Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Side 2
2 MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1996 Fréttir Tugmilljóna tjón og allt ónýtt í 1929 eftir mikinn bruna: Brunavarnakerfi á undan- þágu og nýtt á leið upp „Þaö er svo skammt liðið frá því að þetta gerðist að maður hefur ekki náð að hugsa til enda hversu mikið tjónið er. Ljóst er þó að það skiptir tugum miújóna króna. Hér er allt ónýtt innan dyra en ég veit ekki hvernig húsið er að öðru leyti,“ segir Bjarki Ríkharðsson, framkvæmdastjóri skemmtistaðar- ins 1929 á Akureyri. Staðurinn eyöi- lagðist þegar mikill eldur kom upp í húsinu næstliðna nótt. Bjarki sagði að fariö hefði verið fram á það að nýtt brunavamakerfi yrði sett upp í húsinu, gamla kerfið hefði verið á undanþágu og nýtt á leiðinni. upp. Hann sagði menn frá tryggingafélagi strax myndu meta tjónið og kanna skemmdir á nær- liggjandi húsum. Einhverjar skemmdir hefðu orðið í verslun og á veitingastað sem liggja við skemmtistaðinn. Slökkviiiðið á Akureyri var kallað að 1929 um klukkan átta í gærmorg- un. Þá logaði eldur út um suðaustm-- hlið hússins og er talið að hann hafi verið búinn að krauma nokkra klukkutíma. Dansað var í húsinu um nóttina og yfirgáfu starfsmenn það um klukkan hálffimm. Slökkviliðið réðst til inngöngu á tveimur stöðum og var þá mikiil eldur í húsinu. Fljótt og vel gekk að slökkva mestan eldinn en liðið átti í erfiðleikum með einangrun, reiðing og sagkurl á miililofti. Einangrunin er mjög eldfim og þurfti að rjúfa þakið á nokkrum stöðum til þess að komast að eldinum. Vakt var við húsiö fram eftir degi í gær. Gunnar Jóhannsson, hjá rann- sóknardeild lögreglunnar á Akur- eyri, sagði við DV í gærkvöld að ekk- ert hefði komið fram sem gefið gæti vísbendingu um upptök eldsins. Hann sagði rannsókn vera í fullum gangi en gat ekki svarað því hvort hann teldi að hún gæti skilað þeim einhveiju sem gagn væri að. -sv Vestfjarðaheimsokn forsetahjónanna Heimsókn forseta íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, og Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur, eiginkonu hans, um sunnaverða Vestfirði lauk í gær, eftir þriggja daga ferðalag um Barðastrandarsýslu. Þau lentu á Reykhólaflugvelli á fóstudaginn og byrjuðu á að skoða þörungaverk- smiðjuna í Karlsey. Undir kvöld var ekiö til Króksfjarðarness og síðan að Skógum þar sem forsetinn lagði blómsveig aö minnisvarða þjóð- skáldsins, Matthíasar Jochumsson- ar. Á laugardag skoðuðu forseta- hjónin m.a. Byggða- og flugminja- safnið að Hnjóti í Örlygshöfn, ásamt því að skoða minnisvarða um Pétrn- og Ásthildi Thorsteinsson og Mugg aö Tungu á Bíldudal. Forsetahjónin gistu svo á Patreksfirði. I gær skoðuðu þau m.a. Vatneyr- arbúð undir leiðsögn Gísla Ólafs- sonar bæjarstjóra. Forsetinn lagði blómsveig að minnisvarðanum um þá sem fórust í snjóflóðinu á Pat- reksfirði árið 1083 en þaðan var ekiö til messu í Saurbæjarkirkju, þar sem sr. Hannes Björnsson mess- aði. Seinnipartinn í gær fóru for- setahjónin í siglingu til Flateyjar- með flóabátnum Baldri, þar sem hreppsnefnd Reykhólahrepps og íbúar Flateyjar og Skáleyja tóku á móti þeim. Eftir að hafa þegið kvöldverð i veitingastofunni Vogi í Flatey var siglt til baka og ekið til Patreksfjarðar þar sem heimsókn- inni lauk og flugu forsetahjónin þaðan í gærkvöldi. -gdt Stuttar fréttir Hafnarfjörður: Mótframboð í fulltrúaráði Sjálfstæðis- flokksins „Þetta lítur út fyrir að vera send- ing frá Bakhjarli, samtökum Jó- hanns G. Bergþórssonar. Mér sýnist að menn sem starfa utan flokks séu þarna að gera út mótframbjóðanda. Manni finnst það óviðeigandi. Ég hefði kosið að afgreiða þennan aðai- fund án átaka af því að nú þyrftum við frekar að berja í brjóstin og þétta ræðumar heldur en að takast á innbyrðis," segir Þórarinn Jón Magnússon, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði. Kristinn Andersen, stjórnarmaö- ur í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélag- anna, hefur gefið kost á sér til for- manns fulltrúaráðsins á aðalfundi þess sem haldinn verður 3. október. Kristinn neitar því að mótframboð sitt blandist deilunum við Jóhann Gunnar Bergþórsson og Ellert Borg- ar Þorvaldsson og segist ekki vera stuðningsmaður Jóhanns Gunnars eöa útsendari Bakhjarls. „Mér finnst tímabært að breyta svolítið um áherslur í flokksstarf- inu. Mér finnst að það þurfi ákveð- in kaflaskipti í flokksstarfinu því að það eru kosningar eftir rúmt ár og mér finnst rétt að fulltrúaráðið hafi val á þessum fúndi,“ segir Kristinn. Aðalfundir ailra Sjálfstæðisfélag- anna í Hafnarfirði voru haldnir á laugardag. Eftir fundinn áttu fund- armenn sameiginlegan hádegisverð- arfund með þingmönnum flokksins og um kvöldið hittust sjálfstæðis- menn svo á dansleik. Þetta er í fyrsta sinn sem Sjálfstæðisfélög þann hátt á að halda aðalfundi sina samtímis. „Þetta tókst það vel til að það lýs- ir hvorki neinni óánægju né sýnir að þama sé flokkur í molum. Menn em mjög hamingjusamir eftir þenn- an dag,“ segir Þórarinn Jón. -GHS Sautján ára með fíkniefni Piltur á átjánda ári var handtek- inn í Kópavogi aðfaranótt laugar- dags með nokkuð af fíkniefnum, amfetamini og marijúana. Upp komst um piltinn eftir heföbundið eftirlit lögreglu og var hann hand- tekinn. -sv Sveit Landsbréfa vann nauman sigur á sveit íslandsmeistara Samvinnuferða-Landsýnar í úrslitaleik bikarkeppni Bridgesambands íslands með 138 impum gegn 136 í gær. Nýkrýndir bikarmeistarar hampa hér verðlaunum sínum. Frá vinstri eru Sigurður Sverrisson, Sævar Þorbjörnsson, Sverrir Ármannsson, forseti Bridgesambandsins, Kristján Kristjánsson, sem afhenti verðlaunin, Guðmundur Páll Arnarson, sem heldur á farandbikarnum, Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson. DV-mynd Sveinn Glóð reyndist í reimum á færibandi sem höfðu ofhitnað og bráðnað í Aburðarverksmiðjunni og var slökkviliðið i Reykjavík kallað á staðinn. DV-mynd S Útkall í Áburöarverksmiöjuna: Rykið eins og púður „Menn hafa alltaf nokkum við- búnað þegar farið er í Áburðarverk- smiðjuna og það er óskemmtilegt að fara í útkall þangað. Áburðurinn er gífúrlega eldfimur og rykið af hon- um virkar eins og púður. Eftir á má þó segja að engin hætta hafi verið á ferðum," segir Ragnar Sólonsson, varðstjóri slökkviliðsins í Reykjavík, en tilkynning barst mn reyk og eld í Áburöarverksmiðjunni í Gufunesi laust upp úr hádegi á laugardag. Enginn eldur var í húsinu þegar slökkviliðið kom á staðinn en glóð í reimum á færibandi sem höfðu of- hitnað og bráðnað og af þeim lagði mikinn reyk. Slökkviliðið fullvissaði sig um að engin glóð væri eftir I hús- inu og viðgerðarmenn frá verksmiðj- unni komu á staöinn til þess að gera við. -sv Vélar til Bahrein Fyrirtækið Altech-JHM hefúr selt vélar og þekkingu fyrir 200 milljónir króna til álvers í furstadæminu Bahrein. Að sögn RÚV hafa fyrirspurnir borist víðs vegar að úr heiminum. Ríkislögreglustjóri? Fyrsti ríkislögreglustjóri landsins verður líklega ráðinn fyrir áramót og ný lögreglulög taka gildi næsta sumar. Nöfh Boga Nilssonar og Eiríks Tómas- sonar hrl. hafa verið nefnd. Stöð 2 greindi frá. Gæslan kærð Þyrluþjónustan hefur kært Landhelgisgæsluna til Sam- keppnisráðs fyrir að fara út fyr- ir verksvið sitt. Sjónvarpið greindi frá. Hlýindaskeið að hefjast Ýmislegt bendir tii að hlýinda- skeið sé að hefjast, samkvæmt Stöð 2. Suöurhiíð Esjunnar er snjólaus í fyrsta skipti í 30 ár. Þarf að bæta vegina Forseti Islands telur brýnt að stórbæta vegakerfið á sunnan- verðum Vestfjörðum. Forseta- hjónin hafa verið þar í opinberri heimsókn. RÚV greindi frá. Laus við hafnbann? Kandamenn ætia ekki að leggja hafnbann á íslensk skip ef áætlanir um veiðar á næsta ári veröa hóflegar. Sjónvarpið sagði frá. Oddi vill selja HP Prentsmiðjan Oddi, sem eign- aðist Helgárpóstinn fyrir helgi, hefur auglýst blaðið til sölu. Út- varpiö sagði frá. Tíska fyrir hunda í gær var haldin í Reykjavík tískusýning fyrir hunda. Margir hundar þola ekki íslenska veðr- áttu og þurfa hlífðarfatnað, skv. Stöð 2. MA fær Ijóðasafn MA hefur verið ánafnaö einu stærsta ljóðasafhi, sem til er í einkaeigu á Islandi, að sögn Út- varps. Vatnsból þorna upp Vatnsból sveitabæja á Héraði hafa þornaö upp því ekki hefur rignt frá því um mánaðamót. -GHS Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mínútan Já Nel j rödd FOLKSINS 904 1600 Á að takmarka kattahlad og binda leyfum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.