Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1996, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1996, Side 21
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1996 29 Fréttir Trassað að sækja hross í Oddsstaðaafrétt: Þau hafa það gott í grösugu landi segir Kristján Davíðsson, bóndi á Oddsstöðum „Vissulega þurfa menn aö sækja þessi hross en ég hef ekki nokkrar áhyggjur af þeim, veit reyndar fyrir víst að þau hafa það gott. Þau eru í afrétti hér sem liggur að landinu okkar, í svokaUaðri Lundartungu, og þar er gott og grösugt land,“ seg- ir Kristján Davíðsson, bóndi á Odds- stöðum í Lundarreykjadal, en DV hafði spumir af því að bændur þar í sveit hefðu trassað að sækja hóp hrossa í sameiginlegan afrétt Lund- arreykjadalshrepps og Andakíls- hrepps og að enginn vissi hvernig þeim reiddi af. Kristján segir að þegar hafi verið smalað tvisvar og síðan flogið yfir landið. Til hafi staðið að sækja það sem sást í því flugi en menn hafi ekki sett það í forgangsröð. Menn í sveitinni greinir á um fjöldann, sumir segja að þama séu tuttugu hross en Kristján segir þau vera að- eins sjö. Undir það tekur Jón Böðv- arsson, oddviti Lundarreykjadals. „Eitthvað af þessum hrossum -slapp yfir girðingu eftir að búið var að smala og þau em ýmist utan eða innan heimalands Oddsstaða. Tiðar- farið hefur verið mjög gott að und- anfomu og því ætti ekki að væsa um þau. Ég veit ekki til þess að neinar reglur segi til um það hvenær menn eigi aö vera búnir að sækja hross í afrétt en meðan veðr- ið er ekki verra en þetta hef ég eng- ar áhyggjur. Ég hugsa þó að farið verði að nálgast hrossin á næstu dögum,“ segir Jón Böðvarsson odd- viti. -sv = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 Vírinn settur fastur á endastaurana. DV-mynd ÖÞ Ahrif slyddu og ísing- ar á raflínur mæld Afmælis- tilboi á BK kjúklingi tilefni 2ja ára afmæiis Boston kjúkiings bjóöum við eftirfarandi dúndur kjúklingatilboö: DV, Fljótum: í haust hafa starfsmenn Raf- magnsveitna ríkisins á Sauðárkróki reist þrjár staurasamstæður skammt frá Brúnastöðum í Fljótum. Þessi raflína, sem þó er enginn straumur á, er 220 metrar að lengd og talsvert sterklegri en venjuleg háspermulína enda er hún sett upp til að afla margvíslegra upplýsinga um áhrif veðurs á staura og línu- búnað. Raflinan samanstendur af tveimur þriggja straura samstæðum og einni tveggja í miðjunni. Raflínuvír að mismunandi gild- leika er notaður og á hann - í millimastrinu - eru fest mælitæki. Eiga þau að veita upplýsingar um margvíslegt álag á línunni, ekki síst af völdum slyddu og ísingar en einnig um hitastig og vindstyrk. Nægilegt er að lesa af mælitækjun- um tvisvar á ári. Þessi mæling er ein af 40 slíkum sem framkvæmd er hér á landi og er liður í alþjóðlegu samstarfsverk- efni sem fjöldi þjóða tekur þátt í. Er einn umsjónarmaður með verkefh- inu í hverju landi. Fyrir ísland er það Árni Jón Elíasson á Kirkjubæj- arklaustri. Þess má geta að upphaflega átti að nota gamla línu sem komin var úr notkun til mælinganna í Fljótum. Hún hnmdi hins vegar í októberá- hlaúpinu í fyrra og var því brugðið á það ráð að reisa nýja og styrkja hana sérstaklega með stöngum enda stend- ur línan á þeim slóðum sem ísing hefur oft valdið miklum skemmdum. Guðmundur Hjálmarsson hjá Rarik hafði umsjón með uppsetningu lín- unnar í Fliótum. -öi> Kjúklingabitinn á aðeins Grillaður kjúklingur m/stórum frönskum 99 kr.- 999 kr. Yfir 500 þúsund kjúklingabitar seldir á 2 árum. Tilboðið gildir frá 18.11 - 81.11 1996. íÍSK^ Grensásvegi 5 • S: 588 8585 Essó Blönduósi „Seldist nýja aarnið upp? Nœsta sending verður komin norðurá morgun!a Hvern virkan daga ekur fjöldí bíla frá Reykjavík til Akureyrar, með margskonar farm - allt frá smápökkum til þungavöru. Þar taka bílstjórar FMN, samstarfsaðila Landflutninga-Samskipa, við vörum og pökkum og aka þeim áfram til viðskiptavina um allt Norðurland. dmtningar J SAMSKÍP Skútuvogi 8, Reykjavík. Sírni: S69-8400. Fax: 569-86S7. Afgreiðslutími: Mánudaga-fimmtudaga 8-17,föstudaga 8-16 ARGUS & ÖOKIN /SÍA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.