Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1996, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996
Spurningin
Ætlar þú utan í vetur?
Hjörvar Jóhannesson nemi: Ég
ætla aö reyna það í kringum jólin.
Guðbjörg Aðalsteinsdóttir nemi:
Nei.
Hjálmar Diego Amórsson: Nei.
Brynhildur Bjömsdóttir: Það fer
eftir ýmsu. Kannski ég fari í letiferð
til einhvers letilandsins.
Björk Guðmundsdóttir nemi: Já,
til Dublinar í 4 daga.
Þóra Kristín Halldórsdóttir
nemi: Nei, ég er nýkomin frá Dan-
mörku.
Lesendur
Sjomenn og tara-
kirtlar þjóðarinnar
Óþarfi að gráta vegna sjómanna, þeir hafa mest upp úr krafsinu, segir m.a.
í bréfinu.
Björgvin Sigurðsson skrifar:
Nú hillir undir að semja eigi upp
á nýtt um kaup og kjör almennra
launþega, þar meö talið landvinnu-
fólks í fiskvinnslu. Enda stendur
ekki á þvi. Forusta fiskvinnslunnar
stendur með tárvot augu frammi
fyrir alþjóð og staðhæfir með þunga
að núna sé ekkert svigrúm til launa-
hækkunar.
Og það má einmitt vel vera að nú
eigi þetta við. Staðreyndin er nefni-
lega sú að einn fiskur upp úr sjó
„leggur sig“ á ákveðið hámarksverð
og að sjómenn hafa verið svo glúrn-
ir að velja sér forystu sem kunni að
semja vel (les: að þvinga fram hærri
laun en aðrir þeir fá sem hafa at-
vinnu af að handfjatla fisk). Og for-
ystumenn sjómanna hafa haft lag á
að spila svo á tárakirtla þjóðarinnar
að til þessa hefur þótt sjálfsagt að
sjómenn fái stærstan hluta fiskverð-
mætisins af því að þeirra hlutskipti
sé svo erfitt og hættulegt. Einnig
kemur „langdvöl að heiman“ við
sögu, hvernig svo sem hún tengist
aflaverðmæti og skattaívilnunum.
Og nú er sannarlega tímabært að
gráta fremur með fiskvinnslunni í
landi, því fram eru komnir sérfræð-
ingar sem fullyrða að mál sé til
komið að snúa við blaðinu. Útflutn-
ingstekjur af sjávarútvegi séu
komnar niður undir helming af
heildinni, en iðnaður og aðrir at-
vinnuvegir skili sífellt stærri hlut. í
raun þarf þvi hvorki að gráta fisk-
veiðamar né fiskvinnsluna. Af nógu
er að taka sem ekki fylgir eins dýr
rómantík og að púla í slorinu.
Reikna má þó með að um sinn
verði íslendingar viðriðnir fiskveið-
ar að einhverju marki, a.m.k. sem
hráefnisútflytjendur eins og hingað
til. En það ætti hverjum manni að
vera ljóst að sjómenn eru sú stétt
innan sjávarútvegsins sem hefur
mest upp úr krafsinu að öllu saman-
lögðu (verðlagning, skattaafsláttur,
hlífðarfatnaður, fæðiskostnaður
o.fl. o.fl.).
Það situr ekki á formanni Verka-
mannasambands íslands að hampa
sjómönnum á kostnaö landverka-
fólks í fiskvinnslu og kvarta undan
því að þessum starfsstéttum sé att
saman. Það hefur enginn gert. En sé
gráts þörf er það vegna fiskvinnslu-
fólks í landi og láglaunapeða, sem
nú virðist eiga að baka og brenna
eina ferðina enn í bakarofni Karp-
hússins í Reykjavík. Það vöknar
fáum um hvarma af þeirri meðferð.
Tárakirtlar landsmanna tæmast
einungis fyrir sjómenn, velferð
þeirra og rétta verðlagningu.
Oskráð lög um barnaklám
Bjarni Jónsson skrifar:
Eftir að hinar óhugnanlegu frétt-
ir bárust frá Belgíu um morðin og
ódæðismennina (sem eru nú orðnir
mun fleiri en fyrstu fréttir gátu um)
sem höfðu þarlend og ef til vill fleiri
börn að féþúfu í klámiðnaði, fór
nokkur umræða af stað hér á landi.
En að venju hjaðnaöi hún fljótt og
er nú svo til engin. Ef til vill er
ástæðan fyrir snöggum endi um-
ræðunnar hér á landi sú, að þegar í
ljós kom að til stóð að bera fram
lagafrumvarp á Alþingi um refsingu
gegn bamaklámi var missmíðin á
fmmvarpinu slík, að ekki þótti við
hæfi að leggja frumvarpið fram
óbreytt.
Hin óskráðu lög um þetta efni í
dag eru því raunar þannig að ekki
sé við barnaklámi amast að því til-
skildu að það sé ekki „of gróft“. Og
með þessu orðalagi var líka frum-
varpið sem átti að leggja fyrir Al-
þingi nú í byrjun þinghalds. En nú
hefur íslenska frumvarpið verið
dregið til baka, og enginn veit enn
þá fyrir víst hvenær eða hvort nýtt
og umorðað frumvarp sér dagsins
ljós hér.
Einhver eða einhverjir hafa þó lá-
tið sér detta í hug orðalagið: að
barnaklám megi ekki vera „gróft“,
og að þannig orðað hæfði það ís-
lenskum aðstæðum. Sem sé: þar var
þá smuga fyrir þá sem annars vildu
notfæra sér barnaklám hér með ein-
hverjum hætti - bara það væri ekki
„of gróft“! Fróðlegt verður að fylgj-
ast með hvernig á þessu máli verð-
ur tekið sjái nýtt frumvarp dagsins
ljós. Er nokkuð fráleitt að hugsa sér
að hér sé til staðar einhver þrýsti-
hópurinn sem lætur frá sér heyra,
beint eða óbeint, og beini hótunum
til ráðamanna, vogi þeir sér að
leggja til atlögu gegn „arðbærum"
atvinnurekstri með nýrri og „fjand-
samlegri" lagasetningu gegn
barnaklámi? Er ekki Belgía fyrir-
heitna landið til handa íslenskri
stjómsýslu? Erum við ekki í alfara-
leið? Gerumst alþjóðleg gegnum
Brússels. - „Get civilized, Iceland"!
Hrossin á þjóðvegunum
'
Já, hvaö um rétt hrossanna?
Kristinn Sigurðsson skrifar:
Undanfarið hefur verið talsvert
um að ekiö hafi verið á hross á þjóð-
vegum landsins og þau drepin eða
þurft að aflífa þau. - Mikill öku-
hraði er í flestum tilvikum orsökin.
Einn ökumaður ók t.d. á 14 hross
samtímis. Annaðhvort hefur hrað-
inn verið mjög mikill eða sjón öku-
mannsins mjög slæm. Og vissulega
getur sjón ökumanna daprast við
slæmt skyggni eins og það hefur
verið á síðustu dögum hér sunnan-
lands.
Lögreglan á hins vegar tafarlaust
að svipta þessa menn ökuleyfi til
bráðabirgða og gera þeim skylt að
fara til augnlæknis til að fá úr því
skorið hvort sjón sé í lagi hjá öku-
mönnum.
Löggæsla er engin á þjóðvegun-
um, utan hvað um verslunarmanna-
helgar eru tilburðir til sómasam-
legrar gæslu. - En svo munu þeir til
sem myndu spyqa: Hafa blessuð
hrossin þá engan rétt á þjóðvegum
landsins?
Sundurliðun á
aðgerðum
Guðfinna hringdi:
Ég vil taka undir með manni
sem hringdi í Þjóðarsál rásar 2 sl.
mánudag og reifaði dýrar sjúkra-
húsaðgerðir hér á landi. Hann
vildi fá upplýsingar um hvernig
sundurliðun væri vegna kostnað-
ar við t.d. hjartaaðgerð eða aðra
sambærilega sem tæki sérfræð-
inga kannski 5-7 klukkustundir
að framkvæma. Þessar aðgerðir
eru sagðar kosta þetta frá 800
þús. króna og upp í eina milljón
eða rúmlega það. Fróðlegt væri
að lesa upplýsingar um sundur-
liðun á svona verki; þátt lækna,
hjúkrunarfræðinga, annars
starfsliðs, efnis og tækja ásamt
beinum kostnaði Tryggingastofn-
unar ríkisins.
Opnunarhátíðir
Vestfjarða-
ganga
Þórólfur skrifar:
Sagt er að nú hafi einn ráð-
herra okkar haldið einar fimm
opnunarhátíðir vegna Vestfjarða-
ganga á stuttum tíma. Þetta hlýt-
ur nú að vera eitthvað orðum
aukið. En rétt er það, að séð hef-
ur maður samgönguráðherra
klippa nokkra borða þarna
vestra. Ég tel nú að sá tími komi
að þessi göng öll verði að þvi
einu liði að búferlaflutningar frá
Vestfjörðum gangi hraðar fyrir
sig en verið hefði með óbreyttu
vegakerfi. En það hefði líka mátt
sleppa göngunum og bjóða bara
aðstoð sjóleiðina. Það hefði orðið
ódýrara.
Aflakvóti ríku
mannanna
Sverrir skrifar:
Ég hef oft velt þvi fyrir mér
hvað verði um aflakvóta ríku
mannanna vítt og breitt um land-
ið þegar þeir falla frá. Það skiptir
miklu fyrir eitt byggðarlag, t.d. í
grónum verstöðvum, að atvinna
haldist með svipuðum hætti og
áður, þótt burðarás i þorpinu
(einn eða fleiri) falli frá. Stundum
vill enginn afkomandi feta í fót-
spor þess sem átt hefur megnið af
aflakvótanum og þá er voðinn vís
fyrir byggðarlagið. Ég vil ekki
taka nein sérstök dæmi að sinni
en hef í huga staði þar sem málin
standa einmitt með þessum
hætti.
Komst ekki á
Blur-tónleikana
Freyja Rut skrifar:
Ég lýsi óánægju vegna Blur-
tónleikanna, sem ég komst ekki á
vegna þess að ekki var hægt að
verða við óskum um að senda
miöa út á land.,Þrátt fyrir ítrek-
aðar tilraunir og orðaskipti við
söluaðila á tónleikana var stað-
fastlega neitað að liðka til. Við
vinkonurnar, báðar 15 ára, gátum
ekki greitt með greiðslukortum.
Móðir mín bauð greiðslu með
korti, en miðana var þá ekki
hægt að senda, og heldur mátti
ekki taka miðana frá. Raunar er
ekki nein leið fyrir utanbæjarfólk
að nálgast svona miða nema eiga
ættingja í Reykjavík sem viija að-
stoða. - Hvers vegna þarf þetta að
vera svona flókið?
Eru ekki allir
menn jafnir?
íris Björk Hlöðversdóttir skrif-
ar:
Ég skrifa vegna forsíðufréttar i
DV 12. sept. sl. sem segir frá ung-
um manni í hjólastól er var mein-
aður aðgangur að versluninni
Allt fyrir ekkert. Ég er bæði reið
og hneyksluð á þessari fram-
komu gagnvart Kára og hans fjöl-
skyldu. Svona nokkuð á ekki að
geta átt sér stað. Ég hef svo sem
komið í þessa verslun, en það
mun ég ekki gera aftur.