Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1996, Side 19
ÐV
MANUDAGUR 9. DESEMBER 1996
menning
Nick Dodds: Þaö borgar sig að fjárfesta í listum.
List breytir
lífi fólks
Nick Dodds er framkvæmdastjóri
listahátíðarinnar sem haldin er á
hverju sumri í Edinborg í
Skotlandi. Hann hefur verið þar „í
sjö hátíðir", eins og hann orðar það
og undirbýr nú þá áttundu með list-
rænum stjórnanda hátíðarinnar. í
síðustu viku kom hann til íslands
til að halda fyrirlestur á ráðstefnu
um menningu og ferðaþjónustu og
við króuðum hann af stutta stund.
- Hvaða þýðingu hefur hátíðin
fyrir Edinborg?
„Hún hefur komið borginni á
heimskortið. Edinborg er miðlungs-
borg með 400 þúsund íbúa á jaðri
Evrópu. Án listahátíðarinnar og
orðstirsins sem hún hefur aflað sér
á fimmtíu árum held ég að borgin
væri eins og hver annar útkjádka-
bær. En hún er heimsborg og það er
hátíðinni að þakka.
Um það bil hálf milljón gesta
kemur til borgarinnar þessar þrjár
vikur sem hátíðin stendur. íbúa-
fjöldinn tvöfcddast. Við fáum styrki
frá ríki og borg sem mæta fjörutíu
prósentum útgjaldanna, tuttugu
prósent fáum við frá einkaaðilum
en þau fjörutíu sem upp á vantar
koma inn í miðasölu."
Opinberu styrkirnir nema um
tveim milljónum punda, segir hann,
eða um tvö hundruð milljónum is-
lenskra króna, en alls veltir hátíðin
um það bil fimm og hálfri milljón
punda eða tæpum sex hundruð
milljónum íslenskra króna.
- Guð minn góður, hvíslar blaða-
maður agndofa og Nick segir að
bragði:,, Já, finnst þér það lítið? Það
finnst mér líka!“
- Hvað telurðu þá að Listahátíð í
Reykjavík geti gert með 30 milljónir
króna?
„Ég hef séð dagskrá frá henni og
finnst ótrúlegt hvað þið hafið getað
gert, ekki síst í ljósi þess hvað það
er langt hingað frá öðrum löndum
og ferðakostnaður hlýtur að vera
óheyrilegur.
Edinborgarhátíðin hefur komist
langt á því að listamenn langar til
að koma til okkar og taka ekki eins
háa upphæð fyrir að koma fram og
ella. Kannski er það vegna þess
hvað hátíðin fær mikla athygli í
fjölmiðlum víðs vegar, kannski
vegna þess hvað við hugsum vel um
gesti okkar. Ég held að listamenn
séu forvitnir um ísland og marga
langi til að koma hingað til að sjá
landið og myndu lækka verðið þess
vegna. En svo skiptir miklu máli að
þeim líði vel og þeir skemmti sér
vel. Ráð mitt til ykkar er að leggja
áherslu á að hugsa vel um þá sem
koma til ykkar, ekki í peningum
heldur tíma. Við erum með fjölda
manns í því að sinna gestum okkar,
enda vilja þeir koma aftur og aftur.
Það sem ég á við eru einfaldir
hlutir eins og að sækja þá á flugvöll-
inn, koma þeim milli staða, bjóða
þeim í mat, sýna þeim það sem þá
langar að sjá. Þetta hljómar ósköp
hversdagslegt en það er alls ekki
alls staðar hugsað út í svona smáat-
riði. Víðast hvar er þeim bara kom-
ið fyrir á hóteli og ætlast til að þeir
sjái um sig sjálfir. En þeir vilja vera
hluti af hátíðinni, vera með. Lista-
menn sem ferðast víða eru hund-
leiðir á hótellífi og vilja hitta mann-
eskjur.
Annað sem Edinborgarmenn hafa
lært er að það verður að fjárfesta í
listum. Það borgar sig, þó að það
liggi ekki alltaf í augum uppi. Opin-
berir styrkir til okkar eru um tvær
milljónir punda, eins og ég sagði, en
skattar og gjöld sem hið opinbera
innheimtir beint frá hátíðinni nema
mörgum sinnum hærri upphæð.
Nýjustu tölur eru 120 miújónir
punda sem koma inn í skoskt efna-
hagslíf frá hátíðinni! Tvær inn, 120
út, jafnvel stjórnmálamenn skilja
svoleiðis tölur!
Og gróðinn er ekki aðeins efna-
hagslegur. Markmið hátíðarinnar
kemur peningum ekkert við, ekki
heldur ferðamennsku. Aðalmálið er
að skapa lifandi list sem breytir lifí
fólks.
Edinborgarmenn eru sjálfir
stærsti hluti áhorfenda. Hátíðir af
þessu tagi geta ekki lifað án stuðn-
ings heimamanna. Vissulega heyr-
ast gagnrýnisraddir. Það kunna
ekki allir við allan þennan fjölda
ferðamanna á sama tíma. Ekki
nokkur leið að komast um göturnar
fyrir mannþröng! En það er einmitt
það góða við hátíðir, þá gengur ein-
hver í veg fýrir mann!“
19
njjðu verð
I
Litosjónvarp
TVC14
____!r. 26.900 sfgr.
OKDL5TEF
STVS18G
_____lr. 36.900 sfgr.
es Schneider
• IslensHf rexiavarp
• Fullhomin fjarsTpring
• 40 sTöðvo minni
- Sjálfvirh sröövaleifun
• Svefnrofi 15-120 mín.
• flllar aögerðir á shjá
• ScarHengi
TVC21
___lr. 39.900 sfgr.
1X9 KE) L5TEF
• Bloch Line mqndlampi
parsem svarlersvarT
og hvífT er hvíTT
• Nicam Slereo
•íslensOlfexlflvarp
• Rllðr ðögerðiráshjá
• Sjálfvirh srððvðleifun
• 40 sfööva minni
•Tenging fgrir auha háfalara
• SvefnrojllS-120 mín.
• 2Scarf-fengi
• Fullhomin fjarsfpring
TVC281
59.900 sfgr.
£iÍLJiJiyJLJLÁ LJ - 5ÍJVJJ fJLL £ID DD
Hinbolsiieu n land alli: VESTIHUADD: Hljámsýn. AJaaresi. Kauplélag Borgfiiðinga. Borgansesi llgmstnellii. Hellíssandi. Euini Hallgrimsson. MaiH.VISIFim: lalbúl Jónasar búis, Palieksfirði. Póllion. Isaliiii. HOHDDRFAIID: II Sleingiimsfjaiðar. Hólmavik. IIV-Húnielainia.
Hvammsiaoga. II Hónveminga. Blínúuúsi. Skaefirðlsigabúð. Sauðárkróki. IEA. Oalvik. Hljómver. Akureyrl. Onrggl Húsavík. Ilil. Baufarböln. AUSIURFAIID: II Héraisbúa. Egilsslöðjm. (F Vogntirðinga. Vopnafirði. If Héraðsbóa. Seviislirði. If fáskrúðsfiarlai. FáskróðsfiriL (ASK. Diúpavogi.
KASK. Húla Hornalóði. SIIHHIAIII: II Amesinga .HvolsveUi. Uasfelf Hellu. Orvert Selfossi. Radiórás. Selfossi. II Ámesinga. Sellossi Rás. Porláksboln. Brinsnes. Veslmannaeyjom. HFIUAHFS: Halloig. Giindavik. Rallagnavmnusr. Sig. Ingvarssonar. Gaili. Ralmmtli. Hafnarlirli.
Askrifendur fá
aukaafslátt af
smáauglýsingum DV
aW mii// him,
'ir>s0i
%
9-
Smáauglýsingar
550 5000