Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1996, Blaðsíða 7
7 Sagan segir af gutta einum sem kom kveinkandi til mömmu sinnar vegna eymsla í putta. Var þá kominn gröftur í puttann eftir smásár og sagði sá litli að Karí- us og Baktus væru komnir í puttann. „Hvaða vitleysa, Karíus og Baktus eru bara í skemmdum tönnum i munninum,“ sagði móðirin og hló. Stráksi stóð fastur á sínu, Karíus og Baktus væru í puttanum, hvað sem mamma raulaði og tautaði. Að lok- um gafst mamman upp og spurði son sinn hvemig Karíus og Baktus hefðu komist í puttann. Ekki stóð á svari hjá þeim litla: „Jú, þeir duttu niður." te- f 'tS 4- FÖSTUDAGUR 30. AGUST 1996 Sandkorn Fréttir Umsjón: Björn Jóhann Björnsson. Heim úr Smugunni eftir tveggja mánaða úthald: Hvergi betra að vera en hjá konunni og fjölskyldu -segir Guðmundur Helgi Þórarinsson, vélstjóri á Akurey RE „Það er alveg æðislegt að fá hann heim. Loksins!,“ sagði Laufey Svein- bjömsdóttir í gærkvöldi þegar hún tók á móti eiginmanni sinum, Guð- mundi Helga Þórarinssyni, vélstjóra á Akurey RE 3. Hann var að koma úr Smugunni eftir tæpa tveggja mánaða dvöl og þáð var glatt á hjalla niður á bryggju í nótt enda langþráð stund runnin upp hjá skip- verjum og grasekkjunum í landi. „Það er auðvitað dásamlegt að vera kominn heim en fátt er svo með öllu gott að ekki boði nokkuð illt. Því miður verður maður víst að sætta við að það em ekki allar ferðir til flár,“ sagði Guðmundur Helgi en aflahrögð voru frekar léleg í þessari ferð Akureyjar og lítið að hafa upp úr krafsinu í Smugunni. „Það breytir því samt ekki að það er hvergi betra að vera en hjá konunni og fjölskyidunni og þá er ég ánægður," sagði Guðmundur Helgi -ilk Lottólisti Öll viljum við verða ríkari en við erum. Pen- ingahappdrætti og lotteri hvers konar hafa freistað okkar allra, svo mikið að fáar þjóðir á jarðkringlunni eyða hlutfalls- lega jafii miklu í flárhættuspil. Þetta hefur greiniiega spurst út yfir Atlantshaf- ið því vinur Sandkornsritara fékk á dögunum bréf frá Þýskalandi þar sem i boði voru gull og grænir skógar ef hann tæki þátt í suður- þýska lottóinu. Þar geta einstakir vimiingar numið ailt að 440 milljón- um króna. Athygli vekur að vinur vor var beðinn að senda þátttöku- beiðni stílaða á Gerhard nokkum með þvi fræga eftimafni Schindler. Eða eins og vinurinn orðaði það fyrst þegar hann hringdi í Sand- komsritara: „Nú er ég aldeilis vita hissa, ég er kominn á lista Schindlers.“ Duttu niður Veiðidellan Veiöidelluimi eru engin tak- mörk sett og sannir stang- veiðimenn láta fátt trufla sig við áhugamálið. Þannig segir af ónefndum en landskunnum dellukarli sem ætlar að ganga i það heilaga núna á sunnu- daginn. Jafnframt hafði honum ver- ið boðið í veiði um helgina. Þegar einn vinnufélagi hans heyrði þetta spurði hann hvort hann gæti nokk- uð þegið boðið. „Jú, jú, ég get veitt á fóstudag, laugardag og fram að hádegi á sunnudag,“ sagði vinur okkar ákafur og var rokinn i burtu. Annar vinnufélagi var nærstaddur og spurði hvort það væri rétt aö deUukarlinn væri á leiöinni í hnapphelduna. Hann fékk jákvætt svar við þeirri spurningu og bætti þá strax við: „t hvaða á?“ Froskurinn í Viðskiptablaö- inu er sagt frá dreng nokkmm sem var að fara yfir fáfama götu þegar froskur kallar til hans: „Ef þú kyssir mig þá breytist ég í fagra prinsessu." Pilt- urinn tekur froskinn upp og setur hann í vasann. Froskurinn mælir aftur til drengsins: „Ef þú kyssir mig þannig aö ég breytist í fagra prinsessu skal ég dvelja hjá þér í heila viku.“ Drengurinn tekur froskinn upp úr vasanum, brosir tU hans en svarar engu og stingitr honum aftur I vasann. Froskurinn ákaUar drenginn þá í þriðja sinn: „Ef þú kyssir mig þannig að ég íosni úr þessum álögum og breytist í fagra prinsessu skal ég dvelja hjá þér í viku og gera aUt sem þú bið- ur mig um.“ Aftur tekur pilturinn froskinn úr vasanum, brosir tU hans en svarar engu. Froskurinn spyr þá forviða hvað sé eiginlega að drengnum og hann svarar: „Jú, sjáðu tU. Ég er hagfræðingur og má ekki vera að því að eiga kær- ustu. Það er hins vegar töff að eiga talandi frosk." Mikið úrval reiknivéla Daniel messagutti var harðánægður í Smugunni. DV-mynd Þök I stærðfræði Guðmundur Helgi kyssir hér eiginkonu sína rembingskossi og harðánægðar við hlið þeirra eru dæturnar Ragnheið- ur og Halldóra. Langar að verða skipstjóri - segir messaguttinn á Akurey „Þetta var rosalega gaman og ég hefði helst vilja vera lengur," sagði Daniel Snæbjömsson, messagutti á Akurey RE 3 sem kom heim úr Smugunni á miðvikudagskvöld. Datíiel er 14 ára og fermdist í vor en þrátt fyrir ungan aldur var gutt- inn að koma úr sjöunda túmum sín- um. „Ég var sex ára þegar ég fór fyrst með pabba en nú eru tvö ár liðin síðan ég fór síðast. Sjómennskan á alveg rosalega vel við mig og mér fannst þetta alls ekki erfitt," sagði Daníel. Daníel þarf að fara í skólann nú á næstu dögum en hann gengur í Garðaskóla í Garðabæ og er að fara í 9. bekk. Hann hefði þó frekar vilj- að vera áfram á sjónum. „Ég er að spá í að verða skipstjóri þegar ég verð stór,“ sagði Daníel messagutti. -ilk staögreiöslu- og greiöslukorta- afsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur aWtmll lihim/, Smáaugiýsingar 550 5000 Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 569 1500 Umboðsmenn um land allt. _____ __________ Verð frá: 1.890 kr CAMO GALLAR JAKKI OG BUXUR Kr. 6.990 S-M-LX VERSLUNIN ARMA SUPRA Hverfisgötu 46 sími 562 2322

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.