Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 Fréttir i>v Samtök sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum vilja takmarka kattahald: Kettir bera í sér sýkla sem valdið hafa fósturláti - gjaldtaka og takmörkun á kattaeign meðal tillagna DV, Suðurnesjum: „Ef þetta verður að samþykkt þá er það í fyrsta sinn sem slíkt er gert á Norðurlöndunum. Þetta er hvergi gert í dag,“ segir Magnús H. Guð- jónsson, framkvæmdastjóri Heil- brigðiseftirlits Suðumesja sem skrifaði ítarlega greinargerð ásamt Jóni Gunnarssyni stjórnarmanni hjá Samtökum sveitarfélaga á Suð- urnesjum þar sem lagt er til að kett- ir verðir skráningarskyldir og kattahald bundið leyfum. „Nýjar rannsóknir benda til að mengun í sandkössum leikvalla af völdum kattarskíts sé verulegt vandamál í þéttbýli en börn geta auðveldlega smitast af kattarspólu- ormalirfum. Auk þessa geta kettir borið i sér sýkil, toxoplasma, sem getur valdið fósturláti hjá konum. Stuttar fréttir Vélar nálguöust Rannsóknamefnd flugslysa kannar nú atvik þegar tvær þot- ur Flugleiða mættust innan íjar- lægðarmarka sl. sunnudagsmorg- un. Þetta kom fram i Mbl. Smugan fælir Erfiðlega gengur að ráða menn um borð í Smugutogara. Sam- kvæmt RÚV hefur áhugi útgerða ennfremur dvínað vegna lélegrar veiði. Flugleiðir dala Fyrstu sjö mánuði ársins varð 99 milljóna króna tap af rekstri Flugleiða samanborið við 309 milljóna hagnað eftir sama tíma í fyrra en þá hjálpaði til söluhagn- aður einnar Boeing-vélar. Afkom- an í júlí sl. var þó betri en í sama mánuði 1995. Sóknarfæri í málmiðnaði Samtök iönaðarins og Málmur e£ha til ráöstefnu í dag um stöðu og framtíð íslensks málmiðnaðar. Ráðstefnan fer fram í miðstöð ÍSÍ í Laugardal. Fjármálastjóri KÞ Jón Arnar Baldurs, 28 ára við- skiptafræðingur, hefur verið ráö- inn fjármálastjóri Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík. Höskuldur heim Höskuldur Ásgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá ís- lenskum sjávarafuröum í Reykja- vík en hann hefur verið fram- kvæmdastjóri Iceland Seafood í Evrópu sl. 4 ár. Stöð 3 berst Forráðamenn Stöðvar 3 berjast nú fyrir lífi hennar. Samkvæmt frétt Sjónvarpsins eru yfirgnæf- andi líkur taldar á því aö 300 milljóna króna hlutafjáraukning takist. -bjb Samkvæmt upplýsingum lækna eru nokkur fósturlát á hverju ári talin vera af orsökum toxoplasma. Með skipulögðu eftirliti meö kattarhaldi er mögulegt að skylda kattareigend- ur til að hreinsa ketti sína á svipað- an hátt og gert er við hunda,' segir í bréfi Jóns Gunnarsson- ar og Magnúsar H. Guðjónssonar sem er einnig dýralæknir að mennt. Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðumesjum ákvað á fundi sínum nýlega að senda til sveitarstjórnar- manna til samþykktar tillögu um að koma á skipulögðu eft- irliti með kattahaldi á Suðurnesjum. Stjórnin skipaði þá Jón Gunn- arsson og Magnús H. Guðjónsson í maí til að kanna mögu- leika á því að koma slíku eftirliti á. Þeir hafa komið sér saman í dag um að slíkt eftirlit sé tæknilega mögu- legt án of mikils tilkostnaðar fyrir sveitarfélögin og kattareigend- ur. Þeir telja að nauðsynlegt er að koma upp skylduskráningu á öllum köttum sem fólk heldur sem gælu- dýr og merkja þá með örmerkingu undir húð. Auk slikrar merkingar verða kettirnir merktir með plast- merki í hálsól. „Hægt er að takmarka fjölda katta sem einstaklingur má halda sem gæludýr. Lítils háttar gjald verður lagt á kattareigendur til að standa straum af kostnaði sem af eftirlitinu hlýst. Ekki er gert ráð fyrir að sérstakur starfsmaður verði ráðinn til að sinna kattarhaldi, heldur verði föngun katta hjá við- komandi áhaldahúsi. Starfsmenn áhaldahúsanna taka ómerkta ketti, sem ekki eru með merki og hálsól, og koma fyrir í geymslu. Styggir heimiliskettir verða fangaðfr með sérstökum fellibúrum. Haft verður uppi á eigendum ómerkta katta og þeim gefinn kostur á að sækja þá en aðrir kettir verða geymdir í allt að eina viku og eigendum þeirra gef- 1 */'* Ww TWImfc 1 . . \ X \ j Jh.; j ú %■-' /jÆ flpWpWw"t tS/V&sr ..LyHh. i, ■ íslenska sjávarútvegssýningin var sett í Laugardalshöll f gærmorgun, sú fimmta í rööinni. Sýningin er sú alstærsta til þessa og reiknað er með um 15 þúsund gestum. Alls taka hátt í 700 fyrirtæki þátt f sýningunni frá nærri 30 lönd- um, þar af koma um 200 fyrirtæki héðan. Forseti Islands, herra Ólafur Ragnar Grfmsson, var viðstaddur opnunina ásamt konu sinni, frú Guðrúnu Katrfnu Þorbergsdóttur. Þau tóku sér góöan tfma í að kynna sér hvað fyrirtækin höfðu fram að færa. Hér eru þau á ferð ásamt Jóni Ásbergssyni, forstjóra Utflutningsráös, og fieirum. DV-mynd ÞÖK FÍB Trygging tekin til starfa: Tölurnar tala sínu - segir Arni Sigfússon, formaður FIB „Mér er gerf að greiða 24.567 krónur á ári fyrir ábyrgðartrygg- ingu, slysatryggingu ökumanns og framrúðutryggingu. Ég er með 70% bónus eins og áður en hjá því trygg- ingafélagi þar sem ég tryggði bílinn áður borgaði ég 38.806 krónur fyrir sambærilega tryggingu þannig að þarna munar rúmum 14 þúsund krónum," segir Ámi Sigfússon, for- maður FÍB, en hann tók viö fyrsta tryggingaskírteininu sem gefið er út af hinni nýju FÍB Tryggingu. FÍB Trygging tók til starfa í gær og þar með leit ávöxtur tryggingaút- boðs FÍB fyrir hönd félagsmanna dagsins ljós. Ámi Sigfússon segir að búast megi við viðbrögðum bæði annarra tryggingafélaga sem og al- mennings því að tölumar tali skýru máli. „Ég hvet alla til að draga fram síðustu greiðslukvittun fyrir bíla- tryggingagjöldunum frá því trygg- ingafélagi sem þeir tryggja hjá og bera það síðan saman við það sem býðst í hinni nýju samkeppni," seg- ir Árni. Hann segir að allir félags- menn FÍB eigi kost á að tryggja bíla sína hjá FÍB-Tryggingu, sem er um- boðsaðili fyrir Ibex Motor Policies á Lloydls tryggingamarkaðnum í London. Lækkun iðgjalda miðað við verð inn kostur á að leysa þá út gegn því að þeir skrái þá, merki og greiði áfallinn kostnað. VUltum köttum verður lógað með hefðbundnum hætti,“ segir í áliti þeirra Jóns og Magnúsar. -ÆMK Rafiðnaðarsambandið: Fundaherferð vegna komandi kjarasamninga „Okkar undirbúningur er haf- inn fyrir komandi kjarasamn- inga. Það má segja að hann hafi hafist í júní síðastliðnum þegar við hjá Rafiðnaðarsambandinu héldum kjaramálaráðstefnu. Þar voru lögð fram og rædd fyrstu drögin að kröfugerð fyrir kom- andi kjarasamninga. Menn fóru síðan heim með heimavinnu með sér. Nú ætlum við að halda aðra kjaramálaráðstefnu um helgina og ræða það sem menn hafa verið að vinna í sumar,“ sagði Guð- mundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, í sam- tali við DV. Hann sagði að á ráðstefnunni mundu koma saman 20 samninga- nefndir hinna ýmsu félaga innan Rafiðnaðarsambandsins. „Þar verður farið yfir stöðuna og ætlunin er að ganga að minnsta kosti frá beinagrind að kröfugerð fyrir komandi kjara- samninga og skipa í samninga- nefndir. Að þessu loknu verður farið í fundaherferð um landið þar sem kröfurnar verða kynntar félagsmönnum," sagði Guðmund- ur. Hann var spuröur hver hann héldi að yrði höfuðkrafa rafiðnað- armanna í samningunum? „Ég held að það fari ekki á milli mála að krafan um launa- hækkun og aukinn kaupmátt verður á oddinum í komandi kjarasamningum. Manni heyrist að svo verði hjá öllum verkalýðs- félögum og samböndunum," sagði Guðmundur Gunnarsson. -S.dór máli bílatrygginga almennt til þessa er mest hjá bíleigendum sem komnir eru yfir þrítugsaldur, þar sem reynslan sýnir að þeir valda færri tjónum í umferðinni en hinir sem yngri eru. Þetta er í samræmi við þá áherslu sem FÍB hefur alla tíð lagt á það að iðgjöld séu tengd áhættu, því minni áhætta þeim mun lægri tryggingaiðgjöld. -SÁ Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í s!ma 9041600. 39,90 kr. mínútan Ji 1 Nel 2 j rödd FOLKSINS 904 1600 Er réttlætanlegt að láta grunnskólanema kaupa námsgögn? Fjörkálfurinn færir út kvíarnar: Islenski listinn á föstudögum A fóstudögum fylgir DV aukablað um tónlist, kvikmyndir og viðburði komandi helgar. Aukablað þetta kallast Fjörkálfurinn og hefur það notið geysilega mikilla vinsælda undanfama mánuði. í Fjörkálfinum birtast upplýsing- ar um tónlistarviðburði, útgáfu geisladiska og myndbanda ásamt gagnrýni á hvort tveggja. Spjallað er við fólk og fjallað um helstu sýn- ingar, ráðstefnur og aðrar uppá- komur sem í gangi eru auk þess sem leikhúsuppfærslum og fjölda mörgu öðru eru gerð góð skil. Á morgun bætist íslenski vin- sældalistinn, samstarfsverkefni Bylgjunnar DV og Coka Cola á ís- landi, við kálfinn góða þar sem 40 vinsælustu lögin sem spiluð eru á íslandi eru birt. Umræddur listi hef- ur hingað til verið birtur á laugar- dögum og verður framvegis spilað- ur á Bylgjunni á fimmtudagskvöld- um. Þetta er eini marktæki listinn á íslandi og hefur hann verið í gangi í fjöldamörg ár, lesendum DV og hlustendum Bylgjunnar til mikillar ánægju. -ilk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.