Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1996, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn Crtgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifmg: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Fjöldi sýslumanna Skynsamlegar tillögur, sem leitt gætu til spamaðar í ríkisrekstri, eiga oft erfitt uppdráttar. Þörfin er augljós. Ríkishítin tekur meira og meira til sín. Nefndir eru skip- aðar að gefnu tilefni. Þær skila tiilögum sínum sem ým- ist daga uppi eða fara útvatnaðar og gagnslitlar í gegn. Enn er komin upp umræða um að hagræða í rekstri sýslumannsembætta á landinu. Flestum er ljóst að þau embætti eru of mörg og umdæmi sumra afar fámenn. Kerfið í heild er því of dýrt og óhagkvæmt. Erfiðlega gengur að hagga hinu niðumjörvaða fyrirkomulagi þrátt fýrir tilraunir í þá átt. Sýslumannsembættin á landinu em 27. Fyrir þremur árum kom fram tillaga um að fækka embættunum um fimm. Sú tiilaga náði ekki fram að ganga. Við síðustu fjárlagagerð var gerð tiUaga um að fækka um tvö emb- ætti. Tillagan komst ekki inn í fjárlagafrumvarpið. Eins og staðan er nú er gert ráð fyrir óbreytturm rekstri sýslumannsembættanna á næsta ári. Spamaðaráform liggja ekki fyrir. Dómsmálaráðherra hefur reynt að koma á hagræð- ingu í skipan sýslumannsembætta en mætt andstöðu þings. Enn skal reynt og því hefur nefnd sjö stjómar- þingmanna, sem ráðherra skipaði, hugað að þessum málum. Að sögn skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneyt- inu, sem starfað hefur með þingmannanefndinni, er þar reynt að ná fram hagstæðari rekstrareiningum. Nefnd- inni er einkum ætlað að fjalla um hugsanlega fækkun sýslumannsembætta. Þótt ýmislegt hafi verið rætt í nefndinni hefur komið fram hjá skrifstofustjóranum að enn sé langt í land. Eng- in niðurstaða hafi fengist. Heyrst hafa hugmyndir um fækkun sýslumannsembætta úr 27 í 20. Samkvæmt því yrði fækkað um eitt sýslumannsembætti í hverju kjör- dæmi landsins. Róttækari hugmyndir um fækkun, allt niður í eitt sýslumannsembætti í hverju kjördæmi, virðast ekki eiga hljómgrunn. Það væri þó vert að skoða gaumgæfilega. Fyrri hugmyndin ber merki útvötnunar og þess að auð- velda þingmönnum málið í stað þess að skoða hag- kvæmni málsins til fullnustu. Líklegasta niðurstaðan er hins vegar sú að ekkert verði að gert. Sameining sýslumannsembætta er hag- kvæm en hún þýðir um leið að lengra verður fyrir suma að sækja þjónustuna. Það er það sem þingmennimir ótt- ast. Reynslan hefúr sýnt að þeir hafa ekki burði til þess að takast á við ramakvein úr kjördæmunum. Þar bland- ast einnig inn í byggðasjónarmið og stolt, það að hafa sýslumannsembætti í byggðarlaginu. Þetta á ekki síður við um höfuðborgarsvæðið þar sem aðeins nokkrir kíló- metrar eru á milli þriggja sýslumannsembætta. í rauninni má lesa hálfgerða uppgjöf í orðum skrif- stofustjóra dómsmálaráðuneytisins um nefndarstarfið. Forsenda í starfi nefndarinnar er að ekki verði um skerta þjónustu að ræða í sýslumannsumdæmunum, segir skrifstofustjórinn. Þegar um spamað í rekstri er að ræða kann það að koma niður á þjónustu og er oft óhjá- kvæmilegt. Skrifstofustjórinn klykkir síðan út og segir að náist ekki sátt í nefndinni eigi hann ekki von á öðru en málið verði látið kyrrt liggja á næstunni. Þess er einmitt að vænta. Hagsmunir einstakra þing- manna, sem huga að endurkjöri, skipta meira máli þeg- ar upp verður staðið en hagræðing sem kann að valda staðbundnum óþægindum. Jónas Haraldsson „Þaö er því í senn fáránlegt og viösjárvert aö enginn skuli vera lögmætur eigandi þessa landsvæöis," segir Birg- ir m.a. í greininni. Dýrmæti helming- urinn sem enginn á arrétt á þessum svæð- um en ekki eignarhald. Eignarréttur ríkisins á afréttum og óbyggðum var ekki heldur neinn. í lagalegum skilningi voru óbyggðirnar einskismannsland. Það eru þær enn í dag. Árið 1984 skipaði ríkis- stjórn íslands nefnd til þess að vinna að frum- varpi þar sem skorið væri úr um eignarrétt á hálendinu. Þetta frum- varp mun nú vera tilbú- ið og verður vonandi lagt fyrir Alþingi bráð- lega. Þar er kveðið á um að íslandi verði skipt í „Fyrr á tíð voru óbyggðirnar eng- um öðrum en bœndafólki tilgagns og þá aðeins gróin svæði og veiði- vötn. Nú er þessi helmingur sem enginn á orðinn verðmætasti hluti landsins.“ Kjallarinn Birgir Sigurðsson rithöfundur Fyrir aldcufjórð- ungi urðu harðar deilur á Alþingi um það hverjir ættu hálendi ís- lands. Þar tókust á þeir sem álitu há- lendið vera eign þjóðarinnar og þeir sem töldu það eign sveitarfélaga með öllum gögnum og gæðum alveg inn að jöklum. Niður- staða fékkst engin. Málið var eldfimt, hefði getað leitt til mikilla átaka milli þingmanna þéttbýl- is og dreifbýlis. Stór hluti þing- manna leiddi því umræðurnar hjá sér. Flestum var þó ljóst að ekki yrði lengi undan þvl vikist að taka af skarið um hver ætti óbyggðimar, öll þjóðin eða bændastéttin ein. Þjóðlendur Á niunda áratugnum komu nokkur mál fyrir Hæstarétt þar sem sveitarfélög, eigendur bújarða og íslenska ríkið gerðu kröfu um að fá viðurkenndan eignarrétt á ákveðnum hálendissvæðum. Hæstiréttur hafnaði þessum kröf- um. Jafnvel aldagömul afsalsbréf dugðu ekki til þess að fá slíkan eignarrétt staðfestan. Þar með var ljóst að sú almenna skoðun bænda að þeir ættu þá af- rétti sem tilheyrðu sveitarfélögum þeirra var fallin um sjálfa sig. Þeir höfðu aðeins upprekstrar- og beit- eignarlönd og þjóðlendur. Þjóð- lendur verði ríkiseign, sem og hlunnindi og landsréttindi sem ekki verði sýnt fram á að aðrir eigi. Þar með tekur ríkið ekki neitt frá neinum heldur slær eign sinni á það sem enginn á að lög- um. Bændur þurfa samt ekki að ótt- ast um hefðbundinn afnotarétt sinn í óbyggðum. Hann verður eins og áður. Hins vegar er með þessu tryggt að íslenska ríkið hefur ótvíræðan rétt til ráðstöfúnar á auðlindum óbyggðanna, hverju nafni sem þær nefnast og hvers eðlis sem þær eru. Fáránlegt Eins og málin standa nú er ekki aðeins óljóst hver á hvað á hálend- inu heldur líka í sumum tilvikum hver ræður hverju og hvar. Sveita- mörk eru nefnilega víða óglögg og þar af leiðandi óvíst hvers er vald- ið á tilteknum svæðum. Það er til dæmis ekki ljóst hver á að fara með húsbóndavald í Þórsmörk þar sem þúsundir ferðalanga koma á sumrin. Nefnd á vegum þriggja ráðuneyta leitar nú úrlausnar á þessum stjóm- sýsluvanda. Þriðja nefndin vinnur að skipulagi fyrir allt miðhálendi landsins sem á að gilda til ársins 2015. Skipulaginu er ætlað að sam- ræma verndarsjónarmið og sjónar- mið svokallaðra hagsmunaaðila og mun eiga ríkan þátt í að móta ásýnd hálendisins og nýtingu þess. Af fregnum fjölmiðla er ekki annað að sjá en ofangreindar nefndir hafi unnið gott starf. Það gerir eftirleikinn auðveldari. Hann fer fram á Alþingi. Miðhálendið er helmingurinn af flatarmáli íslands. Fyrr á tíð voru óbyggðimar engum öðrum en bændafólki til gagns og þá aðeins gróin svæði og veiðivötn. Nú er þessi helmingur sem enginn á orð- inn verðmætasti hluti landsins. Þar era fallvötn og háhitasvæði til orkunýtingar en umfram allt ægi- fögur og lítt snortin náttúra sem er mesta auðlind okkar. Það er því í senn fáránlegt og viðsjárvert að enginn skuli vera lögmætur eigandi þessa landsvæð- is. Ekki er seinna vænna að sett verði lög um að óbyggðirnar séu alþjóðareign. Það getur ekki, á ekki og má ekki verða sátt um neitt annað. Birgir Sigurðsson Skoðanir annarra Samningsrétturinn til Kjaranefndar „Launþegahreyfingin er á fullu í tilhlaupinu að kjarasamningunum og er annar fóturinn styttri og hinn haltur. Hún tuðar gömlu góðu klisjumar og hleypur svo sitt í hvora áttina þegar að kollskítnum kemur. . . . Ef einhver dugur væri í fulltrúum al- menna vinnumarkaðarins, ættu þeir að afhenda Kjaranefhd samningsréttinn og hún væri ekki lengi að þjóðnýta alla atvinnustarfsemina og gera hana frjálsa í sömu andránni. Og ríkisstjómir þyrftu aldrei oftar að hafa áhyggjur af kjarasamningum." OÓ í Degi-Tímanum 18. sept. Næsti biskup „Ef hópur fólks færi þess á leit við mig að ég yrði næsti biskup myndi ég verða við þeirri bón. . . . Ég held að það sé kvenfyrirlitning til staðar innan kirkjunnar og karlamir hafa völdin og vilja ekki sleppa þeim. Ég tel ekki að konur séu á neinn hátt betri einstaklingar en kéulmenn en þær hafa hins- vegar ýmislegt fram að færa sem gæti orðið kirkj- unni tU góðs einmitt núna. ... Mér þykir, þrátt fyr- ir karlaveldið og valdabaráttuna, mjög vænt um ís- lensku kirkjuna. Hún er góð vegna þess að hún gef- ur sóknarbömum sínum frelsi til að þroskast en er ekki áreitin í trúnni.“ Séra Auður Eir í Alþbl. 18. sept. Taprekstur fiskvinnslunnar „Spyrja má hvers vegna fiskvinnslufyrirtækin kaupa hráefnið á svo háu verði, að fyrirsjáanlegt er að vinnsla þess leiðir af sér taprekstur. Á meðan fyr- irtækin sjá sér af einhverjum ástæðum hag í því hlýtur sá taprekstur að vera þeirra vandamál. Benda má á, að félagsmenn í Samtökum fiskvinnslunnar era handhafar um 70 til 80% fiskveiðikvóta lands- manna.“ Úr forystugrein Mbl. 18. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.