Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Side 21
MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1996
29
Fréttir
Samningur Flugleiða og Halldórs Blöndal um kynningu á Internetinu:
Verið að smíða
hjólið upp á nýtt
- segja forráðamenn Skýrr sem ásamt Fjarhönnun hafa þróað Ask
Nýr samningur Flugleiða og sam-
gönguráðuneytisins um samstarf
ferðaþjónustuaðila í landkynningu
á íslandi á Intemetinu vakti athygli
margra. Meðal þeirra sem urðu
undrandi voru forráðamenn Skýrr
og Fjarhönnunar sem síðustu ár
hafa verið að þróa upplýsingakerfið
Ask. Askur er á upplýsingastandi á
25 stöðum á landinu og frá því í vor
hefur hann verið á Internetinu með
öllum þeim möguleikum sem bjóð-
ast á standinum. Þá er unnið að
markaðssetningu Asks erlendis,
m.a. í Bandaríkjunum.
Þorsteinn S. Þorsteinsson hjá
Skýrr hefur ásamt Hallgrími Thor-
steinssyni og fleirum unnið að þró-
un Asks undanfarin ár í samstarfí
við Fjarhönnun. Þorsteinn sagði við
DV að menn væra greinilega að
reyna að smíða hjólið upp á nýtt.
Eyða ætti vinnu í hluti sem þegar
væru til staðar. í fyrrnefndum
samningi er gert ráð fyrir að gagna-
grunnurinn verði tilbúinn fyrir lok
þessa árs en um þriggja ára átaks-
verkefni er að ræða.
Verkfæriö er til
„Það er verið að tala um að ríkið
og Flugleiðir ætli að fjárfesta fyrir
18 milijónir í verkfæri til að koma á
framfæri ferðaupplýsingum um ís-
land. Þetta verkfæri heitir Askur og
hefur verið til í nokkur ár. Það er í
sjálfu sér af hinu góða að eiga í
sanngjamri samkeppni og því fógn-
um við ef til væri að dreifa jafnrétt-
isgrundvelli. Það hlýtur þó að telj-
ast skondið að ríkisvaldið með tak-
mörkuð ijárráð sé að styrkja frjálsa
framtakið til verka sem ekki sé
beinlínis þörf á eins og í þessu til-
felli. Margt annað myndi skattborg-
arinn vilja sjá styrkt sem hefði fyr-
ir það þörf,“ sagði Þorsteinn.
Askur á upplýsingastandi byggist
á snertiskjá með óteljandi vaimögu-
leikum. Upplýsingarnar eru á f]ór-
um tungumálum auk íslenskunnar,
þ.e. norsku, ensku, þýsku og
frönsku. Notandinn getur farið fram
og aftur í leit að upplýsingum sem
koma ferðamönnum og öðram gest-
um landsins til góða. í útfærslu
Asksins á Intemetinu er notast við
tölvumúsina í að koma sér áfram.
Skipurit upplýsingakerfisins sést
nánar á meðfylgjandi grafi.
Auk þess að hanna myndræna út-
færslu Asksins hefur Skýrr búið til
öflugt dreifikerfl sem sér um að
mata upplýsingum í standana og á
netið. Dreifikerfið býður m.a. upp á
þá möguleika að skrá og telja alla
notkun Asksins, t.d. hvað margir
þýskumælandi notendur hafa spurt
um bændagistinguna. Upplýsingar
sem þessar koma auglýsendum og
ferðaþjónustuaðilum tnjög til góða.
Þeir hafa líka notfært sér þetta enda
eru yfir 600 aðilar og þeim fer fjölg-
andi. Bara á þessu ári hafa notend-
ur Asksins farið 2,4 milljónum sinn-
um inn á hann á þeim 25 stöðum
sem standarnir eru uppi á landinu.
Er það nálægt því að vera rúmlega
50% meiri notkun en ailt árið í
fyrra, sem var fyrsta árið í núver-
andi útgáfu.
Þúsundir á netinu
Frá því Askur fór á Internetið í
vor hafa þúsundir manna kynnt sér
hvað þar er í boði. Þorsteinn sagði
þessa þjónustu mjög mikilvæga fyr-
ir innlenda sem erlenda ferðamenn
og ferðaþjónustuaðila.
„Sem dæmi þá geta útlendingar
leitað sér allra upplýsinga á Inter-
netinu um ísland og þá ferðamögu-
leika og þjónustu sem í boði er.
Þetta er sá miðill sem nær lengst í
að upplýsa ferðamenn, ekki bara í
auglýsingaformi heldur ekki síður
með hagnýtum fróðleik og upplýs-
ingum,“ sagði Þorsteinn.
Slóð Asks á Internetinu er:
Stöðumælar hafa aldrei verið teknir í löggildingu:
Lágmarkskrafa að hlut-
laus aðili taki þá út
- segir viðskiptavinur, lög frá 1992 kveða á um það
Karlmaður hafði samband við
DV og sagðist hafa lent í því fyrir
nokkru að borga fullt gjald í
stöðumæli en komið að honum
tíu mínútum síðar, tíminn verið
útrunninn og hann búinn að fá
sekt, sem reyndar hefðii verið
felld niður-eftir að mælirinn hefði
verið skoðaður.
„Fólk lendir í því að fá stöðu-
mælasektir og ef þær eru ekki
greiddar era þær eflaust sendar í
innheimtu til lögfræðings. Það
hlýtur að vera lágmarkskrafa
fólks að mælarnir séu prófaðir og
teknir út af hlutlausum aðila, t.d.
Löggildingarstofunni,“ sagði þessi
ónafngreindi maður í samtali við
DV.
„Lögin um löggildingu mæli-
tækja eru frá 1992 og með þeim
var verksvið Löggildingarstofunn-
ar víkkað mjög verulega. Við höf-
um unnið að því jafnt og þétt að
taka utan um hvem hlutinn af
öðram, ef svo má segja, og við
munum að sjálfsögðu skoða stöðu-
mæla ef það verður mat okkar að
þeir flokkist undir þessi lög,“ seg-
ir Þór Gunnarsson hjá Löggilding-
arstofunni þegar DV spurði hvort
ekki væri ástæða til þess að Lög-
gildingarstofan tæki út stöðu-
mæla og greiðsluvélar Bílastæða-
sjóðs. Hann sagði það aldrei hafa
verið gert.
í lögunum segir að skylt sé að
löggilda öll mælitæki sem notuð
séu hér á landi til þess að mæla
stærðir sem hafa áhrif á verð eða
afgjald í hvers konar viðskiptum
með vöru og þjónustu og skatt- og
gjaldstofna.
DV hafði samband við Stefán
Haraldsson, framkvæmdastjóra
Bílastæðasjóðs, og sagðist hann
ekkert vilja segja um málið að svo
stöddu. Hann myndi hins vegar
verða sér úti um lögin og kanna
málið.
Stefán sagði afar sjaldgæft að
upp kæmi ágreiningur um stöðu-
mæla en virkt skráningarkerfi
væri með bilunum. Hann sagði
staurana aðeins vera skoðaða þeg-
ar upp kæmi ágreiningsmál. -sv
Helstu aðstandendur Asksins hjá Skýrr að skoða útgáfuna á Internetinu. Á
borðinu situr Þorsteinn S. Þorsteinsson, forstöðumaður Asks og Upplýs-
ingaheima, Hörður Hauksson kerfisfræðingur situr í stolnum og fyrir aftan
stendur Hallgrímur Thorsteinsson, hönnuður Asks. DV-mynd BG
UPPLÝSINGAKERFIASKS
Áskrifendur fá Z0% otn miin himih'
aukaafslátt af
smáauglýsingum DV
Dodge Dynasty ‘92,
ek. 38 þús. mílur, ssk., grár.
Verð 1.410.000.
Nissan Sunny station 4x4 '94,
ek. 63 þús. km, bsk., vínrauður,
álfelgur o.fl. Verð 1.250.000.
Mercedes Benz 300 E ‘95,
ek. 148 þús. km. Verð 1.290.000.
Tilboðsverð 880.000 stgr.
Dodge Intrepid ‘93, ek. 30 þús. mílur,
ssk., grænsans. Verð 1.790.000.
Tilboðsverð 1.490.000 stgr.
BÍLASALAN
BÍLFANG ehf.
Borgartúni 1b
Símí 552 9000
FÍB
Honda Civic LSi ‘92, ek. 62 þús.
km, 3 d., blár. Fallegur bíll.
Verð 970.000.
Suzuki Sidekick JLXi ‘92,
ek. 63 þús. km, ssk., einn eigandi.
Verð 1.230.000.
VW Golf CL ‘95, Renault Clio RT ‘94, ek. 45 þús.
ek. 45 þús. km, bsk., 3 d., blár. km, ssk., 4 d., rauður.
Verð 1.030.000. Verð 930.000.