Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 13"V 'éttir 26 ára karlmaður sakfelldur af ákæru um kynferðisbrot gagnvart konu: Nauðgun með því að binda konuna við rúm Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt 26 ára Borgnesing, Eyvind Magnússon, í 15 mánaða fangelsi fyrir að hafa nauðgað rúmlega fer- tugri konu í heimahúsi meðal ann- ars með því aö binda annan hand- legg hennar og fót við rúm á meðan hann kom vilja sínum fram við hana. Hann er jafiiframt dæmdur til að greiða konunni 350 þúsund krón- ur í miskabætur og 60 þúsund krón- ur vegna kostnaðar. Þann 22. júní síðastliðinn kom konan á neyðarmóttöku Borgarspít- alans þar sem hún upplýsti að sér hefði verið nauðgað nóttina áður. Við skoðun komu meðal annars í ljós sár og marblettir eftir átök. Einnig kom frcun að hún hafði orð- ið fyrir tiifinningalegu áfalli. í kjölfar þessa var málið kært til lögreglu. Sakbomingurinn var síö- an handtekinn og við yfirheyrslur kannaðist hann við að hafa verið að drekka áfengi með framangreindu fólki í umræddri íbúð um nóttina en hann kvaðst síðan hafa sofnað í herbergi. Er hann vaknaði hefði hann haft sig á brott. í framburði konunnar kom hins vegar fram að þegar húsráðandi fór að sofa heföi maðurinn komið að henni inni í einu herbergja íbúðar- innar, þar sem hún hafði lagt sig, og byrjað að reyna að klæða hana úr buxum. Þegar hún hafi mótmælt hafi maðurinn bundið annan hand- legg hennar fastan við rúmgafl og annan fótinn við fótgafl. Konan kvaðst hafa orðið verulega hrædd en er hún hefði kallað hefði maður- inn gripið fyrir vit hennar þannig að henni lá við köfnun. Maðurinn hafi síðan komið fram viija sínum við hana með því að þröngva henni til samræðis við sig. Eftir þetta hélt ákærði á brott en konan náði að losa sig og gera síðan vart við sig hjá húsráðanda sem þá var sofandi. Hjá lögreglu kvaöst sakboming- urinn ekki muna „eftir þessu“ þeg- ar lýsing konunnar var borin undir hann. Er hann kom fyrir dóm sagð- ist hann síðan vera með „alveg hreina samvisku". Því lengra sem liði frá yrði hann sannfærðari og sannfærðari um það. Fjölskipaður Héraðsdómur Vest- urlands komst að þeirri niðurstöðu að framburður konunnar hefði ávallt verið staðfastur og trúverðug- ur. Framburður mannsins hefði hins vegar ekki alltaf verið skýr hjá lögreglu og hann hefði líka borið við minnisleysi vegna ölvunar. Framburður konunnar væri traust- vekjandi og kæmi einnig heim og saman við rannsókn læknis á áverkum hennar. Einnig þótti fram- burður húsráðandans fyrir dómi styðja frásögn konunnar. Með hlið- sjón af þessu var maðurinn sakfelld- ur. Hann hefur áfrýjað dóminum til Hæstaréttar. -Ótt Starfsafmæli Danadrottningar: Forseti meðal Forseti íslands, Ólafúr Ragnar Grímsson, og kona hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, munu ásamt öðrum þjóðhöfðingjum Norðurlanda taka í þátt í hátíða- höldum sem efnt verður til í Dan- mörku í næstu viku. Tilefhi hátíð- ahaldanna er að aldarfjóröungur er þá liðinn síðan Margrét II varð drottning Danmerkur. HátlftnrhnlHín rniinn { Islands gesta höU Kristjáns VII, í þinghúsi og ráðhúsi Kaupmannahafnar. Einnig verður sérstök hátíðasýn- ing í Konunglega leikhúsinu. Þá verður opnuð sýning í danska þjóðminjasafhinu sem tileinkuð er Margréti I og Kalmarsambandinu en í ár verður þess minnst að 600 ár eru liðin síðan Norðurlönd öU voru sameinuð í Kalmarsamband- ið. -RR Iðnaðarráðuneytið styrkir tónlistarlíf um 400 þúsund krónur: Vil skilgreina tónlist sem iðnað - segir Finnur Ingólfsson viðskipta- og iðnaðarráðherra „Ég vU hætta að líta á tónlist sem list heldur líta á hana sem hluta af atvinnu- lífinu í landinu. Þessi styrk- ur er tU merkis um það að ráðuneytið lítur á tónlistar- sköpum með þessum hætti,“ segir Finnur Ingólfs- son iðnaðarráðherra en ráðuneyti hans hefur ákveðið að styrkja íslenskt tónlistarlíf með 400 þúsund krónum. Að sögn ráðherr- ans er það tónlistarmanna að ákveða hvemig pening- unum verður varið. Finnur leggur áherslu á að meðal stórþjóða heims- ins sé mikil áhersla lögð á vöxt og viðgang afþreyinga- riðnaðar í heUd sinni og tel- ur hann íslendinga eiga mikla möguleika á því sviöi á alþjóðlegum vettvangi. „Sem dæmi má nefna að árið 1994 velti tónlistariðn- aðurinn í heiminum um 2450 miUjörðum í íslensk- um krónum. „Á sínum tima setti ég á fót neftid sem á að koma fram með tiUögur um hvemig megi betur styðja Finnur Ingólfsson iönaðarráöherra: „Ég vil hætta aö líta á tónlist sem list heldur lita á hana sem hluta af at- vinnulífinu í landinu." við tónlistariðnaðinn. í þá nefnd fékk ég tU liðs við okkur í ráðtmeytinu aðUa úr „tónlistariðnaðinum" og menntamálaráðuneytinu. Sú nefnd er enn að störf- um,“ segir Finnur. Ráðherrann bendir á að þrátt fyrir smæð íslenska tónlistarmarkaðarins sé verið að gefa út vel á annað hundrað plötutitla á íslandi á hverju ári. „Það er ljóst að tónlistarsköpun hefur margvisleg margföldunará- hrif út í atvinnulífið í hefid sinni, hún skapar verkefni fyrir hljóðver, margmiðlun- arfyrirtæki og skemmti- staði svo einungis fáein dæmi séu nefnd. Það er hins vegar nauðsynlegt fyr- ir íslenska tónlistarmenn að sækja meira út á erlenda markaði. Tónlistarmenn eins og Björk hafa sýnt að þetta er vel mögulegt og það er nauðsynlegt að skapa þessum aðUum sambæri- lega samkeppnisstöðu og er- lendir keppinautar hafa,“ segir iðnaðarráðherra að lokum. -JHÞ M. Hreinlætistæki: Villeroy & Boch, Sphinx og Ifö — varahlutaþjónusta. Helgartilboð: Sturtusett og hitastillt blöndunartæki 25% afsl. Hörpumálning, Blöndunartæki: Hin heimsþekktu Grohe blöndunartæki í miklu úrvali - varahlutaþjónusta. METRO - N0RMANN _ Verkfæri, skúfur, naglar og flest fyrir smiöina. Hallarmúla 4. sími 553 3331 alla daga til kl. 21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.