Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Side 9
MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1996 Utlönd 9 Læknar smeykir við aðgerð á Borís Jeltsín: Heilsan of léleg fyrir skurðaðgerð Allar líkur eru taldar á því að fyrir- hugaðri skurðaðgerð á Borís Jeltsín, forseta Rússlands, verði frestað þar sem heilsa hans er talin of veik til að hann þoli skurðaðgerð. Rússneski hjartaskurðlæknirinn Renat Akt- sjúrín lýsti þessu yfir í gær en engin viðbrögð bárust frá Kreml. Einn fær- asti hjartaskurðlæknir Bandarikj- anna, Michael DeBakey, sem kominn er til Rússlands gagngert til að taka þátt í skurðaðgerðinni, er á sama máli og Akstjúrín. Þeir munu í sameiningu taka ákvörðun um það á miðvikudag eða fimmtudag hvort vogandi sé að leggja í aðgerðina. „Skurðlæknir stekkur ekki úr flugvél án þess að hafa fallhlíf," sagði Akstjúrin. Miklar vangaveltur eru um þá valdabaráttu sem í gangi er að tjalda- baki. Fjórir menn eru taldir líkleg- ustu eftirmenn Jeltsíns. Þeir eru Vikt- or Tsjernomýrdin, forsætisráðherra landsins, Alexander Lebed, yfirmaður öryggisráðs Rússlands, Gennadí Tsjúganov, leiðtogi kommúnistaflokks landsins, og Anatolí Tsjúbaís, starfs- mannastjóri Jeltsíns. Tsjúbaís sagði að nú væri ekki tíminn til að velta fyrir sér hver tæki við völdum af Jeltsín. Tsjúganov hefur þegar lýst því yfir við fréttastofur að hann sé besti kosturinn sem næsti eftirmaður Jeltsíns. Reuter Þessi mynd af Jeltsín var tekin 22. júní í sumar, 11 dögum fyrir aöra umferð forsetakosninganna. Jeltsín hefur örsjaldan látið sjá sig opinberlega síðan þá, enda er heilsa hans talin mjög bágborin. Símamynd Reuter I( Græn Grænt númer t / v>//#i i»' Símtal í grœnt númcr cr ókcypis fyrir þann sem hringir* •Gildir fyrir símtöl innanlands. Ef hringt er úr farsíma, greiðir sá sem hringir farsímagjald. PÓSTUR OG SÍMI Syndugur biskup Kaþólska kirkjan í Bretlandi á í miklum vandræðum vegna játninga Rodericks Wrights, biskups í Argyll. Hann hvarf fyrir tveimur vikum með frá- skilinni konu, Kathleen Mac- Phee, og stuttu eftir hvarf hans lýsti einstæð móðir, Joanna Whibley, þvi yfir að hún ætti 15 ára gamlan son með biskupnum. Roderick Wright sagði af sér embætti þremur dögum eftir brotthlaup sitt. Viðtal við Wright birtist í einu bresku dag- blaðanna í gær og þar viður- kenndi hann tilvist sonarins. Hann hélt því einnig fram að hann hefði ætlað sér að hefja nýtt líf í sambandi við Kathleen MacPhee en áætlanir hans hefðu farið úr böndunum. Hinn smánaði biskup heldur því fram að þau hafi ekki átt í ástarsambandi og neitaði því al- farið að hafa átt holdleg kynni viö MacPhee áður en hann hljópst á brott með henni. Málið þykir allt hið vandræðalegasta og ekki batnar ímynd biskups- ins við þær fréttir að hann hafi þegið rúmar 30 milijónir króna fyrir viðtalið við dagblaðið. Kirkjuleiðtogar keppast við að fordæma athæfi Wrights bisk- ups. Mótmæla drápi Mikil mótmælaalda hefur ris- ið i Pakistan vegna drápsins á Murtaza Bhutto, bróður forsæt- isráðherra landsins, Benazir Bhutto. Átök urðu á milli lög- reglu og um 250 stuðnings- manna Murtazas sem söfnuðust saman fyrir utan heimili hans og létu ófriðlega, hrópuðu slag- orð að lögreglu og grýttu hana. Þeir ásaka eiginmann Benazir, Asif Ali Zardari, um að standa á bak við drápið. Murtaza og sex fylgismenn hans voru skotnir til bana síðastliðinn fostudag. Eftir- lifandi eiginkona Murtazas, Ghinwa, sem er af líbönskum ættum, hvatti stuðningsmenn hans til að halda stillingu sinni þar til rannsóknamefnd kæmist að niðurstöðu um hver stóð að baki tilræðinu. Reuter Við skiptum líka okkar og Baleno á Lansernum Viðar Arthúrsson og Jóhanna Einarsdóttir Komdu sjálfum þérog fjölskyldu þinni á óvart. Prufukeyrðu Baleno ídag!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.