Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Side 19
JI>V MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1996 Stelpur eru betri börn en strákar Ef einhverjum foreldrum skyldi nú finnast stúlkur vera betri smáböm en drengir þá er það sennilega vegna þess að þannig er það bara. Mæður stúlkna ætlast líka til þess af þeim. Breski sálfræðingurinn Liz Connors, sem starfar við há- skóla i Lancashire, komst að þessari niðurstöðu eftir að hafa rannsakað hvemig samskiptum 31 drengs og 24 stúlkna við mæður sinar var háttað frá því bömin vora þriggja og hálfs mánaðar gömul og þar til þau voru 14 mán- aða. Liz Connors segir að stúlku- börn séu tengd mæðrum sínum traustari böndum við 14 mánaða aldur- inn en sveinbömin og það kunni að stafa af því að ekki sé eins komið fram við þau. „Það vora vísbendingar um að mæðurnar sýndu meiri næmi í garð stúlkubamanna og sveinbörnin upplifðu meiri hömlur," segir Connors. Bömin svöraðu mæðram sínum á mismunandi hátt. Drengimir gerðu veður út af því ef mæður þeirra fóru að skipta sér af því hvemig þeir léku sér eöa hreyfðu sig. Stúlkubömin urðu á hinn bóg- inn erfið þegar mæöur þeirra gerðust ástúðlegri. Connors segir að niðurstöð- umar kunni að útskýra hvers vegna hegðunarvandamál séu algengari meðal drengja en stúlkna. Lágt kálesterál í bláði ekki það albesta Lágt kólesteról í blóði hefur til þessa veriö talið hið besta mál, að minnsta kosti þegar baráttan gegn hjartasjúkdóm- um er annars vegar. Hið sama verður ekki sagt um áhrif þess á geðheilsuna. Vísindamenn í Frakklandi fýlgdust með kólesterólmagni í blóði rúmlega sex þúsund vinn- andi manna í sautján ár og komust að því að lágu kólester- óli fýlgdi aukin hætta á sjálfs- vígum. Þá rannsökuðu vísindamenn í Bretlandi 20 vanfærar konur og þar fannst marktæk fylgni milli depurðareinkenna og minnkandi magns kólesteróls í hlóðinu eftir fæðingu. Varað við offitufaraldri Ef svo heldur fram sem horf- ir verður öll bandaríska þjóðin of feit árið 2230. Það er kannski langt þangað til en sérfræðing- ar segja engu að síður að offita sé alvarlegasta heilsuvanda- málið sem heimurinn stendur frammi fyrir og fyrr en varir kunni hún að verða að faraldri. hreinn. Sjálfur er Burns að vinna við þróun gervilima, m.a. gervi- handleggs sem getur „ákveðið“ hvaða fingr- um hann eigi að beita og gerir það á grundvelli taugaboða sem hann fær. Gervilimur þessi not- ast við tauganet, nýjustu kynslóð tölvuhönnunar sem gerir vélunum kleift að vinna i þrívídd, eins og heilinn gerir. Þannig verða tölvum- ar miklu hraðari og skilvirkari. Þá era ónefndir bílarnir sem verður stjómað af tölvu með aðstoð leiðsögumerkja frá gervitungli og svo öll hin tækin og tólin sem við hlöðum í kringum okkur. Við bíðum spennt eftir framtíð- inni. Nýjar gerðir vitiborinna vála munu hellast yfir okkur í náinni framtíð: Heimilisísskágur gerist harðstjóri Þegar ísskápurinn í eldhúsinu heima tekur upp á því að neita manni um rjómabolluna eða súkkulaðibúðinginn, sem maður gimist svo ákaflega en má ekki borða af því að maður verður passa línumar, má segja að fokið sé í flest skjól. Og það sem meira er, svona ísskápur er ekki bara fiarlægur draumur eða martröð, allt eftir því hvemig á málið er litið, heldur raunhæfur möguleiki í náinni fram- tíð. Breski verkfræðingurinn Roland Bums segir að „klárir" ísskápar kunni að verða fýrstir á markaðinn nýrra vitihorinna véla, ef svo má kalla þær, sem eigi eftfr að drottna yfir mannkyninu harðri hendi. Til þessa hafa slík tæki aðeins verið hugarfóstur höfunda vísindaskáld- sagna, samanber tölvima ógurlegu í hinni frægu skáldsögu 2001, A Space Odyssey eftir Arthur C. Clarke sem samnefnd kvikmynd Stanleys Kubricks var gerð eftir. „í fýrsta skipti í sögu mannkyns- ins hefur okkrn" tekist að smíða viti- bomar vélar, vélar sem geta hugsað rökrétt, vélar sem geta tekið ákvarðanir fyrir sjálfar sig,“ segir Bums. „Á næsta áratug eigum við eftir að upplifa meiri tækniframfar- ir en nokkra sinni fyrr.“ Þessi heimsyfirtaka vitibomu vélanna mun að öllum líkindum hefiast í eldhúsinu en ekki í ein- hverju geimskipinu á sporbaug um- hverfis Júpíter, segir Bums. „Ég tel að hin nýja kynslóð viti- borinna véla eigi eftir að taka miklu mikilvægari ákvarðcmir varðandi alla þætti tilvera okkar. Ég held að hjá því verði vart komist. Það er kominn svo mikill skriður á hönn- un þannig véla að það verður erfitt að stöðva það. Kaupsýslu- og vís- indamenn munu ganga eins langt og hægt er méð þessa tækni.“ Á eins konar vísindahátíð breska vísindafélagsins fýrir skömmu lýsti Roland Bums vitrum ísskáp. Þannig ísskápur gæti lesið strika- merkingar á matvælunum sem sett eru inn í hann og þar sem hann væri tengdur tölvum í bæði banka eigandans og í næsta stórmarkaði gæti hann einnig séð um að panta mat eftir þörfum og greiða fýrir hann. „Hann mun greina hvers konar mat þú borðar og hvað þér finnst gaman að láta ofan í þig. Hann get- úr því tekið mjög skynsamar ákvarðanir fyrir þína hönd þar sem tilfinningunum er úthýst,“ segir Bums. Þar með er opin leið fyrir ísskáp- inn að umhverfast úr hlutverki eins konar vemdarengils, sem hægt er að treysta, í harðstjóra sem neitar að láta súkkulaðistykkið af hendi og gæti jafnvel gengið svo langt að úr- skurða mannskepnuna til einskis nýta um hana úti af eigin heimili. „Það versta sem gæti hent er að upp risi vélategund sem við yrðum undirgefin," segir Burns. Vélarnar vinna í þrívídd eins og heilinn Þessi mikla tæknibylting mun hafa áhrif víðar en við gerð ísskápa. Bums segir að þvottavélar framtíð- arinnar muni sjálfar ákveða hversu mikið þvottaduft eigi að nota í hvert sinn og hversu heitt vatnið þurfi að vera til að þvotturinn verði tandur- Sjötíu þúsund ár frá síðasta eldgosi sem virkilega kvað að: Þúsund sinnum öflugra eldgos en í Pinatubo Ógnar- stór eld- gos, svona eitt þús- und sinn- um öflugri en gosið sem varð í eldfiallinu Pinatubo á Filipps- eyjum fýr- ir fimm árum, og þótti ekk- ert slor, verða að jafriaði tvisvar sinnum á hveijum eitt hund- rað þús- und árum ef eitthvað er að marka jarðsöguna. Hið síðasta varð fýrir sjötíu þúsund árum og því er fyrir löngu kominn tími á eitt til viðbót- ar, að því er breski prófessorinn Bill McGuire segir. Eldgos af þeirri stærð hafa geig- vænlegar afleiðingar fyrir loftslag, og þar með allt líf, á jörðinni þar sem hitastig mundi lækka til muna. Geislar sólarinnar mundu ekki ná almennilega til jarðar, heldur end- urkastast af öskurykinu. Eldgosið fyrir sjötíu þúsund árum varð i Toba í Indónesíu. Eld- fiallið spúði þá 2800 rúmkílómetrum af gosefrium upp i andrúmsloftið með þeim afleiðingum að hitastig jarðarinnar féll um tíu til tólf gráð- ur svo úr varð ísöld. „Tölfræðilega er löngu kominn tími á næsta gos,“ segir McGuire sem hefur varið miklum hluta starfsævi sinnar í að rannsaka eld- fiöll á borð við Etnu á Sikiley og Vesúvíus á meginlandi Italíu. McGuire segir að þótt stóra gosið láti standa á sér geri eld- gos í heimin- um engu að síður mikinn usla. Fjöldi manna týnir lífi af völdum eldgosa og efnahagslífiö raskast. En svo þyrfti ekki að vera. „Það er ekki hægt að koma í veg fyrir eldgos en það er hægt að gera miklu meira til að draga úr áhrifum þeirra,“ segir McGuire. Hann segir að aðeins um 100 af 500 til 600 þekktum virkum eldfiöll- um í heiminum séu undir eftirliti. Flest þeirra sem ekki er fýlgst með era í þróunarlöndunum. En eftirlit þarf ekki endilega að vera dýrt og bendir McGuire á alla gervihnettina sem era á sporbaug um jörðu og gætu fylgst með. Þá segir hann að í löndum eins og Filippseyjum og Indónesíu sé verið að gera tilraunir með að fá íbúa í grennd við eldfiöll- in til að halda uppi eftirliti og það hafi gefið góða raun. Mest um vert sé að fræða yfirvöld og almenning um hætturnar sem fýlgi því að reisa -Élclgos, eins og þetta i Ruapehu jalli á Nyja-Sjalandi, geta veriö lilkomumikil en vist er aö þau geta valdið omældu tjoni. Ott væri hægt aö draga ur þvi með viö- eigandi eftirliti og varuöarraðstölunum. sér hús nærri eldstöðvum. Það hafi ekki tekist i Nevado del Ruiz í Kól- umbíu þar sem tuttugu og fimm þúsund manns týndu lífi í aurskrið- um í eldgosi sem varð þar árið 1985. Meðal hættusvæða nú er eyjan Montserrat í Karíbahafi þar sem fimmtán þúsund íbúar voru fluttir á brott eftir að eldgos hófst þar í fyrra. En að sögn McGuires er hætt- an þó mest í Vesúviusi, nærri Napólí á Ítalíu. e AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEGa 11 ——i——wé—(n«——i—m—maannmwnflmaw—nmaÉHiti—ihiihiiw — --------- ? < AEG 2202 GT Rúmmál: 208 lítrar H: 86 cm B: 80 cm D: 67 cm Verö kr. STGR. Gerð Nettó Itr. Orkunotkun HxBxD Staðgr. j ARCTIS 1502 GT 139 1,2 Kwst 86x60x67 36.600,- ARCTIS2202GT: 208 ARCTIS 2702 GT 257 1.3 Kwst 1.4 Kwst 86x80x67 86x94x67 41.900, - 43.900, - ARCTIS 3602 GT 353 1,6 Kwst 86x119x67 49.900,- ARCTIS 5102 GT 488 2,0 Kwst 86x160x67 59.900,- <5 Þriggja ára Ui ® ábyrgð á öllum i1 AEG < FRYSTIKISTUM o Umboösmenn: < SSON Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga. Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. w Guðni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúð.Búðardal Vestfirðir: Geirseyrarbúðin, Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík.Straumur.ísafirði.Norðurland: Kf. Steingrímsfjarðar.Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Ö Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúö.Sauðárkróki. KÉA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA, Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík.Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, EgilsstÖðum. “ " Kf. Vopnfiröinga, Vopnafirði. Verslunin Vík, Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúðsfirði. KASK, Höfn __ Suðurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. < Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík. A£G AEO A£G AEG AEG A5Q AiO A£G AgG A£G AEO AEG AEG ASG A£G Am

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.