðslumaður og mat-
reiðslumaður, kvæntur Sveinbjörgu
Gunnarsdóttur hjúkrunarfræðingi;
Sigurjón B. Ámundason, f. 12.5.
1939, stýrimaður og múrari, kvænt-
ur Ástu Hálfdánardóttur og eiga
þau tvo syni.
Foreldrar Hlífar voru Sigurður
Hjálmsson, f. 22.9. 1902, d. 19.8. 1985,
lagerstjóri, og Stella Jórunn Sigurð-
ardóttir, f. 5.3.1918, d. 20.3.1975, Ijós-
móðir. Þau voru búsett í Ásgarði 11,
Reykjavík.
Ætt
Föðurætt Sigurðar Hjálmarsson-
ar: Faðir Sigurðar var Hjálmar Þor-
Hlíf Sigurðardóttir.
steinsson, f. 1859, d. 1945
bóndi, sonur Þorsteins
Þorsteinssonar, f. um
1803, bónda í Vogatungu,
og síðari konu hans, Sig-
ríðar Gisladóttur Ara-
sonar á Narfastöðum,
áður í Skipanesi.
Móðurætt Sigurðar:
Móðir Sigurðar var Guð-
ný Ásmundsdóttir, f.
1875, bóndakona og hús-
móðir, dóttir Ásmundar
Gíslasonar, f. 1832, Dala-
skálds, er fékkst við
barnakennslu. Kona
hans var Guðrún, f. 1841,
Jónsdóttir, Jósefssonar
og Ingibjargar Jónsdótt-
ur í Sanddalstungu í Norðurárdal.
Föðurætt Stellu Sigiu'ðardóttur:
Faðir Stellu var Sigurður Bjama-
son, f. 1893, d. 1971, sonur Bjama
Guölaugssonar, f. 1845, bónda á
Björgum í Vindhælishreppi, Eiríks-
sonar, bónda á Hólum, Holtshreppi í
Fljótum, og Kristínar Guðmunds-
dóttur Jónssonar, bónda á Illuga-
stöðum í Laxárdal.
Móðurætt Stellu: Móðir Stellu var
Helga Aðalheiður K. Dýrfjörð, f.
1895, d. 1983, dóttir Kristjáns Odd-
fjörðs Dýrfjörð, f. 1845, á Bakka í
Tálknafirði, og konu hans, Mikkel-
ínu Friðriksdóttur, f. 1858 á Saurum
í Álftafirði.
Fréttir
Framkvæmdir viö hringtorgið standa yfir en það verður tekið í notkun næsta
vor. DV-mynd ÆMK
ÆTTFRÆÐINÁMSKEIÐ
Hin sívinsaelu ættfræðinámskeið, fyrir grunn- og framhaldshópa,
hefjast 2.-5. september hjá Ættfræðiþjónustunni, Austurstræti 10A,
og standa í 5-7 vikur (15-21 klst.).
Lærið að rekja ættir ykkar og taka þær saman í skipulegt kerfi.
Þjálfun í ættarannsóknum við bestu aöstæður.
Sérstakt afsláttartilboð vegna 10 ára afmælis fyrirtækisins.
Kynning verður á námskeiðunum í Kolaportinu nk. laugardag,
á ættfræðibókamarkaði (D-gangi).
Ættfræðiþjónustan er með á annað hundrað ættfræöi- og
æviskrárrita til sölu, kaupir slík rit og tekur í skiptum.
____ Upplýsingar i síma 552-7100.
[ V,SA \ Ættfræöiþjónustan, Austurstræti 10A, s. 552-7100 (ED
Hringtorg við Leifs-
stöð í fjórar áttir
DV, Suðurnesjum:
„Það er búið að fresta fram-
kvæmdum við að tengja hringtorgið
við aðalveginn þangað til á næsta
ári þegar snjóa leysir. Þá verður
það tekiö í notkun. Við munum hins
vegar ganga frá hringtorginu fyrir
veturinn," sagði Bjami Sveinsson,
verkstjóri Valar hf. sem sér um
framkvæmdir við hringtorgið sem
verður gert á Reykjanesbraut,
nærri Flugstöð Leifs Eiríkssonar á
Keflavíkurflugvelli.
„Hringtorgið mun vísa vegfarend-
um í fjórar áttir og verða gerðir nýj-
ir vegir út frá því - til Garðs, Sand-
gerðis, flugstöðvarinnar og Reykja-
víkur. Um 200 metra kafli verður
lagður af á Raykjanesbraut, nálægt
hringtorginu, og notaður í fyllingu.
Verið er að vinna á fullu við nýju
vegina til Sandgerðis og Garðs sem
munu síðan tengjast hringtorginu,"
sagði Bjami.
ÆMK
Okumaður flúði
af vettvangi
- lýst eftir vitnum
Ekið var á kyrrstæðan bíl fyrir
utan Rakarastofuna Dalbraut 1 milli
klukkan 4 og 5 síðdegis á mánudag.
Ökumaöur flúði af vettvangi án
þess að láta nokkum vita. Bíllinn er
nýr dökkblár VW Golf og er dældin
talsvert stór, nær yfir alla bílstjóra-
hurðina. Ef vitni urðu að atvikinu
em þau vinsamlegast beðin að láta
lögregluna í Reykjavík vita. -RR
DV
TII hamingju
með afmælið
28. ágúst
90 ára__________________
Einar Hansen
Lundarbrekku 6, Kópavogi.
85 ára
Guðmundur Pétursson,
Fálkakletti 14, Borgarbyggð.
80 ára
Þórður Jónsson,
Dalbraut 21, Reykjavík.
75 ára
Anna Sveinbjörnsdóttir,
Vikurbraut 3, Sandgerði.
Anna verður að heiman á
afmælisdaginn en tekur á
móti gestum á
veitingahúsinu Vitanum í
Sandgerði laugardaginn
31.8., milli kl. 15 og 18.
Stefán Stefánsson,
Suðurgötu 15, Reykjanesbæ.
Skarphéðinn Jónsson,
Sólvallagötu 8, Reykjanesbæ.
70 ára
Sigurrós
Gísladóttir,
Ásgarði 27,
Reykjavík.
Eiginmaður
hennar er
Björn Eiðsson
og taka þau
hjónin á móti ættingjum og
vinum á afmælisdaginn í
Rafveituheimilinu
v/Elliðaár milli kl. 18 og 21.
Þorgrímur Pálsson,
Ásbraut 9, Kópavogi.
60 ára
Guðbjörg Þórisdóttir,
Mýrargötu 11, Neskaupstað.
50 ára
Erla Hafdís Sigurðardóttir,
Grýtubakka 18, Reykjavik.
Elisa Þorsteinsdóttir,
Brekkustíg 5, Reykjavík.
Þuríður Gísladóttir,
Ljósheimum 22, Reykjavík.
Páll ísleifsson,
Langekm, Rangárvallahreppi.
Gunnar Gunnarsson,
Hraunbæ 2, Reykjavík.
Amar Amgrímsson,
Sólvallagötu 42d,
Reykjanesbæ.
Kristín Gunnarsdóttir,
Garðavegi 10, Hafnarfirði.
Skjöldur Gunnarsson,
Ólafsvegi 10, Ólafsfirði.
aukaafslátt af
smáauglýsingum
DV
Smáauglýsingar
550 5000