Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 Fréttir Sjávarútvegssýningin í Laugardalshöll er sú 86. í röðinni hjá Jósafat Hinrikssyni: Toghlerar framleiddir í útibúi í Mexíkó - Qárfesting upp á tugi milljóna króna „Nú fórstu með það,“ sagði Jósa- fat Hinriksson við blaðamann DV á Sjávarútvegssýningunni í Laugar- dalshöll í gær þegar hann var spurður hvað langt væri liðið frá fyrstu sýningunni sem hann tók þátt í. Jósafat og samnefnt toghlera- fyrirtæki hans eru nefnilega að taka þátt í sinni 86. sjávarútvegssýningu með sýningunni í Laugardalshöll, þeirri fimmtu og langstærstu hér á landi til þessa. Fyrsta sýning Jósafats hérlendis var iðnsýningin 1970 en fyrsta erlenda sýningin var í Færeyjum árið 1973. I tilefni af sýningunni nú til- kynnti Jósafat um stofnun dóttur- fyrirtækis í Mexikó. Fyrirtækið nefnist Poly-Ice México SA de CV og er staðsett í Mazatlán við mynni Kaliforníuflóa á vesturströnd Mexíkó. Starfsemin er að hefjast í 480 fermetra stálgrindarhúsnæði á riflega 1.700 fermetra lóð. Hér er um tugi milljóna króna fjárfestingu að ræða. Til að byrja með verða 10 til 12 menn í vinnu hjá fyrirtækinu. Mexíkó í undirbúningi á annað ár Að sögn Atla Más Jósafatssonar Hinrikssonar, framkvæmdastjóra J. Hinrikssonar, hefur aðdragandi að stofnun fyrirtækisins tekið á annað ár. í byrjun siðasta árs tók J. Hin- riksson þátt í tilraunum á rækju- veiðum í Mexíkó með Hampiðjunni, Netagerð Vestfjarða og mexíkönsku útgerðinni Pesquera Cozar. „Tilgangur með stofnun dóttur- fyrirtækis í Mexíkó er að geta boðið framleiðslu okkar, Poly-Ice toghlera og annan togbúnað á samkeppnis- hæfu verði miðað við verðlag og kaupgetu þarlendra útgerðar- manna,“ sagði Atli Már. Rækjuveiðar heimamanna eru að mestu stundaðar á 18 til 26 metra bátum sem veiða með svokölluðu bómukerfi. Hver bátur er útbúinn með eitt troll og eitt par af toghler- um á hvorri siðu sem dregin eru frá bómunum sem standa láréttar út frá síðu bátanna. „Óhætt er að segja að búnaður þeirra sé gamaldags og þar sem litl- ar breytingar hafa verið gerðar í langan tima má gera ráð fyrir að þeir fari hægt í sakirnar með állar nýjungar þó þeir fylgist vel með því sem verið er að gera. Með þessum hætti viljum við nálgast heima- menn með smíði á toghlerum og tog- búnaði á þeirra eigin svæði og þróa Dæmigeröir mexíkóskir rækjubátar. Sá til vinstri er meö Poly-lce toghlera og troll frá Hampiöjunni en hinn er meö hefðbundna tréhiera og nælontroll. Jósafat Hinriksson ásamt þremur af sex sonum sínum, sem taka þátt í rekstri fyrirtækisins, í sýningarbásnum í Laugardalshöll. Peir hafa veriö með frá upphafi í íslensku sjávarútvegssýningunni. f stiganum, frá vinstri, standa Friörik, Birgir Þór og Atli Már. DV-mynd PÖK með þeim breyttar veiðiaðferðir sem koma þeim til góða í hagkvæm- ari veiðum og rekstri," sagði Atli Már. Jósafat var að vonum kátur með nýja útibúið i Mexíkó, sem alfarið er í eigu fyrirtækis hans. Fram- leiðsla á Poly-Ice toghlerunum færi fram ytra og í framtíðinni væri einnig vonast eftir að geta þjónu- stað viðskiptavini fyrirtækisins í Bandaríkjunum og Suður-Ameríku. Eins og áður sagði er fyrirtækið J. Hinriksson búið að taka þátt í nærri 90 sjávarútvegssýningum og því komið með góða reynslu af þeim. Atli Már sagði hiklaust að ís- lenska sjávarútvegssýningin væri orðin einhver sú besta í heimi á sínu sviði og sú stærsta á norður- slóðum. J. Hinriksson hefur verið með í Laugardalshöll frá fyrstu sýn- ingunni 1984 og alltaf á sama stað í höllinni með hluta af sjóminjasafni fyrirtækisins. Nýr flothleri slær í gegn Nýjungamar í framleiðslunni eru sýndar fyrir utan höllina. Að þessu sinni er sýndur nýr flothleri sem þróaður hefur verið í samvinnu við verkfræðideild Háskólans og Hamp- iðjuna. Hlerinn er þegar kominn í notkun víða um heim og fengið góð viðbrögð. Önnur nýjung á sýning- unni núna er vaff-útgáfa af Poly-Ice toghleranum, þ.e. hlerinn kemur í vaff og hentar vel fyrir minni báta á rækjuveiðum. „Þetta er mótleikur okkar á innflutningi á hlerum af þessu tagi og hefur verið vel tekið,“ sagði Atli Már Jósafatsson. -bjb Dagfari Ráðgjafi Morgunblaðsins Dagfari er dyggur lesandi Morg- unblaðsins. Enda margt að lesa í því blaði eins og DV. Munurinn á Mogganum og DV er hins vegar sá að Morgunblaðið hefur komið sér upp ráðgjafa úti í bæ, sem raunar er stjórnandi annars fjölmiðils. Hér er átt við Pál Magnússon, sjón- varpsstjóra Sýnar, en Páll hefur augsýnilega meiri áhuga á Mogg- anum og ritstjómarstefnu hans heldur en eigin fjölmiðli. Að minnsta kosti þreytist hann seint á að skrifa greinar í Morgunblaðið til að ráðleggja ritstjórn þess blaðs hvað það eigi að birta í fréttum og hvemig. Allt er það af velvilja gert, því Páll margvarar Morgunblaðið við að detta ofan i sama pyttinn æ ofan í æ og hefur þá í huga skrif blaðs- ins um Stöð þrjú og afruglarana, sem alltaf eru á leiðinni og eru búnir að vera það lengi. Morgun- blaðið hefur oft sagt frá því að þessir afruglarar væru á leiðinni og ekki getur Morgunblaðið gert að því þótt afruglaramir séu það lengi á leiðinni að þeir séu ekki enn þá komnir. Blaðið hefði sosum geta aflað sér upplýsinga hjá Pósti og síma um þær póstsamgöngur sem bregðast Stöð þrjú aftur og aftur en það hefði væntanlega ekki breytt neinu, því ekki flýta menn fyrir póstsendingum með símhringing- um. Þannig að Morgunblaðið hefur ekkert gert af sér annað en að segja frá því að þessir afruglarar séu á leiðinni og auðvitað er blaðið spennt fyrir þessum afraglumm vegna þess að Morgunblaðið er hluthafi í Stöð þrjú og vill fylgjast með sínum fjölmiðlum og sinum peningum. Morgunblaðið er búið að taka þátt í kaupum á þessum af- raglurum og vill vita hvenær þeir koma. En það er einmitt þetta sem Páll Magnússon er að vara blaðið viö að skýra frá. Páll telur það jafnvel óheiðarlegt að blaðið skuli vilja vita um afruglarana og segja frá þeim. Sérstaklega vegna þess að Páll veit greinilega meira um af- raglarana í póstinum heldur en Stöð þrjú og Morgunblaðið til sam- ans. Hvers vegna hringja mennirn- ir ekki í Pál sjálfan og fá þessar upplýsingar í stað þess að skrifa fréttir eftir mönnum sem ekki hafa hugmynd um póstinn og afruglar- ana og þennan bisness yfirleitt? Og era greinilega að plata Moggann og segja fréttir af hreinum óheiðar- leika. Þetta hefur Páll margbent á í greinum sínum í Morgunblaðinu og á það er ekki hlustað. Þó er þetta mælt af miklum velvilja gagnvart Morgunblaöinu, því hann vill veija heiðarleika og hagsmuni Morgunblaðisns fram í rauðan dauðann og í grein eftir grein. Hvað eiga menn eins og Páll Magnússon að gera þegar Morgun- blaðið vill ekki verja sína eigin hagsmuni? Þegar blaðið hundsar vel meintar ráðleggingar? Er ekki komið að því að útgáfu- stjóm Morgunblaðsins ráði Pál inn á blaðið til að stýra hagsmunum þess? Og sjá til að heiðarleikinn sé virtur? Við sem eram lesendur blaðsins kunnum vel að meta ráð Páls sjón- varpsstjóra Magnússonar og enda þótt Dagfari hafi ekki aðgang að Sýn, er Dagfari engu að síður full- viss um að heiðarleiki Sýnar og Páls í sambandi við hagsmuna- tengsl og viðskiptavit og þekkingu á afruglurum er ólíkt meiri en þeirra fréttastjóra og ritstjóra á Mogganum, sem sífellt era að tifa á afruglurum sem eru á leiðinni til landsins og eru búnir að vera á leiðinni til landsins siðan í fyrra. Eitt er að minnsta kosti alveg víst og það er að þetta afraglara- mál Stöðvar þrjú kemur Sýn hreint ekkert við. Og það eru engin hags- munatengsl á milli Sýnar og Páls Magnússonar enda þótt svo vilji til að Páll sé sjónvarpsstjóri á Sýn. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.