Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1996, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1996, Page 12
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1996 Jj"V ik 12 * j&enning ’ Á ★ Hefur aldrei skrifað fyrir skúffuna Ólafur Jóhann Ólafs- son flaug heim í þrjá daga fyrir helgi til að kynna nýja skáldsögu eftir sig. Við hringdum í hann og spurðum hvemig honum liði. „Mér líður ágætlega núna, en það er sama hvað maður þvælist í þessum flugvélum, ég er alltaf með tímatimbur- menn nokkra daga á eft- ir.“ Nýja skáldsagan, Lá- varður heims, segir frá því þegar líf Tómasar Tómassonar umbyltist á einu andartaki. Hver er Tómas Tómasson? „Ef eitthvað er til sem heitir venjulegur maður þá er þetta hann,“ segir Ólafur. „Tómas er rúmlega þri- tugur, óbreyttur skrif- stofumaður, ekki jafn vel lærður og kona hans, en hefur að vísu skáldatilhneigingar. Hugmyndin var að taka „venjulegan mann“ - sem hefði að minnsta kosti ekki stóra per- sónugalla á yfirborðinu - og skella honum út á skautasvell.“ - Bókarheitið er tilvísun í sálm og biblíuvísanir eru ekki fáséð- ar i bókum og bókatitlum þínum. Af hverju? „Ekki af því að ég sé einhver bókstafstrúarmaður. En fá bók- menntaverk eru merkilegri en biblían og hún hefur mótað menn- ingu okkar og samfélag meira en nokkurt annað rit. Þetta er brunnur sem endalaust má ganga í. í skáldskap er venjan að koma persónum í móralskar klípur og athuga hvemig fer, þá er biblían nærtæk til við- miðunar. Fyrirgefning syndanna hét því nafni jafhvel áður en ég fór að skrifa hana en Lávarður heims var ekki skírð fyrr en eftir á. Nafnið er írónísk vísun í breytinguna á söguhetjunni." - Sagan hefst á skáletruðum ómerktum inn- gangsorðum. Hver skrifar þau, Ólafur Jóhann eöa Tómas? „Ég skrifaði þennan inngang til þess að fólk myndi spyrja: hvers skoðanir eru þetta eiginlega, og hver er að tala? Ég held að þetta sé hvorki sögu- hetja né höfundur. Ég hef aldrei litið á skáldskap sem vettvang fyrir einhvers konar boðskap, og þetta er ekki höfundur að predika. Hugmyndin var að velta vöngum um ýmislegt frá allt öðmm for- sendum en minum eigin til að koma fólki í ákveð- ið hugarástand áður en það fer að lesa söguna.“ - Mér datt í hug að þetta væri innbyggður rit- dómur um bókina, orðsending til gagnrýnenda sem eru aUtaf að heimta eitthvert raunsæi eða frumlegheit, segir spyrUl og viðmælandi hlær hjartanlega. „Já, það er kannski pínulítU stríðni í þessu líka! Þessi kafli varð tU miðja vegu inni í sögunni, hugmyndin að honum þó enn þá fyrr. Ég vUdi ekki byrja beint á Tómasi Tómassyni.“ - Ertu með ákveðinn lesanda eða viðmælanda í huga þegar þú skrifar? „Þetta er góð spuming því bækur eru miðiU og ég hef aldrei skrifað fyrir skúffuna. Ef maður viU að bækumar sínar fái framhaldslíf verður maður að vita við hverja maður er að tala; en ég skrifa ekki fyrir þröngan hóp. Maður lærði í æsku að bækur væru fyrir aUa og ekki yfir neina hafnar.“ - Ertu kominn með tilfinningu fyrir stærri lesenda- hóp eftir að þú hefur verið þýddur svona mikið? „Ég held að lesandinn i sögum mínum hafi ekki breyst. Ef mað- ur fer að eltast við svoleiðis þá verður úr því einhvers konar graut- ur. Maður er það sem maður er og breytir því ekki. Ég skrifa fyr- ir íslendinga þó að ég hafi auðvitað mótast af því að hafa verið mikið erlendis undanfarin ár. Menn verða að þekkja það sem þeir skrifa um og skrifa um það sem þeir þekkja. En ég held að ég skrifi alveg eins og ég gerði.“ Ólafur Jóhann Ólafsson DV-mynd Pétur Dagsljósið eins og það er notað orðið DAGSLJÓS tU þess að lýsa upp skammdegishúmið þessa dagana. Hins veg- THE LIGHT OF DAY IMSUfUI ( SUCH AS IT IS ) (CHSMM9EI) A 1 ICELAHD SPAR tarmoc ( AS CLOSE AS PURE ) (SEBTfSAST) TO FORM COLORS mmiiiun ( 0H THE SURFACE OF THE EARTH ) ikimmimu) Lawrence Weiner: Dagsljósiö eins og það er Við fyrstu athugun virðist verkið, sem bandaríski listamaðurinn Lawrence Wein- er sýnir í Sýningarsalnum Önnur hæð, fjaUa um is- lenska birtu og náttúru. Við nánari athugun reyn- ist það ekki siður fjalla um timgumálið, eðli þess og merkingu. í stað þess að nota olíuliti og léreft, vatnsliti, marmara, prent- svertu eða önnur hefð- bundin efni í því skyni að skapa huggulega eða áhrifamikla náttúru- stemningu styðst Weiner við orð á vegg. Orðin eru eftirfarandi: DAGSLJÓS- IÐ - (EINS OG ÞAÐ ER) - & SILFURBERG - (SEM TÆRAST) - TIL AÐ MÓTA LITI - (á YFIR- BORÐI JARÐAR). Við innganginn stendur sem eins konar leiðbein- ing að verkinu: 1. Lista- maðurinn getur smíðað verkið. 2. Hægt er aö láta framleiða verkið. 3. Það er óþarfi að smíða verkið. Hvaða merkingu getum við lesið út úr þessum textum sem eru þrykktir á vegginn með fagmannlegri nákvæmni og án alls skrauts nema ef vera skyldi silfraður litur- inn á letrinu? Orðið DAGSLJÓS merkir dagsljós og ekkert annað en hver eru tengsl þess við þá birtu sem við skynjum í gegnum sjónina með opin augun og í gegnum minnið með lokuð augun? Eru einhver yfirskilvitleg tengsl á milli orðsins og þessara sjónrænu og huglægu fyrirbæra eða merkir orðið dagsljós bara orðið dagsljós og ekkert ann- að? Er tungumálið eins konar klifun eða tautologia, sem getur ekki merkt annað en sjálft sig, eða hefur það í sér fólgna ein- hverja eiginleika náttúrunnar? Það virðist augljóst að orðið og náttúran eru tveir óskildir hlutir; við getum til dæmis ekki ar getur orðið DAGSLJÓS hjálpað ímynd- unaraílinu til að kveikja ímyndaöa birtu innra með okkur og í því er galdur orðs- ins/tungumálsins fólginn. En slík ímyndun hefur ekkert með raunverulega dagsbirtu að gera og er vitagagnslaus sem ljósgjafi Myndlist Ólafur Gíslason fyrir aðra en okkur sjálf í þessum fuUkom- lega huglæga ímyndunarleik. Til frekari áréttingar segir svo: DAGS- LJÓSIÐ (EINS OG ÞAÐ ER). Hvemig ER dagsljósið? Er það öðruvísi en við sjáum það í þessum bókstöfum? Hefur það ákveð- ið mælanlegt ljósmagn eöa lögun eða er það einungis 10 bókstafir? Verkið segir okkur einmitt þetta: DAGSLJÓSIÐ EINS OG ÞAÐ ER letrað á vegginn ER bara 10 bókstafir, allt hitt er ímyndun en imyndunaraflið er líka gald- ur listarinnar og þann gald- ur hefur hver og einn á sinu valdi. Það er ekki hægt að hlutgera þennan galdur, hann er óseljanlegur og eignarrétturinn verður merkingarlaus andspænis honum. Listaverkið er ein- ungis til í huga eða ímynd- unarafli hvers og eins. Það er ekki hægt að markaðs- setja listina frekar en ímyndunaraflið, efnisleg gerð þess er formsatriöi sem er í besta falli óþarfi. DÁGS- LJÓSIÐ EINS OG ÞAÐ ER merkir þessi fimm orð og ekkert annað en samhengið, sem orðin era sett í, þar sem þau era þrykkt á vegg sýningarsalarins sem lista- verk, gerir það að verkum að við lesum út úr þeim heil- mikiö um tengslin á milli orðanna eða tungumálsins, ímyndun- araflsins og náttúrannar. Það er þetta sam- hengi sem skiptir máli í verki Weiners og gerir verk hans bæði ögrandi og fagurt. Tærleiki silfurbergsins í þessu verki magn- ast í ímyndunarafli okkar af tærleika fram- setningarinnar, þar sem allt sull með olíu, vatnslit eða önnur efni, öll tilraun til eftir- líkingar náttúrunnar, myndi ekki gera ann- að en yfirskyggja dagsljósið, gera silfur- bergið matt og litina á yfirborði jarðarinn- ar óhreina. Aöstandendur Sýningarsalarins Önnur hæð eiga mikla þökk skilda fyrir að koma verki þessa brautryðjanda banda- rískrar konseptlistar á framfæri hér á landi. Sýning Lawrence Weiners í Sýningarsaln- um Önnur hæð að Laugavegi 37 er opin miðvikudaga kl. 14-18 eða eftir samkomu- lagi. Margmiðluð jarðfræði íslensk Brautryðjendaverk um íslenska jarðfræði eftir Sigurð Daviðsson er komið út á margmiðlunardiski hjá Máli og menningu. Á diskinum er efni eins og landreki, eldsumbrotum og jarð- skjálftum gerð fjöl- breytileg skil, i texta, að hluta upplesnum, tónlist, ljósmyndum, skýringarmyndum og kvikmyndum. Margar skýringarmyndanna er hægt að setja á hreyfingu og sýna til dæmis eldfjöll og hveri að störfum. Úr plógfari Gefjunar Bjöm Th. Björnsson er öllum mönnum fróðari um íslendinga- slóðir í Kaupmanna- höfti og nú hefur hann skrifað tólf nýja fróð- lega og íjöruga íslend- ingaþætti frá þeirri borg og gefið út i bók- inni Úr plógfari Gefj- unar. Hér er sagt frá frægum mönnmn eins og Oddi Sigurðssyni lögmanni, Albert Thor- valdsen myndhöggv- ara, Fjölnismönnum og Sveinbirni Egils- syni en einnig minna þekktum mönnum eins og íþróttagarpinum ísleifi Jóhannessyni frá Langadal sem kannski bjargaði sér úr hlekkjum í kafi á flótta undan Bláturnsvökturam. Bókina prýða margar ljósmyndir. Mál og menn- ing gefur út. BiömTh. Tóif (slendinfiaþættir TVísöngur í Fella- og Hólakirkju Söngkonumar Björk Jónsdóttir og Signý Sæ- mundsdóttir syngja tvísöng við píanóundirleik Ger- rit Schuil í Fella- og Hólakirkju í Reykjavík annað kvöld, 19. nóv., kl. 20.30. Þegar neyðin er stærst Óttar Sveinsson blaðamaður á DV er svo frægur að banda- ríska sjónvarpsstöðin CBS hefur kvikmynd- að frásögn úr síðustu bók hans um björgun- arafrek á Snæfellsnesi fyrir þáttaröðina Rescue 911. Þátturinn verður einmitt sýndur á Stöð 2 í kvöld kl. 20.30. Um þetta leyti er að koma ný bók fyrir spennufikla eftir Ótt- ar, Útkall á elleftu stundu, með frásögnum af sex björgunarafrekum. Meðal annars segir þar frá vestfirskum snjómoksturs- manni sem lokast inni í krapaelg, vélsleðafólki í hrakningum á hálendinu þg flótta undan ísbjömum. Islenska bókaútgáfan gefur út. T • / X 1 /fi X / • X Ljoð um lmð a sjo og landi Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson, skáld, rithöfúnd- ur og trúbador með meiru, hefur þýtt ljóð eftir álenska skáldið og sjó- manninn Karl-Erik Berg- man og gefið út í bókinni Ljóð á landi og sjó. Þetta er úrval úr sjö bókum höf- undar frá tímabilinu 1957-1993. Karl-Erik var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík 1987. Bókaút- gáfan Dimma gefúr út. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.