Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1996, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1996, Page 9
ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 9 Utlönd Stjórnarandstæöingar mótmæla ógildingu kosninga í Belgrad: Lýðræðisbyltingin sem Serbía hefur beðið eftir „Þetta er ekki lengnr kosninga- fundur eða mótmælafundur. Þetta er lýðræðisbylting sem Serbía hef- ur beðið eftir í fimmtíu ár,“ sagði Zoran Djindjic, leiðtogi Zajedno, samfylkingar stjómarandstöðunn- ar í Serbíu, á útifundi i Belgrad í gær þar sem áætlað er að 150 þús- und manns hafi verið saman kom- in. Fólkið var að mótmæla því að stjóm Slobodans Milosevics Serbíuforseta ógilti úrslit í bæjar- og sveitarstjómarkosningum þar sem stjómarandstaðan fór með sig- ur af hólmi. Viðstaddir svöruðu ræðumanni með því að hrópa: „Serbía hefur risið upp, Serbía hefur risið upp.“ Margir mótmælenda köstuðu eggjum að húsakynnum ríkissjón- varpsins og dagblaðsins Politika sem lúta stjóm Milosevics og hróp- uðu slagorð gegn kommúnistum. Djindjic sagði við Reuters frétta- stofuna að mótmælafundurinn end- Mótmæli gegn Serbíuforseta I Belgrad. Sfmamynd Reuter DESEMBERTILBOÐ Fyrir aðeins kr. 7.000 færðu myndatöku af bömunum þínum og eina stækkun, 30x40 sentiipetra innrammaða og 10 jólakort. Að auki færðu kost á að velja úr 10-20 myndum af bömunum, og þær færðu með 50% afslætti frá gildandi verðskrá ef þú pantar strax. Úrvals jólagjöf. Ljósmyndastofa Kópavogs. Sími 554 3020. Örfáir forfallatímar lausir í nóvember og desember. 3 Ódýrir urspeglaði reiði almennings sem Milosevic gæti ekki leitt hjá sér. „Milosevic er heigull. Hann þor- ir ekki að koma fram, þykist ekkert vita,“ sagði leiðtogi stjómarand- stöðunnar. „Við munum áður en yfir lýkur hvetja fólk til að grípa til annarra aðferða, verkfalla í verk- smiðjum og skólum. Ég held að allt sé samkvæmt áætlun,“ sagði Djindjic. Eftir kosningamar fyrir rúmri viku viðurkenndi stjómarflokkur sósíalista úrslitin í fyrstu en hann missti þá meirihluta sinn í mörg- um bæjum og borgum, þar á meðal höfuðborginni Belgrad. En kjör- stjóm ógilti síðan úrslitin í nær öll- um kjördæmun þar sem stjórnar- andstaðan sigraði. Bandarísk stjórnvöld hafa for- dæmt aðgerðir stjórnvalda og full- trúar ESB hafa rætt við stjórnar- andstæðinga. Reuter Veit ekki hvers vegna blóö var í bílnum Ruðningskappinn O.J. Simpson, sem fyrir ári var sýknaður af morði á fyrrverandi eiginkonu sinni og vini hennar, er nú aftur kominn í vitnastúku vegna réttarhalda í einkamáh sem ættingjar Nicole Simpson og Ronalds Goldmans hafa höfðað á hendur honum. Simpson kvaðst í gær ekki geta útskýrt hvers vegna blóð úr Nicole hefði verið á teppi í Bronconum hans og hvers vegna blóð úr honum sjálfmn hefði fundist á morðstaðnum. Hann sagðist hafa verið að slá golfbolta í myrkrinu, farið í sturtu og lesið í rúminu um það leyti sem morðin voru framin. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.