Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 Neytendur____________________________________________ i>v Rúmlega Qörutíu þúsund grunnskólanemar á íslandi: Enginn stórkostlegur kostn- aður fylgir skyldunáminu - en það getur þó borgað sig að gera verðsamanburð Þegar skólatöskur eru valdar er mikilvægast aö huga aö stærðinni. Taskan má ekki vera of stór fyrir barnið. Fyrir yngstu nemendurna er og mikilvægt að hún sé ekki fylit af alls kyns dóti sem kannski er óþarfi og þyngir bara tösk- una. DV-mynd Pjetur Þessa vikuna hafa kennarar verið að undirbúa skólaárið sem nú fer í hönd. Á mánudaginn hefst svo skipulögð kennsla í flestum grunn- skólum landsins og menntaskólum. Skólaskyldualdurinn var færður niður um eitt ár fyrir nokkrum árum svo nú þurfa börn fædd árið 1990 og eldri að sækja skóla. Menntun eins og allt annað kost- ar sitt og þó grunnskólanemendum sé séð fyrir sjálfum námsbókunum af hinu opinbera eru alltaf einhver innkaup sem fylgja skólagöngunni. Kostnaðurinn við að „skóla sig upp“ er afar misjafn og ræðst aðal- lega af aldri nemenda. Það segir sig sjálft að 12 ára nemendur þurfa fleiri stílabækur en 6 ára nemandi. Krafist er og af eldri nemendum að þeir skrifl með penna og þá þarf að fjárfesta í sæmilega góðum penna. Stílabækur og ritföng í skól- unum í sumum grunnskólum hefur nemendum verið úthlutað stílabók- um eftir þörfum gegn hóflegri greiðslu, oftast innan við 1000 krón- ur. Neytendasíðan hafði samband við nokkra skóla og í einum þeirra var kosturinn við þetta fyrirkomu- lag talinn helstur sá að þannig væru allir með eins bækur og öruggt að allir hefðu þær undir höndum á sama tíma. Ásgeir Pálsson, aöstoðarskóla- stjóri Seljaskóla, segir framkvæmd- ina þar á bæ hafa verið þá að kenn- ararnir panti þau ritfóng sem þeir telji að þurfi til og rukki svo for- eldra. Foreldrum er hins vegar í sjálfsvald sett hvort þeir ganga að þessu tilboði. „Við hins vegar sam- þykkjum ekki hvaða drasl sem er. Það er hægt að kaupa ódýra blýanta sem svo brotna strax. Við gerum kröfur um að bömin hafi skólavör- ur sem ekki hái þeim í náminu,“ segir Ásgeir. Hann segir að upphaf- lega hafi þessu kerfi verið komið á í samræmi við óskir foreldra og í samvinnu við kennararáð skólans Þeir sem nú hefja nám í fram- haldsskóla þurfa að gera ráð fyrir stórum hluta sumartekna sinna í bókakaup. Þetta varð blaðamanni Neyt- endasíðunnar ljóst er hann fór í vikunni með bókalista fyrir nem- endur 1. árs Kvennaskólans og kannaði hvað bækurnar kosta. Listinn er dæmigerður fyrir menntaskólanemendur á 1. ári þótt eitthvað séu þeir breytilegir á milli skóla. Hafa ber í huga að nemend- ur Kvennaskólans kaupa bækur sem notaðar eru allt árið en fjöl- brautaskólanemendur kaupa oftast bækur fyrir hálft ár í senn. Farið var í bókabúð Máls og en ástæða sé til að kanna hvort af- staða manna hafi eitthvað breyst. Verslað fyrir fyrsta skólaárið Þegar skóladót er keypt er ágætt að hafa í huga að sumt má nota í nokkur ár, s.s. pennaveski og skóla- töskur. Þannig getur litið þurft að versla eitt árið. Handa 6 ára skólabami þarf í raun lítið að kaupa. Neytendasíðan fór á stúfana og komast að raun um að aðalútgjaldaliðurinn felst í skólatöskunni. Farið var í ritfanga- verslanirnar Mál og menningu, Pennann og Griffil. Skólatöskur Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki eru svokallaðar kassa- menningar og Bókabúðina við Hlemm. í þeirri fyrrnefndri fengust allar bækumar utan ein. Samtals var bókapakkinn þar á kr. 47.008. Listinn er þó ekki alveg tæmandi því í sumum námsgreinum verða fleiri bækur tilkynntar síðar. Svo eru fjölrit seld í skólanum þegar á liður. Orðabækur voru heldur ekki teknar með í reikninginn. Enginn verðmunur var á flest- um námsbókunum milli verslan- anna tveggja. Þær upplýsingar fengust að ekkert væri lagt á ís- lensku námsbækurnar en það eru þær flestar fyrir 1. árs mennta- skólanemendur. Verðmunur getur þó verið á erlendum skáldsögum, töskur vinsælustu skólatöskurnar. Þær eru rúmgóðar og hægt að hafa þær á bakinu. Verslanir bjóða upp á mikið úrval af þessum töskum, frá um 2600 kr. og upp í tæpar 7000. All- ar eru töskumar skrautlegar og fal- legar. Munurinn felst aðflega í öll- um frágangi, ytra sem innra. í Máli og menningu fást Fantasy töskur á 2680 kr. Griffill selur Zig Zag töskur í þeim verðflokki á kr. 2910 og Penn- inn hefur Radiant töskur á kr. 2915. Pennaveski Fyrir 6 ára börn eru pennaveski það sem síst má vanta í skólatösk- una. Pennaveski fást í ýmsum verð- flokkum og er mismikið í þau lagt. Neytendasíðan skoðaði veski sem voru þokkalega útbúin. Hafa ber í sem lesnar em í tungumálanám- inu, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Notaðar bækur Verslanirnar halda líka úti skiptabókamarkaði og var slíkur markaður í Pennanum einnig heim- sóttur. Á skiptibókamarkaði geta menn öragglega lækkað bókareikn- inginn töluvert. I Máli og menningu huga að 6 ára börn þurfa ekki pennaveski af stærstu gerð. Mál og menning selur veski með 12 trélit- um, 2 kúlupennum, reglustiku, ydd- ara, strokleðri og blýanti á kr. 695. Griffill selur sambærilegt veski á kr. 300. í Pennanum fékkst penna- veski meö -6 tússlitum, 4 trélitum, blýanti, 3 reglustikum og 6 blekfyll- ingum á kr. 655. Fólk ætti t.d. að hafa í huga að prófa tússlitina áður en þeir eru keyptir því þeir vilja stundum vera þurrir. Stílabækur fyrir yngstu kynslóð- ina vora á 59 kr. í Griffli, 68 í Máli og menningu og 79 í Pennanum. í þessari könnun var ekki verið að bera saman gæði og víst er að smekkur manna er misjafn og á það líka við um böm. -saa tókst t.d. að koma innkaupunum niður í kr. 40.128. Greinilega er það lika þess virði að gera verðsamanburð mifli mark- aða og kanna úrvalið á þeim. Að öllu athuguðu er ljóst að nem- endur hafa í nógu að snúast í upp- hafi skólaárs og öraggt að bókakost- ur eldri systkina og frændsystkina verður rannsakaöur, séu þau fyrir hendi. -saa Villtir lerkisveppir á markað Lerkisveppir hafa verið vinsæl- ir í sveppatínsluferðum fólks enda gómsætt meðlæti með næst- um öflum mat, mun bragðmeiri en þeir sveppir er menn eiga að venjast. Þeir hafa hins vegar ekki verið markaðssettir svo nokkra nemi. Fyrirtækið Sólskógar á Héraði er nú að gera tilraunir með að koma sveppunum á veisluborð almennings og gefst Reykvíkingum nú kostur á að kaupa viflta lerkisveppi af Fljóts- dalshéraði. Sveppimir era tíndir í skógum Skógrækt- ar ríkisins og í skóg- um skógar- bænda og að sögn talsmanns Sólskóga eru þeir reyndar fyrsta afurðin úr bænda- skógunum. Sveppatíminn er stuttur og verða því ferskir lerkisveppir að- eins skamman tíma á markaðn- um. Unnið er að því að koma einnig þurrkuðum og frosnum sveppum á markað svo að hægt veröi að njóta þeirra allt árið. Matgæðingar segja sveppina ljúf- fenga steikta í smjöri og saltaða eftir smekk. Þannig má líka setja þá saman við sósur, súpur eða pottrétti. Ferskir lerkisveppir komu í verslunina Gallerí kjöt við Grens- ásveg fyrir viku, í takmörkuðu magni þó. Með hnífinn í sveppatínsluna í Tilverunni á dögunum var fjallað um sveppatínslu og ýmis góð ráð gefin af fólki sem þekkir til. Kona hafði samband við DV og vildi koma því á framfæri að fólk ætti að hafa með sér hníf í sveppa- tínsluferðina því sveppi ætti að skera upp en ekki rífa. Séu þeir rifnir upp fjölga þeir sér ekki. Sjálfsagt er að menn hugsi fram í tímann og stuðli að því með tínsluaðferðum sínum að svepp- unum skjóti aftur upp að ári. Sportblanda Sportblanda er heiti á nýrri grænmetisblöndu sem íslenskt meðlæti hf. hefur sett á markað. Blandan er hugsuð fyrir þá sem vilja hlú að heilsunni, íþrótta- menn sem aðra. Hún inniheldur trefjar, fáar hitaeiningar og fuflt af næringarefnum. Samkvæmt fréttatilkynningu sem send var frá fyrirtækinu þykir hún bæta meltinguna. Blönduna er best að hita í örbylgjuofni til að halda næringarefnunum í grænmetinu en einnig er hægt að sjóða hana eða steikja. Sportblandan er fersk frosin vara sem hentar vel bæði sem meðlæti og sem uppistaða í grænmetisrétti. Að auki framleiðir Islenskt meðlæti nú 26 tegundir af fyrsta flokks frosnu grænmeti og frönsk- um kartöflum. Fleiri komnir með GÁMES Kjúklingastaðurinn Suðurveri fékk fyrir skömmu viðurkenn- ingu fyrir að hafa komð á GÁMES kerfmu við innra eftirlit með mat- vælavinnslu og matreiðslu. Kjúklingastaðurinn er meðal fyrstu skyndibitastaða hér á landi sem hafa komið sér upp þessu eft- irlitskerfi en staðurinn hefur starfað samkvæmt því frá áramót- um. -saa Framhaldsskólabækurnar: Um 50 þúsund króna reikningur - wnotaðar bækur góður kostur fjárhagslega Notaöar bækur eru mun ódýrari en þær nýrri. Hver veit svo nema eitthvað sé aö græða á á gömlum giósum sem hafa verið punktaðar á spássíuna. DV-mynd Pjetur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.