Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1996, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1996, Qupperneq 32
|j& Vinningstölur miðvikudaginn 18.9.’96 ' ÍQS® Í Í Vinningar Í25 27 X42 2. 5 aft 3.5of6 . 4 af6 20 í 32 40)1 FJÖIdi vinnlnga Vinningsupphæd 14.239.000 891.250 i 45.040 .1,195 -220 | Vinningstölur 18.9/96 QQQÍ3} FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 1355Ö 5555 Skrílslæti í Rimahverfi: Hótuðu að berja mig og ^ syni mína „Þetta var hræðilegt ástand og við vorum öll mjög hrædd hérna innandyra. Það var hópur af ung- lingum hérna fyrir utan og réðst fyrst á bílana og síðan á gluggana á húsinu. Þeir voru alveg brjálaðir og hættu ekki fyrr en lögreglan kom í annað sinn,“ segir kona í Flétt- urima en hópur ungmenna var með mikil skrílslæti fyrir utan hús hennar í gærkvöldi. „Þetta byrjaði á því að ungur pilt- ur var laminn fyrir utan húsið af öðrum pilti sem var aðeins eldri. Árásarmaðurinn náði síðan í liðs- auka og ég gat ekki annað en hleypt drengnum sem ráðist var á inn í - húsið því hann var allur marinn og aumur og synir mínir tveir þekktu hann. Síðan safnaðist um 20 manna krakkahópur hér fyrir utan og lét öllum illum látum og hótaði okkur öllu illu. Ég hringdi í lögregluna sem kom og handtók forsprakkana sem mér sýndist vera dópaðir. Læt- in héldu þó áfram þar til lögreglan kom í annað sinn. Þetta er mjög slæmt og ekki í fyrsta sinn sem svona gerist hérna í hverfínu. Það hefur þrisvar verið ráðist á 14 ára son minn hérna,“ segir konan. -RR Ritstjóralaus Helgarpóstur Helgarpósturinn kom út í morgun ritstjóralaus en Sæmundi Guðvins- syni ritstjóra var sagt upp í gær. Sæmundur, líkt og aðrir starfsmenn blaðsins, á inni ógreidd laun á blað- inu og neitaði að koma því út nema að fá eitthvað greitt. Ekkert varð af greiðslum og ákvað Sæmundur að taka uppsögninni frekar. Ekki náð- ist i Sæmund í morgun en Alþýðu- blaðið greinir frá þessu. Árni Möller, eigandi Helgarpósts- ins, sagðist við DV í morgun vera •, ^ bjartsýnn á að blaðið kæmi út áfram. Eftir væri að ákveða hvað gert yrði í ritstjóramálum. Fram- kvæmdastjóri blaðsins, Þorbjörn Tjörvi Stefánsson, vildi ekki tjá sig um málið í morgun en hann skrifar leiðara Helgarpóstsins í dag. -bjb Bátur brotnaði Tveir menn sluppu ómeiddir þeg- ar bátur sem þeir voru í, Lúkas ÍS, slitnaði frá legufærum í Aðalvík í fyrrinótt og rak upp við lendingu Látramegin í víkinni. Báturinn lenti á steinum og brotnaði en mennimir komust ómeiddir í land. Mikið suðaustan hvassviðri var á þessum slóðum þegar slysið varð. Lúkas ÍS var sjö og hálfs metra langur plastbátur. -RR L O K I Flugleiðaþota fékk á sig mikið högg í 35 þúsund feta hæð: Tvær flugfreyj- ur og tveir far- þegar meiddust - lenti í heiðkviku, segir Einar Sigurðsson hjá Flugleiðum Tvær flugfreyjur og tveir far- þegar meiddust þegar Flugléiða- þota fékk á sig mikið högg vegna ókyrrðar í lofti á þriðjudag. Flug- vélin, sem var að koma frá Stokk- hólmi, var í 35 þúsund feta hæð og var að nálgast land þegar hún fékk á sig höggið. Meðal þeirra sem slösuðust var lítið barn sem var með móður sinni á salerni vélarinnar þegar höggið kom. Læknir var sendur til Keflavikurflugvallar til að skoða þá slösuðu en meiðsl fólksins vom talin minni háttar. „Ég held að þetta tengist nú ekki óveðrinu því þetta gerðist í það mikilli hæð. Það sem gerðist þarna er kallað heiðkvika á ís- lensku sem gerist þegar ókyrrð er í lofti og vélin fær þá á sig högg. Þetta er ekkert sem þoturnar ráða ekki við,“ sagði Einar Sigurðsson, aðstoðarmaður forstjóra Flug- leiða, við DV vegna atviksins. „Flugfreyjurnar tvær voru laus- ar aftur í vél og vom vinna þar í eldhúsinu. Þær köstuðust á gólfið og skullu síðan saman. Eftir að læknir hafði skoðað þá sem meiddust hélt þotan áfram leið sinni vestur til Halifax," sagði Einar. -RR Hvalskurðarmennirnir í Sandgerði í gærkvöldi. Þeir segja hvalinn bragðast vel og kjötið vera rjúkandi volgt. Fisksal- ar höfðu mikinn áhuga á að selja kjötið af hvalnum en reiknað er með að 4-5 tonn komi af skepnunni. Björgunarsveit- armenn og trillukarlar skipta með sér hagnaðinum af hvalskurðinum. DV-mynd ÆMK Veðriö á morgun: Suðaust- anátt um allt land Á morgun er búist við suð- austanátt um allt land. Kaldi eða stinningskaldi verður suð- vestanlands en hægari annars staðar. Súld eða skúrir verða sunnan- og suðvestanlands en þoka við austurströndina. Veðrið í dag er á bls. 36 Verð á kartöflum - 2 kg pokar - 300 kr. “——* " 268 235 Enn lækka kartöflurnar „Við skulum sjá hvað bakarinn gerir ef Bónus lækkar," sagði Hauk- ur Hauksson í Heildsölubakaríinu sem í gær var með lægsta verð á 2 kg pokum af kartöflum af þeim verslunum sem við höfðum sam- band við. Bónus var þó með lægsta kíló- verðið því þar var hægt að fá kart- öflur í lausu á 40 kr. kg. Kílóverðið í lausu fer svo niður í 35 krónur í Bónus í dag og 2 kg pokarnir lækka þar líka niður í 89 kr. Fjarðarkaup lækkar sig ennfremur í dag og selur 2 kg pokana á 155 kr. Það er því óhætt að segja að verðstríð sé hafið á kartöflumarkaðinum en Jón Ás- geir í Bónus vildi ítreka að „Bónus býður alltaf betur.“ -ingo Kjötið volgt DV, Suðurnesjum: „Kjötið lítur vel út og er enn þá volgt og gott,“ sagði Ævar Sigurðs- son hjá björgunarsveitinni Sigur- von 1 Sandgerði á ellefta tímanum í gærkvöldi. En þá stóðu nokkrir fé- lagar hans í björgunarsveitinni ásamt þremur trillukörlum úr Sandgerði í stóraðgerð á sandreyð- inni í bátarennunni í Sandgerði. Hvalurinn strandaði í höfninni á þriðjudag og var slðan fylgt út af björgunarsveitinni en í gær drapst hann á eyrinni rétt utan við innsigl- inguna. Hvalurinn verður boðinn upp á Fiskmarkaði Suðurnesja í Sandgerði fyrir hádegi. -ÆMK Heimsókn frá Lettlandi Forsætisráðherra Lettlands, Andris Skele, er staddur hér á landi í opinberri heimsókn fram að helgi. í dag fer hann m.a. til Vestmanna- eyja og Þingvalla og skoðar Gullfoss og Geysi. -bjb Flexello Vagn- og húsgagnahjól Powlsen Suðurlandsbraut 10. S. 568 6499 ^533 -1000á Kvöld- og helgarþjónusta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.