Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1996, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 5 DV Fréttir Fjórar heilsugæslustöðvar byggðar á höfuðborgarsvæðinu: Búið að byggja allar heilsu- gæslustöðvar úti á landi - segir Baldur Ólafsson, deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu „Menn eru held ég almennt sam- mála um að setja þurfl höfuðborgar- svæðið í algeran forgang í sambandi við uppbyggingu heilsugæslustöðva. Reykjavík hefur orðið út undan en ég held að búið sé að byggja allar heilsugæslustöðvar úti á landi,“ seg- ir Baldur Ólafsson, deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, en hann hefur umsjón með byggingum og viðhaldi á vegum ráðuneytisins. Hjá heilbrigðisráðuneytinu liggja fyrir áætlanir um uppbyggingu heil- sugæslunnar og að sögn Baldurs hafa ákvarðanir verið teknar um byggingu fjögurra stöðva. í Smárahverfi í Kópavogi er fok- held um 850 fermetra heilsugæslu- stöð sem gert er ráð fyrir að muni kosta um 119 milljónir króna. Fram- kvæmdir hófust á síðasta ári en ekkert hefur verið ákveðið um verk- lok. Þau munu ráðast af því sem kemur út úr fjárlögum þessa árs en fáist peningamir er ekki ólíklegt að hægt verði að taka hana í notkun innan árs. Hundraö milljónir hver Þær þrjár stöðvar sem verið er að tala um til viðbótar munu líklega, líkt og stöðin í Kópavogi, vera mið- aðar við sex lækna. Slik stöð kostar að sögn Baldurs Ólafssonar um 100 milljónir króna. Ein verður í Foss- voginum, við Útvarpshúsið, önnur í landi Borgarholts í Grafarvogi og sú þriðja einhvers staðar í Mosfellsbæ. Þar hefur reyndar ekki verið ákveð- ið hvort fundið verður hentugt leiguhúsnæði eða byggt nýtt hús. Ekkert liggur fyrir um verklok en í áætlunum ráðuneytisins er gert ráð fyrir að uppbyggingin standi til árs- ins 2005. „Þetta eru í raun allt saman stöðvar sem eru í gangi þannig að rekstrarþátturinn mun ekki breyt- ast mjög mikið, nema auðvitað sem nemur stærra húsnæði. Það er alltaf verið að reyna að hafa þetta eins hagkvæmt og mögulegt er og þótt ef- laust megi halda því fram að úti á landi sé búiö að byggja allt of stórt held ég að það sé alls ekki uppi á teningnum hér á höfuðborgarsvæð- inu,“ segir Baldur. Landiö eitt kjördæmi Hann segir það sína skoðun að ekkert lagist í heilbrigðismálunum fyrr en landið verði eitt kjördæmi. Það þurfi ekki mikla reiknimeistara til þess að sjá hvers vegna Reykja- vík hafi setið eftir þegar lands- byggðarþingmennimir séu margfalt fleiri en þingmenn Reykjavikur. Til viðbótar þeim fjórum stöðvmn sem hér hafa verið nefndar halda menn opnum þeim kosti að stækka Árbæj- arstöðina. Hún er í leiguhúsnæði. Þá hefur stöð í Voga- og Heima- hverfi lengi verið í umræðunni. Taka þarf ákvarðanir sameiginlega fyrir Hlíðastöð, Heilsuvemdarstöð og Miðbæjarstöð þegar séð verður hvað verður með starfsemi Heilsu- vemdarstöðvar. Ljóst er að stækka þarf heilsugæslustöðvar bæði í Hafnarfirði og Garðabæ. -sv Ný heilsugæslustöö í Kópavogi er öli hin glæsilegasta. Hún er um 850 fermetrar og er talin munu kosta um 119 millj- ónir króna. Byggingin er klædd meö áli og gluggar eru einnig úr áli. Stööin á aö mestu aö vera viðhaldsfrí. DV-mynd Misstu ekki af besta tíma dagsins Hringdu núna! ÁSKRIFTARSÍMINN E R 800 70 80 |Dagur4Eímtmt -besti tími dagsins! BILFANG BILASALAN BÍLFANG ehf. Borgartúni 1b Sími 552 9000 Nissan Patrol GR ‘91, dísil, bsk., 5 d., steingr., ek. 130 þús. km. Subaru Legacy 2,2 ‘91, ssk., 5 d., vínrauður, ek. 116 þús. km. Mazda 323 GLX ‘93, Ford Probe 2,2 ‘90, Mercedes Benz 300 E 3,0 ‘85, ssk., 5 d., grænblár, bsk., 2 d., rauður, ssk., 4 d., beige, ek. 148 þús. ek. 14 þús. km. Nýr á sölustað. ek. 84 þús. km. km. Verð 900.000 stgr. Toyota Corolla station ‘94, 5 g., 5 d., blár, ek. 34 þús. km. Opel Astra GLS 1,7 ‘96, dísil, bsk., 5 d., hvítur, álf., spoiler, ek. 37 þ. km, hentar vel í akstur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.