Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1996, Page 19
MANUDAGUR 18. NÓVEMBER 1996
19
Ósóngatið aldrei stærra
Gatið á Ósónlaginu yfir Suðurskautslandinu hefur aldrei verið stærra
síöan mælingar hófust. Það er nú 18 miljón ferkílómetrar að ummáli og
verið óbreytt í sex vikur.
Gatiö á Ósónlaginu hefur teygt sig í norður og er nú
yfir hluta af Suður Atlantshafi og Indlandshafi.
MÆUEININGIN
Þykktin á Ósónlaginu er mæld í Dobson
einingum. Aó meöaltali er hún 300
Dobson einingar.
ÓSÓNLAGIÐ
Ósón ergastegund sem
er myndaó úr þremur
súrefnisatómum.
Ósónlagiö myndar þunna
hlíf sem gleypir í sig
skaölega útfjólublá
geisla. Hvert einasta vor
hverfur Ósónlagiö yfír
Suöurskautslandinu.
Flestir telja þaö vegna
efnamengunnar.
SVONA HLÍFIR ÓSÓNLAGIO
JÖRÐINNI
Ósónlagiö gleypir í sig
skaðlega útfjólublá geisla
sól
1995
■engar tölur
31. október 1996
Ósón mólekúlin klofna vegn
ágangs skaðlegra efnatégundásamkvæmt
því sem flestir vísindamenn segja.
Ósoneyðing:
Ekkert að óttast
Flestir óttast um ósonlagið og
þegar hefur verið gripið til um-
fangsmikilia alþjóðlegra aðgerða
því til bjargar. Sumir efast þó um
að hættan sé raunveruleg og vilja
fara hægar í sakirnar.
Umhverfisverndarsinnar óttast
hnignun ósonlagsins og rekja
hana til efna eins og klórflúor-
kolefna (CFC) og halónefna. Klór-
flúorkolefiii eru meðal annars not-
uð í kæliskápa og úðahrúsa. Fræg-
ast þeirra er efnið freon sem nú er
bannað víða um heim. Halónefiii
eru til dæmis notuð í slökkvitæki.
Þeir óttast að þegar efnin berast
upp í ytri mörk gufuhvolfsins, þar
sem ósonlagið myndar sinn þunna
vamarhjúp (ef allt óson í gufú-
hvolfi jarðar væri þjappað niður
við jörð væri þykkt þeirrar gas-
slæðu einungis þrír miUímetrar),
rugli þau samspil súrefnis og út-
fiólublárra geisla en við það
myndast og eyðist óson. Um sjö ár
tekur fyrir efnin að berast upp í
hæstu hæðir gufuhvolfs jarðar og
það tekur þau um hálfa öld að eyð-
ast. Umhverfisverndarsinnar
segja að á þessum tima skaði þessi
efni ósonlagið og því komist skað-
legir útfiólubláir geislar sólarinn-
ar að yfirborði jarðar.
Meðal skaðlegra afleiðinga þess-
ara útfiólubláu geisla teljast sól-
bruni, augnskemmdir ýmiss kon-
ar og aukin tíðni húðkrabba-
meins. Margir hafa áhyggjur af
því að vistkerfi jarðarinnar verði
fyrir alvarlegum skakkaföllum
vegna þessa.
- segja andstæðingar umhverfisverndarsinna
Viðteknum
skoðunum mótmælt
Gagnrýnendur umhverfissinna
segja að tvennt verði að skoða. í
fyrsta lagi hvort sannað sé að um-
talsverð ósoneyðing eigi sér stað af
mannavöldum og í öðru lagi hvaða
afleiðingar það hefur ef svo er. Þeir
benda á að það hafi verið reiknað út
að ef klórflúorkolefni séu notuð
ótakmarkað í 75-100 ár sé líklegt að
ósonlagið þynnist um fimm til tíu af
hundraði. Fyrir meðalmann myndi
það þýða að umhverfi hans breyttist
líkt og hann flyttist um 80 kílómetra
suður á bóginn. Enn fremur segja
þeir að það séu í raun engar sannan-
ir fyrir þvi að þetta sé að gerast.
Ekkert sanni að til langframa séu
efni eins og klórflúorkolefni að
valda þynningu ósonlagsins. Óson-
lagið er mjög óstöðugt fýrirbæri frá
náttúrunnar hendi. Vitað er að
þykkt ósonlagsins getur sveiílast til
um þriðjung án þess að menn komi
þar nærri. Á níunda áratugnum
gerði Geimferðastofnun Bandaríkj-
anna, NASA, rannsóknir á ósonlag-
inu og samkvæmt þeim eru áhrif
klórflúorkolefiiis á ósonlagið hverf-
andi. Efasemdarmenn um þynningu
ósonlagsins segja að „gatið“ marg-
fræga yfir Suðurskautslandinu sé
bundið við það. Eins og sést á með-
fylgjandi skýringarmynd hefur það
aldrei verið stærra en einmitt nú.
Þeirra skýring á þessu „gati“ er að
hinn langa vetur þar suður frá ná
geislar sólarinnar ekki að skína á
Suðurskautslandið og það veldur
því að ekkert óson myndast. Þeir
segja einnig að veðurfar á suður-
skautinu hindri utanaðkomandi ioft
í að blandast ósonsnauða loftinu og
fylla upp í skarðið.
Hvorir hafa rétt fyrir sér er erfitt
að segja til um. Mannkyninu gæti
reynst dýrkeypt að fara ekki eftir
ráðum umhverfissinna ef þeir hafa
rétt fyrir sér. Ef þeir hafa rangt fyr-
ir sér eru þau hundruð ef ekki þús-
undir milljarða króna sem það kost-
ar að grípa til aðgerða, eins og til
dæmis að hætta að nota freon til að
kæla matvæli, farin í súginn.
Samantekt:-JHÞ
■HHHHHnH
SHHHHHHBHi
SEMENTSBUNDIN
FLOTEFNI
Mest seldu flotefni í Evrópu
n
Gólflaenirhf
Smt^wcgur ?0, SðO Kópásogol
SimaR (SW17AO, 89S «W», Fac 554 W«S
GRIÐARLEG VERÐLÆKKUN Á NOTUÐUM BÍLUMI
BRIMBORG
Faxafeni 8 - Sími 515 7010
. °PÍÖ;
ki9Tda9a
*'■ 12-16
MMC Lancer GLXi ‘91,
ek. 98 þús. km,
silfurgrár, ssk.
Verö 690.000.
I
' BMW518 ‘91, ek. 50 þús. km, dökkblár, p Isuzu Trooper 2,6i ‘91, ek. 96 þús. km, öfcT '-'X
5 g. rauöur, Í1 mwijiii ^ c ’ým.
Verö ssk., 4x4.
1 1.380.000. Verö 1.390.000.
Nissan Sunny SLX station : ‘92, ek. 94 þús. km, vínr., 5 g. Verð J 690.000. l^ðzrZTflTi MMC Pajero GLX ‘91, ek. 109 þús. km, blár, ssk. Verð 1.480.000.
i§jg
Daihatsu ‘ ’f'C'' ~ Citroen
Feroza SXi _ y \ BX19
‘91, ek. 105 -0^ ;í~ ‘90, ek. 86 ~SSRi’!',iS3S^^
þús. km, 5 g., þús. km, T* A fe&j--
I grænn/grár, p-,, ,.. 4 / 5 g., rauður, [
1 4x4. 4x4.
1 Verö 1 650.000. Verö 590.000. IMM&Sím Jf \
Mercedes
Benz19QE
‘88, ek. 144
þús. km,
brúnn, ssk.
Verö
850.000.
Renault 19
‘90, ek. 88
þús. km,
Ijósblár, 5 g.
Verö
490.000.
Lada Samara
1500
‘92, ek. 78
þús. km, 5 g.,
brúnn.
Verð
270.000.
50 BILAR A LÆKKUÐU VERÐI!!!