Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1996, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 11 Fréttir Hllðarfjall á Akureyri: Askan úr Heklugosi árið 1980 blasir við Braut upp stöðumæla Maður var handtekinn í vestur- bænum í fyrrinótt þar sem hann var að brjóta upp stöðumæla. Maðurinn var búinn að brjóta upp einn stöðumæli og hafði náð peningabauknum úr honum. Hann hafði reynt árangurslaust við nokkra aðra þegar hann var tekinn. -RR DV, Akureyri: „Það er ákaflega sérstakt ástand i Hlíðai’fjalli og þar er nú hægt að sjá öskulagið sem lagðist á snjóinn sunnan og ofan við lyfturnar þegar Hekla gaus árið 1980,“ segir Þor- steinn Þorsteinsson, sundlaugar- vörður og náttúruskoðari á Akur- eyri. Mjög snjólétt var í Hlíðarfjalli sl. vetur og fjallið varð mjög snemma sumars snjólaust ef frá er talin þessi skál sunnan og ofan við lyfturnar. Nýlega fór snjórinn í skálinni að taka á sig dökkan lit og Þorsteinn segir öskuna úr Heklu vera skýring- una en askan hefur ekki sést i rúm- an einn og hálfan áratug. „Þessi skál virðist aldrei verða al- veg snjólaus. Bæði hefur maður aldrei orðið vitni að því sjálfur og ef skoðuð eru málverk í eigu bæjarins frá síðustu öld má sjá skafl þarna í skálinni en fjallið autt að öðru leyti,“ segir Þorsteinn. -gk Kaupfélag ísfirðinga: Björnsbúð vill kaupa lagerinn DV, ísafirði: Vart hefur farið fram hjá mönn- um á Isafirði að Kaupfélag ísfirð- inga hefur átt við rekstrarvanda að etja síðustu misserin. Ýmsar getgát- ur hafa verið manna á milli um framtíð fyrirtækisins, en forráða- menn Kaupfélagsins segjast senda frá sér tilkynningu þegar ljóst verði um framtíð fyrirtækisins. Viðræður hafa verið við ýmsa aðila um að koma inn í rekstur matvöruverslun- ar Kaupfélagsins og eru þar helst nefnd til sögunnar Kaupfélag Suður- nesja og verslunin Björnsbúð á ísa- firði. í samtali við Björn Garðars- son, verslunarstjóra í Björnsbúð, staðfesti hann að búið væri að gera tilboð í verslunarrekstur Kaupfé- lagsins ásamt öðrum þjónustuaðila í bænum. Sagði hann að þar vasri verið að ræða um kaup á lager og leigu á verslunarplássi og rekstri verslunar á ísafirði og í Súðavík. Sagðist hann vera að bíða eftir svari frá stjórn Kaupfélagsins, en ekki var búið að halda stjórnarfund um málið þegar blaðamaður ræddi við Bjöm á þriðjudag. Björn sagði að ef af þessum kaupum yrði þá yrði mat- vöruverslun Kaupfélagsins og Bjömsbúðar sameinaðar í eina með rekstur í húsnæði Kaupfélagsins. Ekki vildi Bjöm tjá sig um hver samstarfsaðili hans væri, en sam- kvæmt heimildum blaðsins er þar um að ræða aðila sem er í nánum tengslum við smásöluverslunina í bænum. -HK Lýsi og Vörumerking: Samið um gæðatryggingu Nýlega gerðu forráðamenn Lýsis hf. og Vörumerkingar hf. gæða- tryggingarsamning sín á milli. Þetta er annar samningurinn sama eðlis sem Lýsi hefur gert við innlenda birgja og er það gert í samræmi við yfirlýsta gæðastefnu fyrirtækisins. Auk samninganna hérlendis hefur Lýsi gert samskonar samninga við nokkra erlenda birgja. Mikil undirbúningsvinna liggur i gerð slíkra samninga og eftir því sem næst verður komist eru samn- ingar Lýsis þeir einu slíkir hérlend- is. Markmið með gerð gæðatrygg- ingarsamninga er að samræma kröfur kaupanda og birgja þannig að hinn síðarnefndi annist allt gæðaeftirlit og losa þar af leiðandi kaupanda við alla skoðun þegar tek- ið er á móti vörunni. -bjb HAUSTVERÐLISTINN ER KOMINN UM GRAM GÆÐIN ÞARF ENGINN AÐ EFAST OG VERÐIÐ HEFUR ALDREI VERIÐ HAGSTÆÐARA. ALLT AÐ 10.000 kr. VERÐLÆKKUN A EINSTÖKUM GERÐUM GRAM KÆLISKÁPA. Snjórinn í skálinni í Hlíðarfjalli er orðinn dökkleitur enda segir Þorsteinn Þor- steinsson að Hekluaskan blasi nú við.. DV-mynd gk Smyrill sem gæludýr í Smugunni: Eins og hundur í brúnni - segir skipstjórinn á Haraldi Kristjánssyni „Hann var háifdauður þegar hann kom um borð til okkar norður í Smugu en síðan braggaðist hann fljótt eftir að við fórum að gefa hon- um að éta,“ segir Eiríkur Ragnars- son, skipstjóri á togaranum Haraldi Kristjánssyni, en skipverjarnir komu með smyril með sér úr Smug- unni í síðustu viku. „Þetta var ágætis krydd í tilver- una því hann var þama eins og hundur í brúnni. Hann hændist að okkur, át úr lófum okkar og síðan var hann tregur til þess að fara þeg- ar við reyndum að sleppa honum hérna heima. Þá var hann orðinn mjög hress eftir hálfsmánaðar, þriggja vikna vist um borð,“ segir Eiríkur. -sv CRAM HF-462 Áður 60.990 Nú > > 56.980 1S GRAM Ytri mál mm: Rými lítr. Staðgr. 1 gerð: B x D x H kæl.+fr. kr. Kæliskápar án frystis: K-130 550 x601 x 715 116 39.990 “H K-155TU 550 x601x 843 155 47.490 íJ KS-200 550x601x1065 195 48.440 II KS-240 550x601x1265 240 53.980 : I KS-180TU 595 x601x 843 168 49.990 I KS-300E 595x601xl342 271 56.990 jf KS-350E 595x601x1542 323 63.980 I KS-400E 595 x601 x 1742 377 71.970 í; Kæliskápar með frysti: bs KF-120 94+14 41 qqn 1 KF-135TU JJu aDU 1 \ / 1 D 550 x601x 843 109 + 27 1 .3JU 48.980 n KF-184 550 x601x1065 139 + 33 48.980 KF-232GT 550x601x1285 186 + 33 56.940 Ig KF-263 550x601x1465 197 + 55 54.990 || KF-245EG 595x601x1342 168 + 62 62.990 f| KF-355E 595x601x1742 272 + 62 69.990 i| KF-345E 595x601x1742 190 +133 79.990 Ji Frystiskápar: l| FS-100 550 x601 x 715 77 39.990 I FS“133 550 x601x 865 119 46.990 i FS-175 550x601x1065 160 52.990 I FS-150 595 x601x 900 131 48.970 FS-250E 595 x601 x 1342 224 59.990; [ FS-290E 595x601x1542 269 69.990 1 FS-340E 595x601x1742 314 78.990 ^ Frystikistur: » HF-234 800 x695x 850 234 42.980 S HF-348 1100 x695x 850 348 48.980 S HF-462 1400 x695x 850 462 56.980 Í HF'576 1700 x695x . 850 576 72.980 8 F8-203 800 x695x 850 202 45.980 H FB-308 1100x695x 850 307 52.990 41 (FB-gerðir hafa 75mm einangrun - orkusparandi) | EURO og VISA raðgreiðslur án útborgunar. FRÍ HEIMSENDING - og við fjarlægjum gamla tækið án aukakosnaðar. /rDniX HÁTÚNI 6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 START SETT DÆMll Solomon Grundy’s 7 daga vín 2 x Gerjunarkútar 1 x Vatnslás 1 x Hevert 1 x IP 5 (sótthreinsir) 1 x Sykurflotvog Suðurlandsbraut 22, sími 553-1080. Opið laugardaga í Reykjavík frá kl. 10-14 Hafnargötu 25, Keflavík, sími 421-1432.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.