Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1996, Blaðsíða 24
36 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 Svavar Gestsson gagnrýnir al- netssíöu menntamálaráöherra. Vega úr launsátri „Er það eðlilegt að ráöherra, hver sem það er, vegi að undir- mönnum sínum úr launsátri al- netsins eins og menntamálaráð- herra hefur gert i sumar?“ Svavar Gestsson, í Morgun- blaðinu. Barnavændi „Neysluþjóðfélagið hefur víða breytt gildismati fólks. Kona sel- ur kannski dóttur sína í vændi til að geta keypt sér sjónvarp." Ron O'Grady, í Morgunblaðinu. Erlend fjárfesting „íslendingar geta heldur ekki búist viö því að geta til lengdar fjárfest í sjávarútvegi annarra ríkja, eins og gert hefur verið með góðum árangri, án þess að upp komi kröfur um að erlendir aðilar geti fjárfest í íslenskum sjávarútvegi." Leiðarl Morgunblaðsins. Ummæli Ólykt „Eg veit ekki til þess að SR- mjöl hf. hafi beðið mig leyfis um aö fá að fylla hús mín slíkri ólykt að skárra er að vera ut- andyra en innan því þannig að- lagast maður lyktinni betur.“ Valbjörn Steingrimsson, í Mbl. Barlómur „Aukinn kvóti, hækkandi tekj- ur og hagvöxtur og hvert ís- landsmetið af öðru er slegið i barlómi, það er að segja hjá þeim sem eru upp á opinber framlög komnir“ OÓ í Degi-Tímanum. Nafn móðurinnar Alkunna er að frægir leikarar breyti nafhi sínu svo það hljómi betur í munni og sé líklegra tO vin- sælda. Margir nota nöfn sem eru algerlega óskyld þeim nöfnum sem þeir voru skírðir, en sumir halda sig við skímar- nöfn sín. Fjöldi þekktra leikara hefur tekið upp fjölskyldunafn móður sinnar. Sú er til dæmis raun- in með leikkon- Shirley una Diane Kea- MacLaine not- ton. Skirnamafh ar. æt,arna,n hennar var Diane fRóö01- sinnar. Hall (hún lék eitt sinn konu sem hét Annie Hall) en vegna þess að til var önnur leikkona með sama nafni tók hún upp nafhið Keaton, ættarnafn móður sinnar. Blessuð veröldin Leikkonan Shirley MacLaine er systir Warrens Beatty. Hann notar ættarnafn föður síns, Beaty, en bætti einu t-i í nafiiið til að það hljómaði betur. Shirley notar ætt- amafn móður sinnar en breytti því lítillega. Það var upphaflega Macle- an. Mel Brooks er annað dæmi, en hann gekk undir nafhinu Melvin Kaminsky áður en hann varð fræg- ur. Ættamafn móður hans var Brookman. Þurrt víðast hvar Á Grænlandssundi er hægfara 1.000 mb lægð sem grynnist. Við Hvarf er dálítil lægð á leið aust- norðaustur en vaxandi lægð skammt suð- austur af Nýfundna- Veðrið í dag landi mun fara norðaustur. í dag er gert ráð fyrir suðvestangolu. Skýjað verður með köflum og víðast þurrt um landið vestanvert en lengst af bjartviðri um landið austanvert. Undir kvöld þykknar upp og fer að rigna suðvestan til á landinu og þeg- ar líður á nóttina lítur út fyrir vax- andi sunnanátt með rigningu sunn- anlands og vestan. hiti verður víð- ast 9-12 stig en þó allt að 16 stiga hiti austanlands síðdegis. Sólarlag í Reykjavík: 20.50 Sólarupprás á morgun: 06.07 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.33 Árdegisflóð á morgim: 07.55 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjaö 9 Akurnes skýjaö 6 Bergsstaðir Bolungarvík úrkoma í grennd 9 Egilsstaöir léttskýjaö 4 Keflavíkurflugv. skúr á síð. kls. 9 Kirkjubkl. hálfskýjaö 6 Raufarhöfn léttskýjaö 4 Reykjavík úrkoma í grennd 9 Stórhöföi úrkoma í grennd 9 Helsinki skýjað 17 Kaupmannah. hálfskýjaö 18 Ósló skýjað 15 Stokkhólmur hálfskýjaö 18 Þórshöfn hálfskýjaö 10 Amsterdam skúr á síö. kls. 16 Barcelona þrumuveöur 16 Chicago heiöskírt 16 Frankfurt rign. á síö. kls. 12 Glasgow skýjaö 11 Hamborg rigning á síó. kls. 15 London léttskýjaö 12 Los Angeles Madrid heiöskírt 23 Malaga þokumóöa 20 Mallorca skýjaö 17 París skýjaö 14 Róm skýjaö 20 Valencia skúr á síö. kls. 19 New York heiöskírt 23 Nuuk heióskírt 4 Vin skýjaö 17 Washington mistur 22 Winnipeg heiöskírt 17 Sigfús Erlingsson framkvæmdastjóri: Hef búið erlendis í fimmtán ár „Nýja starfið leggst ágætlega í mig og það er ekkert mikið mál fyrir mig að flytjast búferlum milli landa. Ég hef nokkuð oft flutt úr landinu og hef búið erlendis í ein fimmtán ár, mest í Bandaríkjun- um en reyndar i Svíþjóð líka. Tungumálið ætti því ekki að vera neitt vandamál héma í Svíþjóð,“ sagði Sigfús Erlingsson, fram- kvæmdastjóri ferðaskrifstofu sem Maður dagsins Úrval-Útsýn er að opna í Stokk- hólmi. „Úrval-Útsýn hefúr þegar opnað skrifstofur í Danmörku og Noregi en Svíþjóð hefur ekki komist á blað fyrr en nú. Nú er verið að leita að húsnæði, fólki, skoða tæki og panta og reyna að koma þessu í gang á eins skömmum tíma og hægt er. Fjöldinn á skrifstofunni nýju fer eðlilega eftir starfseminni Sigfús Erfingsson. en við reiknum með að starfs- menn verði ekki færri en þrír. Nýja ferðaskrifstofan leggur fyrst og fremst áherslu á það að fá út- lendinga til íslands. Við erum ekki að þjóna íslendingum sem eru að koma utan á þessu stigi. Það er óráðið hve langan tíma ég verð héma en reiknað er með að það taki ekki minna en tvö til þrjú ár að koma starfseminni á eðlilegan grundvöll. Mér hefur aldrei líkað illa að búa erlendis og ekki átt erfitt með að flytja fram og til baka. Þetta eru alltaf svolítil átök á meðan, en það er bara meira gaman. Bömin okkar hjón- anna era uppkomin og ég og kon- an mín, Soili Erlingson, erum orð- in ein eftir. Soili er í starfi á ís- landi, hún er læknir hjá Blóðbank- anum. Hún verður eitthvað í því starfi áfram áður en hún kemur hingað. Það fer eftir ýmsu hvenær af því verður en á meðan verðum við bara að ferðast á milli land- anna öðm hverju." Sigfús er mikill útivistarmaður. „Ég hef gaman af því að fara út til aö hlaupa, skokka eða fara á skíði. Það breytir því engu hvort ég er á íslandi eða Svíþjóö, ég get sinnt áhugamálunum í báðum löndum," sagði Sigfús. Myndgátan Lausn á gátu nr. 1598: / S£M HÚA i' mi'n:: \ { K'ffíKJUUWC’/S.fyl MEM i VWOTrt ÞETTA MAF;K.!"/ EyþoR- Sóknarmark Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnoröi Fjórir leikir fara fram í annarri deild. Önnur deild í knatt- spyrnu Fjórir leikir fara fram í annarri deildinni i knattspyrnu í kvöld og byrja þeir allir klukkan 18.30. Á Akureyri mæta KA-ing- ar toppliði Þróttar, í Borgamesi heimsækja FH-ingar Skalla- grimsmenn, í Breiðholtinu spil- ar ÍR við Leikni og í Laugardaln- um taka Framarar á móti Völs- ungum. íþróttir Tveir leikir fara einnig frain í þriðju deild en það era leikir Reynis í Sandgerði við Ægi og Gróttu við Víði. Bridge Þeir eru eflaust margir sagnhaf- amir sem vísir væru til að spila þriggja granda samningi niður í þessu spili. Þegar spilið kom fyrir í sveitakeppni gerði sagnhafi sig sek- an um mistök í öðrum slag sem kostaði samninginn. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og enginn á hættu: * D3 * ÁDG2 * 1032 * 7542 * ÁG1086 * 1097 * K * 10963 * K54 4» 86 * ÁG984 * ÁKD Suður Vestur Noröur Austur 1-f 1* Dobl pass 2 Grönd pass 3 Grönd p/h Opnun NS á einu grandi lofar 15-17 punkta jafnskiptri hendi en suður ákvað að meta hendina sterk- ari en 17 punkta og opnaði á einum tígli. Eftir neikvætt dobl norðurs, sem lofaði hjarta, sýndi suður 18-19 punkta með stökki sínu i tvö grönd. Vestur hóf vörnina með því að spila út spaðagosa. Sagnhafi setti drottn- inguna í blindum og sá strax að helst mátti ekki hleypa austri inn í spilið, því hann gæti spilað í gegn- um spaðalitinn. Hann spilaði tígul- tíunni í öðram slag og austur fékk slaginn á kónginn. Hann skilaði hjarta til baka, sagnhafi fór upp með ás og svínaði tígli. En 4-1 legan í litnum gerði það að verkum að ekki var hægt að svína aftur. Sagn- hafi átti að sjálfsögðu að spila fyrst lágum tígli úr blindum á áttuna. Þá er hægt að spila tíunni síðar og end- urtaka svíninguna í þessari legu. í því tilfelli sem austur á bæði háspil- in í tíglinum, verður sagnhafi að treysta á hjartasvíninguna og hugs- anlega 3-3 legu í laufi ef austur legg- ur á þegar tígli er spilað í öðrum slag. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.