Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 Fréttir ^ Skuldir heimilanna stóraukast frá síðustu launahækkun um áramót: Ahyggjuefni að menn eru að eyða um efni fram - segir hagfræðingur ASI „Innflutnings- og veltutölur sýna að neyslan er að aukast meira held- ur en sem nemur tekjubreyting- unni. Við sjáum það til dæmis i því aö bæði kreditkortaviðskipti og út- lán bankanna hafa áukist töluvert milli ára. Menn eru að eyða um eflii fram. Það er vissulega að mörgu leyti áhyggjuefni. Auðvitað væri skynsamlegra að hluti af tekjubreyt- ingunni kæmi fram í því að fólk myndi greiða niður skuldir. Skuld- setning heimilanna er þegar mikil,“ sagði Gylfi Ambjömsson, hagfræð- ingur ASÍ, í samtali við DV um nýj- ar hagtölur Þjóðhagsstofnunar sem sýna að neysla og skuldir heimil- anna í landinu hafa verið að stór- aukast á þessu ári eftir síðustu launahækkun um áramót. Þetta sést nánar á meðfylgjandi grafi. Gylfl sagði rétt að benda á að fólk hefði búið við langvarandi sam- drátt, endumýjunarþörf á bílum og heimilistækjum hefði að auki verið orðinn mikil. „Auðvitað em menn að gera þetta vegna þess að bjartsýni ríkir um framhaldið og væntingar um launa- hækkanir eru uppi. Menn mega ekki gleyma því aö fólk er að nota þessa peninga til að kaupa vöra af íslenskum fyrirtækjum. Það eykur umsvif fyrirtækjanna og gefur þeim svigrúm til að greiða hærri laun,“ sagði Gylfi. Getur ekki gengiö, segir VSÍ Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri VSÍ, sagði við DV að einkaneysla hefði haldið áfram að aukast, líkt og hún gerði á síðasta ári, ekki síst innfluttur hluti hennar. „Heimilin eru nú orðin skuldugri og þessi stöðuga skuldaaukning get- ur ekki gengið til lengdar. Loks þeg- ar kaupmáttur fer að aukast þá fari ekki aðeins sú aukning í aukna neyslu heldur virðast heimilin hafa væntingar um enn betri kaupmátt í framtíðinni og taki hann út fyrir- fram. Þetta er sérkennileg hegðun og neyslumynstur," sagði Hannes. Hannes sagði VSÍ hafa hvatt stjórnvöld til að afgreiða fjárlög með tekjuafgangi, m.a. til að vinna gegn ójafnvægi í einkageiranum, þ.e. eyðslunni umfram efni. -bjb Læknar farnir að ráða sig í vinnu erlendis: Heilsugæslulæknum þykir sér misboðið af ríkinu - segir Gunnar Ingi Gunnarsson, formaður samninganefndar lækna Skuldir og kaupmáttur 12% - samanburður á þróun frá 1994-1996 - skuldaþróun heimila kaupmáttur launa 1994 1995 1996 ‘T DV „Því miður finnum við vel fyrir upplausn í hópi heilsugæslulækna og hugur þeirra er farinn að leita út fyrir landsteinana. Þeir eru nærri allir menntaðir erlendis og eiga þar ákveðnar rætur, ekki síst á Norður- löndunum. Þeim finnst sér misboð- ið með framkomu ríkisins við þá í þessari kjaradeilu. Við höfum svo sannarlega áhyggjur af þeim at- gervisflótta sem hafinn er í hópn- um. Það er þannig á Norðurlöndun- um að þar er frumþjónusta lækna metin hátt. Þar er boðið upp á bestu starfskjörin, mun betri en á sjúkra- húsunum. Þegar heilsugæslulæknar verða nú fyrir því að ekki er við þá samið, en þeir vita að þeir geta feng- ið vinnu annars staðar á Norður- löndunum, þá er ekki nema von að þeir fari að athuga sinn gang,“ sagði Gunnar Ingi Gunnarsson, formaður samninganefndar lækna, um þann atgervisflótta sem virðist kominn upp innan hóps heilsugæslulækna. Gunnar Ingi var spurður hverju læknar hefðu svarað tillögu Qár- málaráðherra um að nota tímann til áramóta til skipulagsbreytinga á störfum heilsugæslulækna. Strax kæmi lítils háttar launahækkun en síðan yrði gengið til samninga eftir skipulagsbreytinguna í byrjun næsta árs. „Það sem við gerðum þegar fjár- málaráðherra og samninganefnd ríkisins komu með þessa hugmynd var að kanna hvort þama væri ein- hver raunverulegur vilji að baki. Þess vegna buðum við ríkinu upp á það að heilsugæslulæknar færu yfir á aðra kjarasamninga lækna, sem í gildi era, óbreytta. Viö nefndum sem dæmi að læknar sem eru einir í héruðum færa inn á sambærilega samninga og sjúkrahúslæknar. Öll- um þessum leiðum sem við nefnd- um var hafnað á þeirri forsendu að það yrði of dýrt. Þá spurðum við á móti hver væri hinn raunverulegi vilji til skipulagsbreytinga.“ Gunnar var spurður hvort hann teldi ekki vonlaust orðið fyrir heilsugæslulækna að ná kjarasamn- ingum nú í ljósi þess að allir aðrir kjarasamningar landsmanna eru lausir um næstu áramót og samn- ingar við lækna nú yrðu stefnumót- andi: „Það má vel vera að þarna sé ein- hver ótti á bak við. En menn mega ekki gleyma því að við buðumst til að hópurinn færi yfir á aðra gild- andi samninga en það gekk ekki heldur. Þá spyr maður auðvitað hver sé hinn eiginlegi vilji ríkis- valdsins til samninga við okkur,“ sagði Gunnar Ingi Gunnarsson. -S.dór Keflavíkurflugvellur: Sprengjuhót- un í húsum varnarliðsins tvívegis í ár DV, Suðurnesjum: Engin sprengja fannst við ít- arlega leit í leikskólanum á Keflavikurflugvelli í gær en sprengjuhótun barst þangað kl. 8 í gærmorgun. Sagt var að sprengju hefði verið komið fyrir í skólanum. Að sögn Friðþórs Ki4. Eydals, upplýsingafulltrúa varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli, var um gabb að ræða. Börn vamar- liðsmanna í leikskólanum voru strax flutt úr skólanum og hann rýmdur í snarhasti meðan sér- þjálfaðir hermenn í aftengingu sprengna fimkembdu húsið. Mikill viðbúnaður var af hálfu varnarliðsins meðan hættuá- stand var talið. Á þessu ári hefur tvívegis ver- iö tilkynnt um sprengjur í hús- um vamarliðsins á vellinum en í bæði skiptin var um gabb að ræða. -ÆMK Sjúkrahús Reykjavíkur fær 320 milljónir króna: Hagræðing og samrekstur með ríkisspítulum Samkomulag borgarstjórans í Reykjavík annars vegar og fjár- mála- og heilbrigðisráðherra hins vegar um aðgerðir í rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur tókst á miðvikudag. í því felst að SR fær 230 milljónir kr. i rekstur spítal- ans. Jafhframt leggur ríkissjóður Ríkisspítulum til 200 milljónir króna og er ætlast til að samvinna þessara stofnana aukist og hag- rætt verði í rekstri beggja þannig að gert er ráð fyrir að 370 milljón- ir króna sparist. Til að svo verði er þó talið að leggja verði í nokkurn stofnkostnað. Gert er ráð fyrir því að núver- andi verkaskipting breytist. Þannig flyst augndeild Landakots- spitala á Landspitala, hagræða á í starfsemi skurðdeilda beggja stofnana og opna á endurhæfing- ardeildina á Grensásdeild að nýju og nýta hana í þágu beggja. Auk þess að augndeildinni á Landakotsspítala verði lokað verð- ur skurðstofúm þar einnig lokað. Tvær öldranardeildir verða opn- aðar á Landakoti 1. janúar nk. en sama starfsemi í Hátúni, i Heilsu- verndarstöðinni og á Hvítaband- inu verður lögð niður og starfs- fólki þar flestu sagt upp. -SÁ Minjafundur í Hornafirði: Mjog forn landnamsbær yfirgefinn fyrir árið 1000 DV; Höfn: Fundist hafa minjar um bæjar- stæði og búsetu til foma í landi Ak- urness og Seljavalla í Homafirði. 1897 fannst þama kuml þar sem fok- ið hafði ofan af beinum og einhveij- um munum. Þegar Daníel Braun kom á staðinn 1902 fann hann fleiri muni en því miður virðast þeir hafa farið til Ameríku og ekki vitað hvað af þeim varð þar. Kort af Laxárdal og landnámsbærinn hefur verið þar sem nú eru Akurnes og Seljavellir. I sumar hélt Bjami F. Einarsson fomleifafræðingur námskeið í forn- leifaskráningu fyrir starfsfólk Sýslusafnsins á Höfn og var þaö haldið á staðnum þar sem kumlið fannst. Bjarni var þess fullviss að nærri kumlinu hefði verið bær og þegar farið var að grafa var komið niður á vegghleðslu, viðarkolaleifar, brennd bein og sót var að finna í jarðveginum. „Þarna er um mjög fornan bæ að ræða, líklega frá því nokkru fyrir árið 1000. Einnig eru líkur á því að bærinn hafi verið yfirgefinn fyrir árið 1000 og helst útlit fyrir að hér sé um landsnámsbæ að ræða. Þama hefur verið ákjósanlegt bæjarstæði, gott beitiland í Laxár- dalnum og uppsprettulind við bæj- arvegginn - þarna er nú tekið allt neysluvatn fyrir Höfn - og veiði skammt frá,“ sagði Eiríkur Jör- undsson, forstöðumaður Sýslu- safnsins á Höfn. Verið er að rannsaka þau sýni Eiríkur Jörundsson meö kljástein og brot úr munum sem fundust viö uppgröftinn. DV-mynd Júlía sem tekin voru og er niðurstöðu að vænta í haust. -JI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.