Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1996, Qupperneq 42
50
MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 1996
Afmæli
Hermann Gunnarsson
Hermann Gunnarsson, dagskrár-
gerðarmaður hjá ríkissjónvarpinu,
Rekagranda 3, Reykjavík, er fimm-
tugur í dag.
Starfsferill
Hermann fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp. Hann lauk prófum frá
Ví 1966.
Hermann var blaðamaður og aug-
lýsingastjóri Vísis 1967-69, atvinnu-
knattspyrnumaður í Austurríki
1969, skrifstofumaður hjá Sjóvá og
þjálfari hjá ÍBA á Akureyri 1970,
skrifstofumaður á Skattstofu
Reykjavíkur 1972-77, fréttamaður á
RÚV 1977-85, dagskrárgerðarmaður
hjá Bylgjunni 1986-87 og hjá ríkis-
sjónvarpinu frá 1987. Auk þess var
hann fararstjóri hjá Útsýn og Ver-
öld 1986-91.
Hermann hefur setið í stjóm
handknattleiksdeildar Vals, aðal-
stjóm Vals, aðalstjóm Vemdar og
var formaður Samtaka íþróttafrétta-
manna um skeið. Hann skemmti
með Sumargleðinni í nokkur ár og
hefur sungið inn á ýmsar hljómplöt-
ur.
Hermann var í meistaraflokki
Vals í handknattleik og knattspyrnu
í fjórtán ár, varð íslandsmeistari
nokkrum sinnum og þrisvar marka-
kóngur 1. deildar í knattspymu, lék
tuttugu landsleiki í knattspymu og
fimmtán landsleiki í
handknattleik. Hann var
sæmdur gullmerki Knatt-
spymufélagsins Vals og
hefur hlotið fjölmargar
viðurkenningar og verð-
laun fyrir afrek í íþrótt-
um.
Fjölskylda
Systkini Hermanns
eru Sigrún, f. 11.2. 1948,
húsmóðir í Danmörku;
Ragnar, f. 3.2.1956, blikk-
smiður í Reykjavik; Kolbrún, f. 13.5.
1961, húsmóðir i Kópavogi.
Foreldrar Hermanns: Gunnar
Gíslason, f. 14.7. 1922, vélstjóri í
Reykjavík, og k.h., Björg Sigríður
Hermannsdóttir, f. 27.6.1924, d. 30.4.
1990, húsmóðir.
Ætt
Gunnar er bróðir Jóhanns lög-
fræðings og Guðmundar forstjóra,
fóður Gísla, forstjóra Bifreiða og
landbúnaðarvéla. Gunnar er sonur
Gísla, skipstjóra og hafnsögumanns
í Reykjavík, Guömundssonar, b. á
Amamúpi í Þingeyrarhreppi, Gisla-
sonar. Móðir Gísla skipstjóra var
Guðmunda Guðmundsdóttir.
Móðir Gunnars var Sigríður Jó-
hannsdóttir, sjómanns í Reykjavík,
Níelssonar. Móðir Sigríð-
ar var Þóra, systir Mar-
grétar, langömmu Aðal-
steins Ásbergs Sigurðs-
sonar rithöfundar. Þóra
var dóttir Gamalíels, b. í
Riftúni, Guðmundssonar,
og Ingveldar Þorsteins-
dóttur, b. í Riftúni, Magn-
ússonar. Móðir Þorsteins
var Þuríður, systir Odds í
Þúfu, forfóður séra Gunn-
ars Bjömssonar í Holti.
Móðir Ingveldar var Sig-
ríður Guðmundsdóttir.
Móðir Sigríðar var Ingveldur Þór-
ólfsdóttir, b. í Háeyrarhverfi, bróð-
ur Beinteins, langafa Magnúsar í
Litlalandi, langafa Ellerts B.
Schram, forseta ÍSÍ. Þórólfur var
sonur Ingimundar, b. á Hóli, Bergs-
sonar, ættfoður Bergsættar, Stur-
laugssonar.
Björg Sigríður var systir hins
gamalkunna markvarðar, Her-
manns í Val, og systir Kristbjargar,
móður Kolbeins Pálssonar, lands-
liðsmanns í körfuknattleik, og Vig-
dísar Pálsdóttur, landsliðskonu í
handknattleik. Björg Sigríður var
dóttir Hermanns, trésmiðs í Reykja-
vík, Hermannssonar, b. í Fremstu-
húsum í Dýrafirði, Jónssonar. Móð-
ir Hermanns smiðs var Guðbjörg
Torfadóttir. Móðir Bjargar Sigríðar
var Sigurbjörg, systir Vilhelmínu á
Vatnsleysu, móður skipstjóranna og
aflaklónna Auðunssona. Sigurbjörg
var einnig systir Gísla, foður Steina
box, málningarkaupmanns, og syst-
ir Þorsteins skipstjóra, föður Ingva,
landsliðsmanns í handbolta, foður
Ellenar Ingvadóttur sunddrottning-
ar. Sigurbjörg var dóttir Þorsteins,
útgerðarmanns á Meiðastöðum í
Garði, Gíslasonar, b. á Augastöðum,
bróður Þorsteins á Húsafelli,
langafa Halldórs Jónssonar stjóm-
arformanns, foður Garðars, húsa-
meistara ríkisins. Annar bróðir
Gísla var Guðmundur á Vatnsenda,
afi Páls, afa Páls, fyrrv. veðurstofu-
sijóra, foður Bergþórs óperasöngv-
ara. Gisli var sonur Jakobs Blom, b.
á Húsafelli, Snorrasonar, prests og
skálds á Húsafelli, Bjömssonar.
Móðir Þorsteins var Halldóra Hann-
esdóttir, b. í Norðtungu, Sigurðsson-
ar. Móðir Sigurbjargar var Kristín
Þorláksdóttir, b. á Hofi á Kjalarnesi,
Runólfssonar, b. á Hofi, Runólfsson-
ar, b. á Ketilsstöðum, Magnússonar,
b. á Bakka á Kjalamesi, Hallgríms-
sonar, b. á Bakka, Þorleifssonar.
Móðir Hallgríms var Guðrún Eyj-
ólfsdóttir, b. á Ferstiklu, Hallgríms-
sonar, prests og sálmaskálds í Saur-
bæ, Péturssonar.
Hermann tekur á móti vinum og
vandamönnum á Hótel íslandi í
kvöld, frá kl. 19.
Hermann
Gunnarsson.
Guðríður Steindórsdóttir
Guðríður Steindórs-
dóttir, húsmóðir, kenn-
ari og handverkskona,
Arabæjarhjáleiga í Gaul-
veijabæjarhreppi, er fer-
tug í dag.
Starfsferill
Guðríður fæddist í
Reykjavík og ólst þar
upp og i Kópavogi til
1971. Hún flutti þá á
Sauðárkrók með foreldr-
um sínum en aftur til Reykjavíkur
1975.
Guðríður stundaði nám á Akur-
eyri 1974-75, tók meira- og rútupróf
í Reykjavík 1977 og 1978, stundaði
nám í Loftskeytaskóla íslands
1978-80, hóf nám í öldungadeild
framhaldsskólans í Vestmannaeyj-
um 1986, stundaði nám við öldunga-
deild MH 1987-89 og lauk prófi frá
KHÍ 1993.
Guðríður stundaði ýmis verslun-
arstörf framan af, m.a. hjá foður sín-
um, hjá KEA og HeimÚistækjum í
Reykjavík auk skrifstofu-
starfa. Hún flutti til Vest-
mannaeyja 1980 og vann á
Vestmannaeyjaradíói með
hléum frá 1980-87, dvaldi
á ísafirði hluta árs 1987 en
flutti þá á Reykjavíkur-
svæðið. Loks flutti hún að
Arabæjarhjáleigu 1991.
Guðríður gekk i hand-
verkshópinn á Þingborg í
Hraungerðishreppi 1993
og hefur ritstýrt frétta-
bréfi hópsins síðan 1995.
Fjölskylda
Guðriður giftist 1992 Gunnari
Þorvaldssyni, f. 5.8. 1945, rafvirkja
og rafmagnseftirlitsmanni. Hann er
sonur Þorvalds Guðmundssonar frá
Bryggju í Biskupstungum, f. 25.9.
1900, d. 26.6.1975, og Aðalbjargar Eg-
ilsdóttur, f. 7.9. 1908, d. 8.2. 1994, frá
Galtalæk í Biskupstungum, bænda í
Lambhúskoti í Biskupstungum,
Syðri-Gróf í Villingaholtshreppi og
síðast á Selfossi til dánardægurs.
Börn Guðríðar eru Jóhanna Mar-
ía Elena Matthíasdóttir, f. 11.9.1975,
iðnnemi og húsmóðir í Reykjavík
en sambýlismaður hennar er Amar
Hrólfsson og er dóttir þeirra Guð-
ríðm- Jana; Sunja Gunnarsdóttir, f.
8.5. 1985; Þorvaldur Gunnarsson f.
19.6. 1991; Gunnar Þorbjöm Gunn-
arsson f. 13.6. 1994; Steindór Kári
Gunnarsson f. 13.6.1994 d. 14.6.1994;
Þorlákur Snær Gunnarsson f. 18.6.
1996.
Önnur böm Gunnars: Hafsteinn
Þór, f. 26.6. 1964, verslunarmaður
Reykjavík; Andrea f. 24.11. 1964,
húsmóðir í Innri-Njarðvík en sam-
býlismaður hennar er Sturla Ör-
lygsson og eiga þau þrjú böm;
Brynja, framreiðslumaður á Sel-
tjamamesi, f. 8.12.1965, gift Ásbirni
Morthens og eiga þau tvö böm.
Systkini Guðríðar era Guðrún
Þorbjörg Steindórsdóttir f. 11.12.
1949, d. 15.10. 1988, gift Þorgeiri
Lawrence og eru böm þeirr tvö;
Herdís Bjamey Steindórsdóttir, f.
12.12. 1959, gift Snæbimi Þór Ingv-
arssyni og eiga þau þrjú böm.
Foreldrar: Steindór Marteinsson
f. 6.11. 1923, d. 31.7 1996, gullsmiður
í Reykjavík, og Jóhanna María
Bjamadóttir, f. 16.6. 1919, d. 22.2.
1992, húsmóðir. Þau bjuggu í
Reykjavík, á Sauðárkróki og í Mos-
fellsbæ. Steindór flutti til Guðríðar i
Arabæjarhjáleigu 1995 og bjó þar til
dánardægurs.
Ætt
Steindór var sonur Marteins
Steindórssonar, kaupmanns og bú-
fræðings, og Guðríðar Gísladóttur
frá Oddgeirsbæ í Reykjavík.
Foreldrar Marteins voru Steindór
Jóhannesson, búfræðingur og kaup-
maður með meim, og Guðrún Páls-
dóttir handavinnukona, frá Tuma-
brekku í Óslandshlíð.
Foreldrar Guðríðar voru Gísli
Þórðarson, sjómaður í Reykjavík, og
k.h., Ingibjörg Ólafsdóttir frá Vog-
um á Vatnsleysuströnd.
Jóhanna María var dóttir Bjama
Magnúsar, netagerðarmeistari og
sjómanns á Isafirði, Péturssonar, og
Herdísar Jóhannesdóttur.
Guöríður
Steindórsdóttir.
Matthías Björnsson
Matthias Björnsson, loftskeyta-
maður og kennari, Duggufjöru 12,
Akureyri, er sjötiu og fimm ára í
dag.
Starfsferill
Matthías fæddist á Akureyri og
ólst þar upp. Hann lauk prófi frá
Gagnfræðaskóla Akureyrar 1942, frá
Loftskeytaskóla íslands 1943, lauk
vélstjóranámskeiði á Akureyri 1952,
kennaraprófi frá smiðadeild KÍ1959,
stundaði og síðan frekara réttinda-
nám við KHÍ.
Matthías var til sjós og sigldi á
stríðsárunum, fyrst á íslenskum
togurum en síðan bandarískum
kaupskipum til 1946 og var síðan
loftskeytamaður til sjós og í landi.
Hann stundaði kennslu i Reykjavík,
á Húsavík, við Laugagerðisskóla á
Snæfellsnesi og var síðast skóla-
stjóri við Grunnskóla Mýrahrepps í
Austur-Skaftafellssýslu.
Matthías og kona hans
keyptu jörðina Gíslabæ á
Hellnum í Breiðavíkur-
hreppi og stofnuðu þar
fyrstu ferðaþjónustu á
sunnanverðu Snæfells-
nesi. Þar bjuggu þau í
fjórtán ár og kenndu á
vetrum.
Matthías sat í hrepps-
neínd Breiðavíkurhrepps
í sjö ár og var oddviti
Mýrahrepps í tvö ár er
hann lét af störfum fyrir aldurs sak-
ir. Þau hjónin bjuggu síðan í
Varmahlíð í fjögur ár en fluttu þá til
Akureyrar þar sem þau hafa átt
heima síðan.
Fjölskylda
Matthías kvæntist 6.5. 1951 Fjólu
Guðjónsdóttur, f. 3.5. 1933, húsmóð-
ur og kennara. Hún er
dóttir Guðjóns Guðjóns-
sonar, trésmíðameistara
í Völundi í Reykjavík, og
Guðlaugar Brynjólfsdótt-
ur húsmóður.
Böm Matthíasar og Fjólu
eru Steingrímur, f. 27.8.
1951, vélstjóri í Þorláks-
höfn, kvæntur Maríu
Sallýju Jónsdóttur og
eiga þau þrjú börn; Karl
Valgarður, f. 12.8. 1952,
prestur í Grundarfirði,
kvæntur Sesselju Guðmundsdóttur
og eiga þau þrjú böm; Oddný Soffia,
f. 6.7. 1954, hjúkrunarfræðingur á
Sauðárkróki, gift Stefáni Evertssyni
og eiga þau þrjú börn; Einar Pálmi,
f. 27.12.1955, trésmiður í Reykjavík,
kvæntur Önnu Maríu Jónsdóttur og
eiga þau eitt bam; Guðjón, f. 26.9.
1961, d. af slysförum 2.1. 1969; Inga
Nína, f. 15.7. 1968, fatahönnuður í
Reykjavík, gift Leifi Leifssyni og
eiga þau eitt barn; Stefán Heimir, f.
15.7. 1968, trésmiður í Reykjavík, og
á hann eitt barn.
Systkini Matthíasar: Ásta, f. 4.9.
1918, hjúkrunarfræðingur í Reykja-
vík; Þóra, f. 17.10. 1919, dó í fram-
bernsku; Gerður, f. 22.10. 1920, hús-
móðir í Reykjavík; Harpa María, f.
29.11. 1922, d. 21.10. 1982, húsmóðir;
Grímur Mikael, f. 7.3. 1924, tann-
læknir í Kópavogi; Jakobína Elísa-
bet, f. 15.9. 1927, húsmóðir í Hafnar-
firði; Karl Hans, f. 16.7. 1929, d.
28.10. 1991, kennari.
Foreldrar Matthíasar voru Björn
Grímsson, f. 15.5. 1891, d. 26.3. 1986,
verslunarmaður og einn stofnenda
Söltunarfélags verkamanna og Pönt-
unarfélags verkalýðsins og fram-
kvæmdastjóri þess, og Vilborg Soff-
ía Lilliendahl, f. 15.1. 1888, d. 13.9.
1974, húsmóðir.
Matthías Björnsson.
Tll hamingju
með afmælið
9. desember
75 ára
Helgi Jasonarson,
Jökulgranni 28, Reykjavík.
Guðlaug Guðnadóttir,
Urðum, Svarfaðardalshreppi.
Þórður G. Halldórsson,
Selvogsgmnni 22, Reykjavík.
Sigurður Jónsson,
Hjallabraut 33, Hafnarfirði.
70 ára
Þórir Leifsson,
Miðsandi, Hvalfjarðarstrand-
arhreppi.
Bjami Jónsson,
Holtsgötu 41, Reykjavík.
Nikólina Halldórsdóttir,
Þiljuvöllum 37, Neskaupstað.
60 ára
Hreiðar Grímsson,
Grímsstöðum, Kjósarhreppi.
50 ára
Alfreð Már Alfreðsson,
Strandgötu 20 A, Neskaupstað.
Guðrún Harðardóttir,
Ytri-Lambadal,
Þingeyrarhreppi.
Ómar Sigtryggsson,
Háteigsvegi 19, Reykjavík.
Óli H. Sveinbjörnsson,
Víkurbraut 9, Grindavík.
Þorbjörg Kristjánsdóttir,
Fannarfelli 12, Reykjavík.
Ragnar J. Skúlason,
Þingási 32, Reykjavík.
40 ára
Finnbogi Jakobsson,
Víðihlíð 30, Reykjavík.
Pálmi Ingólfsson,
Hálsum, Skorradalshreppi.
Kristján Þráinsson,
Brávöllum 9, Húsavík.
Margrét Sverrisdóttir,
Tjamarmýri 21,
Seltjamamesi.
Kolbrún Einarsdóttir,
Öldugötu 53, Reykjavik.
Guðbjartur J. Sigurðsson,
Flúðaseli 14, Reykjavík.
Hákon Örn Matthíasson,
Krossholti 8, Keflavík.
Tryggvi Kárason,
Hafsilfri, Raufarhafnarhreppi.
Ingibjörg Ólafsdóttir,
Austurbraut 17, Höfh i Horna-
firði.
Guðný Ágústsdóttir,
Hrannarbyggð 15, Ólafsfirði.
Sigurður Hávarðsson,
Hólsvegi 11, Reykjavík.
Elin Ema Markúsdóttir,
Hæðarseli 8, Reykjavík.
■
&
Askrifendur ;ii§l
fá
’SgS-
aukaafslátt af
smáauglýsingum
DV
q\\t mil/j himins.
trot -sH
Smáauglýsingar
550 5000