Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1996, Qupperneq 30
38
MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 1996
Fréttir
DV
Eyjaíjörður:
Utgerðarfyrirtæki sameinuð
og frystitogari keyptur
DV, Dalvík:
Stofnaö var 1. desember hér
nyrðra nýtt hlutafélag, BGB hf„
sem mun um áramót yfírtaka eign-
ir og rekstur útgerðarfyrirtækj-
anna Blika hf. á Dalvík og G. Ben.
hf. á Árskógsströnd. Jafnframt hafa
verið staðfest kaup á frystitogara
sem koma á í stað Blika EA 12.
Aðalskrifstofur fyrirtækisins
verða á Árskógsströnd en fisk-
vinnsla verður áfram rekin á báð-
um stöðum og gerðir verða út 4 bát-
ar. Framkvæmdastjóri hins nýja
fyrirtækis verður Þórir Matthías-
son.
Að sögn Ottós Jakobssonar,
framkvæmdastjóra Blika, hafa jafn-
framt veriö staðfest kaup á 430
tonna grænlenskum togara, Nat-
arnak að nafni, og er honum ætlað
að koma í stað Blika EA 12. Nýi
MOSFELLSBÆR
Blaðberl óskast í löndin, Ásana og
Álafossveg. Upplýsingar milli kl. 17 og 20
næstu kvöld í síma 566 8209.
Innrammaðarjólagjafir \
Listaverkaeftirprentanir
Sérverslun m/innrammaðar myndir
eftir íslenska og erlenda listamenn.
ítalskir rammalistar. Falleg gjafavara.
Innrömmunarþjónusta
Fákafeni 9 - Sími 581 4370
Uppboð á lausafjármunum
Eftirtaldar vélar og tæki í eigu Kjörviöar hf. verða boöin upp að Trönu- hrauni 5, Hafnarfirði, þriöjudaginn 17. desember 1996 kl. 10.30 að
beiðni Iðnlánasjóðs:
Tölvustýrö hjólsög Spónpressa
Spónvél Límvals
Keöjubor Bandpússivél
Þykktarhefill Hulsubor/afréttari
Dílavél Fræsari
Súluborvél Bútsög
2 hefilbekkir Málningarsprauta
Loftpressa Loftræstikerfi o.fl.
Vænta má aö greiðsla verði áskilin viö hamarshögg.
Sýslumaöurinn í Hafnarfirði
gæðaframleiðsla á frábæru verði
Hjólbarðaþjónusta|
fegleg vinnubrögð
örugg þjónusta
u„«Sa?s1
Gúmmívinnustofan hf.
Réttarhálsi 2 • Sími 587 5588
Skipholti 35 • Sími 553 1055
• "pv mán. - fösdud. laugardaga
o9X 8:00 -18:00 9:00 -15:00
staögreiöslu-
og greiöslukortaafsláttur 1
og stighœkkandi
birtingarafsláttur
IDV
togarinn verður afhentur 16. janú-
ar og þá þarf að gera á honum smá-
vægilegar breytingar til að uppfylla
kröfur Siglingamálastofnunar en
hann ætti aö verða tilbúinn á veið-
ar um miðjan febrúar. Vélstjóri og
stýrimaður frá Blika eru nú um
borð í grænlenska togaranum til að
kynna sér veiðar og vinnslu.
Þá sagði Ottó að Bliki EA 12
hefði verið seldur til Noregs. Verð-
ur hann afhentur um miðjan febrú-
ar en verður að öllu forfallalausu
gerður út þangað til. Þar sem Nat-
arnak er mun stærri en Bliki þurfti
að festa kaup á Trausta ÁR 313 til
að úrelda á móti. 315
þorskígildistonn fengust með hon-
um.
Ottó sagði að fiskvinnslunni hjá
BGB hf. yrði þannig háttað að
frumvinnsla saltfisksins yrði á Ár-
skógsströnd en síðan yröi hann
þurrkaður og honum pakkað á Dal-
vík. Þá mun skreiðarverkun og
hausaþurrkun verða áfram á Dal-
vík. Jafnframt verða gerðir út Arn-
þór EA 16, Sæþór EA 101 og Borg-
þór EA 116 auk hins nýja togara
sem væntanlega mun fá nafnið
Bliki.
-hiá
Skólakeppni Tónabæjar:
Hlíðaskóli sigraði
Þaö var mikil stemning í hinni
árlegu skólakeppni Tónabæjar
sem haldin var nýlega en þetta er
sjötta árið sem þessi keppni er
haldin. í þetta sinn voru það nem-
endur Hlíðaskóla sem báru sigur
úr býtum og fór verðlaunaafhend-
ing fram í Tónabæ þar sem hinir
sigrihrósandi nemendur Hlíða-
skóla hrepptu farandbikar að
launum. Eftir verðlaunaafhend-
inguna var slegið upp balli þar
Laugalækjarskóli.
í skólakeppni Tónabæjar reynir
á fjölbreytta hæfileika keppenda
enda keppt í eins ólíkum greinum
og spumingakeppni, „hvað er leik-
ið?“ (eða Actionary) og handbolta-
Hljómsveitin Boinleöja hélt uppi dynjandi rokkstemningu eftir aö
verölaunin voru afhent.
DV-myndir Hilmar Þór
sem hin kraftmikla rokk-
sveit Botnleðja hélt uppi
dynjandi fjöri. Ásamt Hlíða-
skóla kepptu Æfingaskóli
Kennaraháskólans, Aust-
Nemendur ur Hliöaskola unnu skolakeppni urbæjarskóli, Álftamýrar-
Tónabæjar sem fór fram nýlega. skóli, Hvassaleitisskóli og
keppni. Hlíöaskóli vann spurn-
inga- og handboltakeppnina örugg-
lega en var í öðru sæti í „hvað er
leikið?" á eftir Æfingaskóla Kenn-
araháskólans.
-JHÞ
Vík í Mýrdal:
Aöventuhátíð og laufabrauðsskurður
DV; Vik í Mýral:
Hin árlega aðventuhátíð Víkur-
prestakalls var haldin í Vikurkirkju
1. desember en það er komin hefð fyr-
ir því að halda hátíðina fyrsta sunnu-
dag í desember. Sungin voru jólalög
og leikskólabörn sýndu helgileik.
Kirkjukórinn söng undir stjórn
Önnu Björnsdóttur við undirleik
Hauks Guðlaugssonar, söngmála-
stjóra þjóðkirkjunnar. Að samkom-
unni lokinni var kveikt á jólatré
Mýrdælinga framan við Víkurkirkju.
Einn af fostum liðum nemenda
Víkurskóla í jólaundirbúningum er
að skera út laufabrauð og var það
gert 2. desember. Sunnlendingar eru
komnir með gott lag á skurðinum þó
hefðin sé ekki ýkja gömul í lands-
hlutanum.
-NH
Börn leikskólans í helgileiknum Bjart er yfir Betlehem. DV-mynd Njör&ur