Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Side 15
MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1996
15
Langur vinnudagur
er þjóðarstolt
„Fólki myndi farnast illa ef þaö færi aö slæpast heima hjá sér síödegis..."
segir Gísli m.a. í grein sinni.
Eftir að við íslend-
ingar komumst inná
Evrópska efnahags-
svæðið fóru að berast
út hingað hinar
furðulegustu tilskip-
anir um vinnutilhög-
un og verklag. Fyrst
var amast við þeim
sið að leyfa hömum
og unglingum að nota
skólafríin, öll kvöld
og flestar helgar til
að afgreiða í sjopp-
um, stórmörkuðum
og myndbandsleig-
um.
Síðan var nýlega
upplýst að dýralækn-
ar frá EFTA hefðu
skrifað róg og níð um
íslenskar fiskvinnslustöðvar og
sagt að þær stæðust ekki ein-
hverja staðla sem taka ekkert mið
af hinum séríslensku aðstæðum.
Og loks var höfuðið bitið af
skömminni með því að banna bíl-
stjórum almenningsvagna að aka
með farþega lengur en níu tíma á
dag. Hvað á svona afskiptasemi að
þýða?
Vinnusemi mótmælenda er
samgróin okkur
Æ síðan við bættum trúarsiðina
á 16. öld höfum við íslendingar
reynt að tileinka okk-
ur vinnusemi mót-
mælenda. Við höfúm
magnað upp þá vissu
að vinnan væri dyggð
og myndi ekki aðeins
gefa okkur daglegt
brauð á hvers manns
disk heldur líka ei-
lifðarvist á himnum
þar sem vinnulúnar
hendur fyndu loks
sinn frið. Okkur hef-
ur þótt hetra að vinna
en hangsa, hetra að
hamast en hugsa. Og
lengi framan af
tækniöldinni var líka
göfugra að standa og
puða i aðgerð eða við
slátt en að sitja við
skrifborð og vinna án sýnilegrar
líkamlegrar áreynslu.
Þessi göfgun vinnunnar hefur
skilað miklum efnahagsframför-
um um norðanverða Evrópu og í
Ameríku. Þar hafa stjórnendur
fyrirtækja þó víða komist á þá
skoðun að menn
þreytist af
vinnu sinni. Að
þreyttir menn
skili hvorki jafn
góðu né jafn
miklu dagsverki
og þeir sem séu
sæmilega út-
hvíldir. Til að
hámarka afköst
og gæði halda
þeir að 6-8 tíma
vinna á dag,
fimm daga vikunnar, sé hæflleg.
Forsætisráðherrann okkar hef-
ur jafnvel tekið undir þetta og
haldið ávörp um að langur vinnu-
dagur komi niður á afköstum og
gæðum vinnu. En stjórnendur is-
lenskra fyrirtækja eru þjóðlegri en
svo að þeir láti útlenda spekinga
og einn forsætisráðherra hafa
áhrif á sig. Þeir vita sem er að
vinnan göfgar manninn. Fólki
myndi farnast illa ef það færi að
slæpast heima hjá sér síðdegis,
spjalla við nágranna sína og lifa
einhverju lífi utan vinnunnar eins
og frést hefur að íslendingar á Jót-
landsheiðum hafi tamið sér eftir
að þeir fluttust þangað fyrir
skömmu, liðhlaupar úr íslenska
vinnusamfélaginu.
Séríslenskar aöstæður
kalla á aukavinnu
Framleiðhi íslenskra fisk-
vinnslufyrirtækja er miklu minni
en hjá sambærilegum fyrirtækjum
í nágrannalöndunum. Það stafar
þó ekki af því að íslenskir launa-
menn séu óduglegri en starfsbræð-
ur þeirra og systur í útlöndum -
eins og Jótlandsfararnir geta vitn-
að um. Það stafar af því að vinnan
er skipulögð með tilliti til yfir-
vinnunnar. Án hennar væri engin
vinna.
Sérstaða okkar íslenska veiði-
mannasamfélags veldur því að hér
hljóta menn að snúast öndverðir
gegn öllum hugmyndum um stytt-
ingu vinnutíma. íslensk vinnu-
semi er hluti af okkar þjóðlegu
sérkennum, eitt af því sem gerir
okkur að þjóð. Eða til hvers vor-
um við að stofna lýðveldi á Þing-
völlum ef einhverjir útlendingar
eiga svo að geta bannað okkur að
vinna eins lengi og þrekið leyflr?
Gísli Sigurðsson
Kjallarinn
Gísli Sigurösson
íslenskufræðingur
„En stjórnendur íslenskra fyrir-
tækja eru þjóðlegri en svo að
þeir láti útlenda spekinga og
einn forsætisráðherra hafa áhrif
á sig. Þeir vita sem er að vinnan
göfgar manninn. “
Gígur til útflutnings
Umhverfisráðherra hefur fallist
á gjallnám úr Seyðishólum með
ákveðnum skilyrðum þrátt fyrir
mótmæli hátt á annað þúsund
sumarbústaðaeigenda á svæðinu
en sem kunnugt er þá er eina
stærstu sumarbústaðabyggð lands-
ins að finna í Grímsnesinu.
Seyðishólar eru, ásamt Kerinu,
mikið náttúruundur og fjölsóttir
af ferðamönnum. Þessir gígar eru
ein af örfáum eldstöðvum í hyggð
sem enn eru tiltölulega heillegar
og aðgengilegar fyrir ferðamenn
enda vinsæll áningarstaður þeirra
fjölmörgu sem leggja leið sína að
Gullfossi, Geysi og Skálholti ár
hvert. Gjallgíga eins og Seyðishóla
er óvíða, eða nánast hvergi, að
finna í heiminum nema á íslandi.
Gegn hagsmunum
ferðaþjónustunnar
Með því að leyfa útflutning gjall-
gígsins eru stjórnvöld að ganga
gegn eigin stefnu í ferðamálum
þar sem lögð er áhersla á vistvæna
ferðaþjónustu. Þetta aukna álag á
vegakerfið mun einnig auka út-
gjöld ríkisins til vegamála en þar
var yfir 800 milljóna króna niður-
skurður á þessu ári og samkvæmt
fréttum af fjárlagafrumvarpi ríkis-
stjórnarinnar verður áframhald-
andi niðurskurður á næsta ári.
Stjórnvöld verða því að gera það
upp við sig, ef
þau ætla að láta
mótmæli hags-
munaaðila og
umhverfissinna
sem vind um
eyrun þjóta og
hefja þessa
miklu gjallflutn-
inga úr landi,
hvemig þau ætla
að mæta aukn-
um útgjöldum til
vegamála.
Við höfum kynnt
ísland sem hreint og ómengað
land og varið miklu fé til slíkra
kynningarmála á erlendum vett-
vangi. Ferðaþjónusta er helsti
vaxtarbroddur í atvinnulífinu og
því er mikilvægt að við stöndum
vörð um þá ímynd sem við höfum
skapað og lagt áherslu á fram að
þessu. Sú imynd mun hrynja á ör-
skömmum tíma ef erlendir ferða-
menn sjá tugi flutningabíla á dag
aka heilum eldgíg á hrott á næstu
tólf árum en það er sá
tími sem talið er að
gjallnámið taki.
Framtíöarhagur
eöa stundargróöi?
Gjall- eða grjótnám
sem þetta hefúr lengi
verið bannað vegna
umhverfissjónarmiða
víða í Evrópu. Leitað er
til íslendinga um kaup
á efni til vegagerðar,
m.a. vegna þess að ís-
lensk stjórnvöld hafa
hvorki fylgst nógu vel
með þróun umhverfis-
verndar í heiminum né
fært löggjöf í umhverf-
ismálum til samræmis
við siðaðar þjóðir sem
við viljum þó bera okk-
ur saman við.
Búast má við hörðum viðbrögð-
um grannþjóða okkar í Evrópu
þegar þær frétta að efni til vega-
gerðar, sem þær eru að kaupa í
Evrópuhraðbrautina, sé hluti af
einstakri eldstöð frá ferða-
mannaparadísinni íslandi. Jafnvel
þriðjaheimslönd eins og Kenía og
Tansanía, sem byggja afkomu sína
að stórum hluta á ferðaþjónustu,
hafa vit á að vernda náttúruna,
enda væri annað eins og að pissa í
skóinn sinn.
Umhverfisráðherra verður því
að láta þaö verða sitt fyrsta verk
þegar þing kemur saman í haust
að leggja fram
frumvarp til laga
um bann við svo
stórfelldum nátt-
úruspjöllum sem
hér um ræðir. Sýni
hann málaflokki
sínum ekki þá lág-
marksvirðingu
verður að ná víð-
tækri samstöðu
maðal þingmanna
um að grípa í tau-
mana og stöðva
strax þessa
ósvinnu. Við meg-
um ekki láta mis-
vitra sveitarstjórn-
armenn fóma
framtíðarhagsmun-
um þjóðarinnar
fyrir stundarhags-
muni og skjótfenginn gróða ör-
fárra manna.
Fyrirhugað gjallnám í Seyðis-
hólum í Grimsnesi stangast á við
stefnu stjómvalda í ferðaþjónustu
sem samgönguráðherra kynnti í
vor. Það mun líka hafa ófyrirsjá-
anlegar afleiðingar fyrir hina fjöl-
förnu ferðamannaleið til Gullfoss
og Geysis og auka stórlega útgjöld
hins opinbera til vegagerðar. Þetta
mál er áfellisdómur um ástand
umhverfismála hér á landi og
skilning stjórnvalda á því hvar
hagsmunir þjóðarinnar liggja.
Ásta R. Jóhannesdóttir
„Ferðaþjónusta er helsti vaxtar-
broddur í atvinnulífinu og því er
mikilvægt að við stöndum vörð um
þá ímynd sem við höfum skapað
og lagt áherslu á fram að þessu.“
Kjallarinn
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir
alþingismaður
Með og
á móti
Á að leggja ÍSÍ niður í nú-
verandi mynd?
Sparnaður
„Þær hug-
myndir sem ég
hef lagt fram
um endurskipu-
lagningu æðstu
stjórnar íþrótta-
hreyfíhgarinnar
gera ráð fyrir að
fSÍ verði leyst
upp og stofnað í Tryggvi Geirs-
stað þess, ann- son> formaður
ars vegar Þnittar.
Ólympíusamband íslands og hins
vegar grasrótarsamtök sem ég
nefni íþróttastarfið. Þannig
mætti að mínu mati spara um-
talsvert fé og skipuleggja hreyf-
inguna upp á nýtt. Eins og mál-
um er nú háttað er grasrótin að
vinna á tveimur stöðrnn, annars
vegar innan ÍSÍ og hins vegar í
UMFÍ, en innan Ólympíunefndar
starfa sérsamböndin og i raun
eru öll erlend samskipti og afrek-
siþróttir að færast þangað. Ég
treysti þeim algjörlega til að ann-
ast þann þátt. Mér er ljóst að
sameining grasrótarinnar í ein
samtök mun taka einhvern tíma.
Á meðan unnið væri að því eiga
íþróttabandalög og héraðssam-
bönd að taka forystu í endur-
skipulagningu fSÍ með það í
huga að draga úr rekstrarkostn-
aði, endurskipuleggja starfssvið
og meirka stefnu um skiptingu
lottófjár, m.a. með því að taka
slíkar ákvarðanir úr höndum
stjórnar ÍSÍ. Ég hef ástæðu til að
ætla að góð samstaða geti náðst í
grasrótinni í þessari vinnu. Þær
tillögur sem fram hafa komið um
sameiningu ÍSÍ og Ólympíu-
nefndar eru því miður andvana
fæddar. Það þarf að fara aðrar
leiðir þar sem endurskipulagn-
ing snýst um málefni en ekki
menn.“
Skipulagsmál
„Ég tek hug-
myndir Tryggva
ekki alvarlega
en tel eðlilegt að
ræða þær og
skoða. Hug-
myndirnar snúa
að tveimur þátt-
um, skipulagi
og íjármálum. Stefán Kon-
Hann gleymir ráðsson, fram-
því að sérsam- kvstjóri ISI.
böndin 22 eru mynduð af héraðs-
samböndum og íþróttabandalög-
um sem eru nauðsynleg í íþrótta-
starfinu. Þau myudu þvi hvort
sem er mæta á þing samtakanna
hvorra um sig. Á sama tíma og
sameining hefúr farið fram og er
í bígerð eins og víða, t.d. í Dan-
mörku, Finnlandi, Noregi og
Sviss, skuli menn ekki sjá hið
skipulagslega og félagslega hag-
ræði. Þetta sýnir smákóngaveld-
ið í hnotskurn. Hugmyndir
Tryggva varðandi tvenn ný sam-
tök gera ráð fyrir óbreyttu
ástandi og hafa því lítið að segja
um hagræðingu á toppnum og í
íþróttahreyfingunni. Það er mið-
ur að Tryggvi skyldi ekki kynna
sér betur reikningana sem hann
fékk í pósti og kynnti alþjóð áður
en æðsti aðili íþróttanna, íþrótta-
þing ÍSf, fékk þá til skoðunar og
afgreiðslu. í þeim 48 milljónum
sem eftir eru að mati Tryggva í
rekstri ÍSf gerir hann ekki ráð
fyrir ferða-, útbreiðslustyrkjum,
verkefnasjóði og fleiri kostnaðar-
liðum sem fara beint beint út í
starf hreyfingarinnar og teljast
hvorki til yfirstjómar né skrif-
stofukostnaðar. Þannig verða um
24 milljónir eftir í yfirstjórn og
skrifstofu, eða um 12% sem verð-
ur að teljast afar lítið. Ég legg
áherslu á að við leysum skipu-
lagsmálin málefnalega og hætt-
um stríðsrekstri í fjölmiðlum."