Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1996, Síða 36
44
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1996
Eiga námsmenn fjárhagslega af-
komu sína undir því aö standa
sig vei á prófi?
Rússnesk rúlletta
„Námsmenn mótmæla því
harðlega að hvert einasta próf sé
rússnesk rúlletta þar sem náms-
menn eiga fjárhagslega afkomu
sína undir því að hlekkjast ekki
á.“
Vilhjálmur Vilhjálmsson, form.
Stúdentaráðs, í Degi-Tímanum.
Ummæli
Kvótakerfi á listina
„Bráðum setja þeir kvótakerfi
á listina líka. Ög þá rennur upp
sú sælutíð að maður þarf ekki
lengur að gera út á olíu og striga
heldur lifa af því að selja kvóta.“
Hallgrímur Helgason, í Alþyðu-
blaðinu.
Þeir sem ættu að fara í verkfall
„Gæti einhver útskýrt fyrir
mér af hverju allir eru alltaf í
verkfalli nema þeir sem ættu að
fara í verkfall - verkafólkið?“
Guðmundur Andri Thorsson, i DV.
Morgunhugleiðingar
„Mér finnst allir leiðinlegir á
morgnana. Að vísu hef ég ekki
verið vakandi á morgnana 1 12
ár, hefur þetta breyst eitthvað?"
Rúnar Þór, tónlistarmaður, í
Degi-Tímanum.
Hrokafullt peningafólk
„Ég á ákaflega bágt með að
þola þann hroka sem oft fylgir
þeim sem eiga peninga og halda
að þar með séu þeir merkilegri
en annað fólk.“
Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöf-
undur og viðskiptajöfur, í Al-
þýðublaðinu.
Rútur og stræt-
isvagnar
Fyrsti vélknúni fólksflutn-
ingavagninn var smíðaður árið
1831 af Englendingnum Walter
Hancock. Vagninn var knúinn
gufuvél og rúmaði tíu farþega.
Hann var tekinn í notkun í til-
raunaskyni á leiðinni milli
Stratford og London og hlaut
nafnið Infant. Síðar leysti bens-
ínvagninn sem þýska fyrirtækið
Benz smíðaði gufuvagninn af
hólmi. Sá vagn rúmaði sex til
átta farþega og þar að auki voru
tveir vagnstjórar sem voru utan
við farþegavagninn. Þessi bíll
þróaðist í áttina að því sem við
köllum strætisvagna í dag.
Blessuð veröldin
Rafknúnir strætisvagnar
Fyrstu rafknúnu strætisvagn-
amir voru teknir í notkun 1911.
Rafknúni strætisvagninn er bú-
inn rafmótor sem tengdur er
með straumtrissu í raflínu. Þessi
gerð strætisvagna varð þó fljótt
að láta undan og má segja að
strax eftir síðari heimsstyrjöld-
ina hafi hann horfið af sjónar-
sviðinu. En þáverandi Sovétríki
hófu hann aftur til vegs og virð-
ingar með því að margfalda raf-
línukerfi sitt og enn í dag eru í
Rússlandi tugþúsundir rafknú-
inna strætisvagna. Þessi gerð
strætisvagna hefur á síðari
árum aukið vinsældir sínar og
eru þeir í notkun í nýtískulegri
mynd í ijölmörgum borgum.
Harðnandi frost
Yfir Norður-
Grænlandi er 1035
mb hæð en dálítil
lægð á Grænlandshafi mun hreyfast
austur og síðar suðaustur.
í dag verður til að byrja með
smáél við suðvestur- og vestur-
ströndina en annars úrkomulítið og
víða bjart veður. Frost verður
áfram og fer jafnvel heldur harðn-
andi, viða verður 10 til 14 stiga frost
inn til landsins en 3 til 8 stiga frost
við ströndina.
Á höfuðborgar-
svæðinu verður
austnagola, skýjað
með köflum og ef til vill smáél .
Frost 5 til 9 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 16.19
Sólarupprás á morgun: 10.10
Síðdegisflóð í Reykjavík: 24.45
Árdegisflóð á morgun: 00.45
Veðrið kl. 12 á hádeei í gær:
Akureyri alskýjdð -3
Akurnes léttskýjað -2
Bergstaðir skýjaó -9
rHungarvík léttskýjað -6
kgilsstaðir snjókoma -5
Keflavíkurflugv. léttskýjað -6
Kirkjubkl. léttskýjað -4
Raufarhöfn skýjað -4
Reykjavík léttskýjað -6
Stórhöfði skýjað -4
Helsinki súld 6
Kaupmannah. skýjað 7
Ósló skýjaö 9
Stokkhólmur skýjaö 7
Þórshöfn léttskýjað 0
Amsterdam þokumóða 3
Barcelona alskýjaö 13
Chicago alskýjaó 11
Frankfurt súld 4
Glasgow léttskýjaö 5
Hamborg súld 4
London rigning 9
Los Angeles alskýjaö 14
Madrid skýjaó 9
Malaga léttskýjaó 11
Mallorca skýjað 13
Orlando léttskýjað 17
París skýjaó 4
Róm rigning 17
Valencia léttskýjaó 12
New York heiöskírt 3
Nuuk snjóél -2
Vín skýjaó 13
Washington léttskýjað -1
Winnipeg snjókoma -10
Veðrið 1 dag
Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja:
Get ekki þrætt fyrir golfdelluna
DV, Suðurnesjum:
„Það er engin spuming að al-
menningur hefur mikinn áhuga á
magnesíumverksmiðjunni. Ef af
þessu verður er þetta stórt dæmi á
landsmælikvarða með 11-12 millj-
arða útflutningstekjur á ári. Það
hefur ekkert komið fram sem seg-
ir að þetta geti ekki orðið að vem-
leika. Persónulega tel ég það
miklu líklegra í dag heldur en þeg-
ar við byrjuöum, þá var þetta fjar-
lægur óskilgreindur möguleiki en
nú verður þetta alltaf raunveru-
legra eftir því sem kafað er dýpra
í málið,“ sagði Júlíus Jónsson, for-
stjóri Hitaveitu Suðumesja, sem
hefur verið mikið i fréttum vegna
hugsanlegrar byggingar 30 millj-
arða króna
magnesíum-
verksmiðju við
Sandhöfn sem
er rétt sunnan við Hafnir.
„Ég hef alltaf sagt aö menn hafi
stundum verið fljótir að byggja í
fjölmiðlum alls konar verksmiðjur
og ég vil bíða og sjá þetta verða að
veruleika áður en ég fer að gefa
miklar væntingar. í febrúar á
næsta ári eigum við að sjá hvort
þetta er ekki virkilega arðbært. Ef
það reynist vera tek-
ur við að fjármagna,
fara í hönnun og
byggingu. Ég held og
vona að um þetta
leyti á næsta ári vit-
um við hvort það sé
hægt að byggja verk-
smiðjuna.“
Júlíus segir að hug-
mynd að byggingu
magnesíumverk-
smiðju sé 20 ára göm-
ul. „Það Var síðan
endurskoðað 1985 en
þá strönduðu menn á
ákveðnum atriðum." Júlíus segir
að fyrir 2 árum ákvað Atvinnuþró-
unarfélag Suðumesja og Byggða-
stofnun að athuga hvort forsendur
hafi breyst og
komust að því að
svo væri.
Júlíus hóf störf hjá
Hitaveitu Suðurnesja 1. október
1982 og var þá skrifstofu- og fjár-
málastjóri. Árið 1985 breyttist
starfið í framkvæmdastjóra fjái’-
málasviðs og tók hann síðan við
forstjórastarfinu 1. júlí 1991. „Mér
líkar mjög vel hér. Það er stund-
um mjög mikið að gera enda mik-
ið að fást við. Miðað við að þetta
gangi allt eftir með
verksmiðjuna þá er
tíminn framundan
mjög skemmtilegur."
Júlíus er i nokkram
nefndum og ráðum,
helst má nefna að hann
er stjómarformaður ís-
lenska magnesímnfé-
lagsins hf. og situr í
stjórn Bláa lónsins hf.
Þá er Júlíus varaforseti
Golfsambands íslands.
Júlíus á nokkur áhuga-
mál en efst í huga hans
er knattspyman. Hann
spilaði með Reyni í Sandgerði til
margra ára og er leikjahæsti leik-
maður liðsins frá upphafi. Július
fylgist enn mikið með knatt-
spymu.
„Eftir knattspymuna fór ég í
golfið og get ekki þrætt fyrir það
að ég er með golfdellu." Eiginkona
Júlíusar er Ingibjörg Magnúsdótt-
ir og eiga þau tvö böm saman,
Andreu Mekkin, 14 ára, og Jón
Hallvarð, 13 ára. Ingibjöm átti
eina dóttur áður, Hildi Hrund, 22
ára, og Júlíus átti fyrir Hörpu Rós,
16 ára.
-ÆMK
Maður dagsins
Myndgátan
Mannhundur
Myndgátan hér aö ofan lýsir orötaki.
DV
Megas flytur meöal annars lög af
nýrri plötu.
Sjónleikar með
Megasi
í tilefni þess að Megas er að
gefa út nýja plötu, sem nefhist
Til hamingju með fallið, þá efnir
hann til sjónleika í Listaklúbbi
Leikhúskjallarans í kvöld. Þar
syngur hann eitt og annað af
nýju plötunni og einnig nokkur
eldri gullkom. Megas hefur ekki
komið fram opinberlega á tón-
leikum síðan í vor en margir aö-
dáendur hans hafa beðið eftir
nýrri plötu frá honum. Með Meg-
asi spila Tryggvi Húbner á gitar
Leikhús
og Haraldur Þorsteinsson á
bassa.
Þá verður á þessu Megasar-
kvöldi í Listaklúbbnum boðið
upp á valda kafla úr verki
Megasar, Gefin fyrir drama þessi
dama, sem Qutt hefur verið að
undanfomu f leikstjóm Kolbrún-
ar Halldórsdóttur í Hafnarhús-
inu. Það er leikkonan Sigrún Sól
Ólafsdóttir sem bregður sér í
ýmis gervi í þessu nýja leikverki
Megasar. Megasarkvöldið hefst
kl. 21.
Bridge
Þýski landsliðsspilarinn Nedju
Buchlev (sem hefur hið sérkenni-
lega gælunafn ,,Bubu“) þykir snjall í
úrspilinu. Árið 1994 tók hann þátt í
HM í blönduðum flokki para í Al-
buquerque og komst í úrslitakeppn-
ina. Spilafélagi hans var Andrea
Rauscheid sem spilað hefur í þýska
kvennalandsliðinu. I þessu spili í
keppninni náði Bubu hreinum toppi
sem sagnhafi í fjórum spöðum
dobluðum. Sagnir gengu þannig,
vestur gjafari og NS á hættu:
4 K87652
♦ KG874
♦ Á3
♦ —
* 104
V 53
•f KG9642
* D106
* Á93
«4 —
* 10875
* 987542
* L)G
44 ÁD10962
* D
* ÁKG3
Vestur Norður Austur Suður
3f 4f pass 44
pass pass dobl p/h
Útspil vesturs var spaðafjarki,
Bubu drap á ásinn heima og byrjaði
strax á víxltrompi. Eftir þrjár
lauftrompanir og tvær hjartatromp-
anir var staðan þessi:
4 K8
W KG8
♦ Á3
* —
4 10
* --
4 KG9642
* —
4 —
♦ 10875
* 987
Bubu tók næst slag á spaðakóng-
inn og var ánægður að sjá litinn
falla. Næst var tígulásinn lagður
niður til þess að koma í veg fyrir að
austur gæti spilað sig út á þeim lit
og síðan var hjartakóngurinn lagð-
ur á borðið. Austur gat tekið tvo á
hjarta og laufslag en tíundi slagur-
inn sóknarinnar kom á hjartagos-
ann. ísak Öm Sigurðsson