Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1996, Blaðsíða 28
Þmfaldur 1. vinnumur Vertu víðbúin(n) vinningt Vinningstölur 29.8/96 9 FR ÉTTAS KOTIÐ SIMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í stma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 Helgarblað DV: Lamaðist við slys í stangar- stökki Efni Helgarblaðs DV á morgun er fjölbreytt að vanda. Helgarviðtalið er við Ágúst H. Matthíasson úr Garði sem ungur lenti í slysi í stangarstökki og lamaðist. Hann hefur eytt ævinni á stofnunum. I blaðinu er einnig fiallað um ís- lending, sem stefnir að atvinnu- mennsku í boxi, rætt við Sigrúnu Eddu Björnsdóttur leikkonu og ást- fangin pör í íþróttunum auk fjölda annarra viðtala og fréttaskýringa. -GHS Strand við Ólafsvík: Maðurinn grun- aður um ölvun Fimm tonna bátur, Gríma Sól, strandaði rétt austan Ólafsvikur í morgun. Einn maður var um borð og var honum bjargað í land. Fyrstu boð sem Tilkynninga- skyldunni bárust, klukkan hálf- fimm, bentu til þess að báturinn væri utan við Grundarfjörð. Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunar- sveitin í Grundarfirði voru ræstar úti Nokkru síðar bárust boð frá » mánninum um borð þar sem hann sagðist vera innan við Ólafsvík. Þá var björgunarsveit í Ólafsvík einnig kölluð á staðinn. Þyrlan sveimaði yfir bátnum þar til báðar björgunarsveitimar voru komnar út í hann. Skömmu áður losnaði báturinn af strandstað en hann var stjórnlaus þar eð stýri og hæll höfðu brotnað af. Maðurinn var fluttur í land og dró björgunar- bátur frá Hellissandi bátinn til lands á Rifi. Samkvæmt upplýsing- um frá lögreglu segist maðurinn ekki hafa verið í hættu. Samkvæmt upplýsingum DV mun maðurinn hafa hagað sér einkenni- lega í samtölum við Landhelgisgæsl- . iina og veitt undarleg tilsvör. Hann ^r grunaður um ölvun. -sv Frystihúsiö á Þingeyri áfram lokaö og alvarlegur vandi hjá fleirum: Lokanir blasa við fleiri fyrirtækjum - segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva Fi-ystihús Fáfnis á Þingeyri, sem verið hefur lokað undanfar- inn mánuð og starfsfólkið í sum- arfríi, verður ekki opnað aftur fyrr en í fýrsta lagi í lok næsta mánaðar. Frystihúsið er nánast eina atvinnufyrirtækið á Þingeyri og lokunin því mjög alvarleg fyrir atvinnuástand á staðnum. „Þetta er vísbending um það að fyrirtæki sem byggja afkomu sína að langmestu leyti á hefðbundinni botnfiskvinnslu eiga mjög erfitt. Þau hafa verið rekin með um 10% halla og tilraunir til að snúa dæm- inu við takast ekki,“ sagði Arnar Sigurmundsson við DV nú í morg- un, aðspurður um áframhaldandi lokun hússins á Þingeyri og lokun frystihússins á Ólafsfirði. Amar segir að þessi tvö dæmi séu raunar aðeins vísbending um mjög alvarlegt ástand, því miklu fleiri fiskvinnslufyrirtæki eigi við sama vanda að etja, einkum í frystingu og söltun. „Þetta eru fjölmörg fyrirtæki sem um er að ræða og rekstrar- halli hjá þeim hefur verið veruleg- ur í rúmt ár, þannig að menn standa frammi fyrir þessu víðar,“ segir Amar. Hann sagði að þau fyrirtæki sem hvað erfiðast eiga séu þau sem byggð voru upp fyrir nokkrum árum að hluta fyrir lánsfé, þegar meiri afli var til vinnslu. Þegar afli síðan dregst saman, en samkeppnin um hrá- efnið heldur áfram af fullum og vaxandi krafti, þá hækkar hráefn- isverð á fiskmörkuðum og í bein- um viðskiptum. „Það þýðir ein- faldlega að hlutfall hráefnis fer hækkandi meðan tekjur fyrir- tækjanna dragast saman. Þetta er meginskýringin á vandanum." Stjórn Fáfnis hf. og Kaupfélags Dýrfirðinga á Þingeyri hélt í gær- kvöldi fund með starfsfólkinu þar sem því var tilkynnt um áfram- haldandi lokun frystihússins. í fréttatilkynningu, sem send var út eftir fundinn, segir að stjórnir Kaupfélags Dýrfirðinga og Fáfnis hf. hafi samþykkt að fresta um óákveðinn tíma að hefja starf- semi í frystihúsinu þar sem sam- einingarmál sjávarútvegsfyrir- tækja á norðanverðum Vestfjörð- um séu enn i vinnslu. Sigurður Kristjánsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Dýrfirðinga, vildi í gær ekkert segja um á hvaða stigi þessi sameiningarmál væru né hvaða fyrirtæki væri um að ræða, en samkvæmt heimildum DV eru það Básafell hf., Ritur hf., Sléttanes hf. og Fáfnir, en vegna sumarleyfa hefur sameiningar- vinnan dregist á langinn. Á fund- inum í gær með starfsfólki Fáfnis voru engar dagsetningar nefndar um hvort eða hvenær mætti vænta þess að starfsemi hefjist að nýju. Dýrfirðingum finnst það tals- vert blóðugt að starfsemin liggi niðri þar sem bátarnir hafa aflað mjög vel að undanfömu en aflan- um sem landað er á Þingeyri er öllum ekið i burtu til vinnslu ann- ars staðar, meðan gott frystihús stendur autt og vel þjálfað starfs- fólk ýmist sækir vinnu annars staðar, t.d. á Flateyri eða er án vinnu. -SÁ Gæsaveiðin er að komast á fuilt og þeir Ellert Aðalsteinsson og Ævar L. Sveinsson voru að koma af gæsaveiðum í fyrradag. Afraksturinn var sjö gæsir. Gæsin heldur sig mikið til fjalla enn þá og kemur líklega ekki í mikl- um mæli niður fyrr en kólnar verulega. DV-mynd G.Bender Friðrik Sophusson fjármálaráðherra: Látum ekki lækna brjóta niður launastefnuna „Á meðan þessir menn telja að það séu samningar að setja fram kröfu um 60 prósenta hækkun og þá eigi að semja um 30 prósent, þá er ekki von á góðu,“ sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra þegar DV spurði hann í morgun hvað væri næsta skref í kjaradeilu lækna og ríkisins. Er þá málið komið á það stig að ekki verði samið nema læknar gefi eftir? „Ég held að það sé nú best að segja sem minnst. En það liggur í augum uppi að það er ekki hægt að láta þennan hóp, sem notar aðstöðu sína með þeim hætti að segja upp störfum, til að knýja á um launa- hækkanir, brjóta niður þá stefnu sem ríkt hefur í samningamálum að undanfómu. Margir þessara manna búa enn í bústöðum sem ríkið á. Það er auðvitað gert til þess að tryggja það að þeir séu á staðnum sem mest og veiti þá neyðarþjón- ustu sem lög bjóða,“ sagði Friðrik. Hann var þá spurður hver væru næstu skref í þessu máli? „Það sem við gerum í dag eða á morgun er að koma saman, fulltrú- ar heilbrigðisráðuneytis og fjár- málaráðuneytis og landlæknir, til að fara yfir stöðuna. Við verðum að gera það sem hægt er til að bæta heilsugæsluþjónustuna við fólkið og fara þær leiðir sem færar eru I því efni. Eins og staðan er nú tel ég það vera aðalatriðið í stöðunni,“ sagði Friðrik Sophusson ijármálaráð- herra. -S.dór Stöð 3 skiptir um afruglara Stöð 3 hefur ákveðið að rifta samningum við bandaríska afrugl- araframleiðandann Veltech og höfða mál vegna vanefnda. Sem kunnugt er hefur dagskrá stöðvar- innar verið send út órugluð frá upphafi í nóvember á síðasta ári þar sem Veltech hefur aldrei tekist að leysa ákveðin tæknileg vanda- mál. Forráðamenn Stöðvar 3 hafa samið við afruglaraframleiðanda í Evrópu og vonast eftir nýjum af- ruglurum í nóvember nk. -bjb RAÐ ER EINS GOTT AÐ FRISSI VERÐ\ FRÍSKUR! Veðrið á morgun Suðaustanátt 1 fyrramálið verður vaxandi suðaustanátt. Um landið suð- vestan- og vestanvert verður hvassviðri með slagveðursrign- ingu um hádegisbilið. Síðdegis er búist við að einnig hvessi af suðri eða suðaustri um landið austanvert og þar má reikna með rigningu annað kvöld. Fremur hlýtt verður í veðri, einkum norðanlands. Veðriö í dag er á bls. 36 K lnn\ I Heti Igaton hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.