Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1996, Blaðsíða 14
14
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1996
óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaftur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11,
blaöaafgreiðsla, áskrlft: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SlMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Setnlng og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Þrældómur og hungur
Enn einu sinni hafa Sameinuðu þjóðirnar efnt til
glansráðstefnu fyrir þjóðarleiðtoga. Að þessu sinni hafa
stjómmálaforingjar frá um eitt hundrað ríkjum átt góða
daga í Rómaborg og rætt þar um hungrið í heiminum
inn á milli veisluhalda sem vafalaust hefðu nægt til að
bjarga þúsundum bama frá hungurdauða í Afríku.
Að mati sérfræðinga hjá Matvæla- og landbúnaðar-
stofnun Sameinuðu þjóðanna þjást nú um 840 milljónir
manna af næringaskortir - það er svelta hálfu eða heilu
hungri. Nauðsynlegar aðgerðir til að bregðast við þess-
um ósóma hafa verið af skomum skammti þótt búum
við í veröld sem á næg matvæli til að fæða alla jarðar-
búa. Enn einn glæsifundur á vegum Sameinuðu þjóð-
anna mun litlu breyta.
Fyrir nokkrum árum héldu þessu samtök til dæmis
fjölmenna og rándýra leiðtogaráðstefhu um málefhi
barna. Það var um svipað leyti og fréttir bámst af
óvenjuóhugnanlegum aðgerðum gegn bömum í Ríó, en
þar stunduðu sérstakar dauðasveitir þá iðju að skjóta
böm af færi að næturlagi. í Brasilíu lifir íjöldi bama enn
á öskuhaugum og á götum úti - og deyr á æskuárum.
Á þessari ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna vom fluttar
hástemmdar ræður um allt það sem gera ætti fyrir böm-
in í heiminum. Og hver skyldi nú árangurinn vera?
Eitt lítið dæmi þar um má lesa út úr nýrri skýrslu Al-
þjóða vinnumálastofnunarinnar, ILO. Sérfræðingar
hennar héldu því fram fyrir ekki löngu að um 73 miUj-
ónir bama á aldrinum tíu til fjórtán ára í um 100 lönd-
um væm skikkaðar til að þræla fullan vinnudag. Nýja
skýrslan sýnir að bamaþrælkun er núna miklu algeng-
ari en áður var talið. Þar er áætlað að um 120 miUjónir
bama frá fimm ára aldri séu látnar vinna langan vinnu-
dag, og að um 130 milljónir til viðbótar þurfi að þræla
hluta úr deginum. Samtals em þetta um 250 miiljónir
bama, sem er álíka fjöldi og allir íbúar Bandaríkjanna.
Bamaþrælkunin er að sjálfsögðu algengust í þeim
löndum þar sem fátækt og efnahagslegt misrétti er mest,
og þar er aðbúnaður barnanna á vinnustað líka verstur
og oft hættulegur heilsu þeirra. Það á til dæmis við um
mörg þau ríki Asíu sem vakið hafa hvað mesta aðdáun
sumra Vesturlandabúa fyrir efiiahagslegar framfarir.
Þar er þrælkun bama algengust, enda hafa lífskjör mik-
ils hluta íbúanna lítið sem ekkert breyst þar sem efha-
hagsbatinn skilar sér einungis á fárra hendur.
En enginn skyldi ætla að bamaþrælkun væri bundin
við fjarlæg lönd í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. Fram
kemur í skýrslunni að bömum er líka þrælað út í hin-
um vestræna heimi, svo sem í Bandaríkjunum, Bret-
landi, Ítalíu og Portúgal, svo nokkur dæmi séu nefiid, og
í Austur-Evrópu er aukinn þrældómur bama ein af
mörgum alvarlegum skuggahliðum þeirra miklu þjóðfé-
lagsbreytinga sem þar eiga sér stað.
Bamaþrælkun er að sjálfsögðu afleiðing fátæktar sem
fer vaxandi um allan heim þrátt fyrir efnahagslegar
framfarir, líka í þeim löndum sem næst okkur em.
Þannig sýna tölur Evrópusambandsins að á árunum
1975 til 1988 fjölgaði fátæklingum innan sambandsins úr
38 milljónum manna í 52 mUljónir. í einu þessara ríkja,
Bretlandi, lifðu um 5 milljónir manna undir fátæktar-
mörkum árið 1979, en þeim hafði fjölgað í 14,1 milljón
árið 1993.
Fátækt og bamaþrælkun er því vaxandi vandamál allt
í kringum okkur, og glæsiráðstefnur á vegum Samein-
uðu þjóðanna breyta þar engu til batnaðar.
Elías Snæland Jónsson
Þrír af frumlegustu og djörfustu fræðimönnum á sviöi íslenskra fræða. Baröi Guðmundsson, Þórhallur Vilmund-
arson og Einar Þálsson. - Nánast þagaðir í hel af hérlendum fræöimönnum en hafa vakið verðskuldaða athygli
meðal erlendra kollega.
Já-já-já eða
je-je-je
Kjallarinn
Siguröur A.
Magnússon
rithöfundur
nýstárlegar hugmyndir!
Þessi árátta birtist á öll-
um sviðum þjóðlífsins
og tekur á sig hinar fjöl-
breytilegustu myndir.
Menn reyna hver um
annan þveran að brynja
sig gegn gagnrýni, jafnt
hópar sem einstakling-
ar. Úrræðin eru mörg
svosem vænta má um
svo bráðsnjalla þjóð. Al-
gengast viðkvæði mun
þó vera, að þeir sem
bera fram gagnrýni eða
nýstárlegar ábendingar
séu uppblásnir sjáifbirg-
ingar, sem endilega vilji
hafa vit fyrir öðrum og
helst hafa allt þeirra ráð
„Þér nöldrarar og níðhöggar sjálf-
umgleðinnar, látið af yðar óþjóð-
legu iðju, svo þjóðin fái haldið
svefnró sinni meðan værukærir
leiðtogar hennar fanga handa
henni óminnishegrannlu
Andlegt mak-
ræði er ein af eftir-
lætisfylgjum ís-
lendinga, þó þeir
séu kappsamir og
atorkumiklir í
verklegum fram-
kvæmdum. Þeir
vilja hreint ekki
láta raska ró sinni
með aðfínnslum
eða ábendingum
um það sem betur
mætti fara. Sist af
öllu fá þeir umbor-
ið gagnrýni að-
komumanna. Og
þeim er meinilla
við að hróflað sé
við viðteknum hug-
myndum eða
kenningum sem
orðnar eru mosa-
grónar í landinu.
Til marks um
það má meðal
margs annars hafa
aö þrír af frumleg-
ustu og djörfustu
fræðimönnum á
sviði íslenskra
fræða, þeir Barði
Guðmundsson,
Þórhallur Vil-
mimdarson og Einar Pálsson, hafa
nánast verið frystir úti eða þagað-
ir í hel af hérlendum fræðimönn-
um þótt kenningar þeirra hafi
vakið verðskuldaða athygli meðal
erlendra kollega.
Ekki trufla svefnfriöinn
íslendingar vilja semsagt mega
búa að sínu í friði og spekt, horfa
í spegilinn á hverjum morgni,
ánægðir yflr óloknu dagsverki -
og svo vilja þeir helst fá að gleyma
speglinum til næsta morguns þeg-
ar þeir geta á nýjaleik glaðst yfir
óunnu dagsverki. Umfram allt
enga aðfinningu eða smámuna-
semi, engar erfiðar spumingar eða
i hendi sér. Er ekki ótítt að þessi
brynja sé nálega skotheld, því
hver kærir sig um að vera vændur
um ráðríki, frekju eða drottnunar-
gimd?
Svo eru að vísu til þeir sem
gjarna era fúsir til að taka gagn-
rýúi eða aðfinnslum, kannski
vegna þess að það þykir fint og
frjálslynt, en þeir vilja bara fá sér-
staka tegund af gagnrýni, það er
að segja gagnrýni sem ekki bítur,
sem er meinlaus og allra helst
þægileg. Þvílík gagnrýni gengur
gjarna undir heitinu Jákvæð
gagnrýni" og er líka stundum
nefnd „hreinskilin“ eða „heiðar-
leg“ eins og til bragðbætis en hún
má bara undir engum kringum-
stæðum vera framleg, neikvæð,
hvöss, bítandi. Hún má með öðr-
um orðum ekki ýta við mönnum,
ekki trufla svefhfriðinn ekki raska
hinni indælu ró vanahugsunar og
hóglífis.
Alþýöudómstóll hentisem-
innar
Ef einhver gerist svo fifldjarfúr
að stugga við syfjuðum þjónum
vana og þæginda er hann óðara
dreginn fýrir alþýðudómstól henti-
seminnar og borinn öllum hugsan-
legum vömmum og skömmum,
sakaður um nöldur, karp, afskipta-
semi, hávaða, truflun á góðum sið-
um og almannaró og þarmeð er
mál hans að öllum jafnaði afgreitt.
Það er semsé ekkert grín að
verða ber að naggi og nöldri í sam-
félagi þarsem allt gengur útá
skemmtílegheit og hógvært sam-
þykki við öllu sem misvitrum
ráðamönnum eða skósveinum
þeirra hugnast að bera á borð fyr-
ir landslýðinn; þarsem menn
hugsa helst ekki um annað en að
kyrja sitt já-já-já eða je-je-je sam-
kvæmt viðteknum þjóðarsið -
nema kannski helst í „þjóðarsál"
Ríkisútvarpsins; þarsem halelúja
er andsvarið við öllu sem máttar-
völdin hugsa og gera; þarsem lýð-
urinn unir sæll við kjötkatlana og
veit engan heim betri en þann sem
er, ekkert samfélag ágætara en
það sem við búum við, engar hug-
myndir ákjósanlegri en þær sem
teknar vora í arf frá forfeðranum
og ekkert hlutskipti ánægjulegra
en mega taka undir við háværan
og fagnandi lofkór jábræðra og -
systra.
Þér nöldrarar og níðhöggar
sjálfúmgleðinnar, látið af yðar
óþjóölegu iðju, svo þjóðin fái hald-
ið svefnró sinni meðan værakærir
leiðtogar fanga handa henni
óminnishegrann!
Sigurður A. Magnússon
Skoðanir annarra
Bakhjarl menntakerfisins
„Opinberir fjármunir eru helsti bakhjarl mennta-
kerfisins, þess vegna er óhjákvæmilegt að fjárhags-
legt svigrúm í þágu menntamála ráðist af stöðu rík-
issjóðs hverju sinni. Ég hef hins vegar lagt mikla
áherslu á að við forgangsröðun á verkefnum sem
ríkið sinnir eigi að setja menntamál í öndvegi... Við
skiptingu á takmörkuðu opinberu fjármagni kom-
umst við einfaldlega ekki hjá því að forgangsraða í
þágu menntunar, rannsókna og vísinda, ef við vilj-
um ná árangri sem þjóð og bæta kjör okkar á varan-
legum og traustum forsendum.“
Björn Bjamason í Mbl. 15. nóv.
Lenging skólaársins
„Vinna hefur ýmis jákvæð áhrif á mótun persónu-
leika, en einnig neikvæð. Ríkidæmi íslenskra ungl-
inga virðist valda því að þeir taka mun fyrr upp full-
orðinsleiki en unglingar í nágrannalöndunum og
þeir era ekki allir til góðs. Lenging skólaársins mun
því hafa jákvæð áhrif á atvinnuleysi, unglingamenn-
ingu, menntímarstig þjóðarinnar og framleiðni fjár-
muna bundinna í skólamannvirkjum.“
Gunnar Páll Pálsson í Degi-Tímanum 15. nóv.
Dýrkeyptur trassaskapur
„Óneitanlega er það Alþýðuflokknum til nokkurr-
ar hneisu að varðveita ekki arfleifð sína betur en
svo, að á áttatíu ára afmæli skuli ekki einu sinni
vera hægt að nálgast þokkalegan upplýsingapésa um
flokkinn, að ekki sé talað um vandað og gagnrýnið
yfirlitsrit um sögu hans. Þá hlýtur það að standa
jafnaðarmönnum nærri, að stuðla að því að saga
helstu áhrifamanna hreyfmgarinnar sé skráð af
þeim sem best kunna til verka. Trassaskapur flokks-
ins við eigin sögu hefur því miður orðið honum dýr-
keyptur."
Úr forystugrein Alþbl. 15. nóv.