Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1996, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 15 Ópólitískan var aðaltískan á íslandi seinasta sumar. Þá voru haldnar forseta- kosningar sem tóku að snúast um hver væri mest í ópólitísk- unni. Fram komu ásakanir um að einn frambjóð- andi væri í raun pólitískur. Þessu til stuðnings var dregið fram að sá hefði verið þing- maður, ráðherra, formaður Alþýðu- bandalagsins og það sem verra var: ritstjóri Þjóð- viljans. Var það einkum síðast- nefnda starfið sem taldist pólitík af versta tagi. Hinir frambjóðendumar voru aftur á móti dæmigerðir fulltrúir ópólitiskunnar. Einn var sonur fyrrverandi forsætisráðherra og flokksbundinn sjálfstæðismaður frá fermingu, annar þingmanns- dóttir, dótturdóttir forsætisráð- herra, þingmannsfrú og hafði tek- ið virkan þátt í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins. Þriðji frambjóð- andinn var fyrrverandi þingmað- ur og leiðtogi Kvennalistans. Eng- inn b£æ þessum frambjóðendum á brýn pólitík, a.m.k. til jafns við þann sem verið hafði ritsfjóri Þjóðviljans. Það er greinilega ekki pólitik á íslandi að vera í Sjálfstæðisflokkn- um og sérstaklega ekki ef menn verða síðan embættis- menn en ekki ráðherrar. Það er ekki heldur pólitík að vera í Kvennalistan- um. Á hinn bóginn er svo sannarlega pólitík að vera í Alþýðubandalaginu, svo ekki sé talað um að vinna á Þjóðviljanum. Það er athyglisvert að einn ópólitísku frambjóð- endanna var skömmu fyr- ir kosningar ásakaður um pólitík. Hann reyndist hafa gagnrýnt núverandi forsætisráðherra fyrir fimm árum. Það er nefni- lega pólitík að gagnrýna og pólitík að finna for- manni Sjálfstæðisflokks- ins eitthvað til foráttu. Engum dettur í hug að það sé pólitík að vera þægur sjálf- stæðismaður sem aldrei opnar munninn eða að hafa verið í þrí- burunum Vöku, Heimdalli og SUS á yngri árum. Það er ekki heldur pólitík að ákveða misháar refsing- ar fyrir hin og þessi afbrot í Hæstarétti. Sá sem er þæg- ur talsmaður ríkjandi kerfis er ópólitískur. Sá sem gagn- rýnir er póli- tískur. Þannig er pólitfk skil- greind á ís- landi. Þess vegna er ekki pólitík að vera í Sjálfstæðisflokknum, stærsta flokknum á landinu. Engum dett- ur í hug að sjálfstæðismenn í emb- ættiskerfinu séu þar vegna pólitík- ur þó að allir haíi tekið eftir kröt- um í utanríkisþjónustunni, hvað þá allir einkareknu sjálfstæðis- mennirnir sem flakka milli stór- fyrirtækja eftir skylduvist í ung- liðahreyfingunni og koma í fjöl- miðla og viðra ópólitíska frjáls- hyggju. Um daginn átti Castro Kúbufor- seti afmæli og í tilefni af því birti ríkissjónvarpið hefðbundna „frétta- skýringu", ættaða frá Bandaríkja- Kjallarinn Ármann Jakobsson íslenskufræðingur „Þannig er ópólitískan ævinlega bergmál skoðana þeirra sem völd- in hafa. Hún er I eðli sínu ramm- pólitísk en dulbúin sem eitthvað sem heitir „ópólitík“ og er ekki til nema, eins og aðrar goðsagnir...u Ópólitíska Fimm frambjóöendur til forseta:.dæmigeröir fulltrúar ópólitískunnar" - utan einn, segir í grein Ármanns. mönnum sem eiga i stríði við sfjóm Castros. Þar var fátækt Kúbu- manna útmáluð og sögð stafa af slæmri efnahagsstefnu Castros en viðskiptabann Bandaríkjamanna var ekki nefnt í því samhengi. Einnig var gefið til kynna að skeið Castros væri tímabundin lægð eft- ir gullöld þjóðarinnar á dögum Batista. Furðaði fréttamaðurinn sig mjög á vinsældum Castros. Þessi frétt var ekki pólitísk þó að hún ræki hugmyndir eins deiluað- ila um andstæðing sinn. Frétt frá Irak um ástand mála í Bandaríkj- unum hefði á hinn bóginn verið talin hápólitísk og hefði teflt hlut- leysi fréttastofu Sjónvarpsins í tví- sýnu. Þannig er ópólitískan ævinlega bergmál skoðana þeirra sem völd- in hafa. Hún er í eöli sínu rammpólitísk en dulbúin sem eitt- hvað sem heitir „ópólitik" og er ekki til nema, eins og aðrar goðsagnir, í huga þess sem á hana leggur trúnað. Ármann Jakobsson Hvaö er sá sem gefur annarra eignir? Athugasemdir við grein Gylfa Þ. Gíslasonar um veiðileyfagjald eru skrif Jóhanns J. Ólafssonar 1. september í Morgunblaðinu. í raun er sá hluti ritsmíðar Jóhanns sem að Gylfa snýr hól um þann ágæta mann. Að öðru leyti minna skrifin á mann í þoku. Mann, sem heldur að hann viti hvað hann vill, en á þó erfitt með að ná áttum. Hann er ýmist á réttri leið eða rangri. Endar í al- gjörri villu. Aö meta gildin Þegar menn komast til þroska fara þeir að vega og meta gildin. í þeirri leit finnst sumum að gildi sanngimi séu ekki arðvænleg. Að svo komnu hættir þeim sömu til að víkja af götu jafnaðar og drengskapar fyr- ir einkahags- muniun. - Það fer ekki milli mála að Jóhann dregur ekki taum þjóðarheildar. Nokkur undan- farin ár hefur þjóðin verið látin selja á gjafverði mörg arðvænleg- ustu fyrirtæki sín og eignir. Þau óarðvænlegustu eins og t.d. Perlan, sem kostar eig- endur um 50 miUjónir á ári, er aldrei á sölulista. Áður var dýr- mætasta eignin, fiskurinn í sjón- um, kominn á hendur fárra út- gerðarmanna. Hvað eftir annað hefur verið seilst í vasa skattborgara með gengisfellingum til bjargar útgerð- inni. Menn viö gjöf- ul fiskimið mega vart renna færi fyrir ofríki þeirra sem telja sig komna með hefðbundna eignar- heimild á öllum fiski umhverfis landið. Óhollir vinir Við Jóhann vil ég segja að sannanlega á einkavæðing rétt á sér. En öllu má of- gera. Að halda því fram að einka-eign- arhefð skapist við nýtingu og veiðiþróun á auðlegð þjóðarinnar er varla svaravert. Hvað geta þá hinir þrautreyndu sjómenn okkar sagt? Þeir sem mest veltur á og út- gerðarmenn hafa orðið uppvísir að að hafa neytt til kvótakaupa. Byggingameistarar og arkitektar sem hafa þróað í aldaraðir verða að borga fyrir lóðir. Þrátt fyrir að greiðsla hafi komið fyrir á seljandi þær og fær árlegar leigu- greiðslur. Það virðingarleysi og fyrirlitning sem þjóð- inni var sýnt er út- gerðarmönnum voru gefhir tveir og hálfur milljarður við kvóta- aukningu hlýtur að vekja fólkið. Fá það til að gera sér ljóst hvað stjórnmálamenn telja sig óháða áliti þess. Það er ekki þjóðhollur ráðherra sem gefur með þessum hætti frá stórskuldugri þjóð sinni. Því meir sem eignir þjóðarinnar færast á fárra hendur þeim mun verra á hún meö að verja sig. Græðgi og óbilgimi eru óhollir vinir. Albert Jensen „Að halda því fram að einka-eign- arhefð skapist við nýtingu og veiðiþróun á auðlegð þjóðarinnar, er varla svaravert. Hvað geta þá hinir þrautreyndu sjómenn okkar sagt?“ Kjallarinn Albert Jensen trésmiöur Meö og á móti Starfsdagar í skólum Eiríkur Jónsson, formaöur Kennar- asamb. íslands. Mikilvægur þáttur Starfsda- garnir eru mikilvægur þáttur í starfi hvers skóla. í upphafi skóla- árs eru þeir notaðir til sam- eiginlegrar skipulags- vinnu, enda mikilvægt að það fólk sem ber ábyrgðina á því að skólastarfið gangi sem best fyr- ir sig stilli saman strengi sína áður en kennsla hefst. Þeir fimm dagar sem teknir eru til sam- starfsfúnda á tímabilinu 1. sept- ember til 31. maí eru einnig mik- ilvægir því að á þeim dögum gefst tækifæri til að yfírfara það starf sem unnið hefur verið í skólan- um, læra af reynslunni og endur- skipuleggja ef þörf krefúr. Einnig má benda á að skólamir eru stundum beðnir um aö taka þátt í ýmsum verkefnum eftir að skóla- starf hefst sem ekki var gert ráð fyrir í skipulagningu og er nauð- synlegt að skapa rými fyrir þá undirbúnings- og skipulagsvinnu. Kennarafélögin hafa sett fram hugmyndir að breytingum á sam- setningu vinnutíma kennara sem fela í sér að hlutfall kennslu verði minnkað en hlutfall annara starfa aukið. Hefðu þessar hugmyndir hlotið náð fyrir augum samninga- nefndar ríkisins hefði skapast rými fyrir samvinnu kennara til hliðar við vikulega kennslu- skyldu þeirra. Þetta hefði vænt- anlega leitt það af sér að starfs- dagar á starfstíma skóla heyrðu sögunni til nema í undantekning- artilfellum. Útilokað er hins veg- ar að fækka starfsdögum á meðan núverandi vinnutímaskilgreining kennara er í gildi. Foreldrum ill- skiljanlegt Auðvitað er nauðsynlegt að skipuleggja skólastarfið en það er auðvelt að vera á móti því fyrirkomu- lagi sem hefur rikt með sér- stökum starfs- dögum og for- eldradögum. Sú röskum sem slíkt óhjákvæmi- lega veldur, öll hlaupin og redd- ingamar, er ástæðan fyrir því að svo margir amast við þvi að kennsla sé felld niður á skóla- tíma. Venjulegum foreldrum er illskiljanlegt af hverju samstarf kennara getur ekki farið fram utan kennslutíma, i lok kennslu- dags eöa á þeim virku dögum sem nemendur eru í fríi. Skipulag í skólastarfi ætti að snúast um að tryggja nemendum lágmarkstíma til náms sem skv. lögum eru 170 dagar yfir vetur- inn. Skipuleggja þyrfti samstarf kennara og foreldraviðtöl með þeim hætti að þessi réttur nem- enda sé ekki skertur og með þeim hætti að þessir frídagar valdi sem minnstri röskun á skólatíma nemenda. Slíkar lausnir er hægt að ftnna, sé viljinn fyrir hendi, en það veldur t.d. minni röskun að nota þá daga sem hefð er fyrir að séu frídagar, eins og t.d. 1. desem- ber, öskudag og 3. í hvítasunnu. Einnig ætti að vera sjálfsagt að skipuleggja starfsdaga í gnmn- og leikskólum innan hverfis í sam- vinnu. Foreldri sem á böm á báð- um stööum gæti annars jafnvel þurft fyrirvaralítið að taka sér 10 frídaga yfir veturinn, fyrir utan jóla- og páskafri. -ingo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.