Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1996, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1996, Side 24
32 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 Sviðsljós f""- f( Grænl Grænt númer Símtal í grœnt númer er ókeypis fyrir |>ann sem hringir* *Gildir fyrir símtöl innanlands. Ef hringt er úr farsíma, greiðir sá sem hringir farsímagjald. PÓSTUR OG SlMl Reykvíkingar! Liv Tyler í hlutverki sínu í mynd Bernardos Bertoluccis, Stealing Beauty eða Lokkandi fegurð. Símamynd Reuter Reglulegum fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur sem haldinn verður í dag, fimmtudag kl. 17:00, verður útvarpað á Aðalstöðinni FM 90.9. Liv Tyler, sem sló í gegn í nýrri mynd Bertoluccis: Hef ekkert á móti því að verða fræg „Fái ég fleiri góð hlutverk hef ég ekkert á móti því að verða fræg,“ segir hin unga leikkona Liv Tyler sem leikur eitt aðalhlutverkanna í nýrri mynd leikstjórans Bemardos Bertoluccis, Stealing Beuty eða Lokkandi fegurð. Liv Tyler er 18 ára gömul en hef- ur þegar leikið í fjórum kvikmynd- um. Hún hefur vakið athygli fyrir hlutverk sín en ekki eins og nú þeg- ar henni er hrósað í hástert. Þótt Liv hafi verið hvumsa að upplifa athyglina sem hún fékk á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor er hún ekki óvön frægðarstússi. Faðir hennar er Steven Tyler, söngvari rokkhljómsveitarinnar Aerosmith og dýrkaður sem slíkur. En hún vissi þó ekki að hann væri faðir henar fyrr en um 10 ára aldur. Mamma hennar, hagvön baksviðs hjá ýmsum hljómsveitum, bjó með tónlistarmanninum og upptöku- stjórnandanum Todd Rundgren þeg- ar hún varð ófrísk að Liv. En þar sem Steven var í óreglu ólst hún upp hjá Todd til að byrja með. Þó Liv og faðir hennar hafi kynnst seint eru þau góðir vinir í dag. Liv hefur alla tíð unnið fyrir sér. Hún var tískufyrirsæta um tíma en líkaði það ekki. „Þá hugsar maður allt of mikið um útiitið. Það eru hlutir eins og heiðarleiki sem skipta öllu máli. Ég get alveg horft á sjálfa mig í kvik- mynd ef ég er heiðarleg og veit að ég lagði mig alla fram. Þá skiptir útlit- ið engu máli. Liv hefur verið að vinna að nýrri mynd sem Tom Hanks leikstýrir. Hún segir mjög ólíkt að vinna með honum og Bertolucci. „Tom vildi bara gera bíómynd og var svo fynd- inn að við vorum að pissa í buxurn- ar af hlátri. En Bertolucci er hrein- lega kvikmynd, það er eins og að vera með besta kennara í faginu að starfa með honum.“ Siqild metsolubók afbragðs myndband fró lunu i hrollvekjandi draúcjtimga - dulrriögnuó ústúrsaga. HROLLVEKJANDI DRAUGASAGA H BÆKUR Ásólm ú rrœstú söimttíé kmm Qúeim 99S fcr&tmr W3SBÆKUR Leikkonan Sharon Stone heldur hér ræðu á hátíöarsamkomu sem haldin var í Carnegie-tónleikahöllinni í New York í fyrrakvöld. Ágóðinn af samkomunni rann til Eyðnirannsóknarstofnunar Bandaríkjanna, AMFAR, en Stone er þar í forsæti. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.