Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1996, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 13 íslensk launamál Dularfullt mál hefur vaflst í þjóðfélaginu og valdið hreint ótrú- legu fiaðrafoki gegnum árin. Þetta er kjarabarátta. Þetta hefur aðal- lega lýst sér í því ferli að launþeg- ar hafa tuðað um laun sín endalaust i sem vissulega er eðlilegt. En atvinnu- rekendur eru fyrir löngu búnir að átta sig á aðferðum verkalýðsfélaga, þ.e. verkfóllum. At- vinnurekendur bíða nógu lengi með að koma til móts við launþega í verkfalli þannig að ógreiddur launakostnaður ber fýllilega uppi þessa hefðbundnu „11%“ launahækkun sem samið er um. - Þetta hefur verið fjallað um á Alþingi og venjulega er umræð- Kjallarinn Magnús Einarsson rithöfundur .. það þarf að hafa mælistiku sem kemur í veg fyrir aö troöiö sé á fólki sem er neöst. 100 þús- und króna mánaöarlaun eru lág- mark og þaö nær samt ekki Norö- urlanda-viömiöuninni. “ an ekki á því stigi að til breytinga komi. Fáránlegt ástand Það er einfalt mál að fiskveiðar og orkusala eru í meginatriðum útflutningsvörur okkar. Fyrir þetta getum við haldið uppi þjóðfé- laginu. Ríkið og nokkrir kóngar deila stóru fúlgunum sín á milli. Á sama tíma og niðurskurður er ógnvænlegur í heilbrigðismálum og launum er haldið jafn lágum þá er ráðist í margra milljarða króna dekurverkefhi eins og Hvalfjarðar- göng. Það hlýtur að _____ vera hægt að horfa á vekefnin raunsætt og sjá að þegar peningar eru fyrir hendi þá á að láta launafólk njóta þeirra. Þannig mundi verslun t.a.m. blómstra. Skattar eru jafnvel lagðir á aldr- aða, öryrkja og blað- burðarböm. Ástandið er fáránlegt. ísland láglauna- svæöi Þegar um laimamál er að ræða er oft gripið til þeirra röksemda að kaupið eigi að vera lágt svo að markaður- inn virki vel og vörur __, á erlenda mark- aði s.s. fiskur sé ódýr. Þetta er síðan heim- fært upp á aðra vinnu og rekst- ur hvers konar. Á íslandi em lág laun miðað við önnur Norðurlanda- ríki. Á Norður- löndum bjóðast nú há laun fyr- ir fískvinnslu, sambærileg við það sem þykja ágætis millistéttarlaun hérlendis. Laun hér á landi em móðgun við allt sem getur kallast eðlilegt miðað við verðlag. Yfirvinna er gegndarlaus og fólk er grátt leikið af ýmiss konar streitumeðulum. En nú hefur lausnin fundist. Það hefur verið upplýst að island sé „Forsætisráðherra hefur talað í þá veru að þetta launabil sé brúandi. Það hlýtur því að vera orðið nauðsynlegt." láglaunasvæði. - Þurfum við öll að fara í fiskvinnslu í Danaveldi? Forsætisráðherra jákvæður Nú er við völd ríkisstjóm íhaldssamra fjármagnseigenda. Ef einhverjir geta komið til móts við launamál þjóðarinnar þá er það hún. Það er erfitt að skipta kök- unni rétt, því það er vissulega nauðsynlegt að samkeppni eigi sér stað um laun eins og flest annað. En það þarf að hafa mælistiku sem kemur í veg fyrir að troðið sé á fólki sem er neðst. 100 þúsund króna mánaðarlaun em lágmark og það nær samt ekki Norður- landa-viðmiðuninni. Forsætisráðherra hefur talað í þá veru að þetta launabil sé brú- andi. Það hlýtur því að vera orðið nauðsynlegt. Þessi stjórn verður að koma til móts við fólkið í land- inu með hærri launum því að fjár- magnseigendurnir á bak við hana eiga peninga sem þeim ber að deila jafnar og viturlegar en nú er gert. Magnús Einarsson Óvelkomnir gestir í Reykjavík Á undanfórnum mánuðum hef- ur svonefnd vamarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins skipulagt með leynd heimsókn 17 herskipa til Reykjavikur. Ekki venjulegir ferðamenn Samkvæmt frétt Mbl. þann 11. ágúst eiga herskipin að koma í tveim áfóngum, sjö skip þann 21. ágúst og tíu skip sex dögum síðar, með alls um 4800 hermenn um borð. Fréttinni fylgir að verslunareig- endur á Laugaveginum hafi verið beðnir um að lengja afgreiðslu- tíma verslana sinna fram til mið- nættis meðan hermennirnir eru í bænum. Tilkynnt var að SVR yrði með sérstakar strætisvagnaferðir milli Sundahafnar og miðbæjar fyrir hermennina. Það er greinilegt markmið skipuleggjenda að sviðsetja þenn- an atburð eins og um væri að ræða sakleysislega heimsókn skemmtiferðaskipa. Það var líka klókt hjá þeim að fá kaupmenn til liðs við sig. Margur verður af aur- um api. Hermennirnir eru þó ekki venjulegir ferðamenn. Þeir heim- sækja Reykjavík samkvæmt skip- un yfirboðara sinna og í samræmi við tiltekin markmið sem ekki eru gefin upp. Þeir hafa ekki sjálfir valið að koma til ís- lands og við höf- mn ekki boðið þeim hingað. Samkvæmt sömu frétt eiga hermennirnir að skilja einkennis- búninga sína eft- ir um borð og ganga um bæinn í dulargervi, þ.e. í borgaralegum fötum, til að villa á sér heimildir. Því er haldið fram að hér sé úm vináttuheimsókn að ræða. En góð- ir vinir hafa ekki fyrir venju að koma í heimsókn með drápstól í farteskinu, þótt þeir kynnu að geyma þau í forstofunni. Að kalla komu herskipa vináttuheimsókn er móðgun við alla sem vita hvað raunveruleg vinátta er. Er þetta framtíðin? í raun eru þjóðir aldrei spurðar þegar um samskipti stjórnvalda þeirra við NATO er að ræða. Þau mál eru iðu- lega afgreidd af huldu- mönnum sem enginn hefur kosið og fáir vita hverjir eru. Allt sem varðar her og vígbúnað er í eðli sínu andstætt lýðræði og opnu samfé- lagi. Þau mál þola hvorki birtu né heiðarleika. Hermennirnir sem hingað koma eru ekki gestir Reykvíkinga. Mér vitanlega hafa borgarbú- ar aldrei veitt borgaryf- irvöldum umboð til að láta borgar- stofnanir þjónusta erlend herskip og breiða út rauða dregilinn fyrir hermenn. Eru íslendingar að veita einstaklingum gestrisni sem tóku þátt í striðsglæpum í Panama (1990) eða í trak (1991)? Borgarbú- ar eiga rétt á að fá skýringar borg- aryfirvalda á þessari þjónkun. Er þetta gert með vilja og samþykkt borgarstjórnar? Köllum hlutina réttu nafni. NATO er hernaðarbandalag. Það er ólýðræðislegur og lokaður klúbbur sem þjónar fyrst og fremst hergagnaframleiðendum. Til þess að vopnin seljist verða því þjóðir að tor- tryggja hver aðra, vopnbúast og að lokum berjast. Þegar einn óvinur hverfur er annar særður fram. Bandalagið ógnar utanstandandi ríkjum með kjam- orkuvopnum sín- um. Herir þess hafa verið notaðir til að drepa óbreytta borgara. Aðeins þeir sem vilja viðhalda ríkjandi ranglæti í heiminum þurfa á slíkum herjum að halda, ekki við íslendingar. Heimsfriður byggist ekki á hernaði og ógnun heldur á réttlæti, en það er hvorki í verka- hring NATO að stuðla að jöfnuði í heiminum né að tryggja þjóðum brauð og vinnu. Undir forystu Halldórs Ásgríms- sonar og Davíðs1 Oddssonar er nú verið að spinna í kyrrþey þéttrið- inn vef tengsla milli íslenskra stofnana og skrifstofa hernaðar- bandalagsins í Brussel og draga lævíst úr eðlislægri andstöðu ungs fólks gegn hernaðarhyggju. Er þetta framtíðin sem menn sækjast eftir? Elías Davíðsson „Borgarbúar eiga rétt á aö fá skýr- ingar horgaryfirvalda á þessari þjónkun. Er þetta gert meö vilja og samþykkt borgarstjórnar?u Kjallarinn Elías Davíðsson tónskáld Með og á móti Hækkun vatnsgjalds í Reykjavík Timabært að breyta „Þrátt fyrir 11,9% meðal- talshækkun á vatni er gjald- skrá Vatns- veitu Reykja- víkur áfram einhver sú lægsta á land- inu. Ef miðað væri Við fast- son, stjórnarfor- , maöur Veitustofn- eignamat em- ana Reykjavikur. göngu væri hún innan við 0,15% af fasteigna- mati meðan það er 0,19% í Kópa- vogi og 0,20% í Hafharfirði, svo dæmi séu tekin. Mjög tímabært var að gera breytingar á uppbyggingu gjald- skrárinnar þannig að hún yrði að hluta tE í formi fastagjalds. Staðreynd er að ákveðið órétt- læti hefur ríkt með því að miða eingöngu við fasteignamat. Hef- ur það bitnað á þeim sem búa í nýlegum íbúðum eða við hátt fasteignamat. Vatnsveitan sér nú um allar heimæðar úr götum inn í hús, sem áður voru á ábyrgð húseig- enda. Mjög algengt var að þeir, sem hefðu minna á milli hand- anna, treystu sér ekki í lagfær- ingar. Árlegur viðbótarkostnaður Vatnsveitunnar vegna þessara nýju verkefna er hátt í 100 millj- ónir. Hækkunin nú gefur hins vegar innan við 70 milljónir svo Vatnsveitan hefur farið varlega í sakirnar í hækkun gjaldskrár. Vatnsveita Reykjavíkur hefur þjónað Reykvíkingum í 87 ár og vatnið í Reykjavík er talið eitt það besta í heiminum. Sem sé besta og ódýrasta vatnið." Hefði viljað sjá aðrar leiðir „Verðbólga er í þessu þjóð- félagi sem öðr- um í okkar ná- grenni þannig að breytingar á verölagi hljóta að verða. Við fögnum hins vegar þeirri breytingu sem gerð var frá upphaflegu hugmyndum manna þegar átti að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Sveita- félög hljóta á sama hátt og selj- endur vöru og þjónustu á hinum frjálsa markaði að hreyfa verð. Það er alltaf hálfleiðinglegt þegar slíkt þarf að gerast. Þegar maður hugsar til þess að heimilin eiga í vaxandi erfiðleik- um með að ná endum saman þá hefði maður gjarnan viljað sjá Reykjavíkurborg ganga á undan með góðu fordæmi og finna flöt hjá sér að hagræða í stað þess að leggja auknar álögur á heimilin. Ég minni á það að borgin hefur aldrei þurft að greiða meira til aðstoðar einstaklingum eins og á síðasta ári. Það er einn anginn af erfiðri stöðu heimilanna. Heimil- in mega ekki við álögum og þess vegna hefði maður viljað sjá Reykjavíkurborg fara aðrar leið- ir en að hækka vatnsgjaldið." -bjb Jóhannes Gunnars- son, framkvæmdar stjóri Neytenda- samtakanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.