Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1996, Blaðsíða 13
TIV FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 ennmg * Einhverju mesta stórvirki á sviði ís- lenskra bókmennta er nú lokið. 40 Is- lendingasögur og 49 íslendingaþættir hafa verið þýddir á ensku af úrvalsþýð- endum, lesnir itrek- að yfir og samræmd- ir af hópi fræði- manna, og útgáfa á 2500 blaðsíðum í fimm bindum stend- ur fyrir dyrum. „Það er erfitt að líkja þessu við eitthvað annað - þetta er miklu viðameira verk en til dæmis þýðing grísku harm- leikjanna. Kannski er það helst sam- bærilegt við biblíu- þýðingar," segir Við- ar Hreinsson, rit- stjóri þýðingarinnar. Drjúgar innansleikjur Stakar íslendingasögur hafa verið gefnar út á ensku en gott úrval af þeim hefur aldrei verið til á sama tíma. Þessi útgáfa er hreinlega bylt- ing í dreifingu þeirra og kynningu. „Undirbúningur undir verkið hófst fyrir mörgum árum,“ segir Jó- hann Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Bókaútgáfu Leifs Eiríkssonar og útgefandi verksins, „en eiginleg vinna hófst um mitt ár 1993. Yfir 30 þýðendur hafa starfað við þýðing- arnar í sex löndum í þrem heimsálf- um, og nú eru sem sagt allar þýðing- arnar komnar í hús. Allar íslend- ingasögurnar og allir þættimir; þó ekki afbrigði, heldur er valin ein gerð til að þýða. Hin eiginlega vinna hefúr tekið þrjú ár og enn á eftir að bætast við. Innansleikjumar em drjúgar, þær era að koma í ljós þessa dagana. Við erum að velta fyrir okkur hvaða skrautfjaðrir eiga að fylgja útgáf- unni.“ sterkur, í þarin tíma, og svo fram- vegis, til að sýna sameiginlegan orðaforða og svipaðan stíl sagn- anna. Samt komu upp vandamál við hvert skref. Þýðing á orðum eins og bóndi, húsfreyja, skörungur, fer eft- ir samhengi. Fóstur er enn eitt dæmi um snúið menningarfyrir- bæri sem ekki er hægt að þýða með góðu móti á ensku. Það er oftast þýtt með „foster“-samsetningum og svo skýrt í skýringunum. Þetta al- genga orðfæri er langerfiðast viður- eignar. En sértæka orðaforðann, eins og lagamálið, orð um húsakost og skipategundir, hann reynum við Flaggskip- in þýdd hér heima Notuðuð þið eitt- hvað af eldri þýðing- um? „Þrjár þýðinganna hafa komið út áður, nýlega, en birtast hér endurskoðaðar," segir Jóhann. „Allir þýðendur okkar hafa ensku að móðurmáli," segir Viðar. „Afkastamestir hafa þýðendurnir ver- ið sem búa hér á landi. Bernard Scudd- er þýddi til dæmis bæði Eglu og Grettlu. Það var talsverður biti. Robert Cook er með Njálu, og svo þýddi hann Kjalnes- ingasögu með öðrum. Keneva Kunz var með Laxdælu og Heiðarvíga- sögu, og Terry Gunnell með Hrafn- kels sögu. Þau hafa öll setið í rit- nefnd verksins og unnið ómetanlegt starf. Svo þýddi Martin Regal Gísla sögu og Fóstbræðra sögu, þannig að flaggskipin erum við með héma heima. Hinir þýðendumir búa flest- ir í Englandi, nokkrir í Bandaríkj- unum, Kanada, Þýskalandi, Dan- mörku og Ástralíu. Auðvitað er mikill ábyrgðarhluti að þýða þessar frægustu sögur, en að mörgu leyti er snúnara að þýða lakar skrifaðan texta en mjög góð- Fyrsta samræmda ^ heildarútgáfa íslendingasagna á ensku að samræma eins og hægt er. Svo þurfti að samræma ritháttinn á mannanöfnum og þýðinguna á viðurnefnum sem koma fyrir í fleiri en einni sögu, ef þau era þýdd. Staf- setning á nöfnum er löguð að ensku, eins og tíðkast hefur. Nefnifallsend- ingin -ur er felld burt og orðstofninn notaður. Sama regla er notuð við staðarnöfn. Við sáum á gömlum þýðingum að það hefur gengið mjög illa að samræma þetta alveg, en nú á það að hafa tekist." Leifur á Hard-Rock með gítarinn á bakinu. Tekst honum að leggja Am- eríku undir sig? „Dr. Robert Kellogg skrifar lang- an inngang, mjög góðan,“ segir Við- ar. „Nafnaskrá verður aftast í fimmta bindi; svo verða kort og skýringamyndir og eitthvað verður um orðskýringar og skýringar á hugtökum.“ Á hvemig ensku er þýðingin? „Á læsilegri nútímaensku, ekki neinu fornmáli,“ segir Viðar. „Þó þarf hún að fullnægja kröfum fræði- manna um nákvæmni. Nokkuð af orðaforðanum er samræmt, og við settum upp gagnagrunn á alnetinu með orðalistum til hægðarauka fyr- ir þýðendur. Sömu orð og stöðl- uð orðasambönd þarf að þýða eins ef hægt er, mikill maður og an, því ekki má endurbæta um ofl Eiginlega er þægilegra að leggja sig fram um að skila sem bestum texta þegar frumtextinn er góður. Svo er kveðskapurinn heill kapít- uli,“ bætir Viðar við. „Honum er ætlað að virka eins og alvöru kveð- skapur á ensku og ytra formi er haldið nokkum veginn, en auðvitað er hann einfaldaður víða.“ Þýðingamar vora svo lesnar yfir af íslenskum fræðimönnum sem báru þær vandlega saman við frum- texta. Loks lásu reyndir enskumæl- andi bókmenntamenn sögurnar yfir til að tryggja að þær væru ekki að- eins nákvæmar heldur líka læsileg- ar. Útgefendur hafa fengið rausnar- leg framlög frá Alþingi, Menningar- sjóði, Norræna menningarsjóðnum og fleiri aðilum. En aðalkostnaðinn hafa borið tveir stórhuga menn, Jó- hann Sigurðsson útgefandi og Sig- urður Viðar Sigmundsson, sem hóf verkið með Jóhanni en lést í febrú- ar sl. Fjölskylda hans heldur merk- inu uppi til enda. Áhersla hefur verið lögð á að kynna útgáfuna á bókasöfnum í enskumælandi löndum, einkum Bandaríkjunum. Til að ná enn frek- ari útbreiðslu verða sögurnar líka gefnar út stakar, og gera útgefendur sér vonir um að þær verði notaðar í skólum. Það gæti þýtt raunverulegt landnám sagnanna vestanhafs. Fyr- irhuguð er kynningarherferð um Bandaríkin þar sem norrænir og bandarískir fræðimenn halda fyrir- lestra i menningar- og menntastofn- unum af ýmsu tagi. Leifur Eiriks- son ætlar að leggja Ameríku undir sig i þetta sinn. Víða glóir á Grámosann ■ ;í;: Grámosinn glóir, skáldsaga Thors Vilhjálmssonar sem hann |; byggir á afskiptum Einars Benediktssonar skálds af frægu : sakamáli á öldinni sem leið, varð afar vinsæl hér heima. Hún hefur nú komið út á Idönsku, norsku, sænsku, finnsku, þýsku, frönsku og ensku, og er væntanleg á tyrk- nesku. Sögur eftir Halldór Lax- ness hafa komið út á því máli, en ekki er vitað um aðra ís- lenska höfunda. Klúbbar, hernám og draugagangur Héraðssögufélagið Ingólfur tekur til svæðisins sunnan Hvalfjarðar og vestan Ölfusár - hins forna landnáms Ingólfs Arnarsonar. Það var stofnað 1934 og hefur staðið að útgáfu tveggja ritraða um sögu þess. í Nýtt safn til sögu Landnáms Ingólfs hefur nú bæst fimmta bindið með níu greinum um ýmis efni. Til dæmis skrifar Lýður Björnsson um fyrstu | klúbbana í Reykjavik; Hrefna Róbertsdóttir dregur fram áður óbirt skjöl um hugmyndir að baki Innréttingunum; Magnús Guðmundsson rýnir í ljósmynd- ir frá hemámsáranum í Mos- fellssveit, og Bjarni Gunnarsson lýsir vegferð draugsins á Vogastapa á 20. öld. Bókakaffi Fyrir nokkra var viðtal í Al- þýðublaðinu við Þráin Bertels- son þar sem hann segist lesa „allar styttri bækur, ljóðabæk- ur og þriggja mánaða skáldsög- ur“ í bókabúðum. „Það er betra en að stela þeim,“ segir hann, „og ég held að afgi-eiðslufólkið kunni aö meta það.“ Þráni og öðrum bókaormum til hægðarauka við lestur í búð- um verður vonandi fyrir lok þessa mánaðar opnað „bóka- kaffi" uppi á lofti í Bókaverslun Máls og menningar við Lauga- veg. Bókakaffi eru vinsæl víða erlendis, meðal annars mátti lesa það í grein frá New York eftir Jón Ólafsson í Mogga fyrir nokkru að þar í landi væru þau vinsælir stefnumótastaðir. Umsjón Silja ASalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.