Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Side 18
MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1996
i8 4'ísindi og tækni
■ját -jir
Tvær skurðaðgerflir gerðu átta ára stúlku kleift að brosa í fyrsta sinn:
Græddu úr læri í andlit hennar
Það var fyrst i júní á þessu ári
sem langþráður draumur hinnar
átta ára Chelsey Thomas frá Palmd-
ale í Kaliforníu varð að veruleika.
Draumurinn um að brosa. En það
kostaði tvær flóknar og vandasamar
skurðaðgerðir og dijúgan skammt
af þolinmæði áður en Chelsey gat
sýnt tilfinningar sínar með því að
beita andlitsvöðvunum og framkalla
bros.
Chelsey líður af meðfæddum
galla sem er afar sjaldgæfur, svo-
nefndum Moebius-sjúkdómi. Það
þýðir að viðkomandi getur ekki
stýrt andlitsvöðvunum, vantar taug-
ar, og er því ekki fær um að sýna
tilfinningar sínar á eðlilegan hátt,
t.d. með því að brosa.
Þar sem hefðbundar brostaugar
voru ekki til staðar í andliti Chels-
ey voru viðkomandi andlitsvöðvar
afar slappir. Héngu munnvik henn-
ar því alltaf niður.
Fyrri að-
gerðin
var
brosa.
Síðari aðgerðin var síðan fram-
kvæmd í apríl. Fram að því hafði
henni tekist að lyfta vinstra munn-
vikinu örlítið og framkalla sér-
kennilega skakkt glott. Nú var
meiningin að hífa bæði munnvikin
og framkalla almennilegt bros. Enn
var Zuker læknir að
verki og græddur
var vöðvi og
taug úr innra
lærinu og
fest við
munnvik
og kinn-
bein
upplifa venjulega þegar böm þeirra
eru nokkurra vikna. Chelsey þurfti
leiðsagnar við en segja þurfti henni
hvenær viðeigandi væri aö brosa
svo að hún gæti þjálfað hina nýju
andlitsvöðva og vöðva sem aldrei
höfðu verið notaðir.
í fyrstu
kom að-
sjúkdómnum. Móðir hennar segir
að þó hún hafi ekki getað sýnt gleði
með beitingu andlitsvöðva hafi hún
alltaf brosað innra meö sér. En það
vissi fólk ekki sem umgekkst hana.
Því héldu margir að Chelsey væri
einfaldlega leiðindapúki. Fullorð-
ið fólk kippti sér ekki sér-
staklega upp við það en
jafhaldrar Chelsey gerðu
grín að henni og gerðu
henni lífíð leitt. Sögðu
krakkamir að hún
væri með öf-
fram-
kvæmd á
Chelsey í desem-
ber síðastliðnum undir stjórn
kanadíska taugaskurðlæknisins
Ronalds Zukers. Tók hún ellefu
klukkustundir og fólst í að flytja
vöðvabút og taug úr innra læri
Chelsey og græða í vinstri helming
andlits hennar í von um að hún
gæti síðar brosað.
Þó læknamir væra bjartsýnir
sögðu þeir að aðra sams konar að-
gerð þyrfti að gera síðar, á hægri
helmingi andlitsins, og síðan þyrfti
að bíða í nokkra mánuði áður en
Chelsey gæti gert sér vonir um að
Chelsey Thomas á spítalanum eftir síðari aögeröina þar sem vöövi og taug úr læri hennar voru flutt i hægri
hluta andlitsins i von um aö framkalla bros. Sams konar aögerö á vinstri helmingi andlitsins var framkvæmd i
desember. Meö henni eru foreldrarnir, Lori og Bob.
Ummerki eftir síðari aögeröina á Chelsey sjást hér skömmu eftir aö hún var útskrifuð af spítalanum.
Símamyndir Reuter
í hægra helmingi andlitsins.
Löng bið
Eftir aðgerðina spáði læknirinn
að a.m.k. þrír mánuðir mundu líða
þar til eitthvað sem kallast gæti
bros mundi sjást á andliti stúlkunn-
ar. En slíkt bros mundi ekki koma
af sjálfu sér heldur yrði um vilja-
stýrða hreyfingu að ræða. Chelsey
yrði að hugsa um að brosa.
Síðan hófst langþráð bið eftir
brosi. Foreldrar Chelsey vora ekki
síður spenntir en hún en þau vora
að upplifa nokkuð sem foreldrar
eins smáglott en síðan fór bros
smám saman að færast yfrr andlit
hennar. Og Chelsey brosti nær út að
eyrum þegar haldin var veisla
henni til heiðurs í Disney- landi í
sumar. En eins og áður sagði er
brosið viljastýrt, það mun aldrei
koma alveg af sjálfu sér eins og hjá
öðru fólki.
í hópi 500-1000
broslausra
Chelsey er í hópi 500-1000 Banda-
ríkjamanna sem þjást af Moebius-
ugt bros á andlitinu. Við bættist að
Chelsey átti erfitt með framburð
sumra orða vegna sjúkdóms sins.
En þó Chelsey væri farin að brosa
vora vandamálin ekki að baki. Við
blöstu tennur sem kölluðu á tann-
lækni og hans úrskurður var að
Chelsey þyrfti að fá spangir svo
brosið yrði fallegt.
Þess má geta að sjö ára kanadísk
stúlka gekkst undir svipaða með-
ferð og Chelsey í maí og er á góðum
batavegi.
CHEPHREN-PYRAMIDINN
ENDURBÆTTUR
Myndletur af
Chephren sem
ríkti í
Egyptalandiá
26. öld fyrir
krist.
Saltiö hefur verið fjarlægt
meö því aö bera blöndu leöju
og leirs á yfirborö steinanna.
Þegar leöjan er þvegin af viku
síöar þvæst saltið af um leið.
Source: Supœme Council lor Antiouities. Eavol
Endurbætur pýramídar
Loftræsting
bætt meö
því aö dæla
inn þurru
eyöimerkurlofti.
Röku lofti
dælt út.
Rakaskynjarar
munu nú stjórna
rakastigi loftsins.
Hvergestur andar
frá ser um 20 ml af
vatni. Þétting
rakans veldur
saltútfellingum á
yfirboröi
kalksteinsins.
Chephren-pýramídinn,
næststærstur Giza-
pýramídanna þriggja, opnaöi
nýlega eftir gagngerar
endurbætur.
Andgufa og sviti frá
þúsundum túrista
hafði hækað rakastig
í grafhýsinu og valdið
skemmdum á hlöðnum
vegggjunum.
Kepren-píramídinn opnaður eftir endurbætur:
Sviti og andgufa
var að eyðileggja
Kepren-píramídinn, sem er næst-
stærstur Giza-píramídanna í Eg-
yptalandi, var nýlega opnaður eftir
umfangsmiklar endurbætur og lag-
færingar. Miðuðu þær að því að
verja innviði piramídans fyrir svita
og andgufu þúsunda túrista sem
heimsækja piramídana miklu ár
hvert.
Það sem vakti menn til umhugs-
unar um ástand píramídans var
þegar stór steinn féll úr lofti graf-
hýsisins í október. Þá gerðu vís-
indamenn sér grein fyrir hve alvar-
leg áhrif útgufun frá mannfólkinu
hafði á bygginguna.
Abdelhalim Noureddin, forstöðu-
maöur fomleifaráðs Egypta, sagði
að um 100 milljónum króna hefði
verið varið í endurbætumar sem
fólust í viðgerðum skemmda, upp-
setningu mikils loftræstikerfis,
nýrri lýsingu og eftirlitskerfi.
Grafýsið, sem er undir toppi
píramídans, er einnig búið hátalara-
kerfi til notkunar í neyðartilvikum.
Noureddin segir aö byggingin sé
nú alveg traust og engin vandamál
sjáanleg í náinni framtíð.
En það er ekki einungis Kepren-
piramídinn sem hefur þarfnast end-
urbóta. Gerðar vora svipaðar end-
urbætur á Keops-píramídanum, sem
er stærstur Giza-píramídanna, fyrir
sex árum. Noureddin segir að þriðji
píramídinn, Pharaoh Mycerinus,
verði einnig tekinn í gegn á næst-
unni til að forða honum frá sams
konar skemmdum.
Kepren, sá sem næststærsti pir-
amídinn er kenndur við, var sonur
Keops og fjórði faraó fjórðu ættar
faraóa. Hann var við völd á 26. öld
fyrir Krist.
Vantar
prótín
í sæðisfrumur
Ástæðan fyrir
óskýrðri ófrjó-
semi margra
karla kann að
vera sú að í
sæðisfrumum
þeirra sé lítið
magn prótíns
sem heitir P34H
en það aðstoðar sæð-
isframuna við að festa
sig við egg konunnar
en það er fyrsta skref
fijóvgunarinnar.
í tímaritinu New
Scientist er haft eftir
kanadískum vísinda-
mönnum að þeir hafi
komist að því að níu af
sextán ófrjóum körlum,
sem þeir rannsökuðu, hafi
reynst vera með of lítið magn
P34H. Ekki var hægt aö útskýra
ófijósemi karlanna með of
fáum eða of slöppum framum.
Andleg
streita vond
Ástralskir vísindamenn
halda því fram að með þvi að
einbeita sér geti menn stjórnað
raftækjum með rafbylgjum heil-
ans. Útbúnaðurinn sem á að
þurfa til þessa er tvö rafskaut
sem tengd eru við hauskúpuna.
Þau era síðan tengd magnara
og sendi. Á myndinni reynir
vísindamaður að hreyfa leik-
fang með hugarorkunni einni
saman.
Andleg streita kann að vera
hættulegri íyrir hjartað en lík-
amlegt erfiði þar em hún getur
aukið súrefniskröfur hjartans
en um leið dregið úr súrefnis-
flæðinu. Svo segir í grein í
blaði bandarísku læknasamtak-
anna.
Wei Jiang við læknadeild
Duke háskólans i Durham í
Norður-Karólinu segir í grein
sinni að hjartasjúklingar, sem
sýni merki blóðþurrðar til
hjartans af völdum andlegrar
streitu, séu nærri þrisvar sinn-
um líklegri til að fá hjartaáfall
eða deyja, borið saman við
sjúklinga sem sýni engin merki
blóðþurrðar.
Tækjum
stjórnað með
hugarorku