Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1996, Side 39
I
MANUDAGUR 9. DESEMBER 1996
47
DV
Fréttir
Bændur ósáttir með hve hægt gengur í framfaraátt hjá Bændasamtökunum:
Forystan er ósamstillt
og hana skortir kjark
PHILIPS
GSNI
í ÖLLUM LITUM
39.900
- segir viðmælandi DV
Samkvæmt heimildum DV er
nokkur ólga innan Bændasamta-
kanna þar seffi fjöldi bænda er ósátt-
ur með hversu hægt hefur gengið í
framfaraátt frá því að Búnaðarfélag
íslands og Stéttarsamband bænda
sameinuðust. Þykir mönnum sem
lítið hafl gerst og einfoldunin, skil-
virknin og hagræðingin, sem til hafi
staðið að ná, láti á sér standa. Bóndi
í forsvari í stórri búgrein sagði við
DV að kannski skorti forystumenn
bara kjark til þess að takast á við
þau vandamál sem væru uppi og
taka ákvarðanir sem skiptu máli.
„Málin hafa verið tekin vettlinga-
tökum og þau látin rúlla einhvern
veginn áfram. Það þarf sterk bein til
þess að taka á þessu og því miður
virðist mér forystan ekki vera nógu
samstillt," sagði bóndinn í gær.
Enginn klofningur
„Mín skoðun er sú að bændur
hafi greitt atkvæði um miklu ein-
faldari og skilvirkari yfirstjóm. Það
virðist ekki hafa gengið eftir. Menn
eru kannski missáttir en ég sé ekki
að neinn klofningur sé í aðsigi,“
sagði Guðmundur Lárusson, for-
maður Landssambands kúabænda,
þegar DV leitaði til hans í gær.
Hann sagði að hlutimir yrðu aldrei
í lagi fyrr en hver búgrein bæri
ábyrgð á sinni framleiðslu og sölu
eigin afurða.
Völd og peningar
Annar viðmælandi DV úr land-
búnaðargeiranum sagði að menn
væm fyrst og fremst ekki sammála
um hverjir ættu að ráða. Bæn-
dasamtökin væra annars vegar
byggð upp á búnaðarsamböndun-
um, leiðbeiningarmiðstöðvum vítt
og breitt um landið og hins vegar
búgreinafélögunum. Fundur hafi
verið haldinn með formönnum bú-
greinafélaganna í síðustu viku en
formenn búgreinafélaganna ekki
verið boðaðir. Þeir hafi orðið ósátt-
ir við það og boðað sjálfir til fundar
þennan sama dag í sama húsi.
„Þetta er allt spuming um völd
og peninga. Búnaðarsamböndin eru
að sinna leiðbeiningum heima i
héraði og búgreinafélögin annast
meira markaðsmál og sérmál hverr-
ar greinar. Sérhæfingin er orðin
svo mikil að það er útilokað að reka
þetta allt á einni hendi,“ segir við-
mælandinn og bendir á að bú-
greinafélög svína- og garðyrkju-
bænda séu mjög sjálfstæð og að þau
hafi náð býsna góðum árangri. Þar
geti menn tekið ákvarðanir sjálfir
án þess að þurfa að leita til ótal að-
ila í kerfinu. Sauðíjárbændur séu
hins vegar svo flæktir í félagskerf-
inu að þeim sé ómögulegt að taka
þær ákvarðanir sem þarf að taka.
Stétt í efnahagserfiðleikum eðlilega óánægð:
Höfum vissulega hagrætt
- segir Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna
„Eg vísa því á bug að ekki hafi
neitt verið gert i sambandi við hag-
ræðingima og skilvirknina því við
teljum okkur vera búna að fækka
hér um fimm stöðugildi frá samein-
ingunni. Það kemur mér hins vegar
ekki á óvart að bændastéttin sé óán-
ægð. Allar stéttir sem standa illa
efnahags- og kjaralega eru óánægð-
ar. Hinu má ekki gleyma að við
eram að reyna að veita þjónustu á
ýmsum sviðum og ef menn vilja
halda henni sæmilega öflugri má
ekki skera of mikið niður,“ segir
Ari Teitsson, formaður Bændasam-
taka íslands, við DV.
Ari viðurkennir að togstreita sé á
milli búnaðarsambandanna og bú-
greinafélaganna. Hann segir
Bændasamtökin samanstanda af
þeim báðum og það sé hlutverk
stjómarinnar að stilla saman
strengina. Hann segir engar raddir
heyrast um að menn vilji kljúfa sig
frá samtökunum á einn eða annan
hátt.
„Varðandi sölu- og markaðsmálin
þá spyr ég hvort sauðfjárbændafé-
lögin séu tilbúin til þess að taka á
sig sömu eða svipaðar skyldur og
t.d. svínaræktarfélagið. Félagslega
hefúr það ekki tekist enn vegna
ósamstöðu sauðfjárbænda. Menn
hafi ekki komið sér almennilega
saman um það hvaða vægi félög
sauðabænda eigi að hafa. Sam-
þykktir gera ráð fyrir að gerðir séu
samningar og verkaskipting sé
skýrð í öflum greinum. Það hefur
verið gert hjá svína- og grænmetis-
bændum og verður vonandi í fleiri
greinum áður en langt um líður,“
segir Ari Teitsson.
-sv
Daglegar ferðir
frá Höfn þrátt fyr-
ir hlaupið
DV; Höfn:
„Þetta hefur gengið vonum fram-
ar, enginn útafakstur eða óhöpp ef
frá er talið að einn bill lenti utan í
brúarhandrinu á Fossá í Berufirði.
Þar var fljúgandi hálka og kröpp
beygja að brúnni,“ sagði Júlíus
Guðmundsson, bílstjóri hjá HP og
sonum á Hornafirði.
„Daglegar vöruflutningaferðir
eru milli Hornafjarðar og Reykja-
víkur og hélst sú áætlun þó fara
þyrfti norðurleiðina. Við vorum frá
16 tímum upp í 30 á milli Hafnar og
Reykjavíkur. Voram heppnir með
veður og færð með örfáum undan-
tekningum," sagði Júlíus.
Bílstjórarnir voru sammála um
að það hefði verið heilt ævintýri að
aka norðurleiðina. Fannst jólalegt
að fara um Mývatnssveitina í 30
gráða frosti. 26. nóvember komst
Júlíus á flutningabílnum yfir Skeið-
arársand og hafði á orði að það
hefði verið eins og að koma heim
eftir langa fjarveru, notaleg og hlý
tilfinning.
Heimir Heiðarsson, fram-
kvæmdastjóri og eigandi HP og
sona, sagði að flutningur meö bílun-
um hefði minnkað mikið. Einkum
það sem flutt var frá Höfn og mun-
aði þar mest um fisk af fiskmarkaði
Homafjarðar en þetta væri allt að
komast í lag aftur og fyrsti fiskfarm-
urinn var að fara á þriðjudagskvöld
sl. -JI
Prír bílstjórar HP, Júlíus Guömundsson, Alfgeir Gíslason og Guömundur
Guömundarson. DV-mynd Júlía
Meiðir
sætið þig?
Láttu okkur kippa því
í lag strax
í dag!
Gerum föst
verðtilboð f hvers lags nýsmíði,
breytingar og viðgerðir á inn-
réttingum og yfirbyggingu.
Líttu við og sjáðu hversu
auðvelt er að leysa málið!
Ármúla 34 • Sími: 553 7730
Fasteignamatið hækkar:
Mest hækkun
á Hvolsvelli
„Þó að fasteignamat á eignum úti
um land hækki þá hækka fasteigna-
skattamir ekki meira en sem nem-
ur 2% heildarhækkuninni vegna
þess að úti á landi er álagningar-
stofn fasteignaskatts miðaður við
fasteignamat sambærilegs húss í
Reykjavík," segir Magnús Ólafsson,
forstjóri Fasteignamats ríkisins.
Yfirfásteignamatsnefnd ákvað ný-
lega framreikning fasteignamats
fyrir yfirstandandi ár og hækkar
það á landinu öllu um 2%. Hækkun-
in skiptist misjafnlega á milli lands-
hluta og hækkar mest í þéttbýli í
Eyrarsveit, Rangárvallahreppi,
Stokkseyri og Eyrarbakka, eða um
12%.
Við framreikning fasteignamats
er stuðst við kaupsamninga um
húsnæði og á matið að endurspegla
markaðsverð fasteigna á hverjum
tíma. Ástæða mikiflar hækkunar á
fyrmefndum stöðum er talin vera
bætt atvinnuástand og aukin eftir-
spum eftir húsnæði, t.d. á Hvol-
svefli, en þar eru höfuðstöðvar Slát-
urfélags Suðurlands.
-SÁ
ajunmlak*
J C' p/l VoruHl9
I
Sængur og koddar
Aerelle, hvít sæng 9.424,- kr. stgr.
Aerelle, blá sæng ^öóöjdín 7.524,- kr. stgr.
Heilsukoddi ^909?dín 2.964,- kr. stgr.
Heilsukoddasett 2pk^S39©öícEn 4.560,- kr. stgr.
Hollofil 4 koddi 1.748,- kr. stgr.
Hugsaðu hlýtt . ;
til þinna nánustu - Gefðu ajUUgllaJk
Þekking Reynsla Þjónusta
fálkinn
SUÐURLANDSBRAUT 8 • S: 581 4670
ÞARABAKKA - MJÓDD • S: 567 0100
Umboðsmenn
um allt land