Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Side 6
6 MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1996 Fréttir Aðalsteinn Jónsson, Alli ríki, á Eskifirði í yfirheyrslu: Innsæi? Andskotans rugl „Strákur sem er að selja þessi bréf í fyrirtækinu var spurður að því í sjónvarpinu hvemig á því stæði að þessi bréf rykju upp úr gengi 2,0 í 8,6. Hann sagði að það væri vegna þess að þetta fyrirtæki hefði verið svo herfilega vanmetið í fleiri ár. Þetta er alveg rétt hjá hon- um,“ segir Aðalsteinn Jónsson, for- stjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar. Aðalsteinn, sem margir þekkja sem Alla rika, er í yfirheyrslu DV. Hvemig ferðu að þessu, Aðal- steinn?___________________________ „Það hefur tekið mig 50 ár að gera það sem ég er búinn að gera og ekki hægt að segja frá í stuttu máli hvem- ig farið er að því. Ég er svo heppinn að vera hér á þessum stað, I nálægö við loönuna og síldina - það er meg- inmáiið. Auðvitað hefur maður ekki gert þetta einn og óstuddur. Stjórn- völd hafa stutt mig með ráðum og dáð í gegnum tíðina og vil ég nefna sérstaklega þá bræður, Pétur, Bjarna og Svein Benediktssyni, en þeir áttu stærstan þátt í því að ég kom því í verk sem ég er búinn að gera. Jónas Haralz, vinur minn og þáverandi bankastjóri, gerði margt fyrir mig eftir að hann tók við stjórnartau- munum í Landsbankanum en mér fannst hann aldrei gera nóg. Þegar hann heimsótti mig í sumar var ég að stríða honum á því að hann hefði sagt einhvern tímann við mig að ekki væri hægt að lána neinum nema kaupfélögunum og Samband- inu. Það þótti mér skrýtið því þá var kaupfélagið á staðnum búið að fara þrisvar sinnum á hausinn á nokkrum árum. Ég spurði hann hvar gáfur hans og allur lærdómur- inn hefði verið þegar hann sagði þetta. Ég sagði honum til gamans að ég þekkti fjóra menn sem hefðu lært í Ameríku á svipuðum tíma og allir fengið Ameríkuveikina sem ég kýs að kalla svo. Þeir -------- voru eins og einhverjir lordar og þóttust allt vita eftir að þeir komu heim. Þeir messuðu yfir okkur hinum og létu eins og þeir væru að tala við eintóma kjána. Ég hef alltaf komið hreint fram og farið að öllum reglum og lögum og ekkert verið nema sak- leysið, sjálfur sveitadrengurinn." Svíkiröu bankann svíkurðu sjálfan þig Þú segist vera saklaus sveíta- drengur, Hvað áttu við?____________ „Bara gamaldags ærlegheit. Ég var ekkert nema beitningastrákur sem var fátækastur allra hér á þess- um stað en fullur af dugnaði og bjartsýni. Heldurðu að ég hafi ein- hvern tímann verið með einhver svik? Aldrei nokkum tímann. Ég sagði bæði við sjálfan mig og aðra: - ef þú ert að svíkja bankann eða aðra þá ertu að svikja sjálfan þig.“ Yfirheyrsla Stefán Ásgrímsson kvæmi, en þegar ég er búinn að taka ákvörðun getur enginn breytt henni.“ Aldrei haft áhuga á aö eign- ast peninga Þú ert kalláður Alli ríkl, ertú rfkur?__________________________ „Þegar ég var spurður að þessu meðan ég var og hét þá var ég ríkur af dugnaði og áræði. Að öðru er ég ekki ríkur, aö öðru leyti en þvi að ég á auðvitað bréf í frystihúsinu, min fjölskylda á helminginn í fyrirtækinu og það má auðvitað kalla það ríki- dæmi, en ég á enga peninga. Ég hef aldrei haft áhuga fyrir því að eignast peninga og hef aldrei borist á.“ Þú hefur oft tekið mikla áhættu og lagt allt þitt undir, og meira en það, en allt gengið upp. Hefurðu sjötta skilningarvitið umfram okkur * hina? Æfprs „Það vom einu sinni ein- hverjir úr Háskólanum með fund uppi í Hvalfirði og tóku alla verkstjórana þangað til að messa yfir þeim og kenna þeim að koma fram við fólk. Ég sendi þangað eina þrjá eða fjóra en ég held að þeir hafi verið verri þegar þeir komu til baka. Kennararnir sögðu að til væra menn sem hefðu innsæi sem aðr- ir hefðu ekki. Það væru þrír menn á íslandi sem þeir vissu að hefðu þetta inn- sæi. Þeir væru Pálmi í Hag- kaupi, Þor- valdur í Síld og fiski og svo Alli ríki á Eskifirði. Andskotans rugl.“ Héfurðu innsæi? „Ég veit það ekki. Ég er oft búinn að hugsa í margar vikur og mánuði um hvað ég ætli að gera áður en ég fram- Vinningar sem dregnir voru út í HAPPI í HENDI síðastliðið föstudagskvöld komu í hlut eftirtalinna aðila. Anna L. Rafnsdóttir ; Hólabergi 20,111 Reykjavík Eva Sigurbjörnsdóttir | Jöklaseli 13,107 Reykjavík Baldur Sigurðsson : Reykjahlíð 4,660 Reykjahlíð Garðar Sigurðsson Kópavogsbraut1a,200 Kópavogurj Bryndís Bragadóttir Hlíðarbraut 18, 540 Blönduós GerðurTorfadóttir | Ásvallagötu 63,101 Reykjavlk Brynja Scheving : Sporhömrum 6,112 Reykjavík Gísli Kl. Jónsson Hlíðarási 1a, 270 Mosfellsbær Dagfríður Ósk Gunnarsdóttir | Fagurhólstúni 16,320 Grundarfj. | Inga Einarsdóttir | Bergstaðarstræti 24b, 101 Rvk. Jón Stefánsson > Hvassaleiti 25,103 Reykjavík Magnhildur Sigurbjörnsdóttir l Blönduhlíð 33,105 Reykjavík | Sigrún Þorsteinsdóttir j Huldubraut 11, 220 Hafnarfjörður Sigurlaug Ólafsdóttir | Fögrukinn 17, 220 Hafnarfjörður ; Unnur Salóme Árnadóttir Dalatanga 5, 270 Mosfellsbær Þórhallur Stígsson Brekkulæk 1,105 Reykjavík Vinningshafar geta vitjað vinninga hjá Happdrætti Háskóla íslands, Tjamargötu 4, 101 Reykjavík, sími 563 8300. i> r t n ii n k Það hefði aldrei verið hægt að kalla þig uppa?__________________ „Blessaður góöi, nei. Mér líður hvergi betur en þegar ég er að fljúg- ast á við strákana á verkstæðinu og í bræðslunni.“ Ertu heppinn með startsfólk? „Já. Það eina sem ég kann er að velja mér góða menn, allt stórheið- arlegir menn og þeir eru farnir að stjóma þessu. Svo tekur nú tengda- sonur minn við þessu núna mjög bráðlega, hann Þorsteinn Kristjáns- son, skipstjóri á Hólmaborg, hörku- strákur. Þetta er ríkidæmi. Að eiga bréf í svona fyrirtæki er eins og að eiga málverk. Þú færð ekkert fyrir málverkið fyrr en þú selur það. Þú getur horft á það ef þér finnst gaman að því en færð enga peninga fyrr en þú selur það. Þetta er alveg eins með bréfin. Við emm talin rík af því að eiga þessi bréf en hvers virði em þau kannski eftir 10-20 ár eða hver veit hvað? Sama er með málverkið, það er kannski mikils virði í dag en hvað eftir tvö þrjú ár? En mikla peninga hefur maður ekkert við að gera, ekki nokkum skapaðan hlut, kannski gefa ein- hverjum þá. Þegar maður er orðinn gamall, hvað á maður þá að gera við að safna að sér peningum? Ekki nokkurn skapaðan hlut. Krakkarnir mínir eru komnir í góðar stöður og sjá vel fyrir sér.“ Landvinnslan merkt dauö- anum Ef enginn Alli ríki væri áTlski- firði, hvar væri Eskifjörður bá? „Um það skaltu spyrja einhvern annan." Ég verð að spyrja þig, þó það sé bálfkvikindislegt. „Það vinna svona 70-80% af fólkinu hjá fyrir- tækinu og það kemur til með að vanta fólk þegar síldin og sérstaklega loönufrystingin byrj- ar.“ Ef kvótinn dreiííst þá gæti ým- islegt brevst á F.skifirfti?_____ „Hvað heldurðu að kvótinn dreif- ist? Kvótinn verður afltaf á skipun- um og við eigum skipin. Hann getur ekkert dreifst. Skipin þurfa að hafa hann til að standa undir sér og því ætti að fara að dreifa honurn?" En möguleikinn er hugsanleg- ur.______________________________ „Ekki eins og sakir standa í dag. Við erum svo lánsöm að hafa þessa loðnu og vera stór í loðnunni. Við eigum þrjú stór loðnuskip og þeirra afli er hér um bil nóg fyrir verk- smiðjuna okkar. Og við eigum rækjuverksmiðju sem kostar sára- lítið og höfum auðvitað ekki mikil umsvif í henni en vegna þess að það hvílir svo lítið, eða nánast ekki neitt á henni, þá skilar hún arði. Það er annað með bolfiskinn. Þar er bara buUandi tap og það er það sem að er í þessum sjávarútvegi, t.d. á Vestfjörðum og Norðurlandi. Þar komast þeir ekkert í tæri við loðn- una né síldina. Bolfiskurinn er orð- inn svo dýr hjá okkur." Er það kvótakerHnu að kenna eða því að menn löguðu sig ekki að því?__________________________ „Það er ekki það. Það er fyrir það að Alaskaufsa er mokað upp og hann er alveg eins góður og þorsk- urinn fyrir Ameríkanana sem segja bara: - þetta er hvort tveggja fiskur og ekkert meira með það. Þessi fisk- ur er helmingi ódýrari en þinn fisk- ur, segja þeir. Heldurðu að ég kaupi ekki heldur þennan ódýra? Þama liggur hundurinn grafinn." landvinnslan Er dauðanum? þa merkt „Hún er það í dag. Það er ósam- ræmi í því sem borgað er fyrir að veiða fiskinn og því sem borgað er fyrir að vinna hann í landi, eins og hann sagði hann Sighvatur Bjama- son í Vestmannaeyjum og allt ætl- aði að verða vitlaust út af. En þetta er rétt sem hann er að segja. Sko, sjómennirnir á togurunum sem fara hér rétt út fyrir, suður undir Homafjörð og norður undir Gerpi og koma með 89-90 tonn, hvað heldurðu að þeir hafi miklu hærra kaup en blessað fólkið, þessar konur sem vinna í frysti- húsinu? Mörgum sinnum meira. Af hverju er svona miklu meira greitt fyrir fisk- vinnslu um borð í skipi en í landi? Þá skeður það að sá sem gerir út skipið fær gert að og frystan fiskinn sinn fyrir ekki neitt. Fiskur sem er frystur nokkurra klukkustunda gamall er verðmætari en fiskur sem er kannski orðinn vikugam- all.“ ~~Hvemlg þá? „Jú, sjómaðurinn sem er á skipinu gerir að fiskinum en hann fær bara hlut úr aflanum og er hann bæði búinn að verka þann hlut sem hann á og líka fisk- inn sem útgerðin á.“ Ætlarðu ekkert að fara að draga úr vinnu eða setjast í helg- an stein?______ „Ég er alltaf að því. Ég læt strák- ana mína um þetta daglega og ég er ekkert að skipta mér af en alltaf ef það er eitthvað stærra þá hringja þeir bara.“ Var fátækastur af öllum Nú er oft táláð úm áð önnur kynslóð klúðri góðum verkum brautryðjendanna. Eru þín börn það vel upp alin og vel gerð að þeim takist að halda þínu verki áfram og halda utan um þetta?____ „Ég veit ekkert um það en þau fara ekkert héðan, það er málið. Kristinn minn er með Skeljung og sér um olíusölu hér og er með um- boð fyrir Eimskip og allt mögulegt annað. Þorsteinn tengdasonur minn er skipstjóri á Hólmaborg og tekur við stjóminni af mér. Svo er það hann Elvar Aðalsteinsson sem ólst upp hjá okkur. Hann er með skrif- stofu í Austurstrætinu og selur fyr- ir mig mjölið og lýsið svo þetta er allt í góðum farvegi. Við eram sam- heldin fjölskylda." Það er engin hætta á að þetta sundrist eftir binn dag?_______ „Menn eru að tala um að þetta muni fara hér eins og í leikritinu þama, Hafið. En það er engin hætta á því núna og ég held að það verði nú ekki strax þó maður viti aldrei hvað skeður eftir að maður er steindauður." Þegar þú lítur ytir ævistartið, hver er tilfinningin?____________ „Hún er afskaplega notaleg. Ég var hér fátækastur af öllum sem fá- tækir voru og þeir voru margir um 1930, eins og allir vita, en svo hresstist þetta svolítið þegar Hitler réðst inn í Pólland 1939 og stríðið styrkti okkur mikið. Við eignuð- umst stóra peninga í Englandi og Lúðvík Jósepsson, vinur minn, keypti góð skip fyrir stóran hlut af inneigninni. Ég var alinn upp í mik- illi fátækt og þar var aldrei predik- að annað en sparsemi og ég var svo sparsamur að ég eyddi aldrei neinu og átti allt mitt eftir þegar vertiðin var búin og aðrir höfðu eytt sinu. Kannski það sé grunnurinn. Þegar ég var 11-12 ára spurði ég gamlan mann, sem ég varð sam- ferða milli bæja, hvort ekki væri hægt að græða á einhverju. Ég skal segja þér eitt, ungi maður, sagði hann. Það verður enginn ríkur á því að þéna en menn geta orðið ríkir á því að spara.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.