Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1996, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1996, Side 13
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1996 13 Mjólk Nýjustu verðlaunahöfundar Vöku- HelgafeUs eru mæðgumar Sigrún Helgadóttir og Guðrún Hannesdóttir sem fyrir helgi tóku við verðlaunum fyrir myndskreyttu bamabókina Risinn þjófótti og skyrfjallið. Þetta er saga sem gengið hefur í fjölskyldu þeirra og hefur sjálfsagt verið notuð þegar ungviðið var tregt til að borða mjólkurafurðir, Söguhetjan sigrar risann nefhilega þegar hún hefur lært að borða skyr og drekka mjólk og lýsi. Sigrún hefur ekki gefið út bók áður en Guðrún dóttir hennar safii- aði vísum og þulum í tvær bækur sem hún myndskreytti sjálf gullfal- lega: Gamlar vísur handa nýjum börnum og Fleiri gamlar visur handa nýjum bömum sem Forlagið gaf út 1994 og 1995. Sí/nenning 's&’ Sigrún og Guðrún taka við verðlaunum frá Ólafi Ragnarssyni bókautgefanfa. Er ég hálfviti? Til sýnis og sölu Ford Econoline C/W, 12 manna, árg. 1993, ek. 49 þús. km, styrkt túrbína, 5,8 I bensínvél, shift-kitt í sjálfskiptikassa, extra lágur gír, loftlæsing framan og aftan, drif 4,88, Koni demparar framan og aftan, CBS talstöö, Microphone úti hát., 140 lítra aukabensíntankur, GPS staðsetningar- tæki, þjófavörn með fjarstýringu, rafdrifin trappa, 38” dekk og léttmálmsfelgur og margt fleira. Verð 3.450.000, ath., skipti, góö kjör. Það er ekki algengt að íslenskar skáldsögur hafi að viðfangsefni líf unglinga í litlum bæ úti á landi og atvinnu- og framtíðarleysið sem þeim er boðið upp á, en skáldsaga Kristjáns B. Jónassonar, Snákabani er undantekning. Hér er sögumaður ungur piltur sem blæs á að fara í fjölbrautaskóla og fer að vinna í fiskeldisstöð strax og grunnskóla lýkur. Fetar þá slóð sem kynslóðirn- ar hafa fetað í þessu landi allt þar til nú síðustu ár. En sú leið er ekki lengur fær. Fisk- eldisstöðin fer á hausinn, drengur- inn Jakob missir vinnuna og á ekki að neinu að hverfa. Hann flyt- ur með vini sín- um á hálfgert eyðibýli frammi í sveit en þar er enn minni framtíð að finna og smám saman missir hann tökin á sjálfum sér og raunveruleik- anum. Hljómar spennandi, ekki satt? En því miður er sagan lítið spennandi aflestrar. Sífelldar endurtekningar og langdregnar lýsingar á svipuðum atburðum verða leiðigjarnar til lengdar og lesandinn missir fljót- lega áhugann á Jakobi og örlögum hans, þau týnast í útúrdúrum og ýktum lýsingum á hegðun sveita- manna, sem allir eru steyptir í sama mót, og í eilífum pælingum sögumanns um sjálfan sig og líf sitt, enda orðið ljóst nokkuð fljótlega að líf hans stefnir ekki að neinu marki og að allar leiðir sem hann upp- hugsar eru blindgötur. Og það sem verst er; persóna Jakobs er dregin óljósum dráttum, lesandinn nær ekki að skapa sér heillega mynd af honum. Kannski á hann að vera hálf- viti, eins og hann er farinn að spyrja sjálfan sig um i bók- arlok, en hann er hvorki sannfærandi sem vitleysingur né kynlegur kvistur. Aðrar persónur eru lítið skýrari, dálítið klisju- kenndar og ekki eftirminnilegar. Ef- laust er það með ráðum gert að hafa persónugalleríið svona litlaust, lífið er afspymu litlaust í litla bænum við sjóinn, en þá hefði þurft að koma til snarpari stíll og meitlaðri myndir til að halda áhuga lesand- ans vakandi. Stíllinn er blæbrigða- laus og frekar flatur, þrátt fyrir Bókmenntir Friðrika Benónýs PS. Til hamingju, Vilbor^ Vilborg Dagbjartsdóttir skáld og kennari- hlaut fyrst manna Verðlaun Jónas ar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu á laugardag- inn. Þetta er fágæt- lega gott val, og má ekki síður óska nefndinni til ham- ingju með það en Vilborgu með verð- launin. Fyrir utan farsælan starfsferil sem kennari og bóka- vörður í Austurbæjarskól- anum, þar sem hún hefur leitt ótal börri að gnægtabrunni ljóða og sagna, hefur hún í ljóðagerð sinni unnið i anda Jónasar af meðfæddri smekkvísi og gáfum, endurnýjað ljóðmáliö með þvi að færa það markvisst nær daglegu lifandi máli og lífi kvenna og barna í landinu. Enginn hefur heldur eins og hún gert kennsl- una að Ijóði, því í mörgum bestu ljóðum Vilborgar yrkir hún utan um líf og orð „barnanna sinna“ í skólanum. Hún lifi! Hálftímaþáttur um bókmenntir Sigurður Valgeirsson, dag- skrárstjóri Sjónvarps, fann snill- inginn sem hann leitaði að í við- tali hér i DV í haust til að sjá um bókmenntaþátt fyrir jólin í Ás- laugu Dóru Eyjólfsdóttur, fyrr- verandi Dagsljósku, og verða all- ir ánægðir með það. En hún fær ekki nema einn hálftímaþátt í alla framleiðsluna! Kolbrún Berg- þórsdóttir verður gagnrýnandi Dagsljóss og fær að koma einu sinni í viku, en auk þess verð- ur talað við einhverja höf- unda. Þegar Sigurður var spurður hvers vegna Ás- laug Dóra fengi ekki meiri tíma sagði hann: „Það er bara vegna þess að ég á ekki þenn- an sextánhundruðþús- undkall sem þyrfti í við- bót. Ég kom að þannig búi að ég fæ lánaðar fimmtán milljónir af næsta árs fjárveitingu til að þurfa ekki að leggja niður dagskrána! En ég nenni ekki að væla. Annað- hvort vinnur maður eða hættir.“ Það munu margir bíða spennt- ir eftir því um hvaða bækur og við hvaða höfunda verður talað í sjónvarpinu sunnudagskvöldið 15. desember. Status quo á Stöð tvö Bókmenntaumfjöllun verður eins og verið hefur á Stöð 2: Sig- mundur Emir og Jón Ársæll fara yfir framleiðsluna í fimm 15 mín- útna þáttum, sýna bækur og láta gagnrýnendur segja fáein orð. Ekki verður fjallað sérstaklega um ákveðnar bækur. En kostur- inn er að áhorfendur fá yfirlit yfir flokkana, skáldsögur, ljóð, barna- og unglingabækur, ævi- sögur og markverðustu fræðirit og handbækur. góða spretti, vegur salt á milli ýkju- stíls og raunsæis og myndimar dauflegar og þokukenndar. Auðvitað leiðir sögusviðið hug- ann að þorpssögum Guðbergs Bergssonar og ekki laust við að stíll- inn minni óþægilega á þær líka, en hér vantar húmorinn og glögg- skyggni Guðbergs á umhverfi sitt. Vantar þetta ólgandi líf sem sögur Guðbergs iða af. Og maður leggur frá sér bókina að loknum lestri hálfringlaður og pirraður, því ein- hvem veginn finnst manni að Krist- ján hafi verið að snuða mann. Kristján B. Jónasson: Snákabani Mál og menning 1996 BRIMB0RG Sími 515 7010 Tj staögreiðslu- og greiöslu- kortaafsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur IIKDLSTEF Sýnilegir yfirburða kastir ■ ■H Litasjánvarp Black Line myndlampi IVlicam Stereo BMBH TVC2B1 Kr. 64.900 stgr. • Black Line myndlampi þar sem svart er svart og hvítt er hvítt. • Nicam Stereo • Islenskttextavarp • Allar aðgerðir á skjá • Sjálfvirk stöðvaleitun • 40 stööva minni • Tenging fyrirauka hátalara • Svefnrofi 15-120 mín. • 2 Scart-tengi • Fullkominfjarstýring Sjónvarpsmióstöóin Unbotaui n land alltVtSIUfllAID: BÍWiAImkl Wélig liiglirfcgi. Bnrgaraesi. lltasunii. Hellissaní:. Euilni Hallgrirassnn, GnjndarHríi.VfSIFIRBIB: Halbíð Jnnasar fc Pinásliiii. Pnllinn. [s«i. IODBURIAID: IF Steingrinisfiaiiar. Nólnawk. II V-Hiinvelninga. Hisrainslanga. II Hiiniiuiiiga. llininisi. Skagliróingabúa. Sauóárkióla IEA Dalrik. Hljnraiei. Aknreyii. Onigi Húsavik. IH Haulaihnfn. AIKIURLAIO: D Héraðsbúa. Egilssrðóum. H Vnpiliiiinga, Vopnaliili. (F Héiaósbúa. Serlisliili. (F lásiiiisliaiiai. Fistiisliili. (ASK. Ojúpaiogi. (ASI, Höfn Harnaliíii. SUÐURIADD: (F Arnesinga .Hialsielli. Uuslell. Hellu. Gneik Selfcssi. Hadiúiás. Sellossi. (I Áraesinoa, Silfossi. Hás. Þoilákshúln. Bsiranes. Vestmannaefjura. REVIJANES: Ralborg. Grindavík. Rallagnavinnusl. Sig. Ingiiissiiai. Gaiði. Balraaiii. Hafnailisói

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.