Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1996, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1996, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 Fréttir________________________________________________pv Guömundur Árni Stefánsson gefur kost á sér til formennsku í Alþýðuflokknum: Segist geta unnið með hverjum sem er í flokknum - og aö hann sé fulltrúi nýrrar kynslóðar sem viH hraða sameiningu jafnaðarmanna „Eftir að hafa rætt við mikinn fjölda flokksmanna um flokkinn, stöðu hans og framtíð, tel ég mig geta komið honum að gagni í þeirri vinnu sem fram undan er. Sömuleiðis á þeim spennandi tím- um sem eru innan seilingar í ís- lenskri pólitík og meðal íslenskra jafnaðarmanna. Þess vegna hef ég tekið þá ákvörðun að gefa kost á mér til formennsku í Alþýðu- flokknum," sagði Guðmundur Ámi Stefánsson, varaformaður flokksins, á fréttamannafundi í gær, á 41. afmælisdegi sínum. Hann benti á að Jón Baldvin hefði verið 45 ára þegar hann tók við formennsku í flokknum. Guðmundur Árni var spurður hvort hann myndi taka varaform- annssæti með Sighvati ef hann tapaði í formannskjöri. Hann sagðist ekki hafa tekið neina ákvörðun þar um. Hann væri bara í framboði tO eins embættis á fundinum, formannsembættisins. Hann sagði hins vegar aö hann gæti unnið með hverjum sem væri í Alþýðuflokknum. „Ég er bara 41 árs og tel mig því vera fulltrúa nýrrar kynslóöar og boðbera nýrra viðhorfa bæði í Al- þýðuflokknum og í íslenskum stjómmálum. Auk þess hef ég ver- ið varaformaður flokksins síðustu tvö árin og þvi oft gegnt for- mennsku í fjarveru formannsins. Ég vil því gefa flokksfólki kost á því að fella sína dóma um mig og mín störf með kosningu á flokks- þinginu. Ég býð mig ekki fram gegn einum né neinum. Ég gef bara kost á sjálfum mér til þessara forystustarfa fyrir Alþýðuflokk- inn,“ sagði Guðmundur Ámi. Hann sagði að stór verkefni væru fram undan og þar væri langstærsta verkefniö samstarfs- mál og sameiningarmál jafnaðar- manna. Hann sagðist vera með markvissar hugmyndir í þeim efh- um sem byggðust á verkefha- og tímaáætlun. „Ég vil sjá þaö með ákveðnum tímasettum markmiðum að þeir flokkar sem eru að verulegu leyti jafnaðarmannaflokkar, eins og Al- þýðubandalagið, Þjóðvaki og Kvennalisti, hefji samstarf. Ég undanskil ekki Framsóknarflokk- inn. Og ég undanskil ekki verka- lýðshreyfinguna sem á sitt skjól hjá þessum fyrmefndu flokkum," sagöi Guðmundur Ámi. Hann sagðist vilja sjá samstarf þessara flokka um allt land í næstu sveitarstjómarkosningum og jafn- vel sameiginlegan flokk í næstu þingkosningum eftir tvö og hálft ár. -S.dór Hæstaréttardómur vegna vanskila korthafa: Kortafyrirtæki endurgreiði ábyrgðarmanni - sem ber ábyrgö á 2 greiðslutímabilum Guðmundur Árni Stefánsson býður sig fram til formennsku i Alþýðuflokkn- um. Hann segist munu leggja höfuðáherslu á sameiningu jafnaðarmanna úr öllum flokkum. DV-mynd ÞÖK Akureyrarbær: Engar húsaleigu- bætur að óbreyttu Hæstiréttur dæmdi í gær Kredit- kort hf. til að greiða ábyrgðarmanni á tryggingavixli vegna greiðslukorts 811 þúsund krónur sem telst sú upp- hæð sem fyrirtækiö ofreiknaði hon- um að greiða þegar korthaflnn stóð ekki í skilum. Deilt var meðal annars um það , hve mikið viðkomandi átti að greiða miðað viö að hámarksfjár- hæð var ekki færð inn á trygginga- víxilinn. Fram kom í málinu að ábyrgðarmaðurinn notfærði sér ekki þann kost að færa ákveðna fjárhæð inn á víxilinn sem ekki var háður takmörkunum. Dómurinn tók siðan mið af því að skuld og þar af leiöandi ábyrgð heföi náð til tveggja greiöslutíma- Maöur slasaðist mikið þegar bif- reið, sem hann ók, valt nálægt Esju- skála á Kjalamesi i nótt. Þegar lögregla og sjúkrabíll komu á staðinn var maðurinn fastur inni í bílnum og þurfti að kalla á tækja- bíl slökkviliðs til að ná honum út. Maðurinn var fluttur á Sjúkrahús bila. Þar var stuðst við aö gjalddagi í viöskiptum fyrra tímabilsins var ekki fyrr en næsta tímabil var hálfnað. Því hefði korthafinn getað nýtt sér að fullu úttektarheimild vegna síöamefnda tímabilsins áður en leitt yrði í ljós hvort greiðslufall yrði. Dómurinn taldi óumdeilt að ábyrgðin fyrir hvort tímabil næmi tæpri 1,1 milljón króna og því sam- tals tæpum 2,2 milljónum króna. Skuld korthafans og þar með krafan til ábyrgðarmannsins varð hins veg- ar 811 þúsund krónum hærri en há- marksupphæðin. Samkvæmt því var greiðslukortafyrirtækið því dæmt tO að endurgreiöa ábyrgðar- manninum þá fjárhæð. -Ótt Reykjavíkur og að sögn lækna þar er hann mikið slasaöur en ekki í neinni lífshættu. Hann mun hafa slasast mest á kjálka og ökkla auk þess sem hann var skrámaður víöa á líkamanum. Maðurinn er grunaöur um ölvun við akstur. -RR DV, Akureyri: Akureyrarbær hyggst ekki greiða húsaleigubætur á árinu 1997 og er ástæðan að lögin um bætum- ar séu meingölluð. Þetta kom fram á bæjarráðsfúndi í vikunni. í afgreiðslu ráðsins segir að bæj- arráö sé hlynnt greiðslu húsaleigu- bóta en telji sér ekki fært að taka upp þær greiðslur aö óbreyttum lögum. „Bæjarráð átelur að lögin skuli ekki hafa verið endurskoðuð, heldur gert ráð fyrir óbreyttu fyrir- komulagi næsta ár. Einnig mót- mælir bæjarráð þeirri stefnu sem fram kemur í mnburðarbréfi ráðu- neytisins, að sveitarfélögin taki al- farið að sér húsaleigubótakerfið. Bæjarráð er andvígt því formi fjár- mögnunar og afgreiðslu húsaleigu- bóta sem lögin kveða á um og tek- ur undir þá skoðun að ríkissjóður eigi aö öllu leyti aö bera kostnað af greiðslu bótanna og þær eigi að greiða í gegnum skattakerfið á sama hátt og vaxtabætur," segir í ályktun bæjarráðs sem skorar á ríkisvaldið að taka við endurskoö- un laganna fullt tillit til þessara og annarra þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið frá sveitarfélögun- um varðandi þetta mál. -gk Stuttar fréttir lllmælgi og óvild Kristján Ragnarsson gagnrýndi fylgismenn auðlindaskatts á aöal- fundi LÍÚ í gær og sagði málflutn- ing ritstjóra Morgunblaðsins byggjast á illmælgi og óvild, síö- asti alvöru sósíalistinn væri að daga uppi sem ritstjóri Morgun- blaðsins. Lög gegn EES Álitamál er hvort núgildandi is- lensk lög um að ÁTVR annist inn- flutning og heildsölu áfengis standist EES-samninginn. Sam- kvæmt RÚV er málið til athugun- ar hjá Eftirlitsstofnun EFTA i Brússel. ísland í ECOSOC ísland hefur verið kjörið til þriggja ára setu í ECOSOC, efna- hags- og félagsmálaráði Samein- uðu þjóðanna. Samkvæmt RÚV er ECOSOC ein af höfuöstofnunum samtakanna. Breytt í sjóö Útvegsfélagi samvinnumanna var í gær breytt í hlutabréfasjóð. Samkvæmt RÚV nemur hlutafiár- eign sjóðsins 1 milljarði króna í um 25 sjávarútvegsfýrirtækjum. Gróði af veiðum Hagnaður af fískveiðum á síð- asta ári er í kringum 1,4 milijarð- ar króna, eða um 4% af tekjum. Ólafur til Noregs Ólafur G. Einarsson, forseti Al- þingis, er á leiðinni til Noregs í boöi norska Stórþingsins. Skrif- stofustjóri Alþingis, Friðrik Ólafs- son, verður með Ólafi í fór. Opið prófkjör Fyrirhugað er að hafa opið próf- kjör hjá Reykjavíkurlistanum fyr- ir næstu borgarstjómarkosningar. Þetta mátti lesa í Degi-Tímanum. Kirkja á Geirsstöðum Alit bendir til að kirkja hafi ver- ið á Geirsstöðum í Hróarshmgu áriö 1000. Samkvæmt RÚV koma þessa niðurstöður fomleifafræð- inga verulega á óvart þar sem eng- ar heimildir séu til um kirkju á þessum slóðum. Tómas til írlands Skagfirski svanurinn Tómas er kominn á vetrarstöðvar sínar á ír- landi eftir gifhu-íkt flug frá íslandi með gerfihnahasendi á bakinu. RÚV greindi frá. Útboð á hlutafó Útboð í nýjum hlutabréfasjóði Búnaðarbankans hefst í dag. Boðn- ar em 300 milljónir króna. -bjb BHvelta á Kjalarnesi: Ökumaður mikið slasaður - grunaður um ölvun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.