Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1996, Page 30
38
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1996
Allt fyrir GLUGGANN
Úrval, gæði, þjónusta.
✓ Trérimlagluggatjöld smíðuð eftir máli.
✓ Margar viðartegundir.
✓ Einnig 50 mm álrimlagluggatjöld.
✓ Mikið úrval lita.
Síðumúla 32 • Reykjavík • Sími: 553-1870 / 568-8770
Tjarnargötu 17* Keflavík • Sími: 421 -2061
Glerárgötu 34 • Akureyri • Sími: 462-6685
FÉLAG ÍSLENSKRA STÓRKAUPMANNA
- félag milliríkjaverslunar og vörudreifingar
NIÐURSKURÐUR OG ENDURSKIPULAGNING
í DANSKA VINNUVEITENDASAMBANDINU
Gerö viðræöuáætlana, þróun
kjaramála, sérhæfing og
valddreifing í samtökum
danskra vinnuveitenda er
meöal þess sem Soren B.
Henriksen, famkvæmda-
stjóri Dansk Handel og
Service í Danmörku, mun
fjalla um á hádegisverðafundi
Kjararáös FÍS í Skálanum,
Hótel Sögu, í dag, mánudaginn 18. nóvember,
kl. 12.00.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Þátttökugjaldið er kr. 2.500 meö hádegisverði.
Vinsamlega tilkynniö þátttöku á skrifstofu
félagsins í síma 588 8910.
FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN
Fréttir
Fáskrúðsfjörður:
Trillukarlar vilja
banna dragnótina
DV, Fáskrúðsfirði:
Hreppsráði Búðahrepps barst
nýlega erindi frá smábátasjómönn-
um á Fáskrúðsfirði þar sem þeir
fara fram á við hreppsráð að það
komi á framfæri við rétta aöila aö
Fáskrúðsfjörður verði friðaður
fyrir dragnótaveiðum allt árið, að
lágmarki innan línu sem dregin er
frá Víkurskeri i Kumlasker.
í bréfi til hreppsráðs segja þeir
algerlega óviðunandi að dragnóta-
bátar sópi upp fiski á örfáum
klukkutímum og raski um leið líf-
ríki sjávar með því að draga yfir
uppeldisstöðvar smáfisks.
Hreppsráðið hefur einróma
samþykkt að taka undir ermdi
smábátasjómanna og óskar eftir
því við sjávarútvegsráðuneytiö að
þaö taki þessa beiðni til grerna og
loki Fáskrúðsfirði fyrir dragnóta-
veiði allt árið. -ÆK
Þeir unnu aö breytingunum, frá vinstri: Smári Jónasson, Rarik, Reykjavfk, Jón Pálmason, Rafteikningu i Reykjavík,
og Jón ísaksson, starfsmaöur Rarik á Blönduósi. DV-mynd Örn
Skeiösfossvirkjun í Fljótum:
Miklum breyting-
um lokiö
DV, Fljótum
Endurbótum á ýmsum búnaði í
Skeiðsfossvirkjun, sem hafði stað-
ið yfir frá því um miðjan júlí í
sumar, lauk í síðustu viku. Má
segja að með þessum áfanga sé lok-
ið miklum breytingum og endur-
bótum á stöðvarhúsi, véla- og
taeknibúnaði virkjimarinnar sem
hófst árið 1994. Þrátt fyrir það er
búist við að áfram verði unnið að
endurbótum á eignum virkjunar-
innar á næsta ári.
Að sögn Jóns ísakssonar, starfs-
manns Rarik, sem hafði umsjón
með verkinu, var það einkum
tækni- og stjómbúnaður sem unn-
ið var við í ár. Þannig var lokiö
við frágang rafbúnaðar í stlflu-
garðinum. í aðalstöðvarhús voru
settir tveir stjórnskápar - annar
fyrir vatnsbúskap virkjunarinnar
og hinn fyrir Neðri virkjunina
þannig að nú er unnt að stjórna
henni algerlega úr stöðvarhúsinu
við Skeiðsfoss.
Þá var einnig unnið í tæknibún-
aði í Neðri virkjun, endurbætt
samtengin milli virkjananna og
settur stjórnskápur við vatnsinn-
tak hennar. Að jafnaði imnu 4-6
rafvirkjar við verkið og áætlað er
að kostnaður hafi orðið um 20
milljónir króna.
-ÖÞ
VELDU ÞÆGILEGRIGREIÐSLUMATA
GREIDDU ASKRIFTINA
MEÐ BEINGREIÐSLUM
ATH. Allir sem greiða áskriftargjöldin nú þegar með beingreiðsl-
um eða boðgreiðslum eru sjálfkrafa í potti glæsilegra vinninga!
Allar nánari upplýsingar um beingreiðslu færðu hjá
viðskiptabanka þínum eða DV í síma 550 5000
í beingreiðslu er áskriftargjaldið millifært beint afreikningi þínum í banka/sparisjóði
Heimilistæki hf
18 29" PHILIPS
sjónvarpstæki, að
heildorverðmæti 2.271.600
kr., dregin til heppinna
óskrif enda
DY og Stöðvar 2 fram til jóla
- skemmtileqt
egl
blað fyrir þig