Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 Fréttir íslenskir heilsugæslulæknar á leið til útlanda 1 atvinnuleit: Það er með miklum trega sem ég fer frá íslandi - en maður þarf tekjur til að lifa, segir Ólafur Stefánsson, heilsugæslulæknir í Breiðholti „Ástæðan fyrir því að ég er að fara tímabundið til Svíþjóðar er ein- faldlega sú að maður þarf tekjur til að lifa. Við erum hér í baráttu um framtíðarstarf okkar, ekki bara vegna launa heldur faglega líka. Starfíð þynnist og er að verða að engu, ef svo má segja, vegna þess að það er ekki hlúð að heilsugæslunni eins og lög, reglugerðir og samning- ar gera ráð fyrir. Að vísu bindur maður vonir við yfirlýsingu heil- brigðisráðuneytisins frá því í sum- ar, en það er þó bara yfirlýsing. Síð- an eru það auðvitað kjaramálin. Þau eru slík að við segjum upp störfum okkar meðal annars út af þeim og engin merki eru um að það ætli að ganga saman í samningun- um. Samstaða okkar lækna er alger og það getur enginn okkar hugsað sér að halda áfram þar sem frá var horfið, án kjarabóta. Þegar samstað- an er svona mikil, og menn treysta sér ekki til að snúa aftur ef ekki verður bætt úr, þá kemur að því að mann skortir laun til að framfleyta sér og sínum. Þá reyna menn auð- vitað að bjarga sér. Það að ráða sig í vinnu erlendis er liður í því,“ seg- ir Ólafur Stefánsson, heilsugæslu- læknir í Breiðholti, sem er á förum til starfa nærri Falum í Svíþjóð. Góð aðstaöa og há laun Hann segir að kjör heilsugæslu- lækna í Svíþjóð séu góð. Það fari nokkuð eftir því hvað þörfin er brýn hvaða kjör læknum eru boðin. Á þeim svæðum þar sem er læknas- kortur sé hreinlega boðið í menn. „Miðað við eðlilegar aðstæður Ólafur Stefánsson, heilsugæslu- læknir í Breiöholti, er á förum til starfa nærri Falum í Svíþjóö. DV-mynd BG eru mánaðarlaun heilsugæslulækna fyrir dagvinnu á bilinu 300 til 350 þúsund krónur íslenskar. En þar sem læknaskortur er og verið er að bjóða í menn eru kjörin betri. Ég valdi að fara á stað þar sem ég þekki til. Ég vann þama fyrst eftir að ég lauk námi í Svíþjóð," sagði Ólafur. Hann segir að í Svíþjóð séu heilsugæslustöðvar mjög vel búnar. Starfsaðstaðan sé þar eins góð og frekast má vera. Hann var spurður hvort hann væri að hugsa um að setjast að í Svíþjóð til frambúðar: Fer með trega „Nei, maður fer með miklum trega frá íslandi. Það þarf hreinlega að draga mann út en það eru að- stæðurnar hér heima sem ýta manni út i það. Maður er búinn að eyða mörgum árum í að búa sig undir ævistarf sem læknir hér heima. Ég kom heim 35 ára gamall og er búinn að vera meira og minna á vöktum ártun saman. Ég byrjaði á Egilsstöðum og var þar á vakt tvo sólarhringa af hverjum þremur og alltaf vann maður þriðja daginn. Eins var maður á vakt tvær helgar af hveijum þremur. Auðvitað lifa menn ekki venjulegu fjölskyldulífi við slíkar aðstæður. Nú er ég búinn að vera í Reykjavík í 5 ár og fjöl- skyldan búin að koma sér vel fyrir. Það er því ekki skemmtilegt að þurfa að rífa sig upp og fara aftur utan. Ég get hins vegar ekki hugsað mér að flytjast úr landi til frambúð- ar. Það gæti ég aldrei gert,“ sagði Ólafur Stefánsson. -S.dór Þaö var handagangur í öskjunni á afgreiöslu Dags-Tímans í Reykjavík í gær en til aö anna eftirspurn eftir fyrsta tölu- blaöinu varö aö prenta þaö þrisvar þar sem þaö seldist jafnóöum upp á flestum blaösölustööum. DV-mynd BG Jákvæð viðbrögð við Degi-Tímanum: Seldist upp á svipstundu - prentvélarnar ræstar þrisvar til að anna eftirspurninni Höfn: Mikið álag allan sólar- hringinn DVHðfn: „Það er mikið álag á okkur allan sólarhringinn og ástandið er ekki nógu gott,“ sagði Guðrún Júlía Jónsdóttir, hjúkrunarforstjóri á heilslugæslustöðinni á Höfn, við DV í morgun. ;,Við höfum þurft á neyðarlækni að halda og töluvert margir sjúk- lingar hafa verið sendir til Reykja- víkur og Neskaupstaðar. Á heilsu- gæslustöðinni hér vinna þrír hjúkr- unarfræðingar og ein ljósmóðir. Við erum alltaf tvær á vakt meðan opið er og skiptum með okkur að vera á bakvöktum," sagði Guðrún Júlía. Hún hefur staðið fullar vaktir og bakvaktir meö hjúkrunarfræðing- unum siðan læknaverkfallið hófst. Ekkert sjúkrahús er á Höfn og þurfa sjúkir langan veg að fara - annað- hvort til Reykjavíkur eða Neskaup- staðar eða á fimmta hundrað kíló- metra í hvora áttina sem farið er. _______________________JI Smugan: Sóttur af þyrlu DV, Ólafsfirði: Sjómaður á Sólbergi ÓF slasaðist um borð þegar togarinn var á veið- um í Smugunni. Ottó Harðarson, 36 ára, fékk krók í kviðinn. Þar sem talin voru líkindi á innvortis meiðslum var hann fluttur með norskri þyrlu til Kirkjuness. Þyrlan var þrjá tíma á leiðinni en Sólbergið sigldi á móti henni. Meiðsli Ottós reyndust minni en menn óttuðust og er kominn heim. „Viðbrögðin við fyrsta tölublaði Dags-Tímans hafa verið jákvæð og ég held að grunnhugmyndin að baki blaöinu sé góð og að hún gangi upp,“ segir Stefán Jón Hafstein, rit- stjóri Dags-Tímans, í samtali við DV, en fyrsta tölublað hins nýja dagblaðs kom út í gær og seldist upp á flestum blaðsölustöðum í Reykjavík og á Akureyri á svip- stundu. Ræsa varð prentvélar nýja blaðs- ins aftur í tvígang í gærdag til að anna eftirspum eftir því. Gert hafði verið ráð fyrir því að upplag nýja blaðsins yrði 14 þúsund eintök, en að upplag fyrstu dagana yrði meira. Nú er ljóst að viðbrögð hafa verið langt um fram björtustu vonir. Stef- án Jón Hafstein ritstjóri segir að hjá áskriftardeildum þess syðra og nyrðra hafi símamir bókstaflega logaö í allan gærdag og mikill fjöldi nýrra áskrifenda bæst í hóp þeirra sem fyrir voru. Birgir Guðmundsson aðstoðarrit- stjóri sagði í samtali við DV í gær að mjög mikið hefði verið hringt inn á ritstjómina á Akureyri í gær- dag auk þess sem fjöldi fólks hefði komið. Viðbrögð þessa fólks hefðu öll verið á sama veg, að lýsa yfir ánægju með blaðið og óska því vel- famaðar. „Okkur hér á ritstjórninni líður eins og eftir að vera komnir heim af ólympíuleikum með gull- verðlaun, svo góðar em viðtökum- ar,“ sagði aðstoðarritstjórinn. -SÁ Skólamáladeilan í Mývatnssveit: Von á öllum börnunum í skólann „Ég veit ekki betur en að öll börn- in verði send héðan í skólann í Reykjahlíð í vetur. ,“ segir Böðvar Jónsson, skólanefndarmaður í Mý- vatnssveit, í samtali við DV. Böðvar segir að forsendur einka- skólans hefi í raun brostið með yfir- færslunni til sveitarfélagsins því menntamálaráðuneytið hafi styrkt skólann tvo liðna vetur. „Sveitarstjómin hér hefúr sagt að hún hafi engan áhuga á því að styrkja skólastarf hér og ég sé því ekki hvað fólkið getur annars gert. Það er ekkert annað hægt að gera nema hafa böm- in heima. Ef senda á þau í sveitarfélag þar sem foreldrar þeirra eiga ekki lög- heimili er hægt að krefja þá um svo miklar greiðslur. Annars bíðum við bara þar til skólinn verður settur á sunnudag. Þá sjáum við hvort bömin skila sér ekki öll inn,“ segir Böðvar. Bömin sem tilheyra einkaskóla- hverfmu em rétt rúmlega 20 en í Reykjahlíð eru þau á milli 50 og 60. íbúar sunnan og vestan við vatn- ið munu funda um stöðuna í næsta mánuði. -sv Stuttar fréttir Afnám tolla Ríkisstjóm Suður-Kóreu ætlar að fella niður tolla á flestum sjáv- arafurðum íslendinga. Fjölmenn sendine&id með Halldór Ásgríms- son í broddi fylkingar er nú stödd í Suður-Kóreu. Alvöru markaður Nýjar rannsóknir leiða í ljós að íslenskur fjármagnsmarkaður er mun likari erlendum peninga- markaðí en menn hafa haldið. Þetta kom fram á RÚV. KS á Reyðarfirði Kaupfélag Skagfirðinga hefur íjárfest í 40% hlut í frystihúsi Kaupfélags Héraðsbúa á Reyðar- firði. Samkvæmt RÚV verður lögð megináhersla á síldar- og loðnuvinnslu. Tíu prósenta haili Hallinn í botnfiskvinnslimni um þessar mundir er 10%, sam- kvæmt frétt Dags-Tímans. Síðumúla iokað Síðumúlafangelsinu hefúr ver- ið lokað til frambúðar, að feng- inni tillögu Fangelsismálastofn- unai'. Gæsluvarðhaldsfangar fara á Litla- Hraun. Vígslu frestað Vígslu nýja Hæstaréttarhússins hefur verið frestað um eina viku en til stóð að vígja húsið í dag. Samkvæmt Bylgjunni voru sumir boðsgesta utan af landi komnir til Reykjavíkur. Álflutningar Álflutningar Eimskips fyrir ísal í Straumsvík eru nú komnir í vikulega áætlun til Bretlands og Hollands. Álag á sjómenn Langt úthald fiskiskipa á út- hafsveiðisvæðum getur haft al- varleg álirif á andlega heilsu sjó- manna. Samkvæmt RÚV ætla samtök sjómanna að leita aðstoð- ar lækna. Málmbræðsla könnuð Bandarískt fyrirtæki kannar nú möguleika á að reisa 30 þúsund tonna málmbræðslu á Reyðarflrði. Sjónvarpið greindi frá þessu. Sigurjón í Feneyjum Tvær kvikmyndir frá Sigurjóni Sighvatssyni eru á meðal þeirra 17 sem keppa um verðlaun á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.