Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1996, Blaðsíða 20
32 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 Sviðsljós Oprah ást- fangin Oprah. Það er á allra vörum í henni Am- eríku þessa dagana að prímadonna spjallþáttanna, Oprah, sé yfir sig ástfangin af John Kennedy yngri. Sagt er að hún hafi fallið kylliflöt fyrir honum er hann mætti í þátt- inn hennar um daginn. Hún sagði að maðurinn væri ótrúlega sjarmer- andi, skemmtilegur og örvandi. „Ég hélt ég elskaði hann. Nú er ég viss,“ sagði Oprah eftir þáttinn. Aðdáendur hennar bíða nú spenntir eftir að þátturinn verði sýndur en hann fer í loftið í næstu viku. nfiiyfi i iiifMSIMÍ 9 0 a A • • 1 1 • i 1 1 1 1 i 1 • 1 1 i f • $ 0 0 0 a®e'ns 39-90min' Þú þarft aðeins eitt símtal í Kvikmyndasíma DV til að fá upplýsingar um ailar sýningar kvikmyndahúsanna * ■ . / - S3 KViKMYNDA^iff 9 0 4 - 5 0 0 0 BlliiP, qetraun KQ / Þú qetur unnio mioa á tónleika Blur í Laugardalshöllinni þann 8. september í skemmtilegri Blur-getraun í síma 904 1750. Missfu ekki af þessu tækifæri - það er að verða uppselt á tónleikanaí Hringdu strax í síma 9041750 Verö 39,90 mínútan DV Leikarinn Dustin Hoffman tekur við Gullna Ijóninu á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrir frammistöðu sína á hvíta tjaldinu. Vinur hans, Robert De Niro, afhenti honum verðlaunin. Á opnunarhátíðinni var frumsýnd kvikmyndin Slee- pers þar sem þeir félagar fara með aðalhlutverkin og sjást í fyrsta skipti saman á hvíta tjaldinu. Kvikmyndaveisla í Feneyjum: Dustin Hoffman og Robert De Niro saman á hvíta tjaldinu Kvikmyndahátíðin í Feneyjum hófst á miðvikudaginn með heims- frmnsýningu myndarinnar Sleepers. Aðalleikarar myndarinn- ar, Dustin Hoffman og Robert De Niro, voru viðstaddir frumsýning- una en þetta er í fyrsta skipti sem þeir leika saman á hvíta tjaldinu. Leikstjóri myndarinnar er Barry Levinson sem m.a. leikstýrði mynd- unum Good Moming America og Rain Man, en myndin er byggð á met- sölubók eftir Lorenzo Carcaterra. Höfundur bókarinnar segir myndina byggjast á sönnum atburð- um sem hentu hann og þrjá vini hans í æsku. Myndin fjallar um af- drif drengjanna eftir hörmulega fangelsisvist og samskipti þeirra við prest og drykkjusjúkan lögfræðing sem leiknir eru af Dustin Hoffman og Robert De Niro. Hofiman, sem fékk Gullna ljónið fyrir frammistöðu sína á hvíta tjald- inu, var spurður hvort það skyti ekki skökku við að hann léki í kvik- mynd sem fuU væri af fangelsisof- beldi þar sem hann hefði hér áður gagnrýnt mjög tilefhislaust ofbeldi: „Fangelsismál fara hríðversnandi í Ameríku. Þau snúast ekki um end- úr fangelsi eru þeir hættulegri en urhæfingu. Fangelsisvist hefur þeir voru fyrir afplánun," sagði slæm áhrif og þegar menn koma út Hofiman. Rokkstjörnurnar Roger Taylor og Brian May úr hljómsveitinni Queen njóta veðurblíðunnar i Feneyjum. Þeir eru á kvikmyndahátíðinni til að heiðra minningu vinar síns, Freddies Mercurys, með myndinni Made in Heaven. Eiginmaður Stefaníu Mónakóprinsessu staðinn að verki: Var myndaður nakinn með viðhaldinu sínu Stefanla, prinsessa af Mónakó, er held- ur súr í skapi þessa dagana og vel skifjanlegt þegar athugað er hvað veldur þeim geðbrigðum. Myndir af eigin- manni hennar og viðhaldi hans nöktum birtust í tveimur ítölskum tímaritum og hafa komið hjónaband- inu í uppnám. Á myndunum er Daníel Ducruet, fyrrum lífvörður Stefaníu, allsnakinn ásamt viðhald- inu i sólbaði við sundlaug í Frakk- landi. Timaritin lögðu hátt í 30 blaðsíður undir myndimar af parinu og sést vel hvar viðhaldið af- klæðir Ducruet og þau faðmast nakin á sund- laugarbakkanum. Að sögn ritstjóra annars tímarits- ins bárust blað- inu mun kræfari myndir en þær þóttu óhæfar til birtingar. Viðhaldið heit- ir Fili Houteman, 26 ára dansari við kabarett í Belgíu. Þau hittust í bænum Cap de Villefranche, um 15 km frá Monte Carlo. Ástandið er frekar spennt í smá- ríkinu Mónakó enda var Rainier fursti aldrei sérlega hrifmn af makavali dóttur sinnar. Stefánía eignaðist tvö böm með Ducmet fyr- ir hjónabandið og giftist honum í júlí í fyrra. Talsmaður hallarinnar sagði að þar á bæ hefðu myndirnar verið skoðaðar en enginn áhugi væri á að segja neitt um þær. Ducruet hitti viðhaldið sitt fyrst á kappaksturskeppni í Belgíu en hann er mikill áhugamaður um kappakst- ur. Hafa blaðamenn og ljósmyndar- ar elt hann á röndum síðan. Að sögn munu athafnir Ducruets og viðhaldsins einnig hafa náðst á myndband svo sannanir ættu að vera nægar fari Stefanía fram á skilnað á gnmdvelli framhjáhalds. Stefanía af Mónakó.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.