Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1996, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1996, Page 28
36 MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 1996 * iÁbjjjJj vs) ÁsaJíjjJ---------- Vísindamenn skoða leyndardóma svefnsins: REM-svefn hressir upp á afspilunarkerfi heilans Ekki er sama svefn og svefn. Bandarískir vísindamenn telja sig nú hafa leyst gátuna um hvers vegna heilinn í okkur losar svefninn nokkrum sinnum á nóttu og fer úr djúpum svefni yfir í svo- kallaðan REM-svefn sem einkennist af hröðum augnhreyfingum. Vís- indamennimir telja sem sé að í djúpsvefninum setji heilinn í geymslu það sem muna þarf en að hann þurfi síðan reglulega á REM- svefninum að halda til að hressa upp á af- spilunar- tæki sín. Heilinn sé að því leytinu ekkert ósvipaður myndhausunum í myndhandstækinu okkar sem þurfa hreinsunar við. í tímaritinu New Scientist segir frá Bruce nokkrum McNaughton og samstarfsmönnum hans við Arizona háskóla í borginni Tucson. Þeir rannsökuðu svefn hjá tilraun- arottum með því að setja örsmáar elektróður í heila þeirra. Fylgst var með rottunum þegar þær sinntu ýmsum nauðsynlegum erindum á meðan þær vom vakandi, svo sem að leita matar í völundar- húsi. Einnig var fylgst með þeim eftir að þær sofnuðu. Fyrir tveimur árum skýrðu vísindamenn þessir frá niður- stöðum tilrauna sem renndu stoðum undir þær kenningar að heilinn notaði svefninn til að um- breyta allri taugafrumuvirkni dags- ins í varanlegri minningar. Rann- sóknarhópurinn hafði þá sýnt fram á að á meðan á djúpa svefninum stendur, endurspili heilinn stuttar raðir taugaboðaflutnings frá degin- um og endurtaki þær í sífellu, en á mun skemmri tíma en rauntíma. Taugafrumumar í heilum sofandi rottanna sendu frá sér boð í sömu röð og þær höfðu gert við ákveðnar athafnir á meðan þær vom vakandi. í þetta sinn rannsökuðu visinda- mennirnir hins vegar munstur taugahoðanna á öllum þrepum svefnsins, þar á meðal í REM-svefn- inum. Sem fyrr endurtóku tauga- framurnar munstur sín í djúpa svefninum en í REM-svefninum vom lítil sem engin tengsl við taugaboðin sem framumar sendu frá sér í vöku. „Það er engin fylgni við munstrið sem við skráðum þegar þær vom í völundarhúsinu," segir McNaug- hton. Vísindamenn vita sem er að fólki sem meinað er um REM-svefn geng- ur erfiðlega að læra. Talið er að nið- urstöður rannsóknarhópsins í Tuc- son veiti skýringu á hvers vegna svo sé. í djúpa svefninum, eða hæg- bylgjusvefninum, dregur úr afspil- unarvirkni heilafrumnanna í klukkustund eða svo, rétt eins og af- spilunarmerkið væri að fjara út. En þvi er fljótlega kippt í liðinn ef REM-svefn truflar djúpa svefninn reglulega. Leiddar em því getur að því að REM-svefninn hreinsi eða styrki afspilunarkerfið. Nýbakaðir foreldrar: Leita á náðir gömlu verkaskiptingarinnar Nýbakaðir foreldrar missa ekki einasta svefn með tilkomu litla bamsins heldur taka þeir í stómm stíl upp hefðbundna hlutverkaskipt- ingu kynjanna. Þetta gerist jafnvel á bestu bæjum þar sem hjónin deildu með sér hús- verkum og öðru því sem heimilis- rekstri fylgir áður en bamið kom í heiminn. Það vom tveir breskir sálfræð- ingar, þau Gill Cappuccini og Ray Cochrane sem starfa við háskólann í Birmingham, sem komust að þess- ari niðurstöðu eftir að hafa rann- sakað eitt hundrað hjón sem áttu von á fmmburði sínum. Um tveir þriðju hlutar hjónanna litu svo á að þau skiptu jafnt með sér verkum, hvort sem það var tiltekt, matarinn- kaup eða eldamennska. Cappuccini segir hins vegar að það hafi breyst um leið og bamið var komið í heiminn og móðirin var heima, ýmist í fæðingarorlofi eða í tímabundnu fríi frá vinnunni. „í nær öllum tilvikum varð starf karlmannsins mikilvægara eftir fæöinguna," segir Cappuccini. Hún segir að margir þátttakend- anna í könnuninni hafi haft orð á því hversu mikil breyting hafi orðið á öllu þegar barnið kom í heiminn og því hafi fólkið oft gripið til hefð- bundinna hlutverka karla og kvenna til að reyna að átta sig á hinni nýju stöðu. „Það fer á endanum þannig að konan eyðir mestum tíma með baminu og gerir meirihluta hús- verkanna," segir Cappuccini. Hún segir að karlar sæki oft um stöðuhækkun eftir að hafa eignast barn til að mæta auknum útgjöldum fjölskyldunnar. „Ekki líður á löngu þar til þetta fer að hafa áhrif á allt og lífið verður aldrei samt og áður,“ segir Gill Cappuccini. Flest hjónanna em hins vegar harðánægð með hina nýju skipan mála. Þrýstikaffikönnur eru fallegar á borði og kaffið úr þeim gott en allt bendir til að þetta góða katfi sé ekki að sama skapi mjög hollt fyrir hjart- að. Og óhollara en öðruvísi uppá- helíingur. Hollenskir vísindamenn komust að því að kaffi úr þessum þrýsti- könnum, þar sem kaffikomunum er þrýst niður á botn könmmnar með málmsíu, innihaldi skaðleg eöii sem auki magn kólesteróls og þríglýser- íðs i blóðinu. Efni þessi geta leitt til hjartasjúkdóma, auk þess sem þau hafa áhrif á lifrina. Rob Ugert og félagar hans við Wageningenháskólann segja frá því í breska læknablaðinu að þeir hafi skoðað gamlar skandínavískar rannsóknir sem komust að þeirri niðurstöðu að ketilkaffl yki kól- esterólmagn í blóði. Tvö efni í kaff- inu áttu sök á þessu með því að fjölga ákveðnum ensímum í lifrinni. Vísindamennimir ákváðu að kanna áhrif þrýstikannanna sem njóta mikilla vinsælda um þessar mundir og fengu til liðs við sig 46 heilbrigða karla og konur á aldrin- um 19 til 69 ára. Þátttakendumir vom látnir drekka fimm til sex bolla af sterku kaffl á dag. Helming- urinn kom úr þrýstikönnu en hinn helmingurinn var kaffi sem fór í gegnum venjulega síu. Eftir einn mánuð kom í ljós að lifrarensímið hafði aukist til mik- illa muna hjá þátttakendunum, í sumum tilvikum var það jafnvel 80 prósentum meira en eðlilegt má telj- ast. „Kaffi úr þrýstikönnum jók LDL kólesterólið, sem oft er kallað „vonda kólesterólið", um níu til fjórtán prósent,“ segir í grein Hol- lendingcinna. Þríglýseríðið jókst í fyrstu um 26 prósent en eftir sex mánuði var það komið aftur í eðlilegt horf. Samband er milli mikils magns LDL kólesteróls og þríglýseríðs en um leið og tilraunadýrin hættu kaffiþambinu komst eðlilegt jafn- vægi á. Hollensku vísindamennirnir segja að fólk ætti að hugsa sig um tvisvar áður en það drekkur mjög mikið af þrýstikönnukaffi vegna hinna skaðlegu efna sem komast í gegnum málmsiuna. Sömu efni komast aftur á móti ekki í gegnum pappirssíur og því eykur venjulega uppáhellt kaffi ekki kólesterólmagn- ið. Þrýstikönnukaffi er vont fyrir hjartað Afrískur fiskur með stóran heila Maðurinn hefur fundið ofjarl sinn í afrískri fisktegund þegar súrefiiisnotkun heilans er ann- ars vegar. Heili mannsins notar 20 pró- sent af súrefni líkamans en hjá öðrum dýrum er það allajafha 2 til 8 prósent. Heili umrædd fisks hefur hins vegar þörf fyr- ir 60 prósent súrefnisins. Skýringin á þessu er sú að fiskurinn er með kalt blóð og heili hans er mjög stór, eða 3,1 prósent af þyngd dýrsins. Heil- inn í manninum er aftur á móti aðeins 2,3 prósent líkamsþyngd- ar okkar. Danir fullkomna grip fyrir lamaða Dönskum vísindamönnum við háskólann í Álaborg hefur tekist að beisla tækni sem gerir fólki með lamaða handleggi kleift að þróa með sér næmara grip. Aðferðin felst í því að plat- ínuplata, sem fest er við skyn- taug í lófanum, stillir gripið sjálfkrafa þannig að sjúklingur- inn grípur ekki of laust og hann kremur heldur ekki það sem hann með í lófanum. „Sjúklingurinn okkar þarf ekki alltaf að vera að horfa á hendur sér þegar hann grípur eitthvað,“ segir vísindamaður- inn Andreas Lickel. Agalausir fflar eru stórhættulegir Það em ekki bara afkvæmi okkar mannanna sem þurfa smáaga í æsku til að komast betur áfram í lífinu síðar meir. Fílarnir em á sama báti. Vísindamenn í Suður-Afríku hafa komist að því að þaö hefur slæm áhrif á karlkynsfilskálfa þegar þeir em teknir frá fjöl- skyldum sínum á unga aldri og komið fyrir á verndarsvæðum fyrir villt dýr. Við rannsókn á hópi fila á unglingsaldri, sem hafði staðið fyrir ýmsum ofbeldisverkum, kom í ljós að karldýrin höfðu verið skilin frá foreldrunum í æsku. Hluti þeirra slóst þá í hóp með nashyrningum og ólst upp með þeim. Þegar filamir uxu úr grasi reyndu þeir að maka sig með nashymingunum og réðust síðan á þá. Visindamennimir segja stór- an hluta skýringarinnar vera þann að filamir hafi farið á mis við móðurást, aga og umhyggju í uppeldinu. am

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.