Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 tikhús Leikfélag Reykjavíkur hundrað ára: Erfitt að halda alltaf byr í seglum í listgreinum - segir Vigdís Finnbogadóttir, formaður afmælisnefndar „Reykjavík verður menningar- borg Evrópu árið 2000 og það er mikil fjöður í hattinn fyrir þennan höfuðstað að eiga þessa virðulegu öldnu listastofnun sem Leikfélag Reykjavíkur er,“ segir Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrum forseti og for- maður afmælisnefndar Leikfélags Reykjavíkur, sem er eitt hundrað ára í dag. Vigdís var leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur í átta ár, frá 1972-1980, og hefur afskaplega sterkar taugar til þess síðan. Hátíðamefndin, sem er skipuð heiðursfélögum Leikfélagsins ásamt leikhúsráði hefur unnið að dag- skránni í tvö ár. Heiðursfélagar eru auk Vigdísar Sveinn Einarsson, Jón Sigurbjörnsson, Baldvin Tryggva- son, Halldór Laxness og Steindór Hjörleifsson. Auður Laxness situr fundi nefndarinnar fyrir hönd Hall- dórs Laxness. í nefndinni sitja fyrir hönd leikhúsráðs Örnólfur Thors- son, Þórhildur Þorleifsdóttir, Þor- leikur Karlsson og Páll Baldvin Baldvinsson. Leikfélag Reykjavíkur var stofn- að mánudaginn 11. janúar 1897. í til- efni afmælisins verða tvær frum- sýningar. Á fimmtudag var leikritið Dómínó eftir Jökul Jakobsson frum- sýnt og í kvöld verður leikritið Fagra veröld eftir Karl Ágúst Úlfs- son frumsýnt en það er samið í kringum Reykjavíkurljóð Tómasar Guðmundssonar með tónlist eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Sérstök hátíðardagskrá verður á sunnudags- kvöldið í Borgarleikhúsinu. Eingöngu íslensk verk Á afmælisárinu verða eingöngu sýnd íslensk verk, svo til öll frum- flutt nema Domino. Efnt var til leik- ritasamkeppni á afmælisárinu og 24 verk bárust. í tilefni 100 ára afmæl- is Leikfélags Reykjavíkur hefur ver- ið gefið út frímerki með mynd af Stefaníu Guðmundsdóttur og gömlu Iðnó. Einnig hefur verið gefið út dagatal ís- landsbanka. í haust kemur út saga Leikfélags Reykjavíkur í 100 ár með fjölda mynda. Höfundar ritsins eru sagnfræðingarnir Þórunn Valdi- marsdóttir og Eggert Þór Bern- harðsson. í Borgarleikhúsinu verð- ur einnig sýning á afmælisárinu í bílakjallara leikhússins þar sem hægt verður að fara í ævintýra- ferð og skoða minningar um list leikhússins. Sýningin verður opnuð í dag. það sé bjargfastur vilji til þess að lyfta sér yfir þetta óheppilega tíma- bil í sögu þess. Það koma erfiðir tímar í öllum listastofnunum sem ég þekki og síð- an Islendingar njóta virð- ingar Frá sýningu LR Ragnarsson. í lönó á Saumastofunni eftir Kjartan Að sögn Vigdísar njóta ís- lendingar mikillar aðdáun- ar og virðing- ar fyrir hæfi- leika- ríkt leik- húsfólk og marg- ir erlend- ir gestir sækja leiksýn- ingar hér á landi. „Leiklist á íslandi er mjög sterk og stendur jafhfætis því sem ágætast er annars stað- ar. Þessir yndislegu litlu leikhópar eru ekki hvað síst góðir og ég held að þessi áhugi tengist sagnaarfi okkar íslendinga þvi við höfum mjög gaman af því að hlusta á sögur og segja sögur,“ segir Vigdís. Erfiðleikar til að sigrast á þeim Þegar Vigdís horfir til stöðu Borg- arleikhússins segir hún að hún sé nú um stundir heldur dapurleg en að erfiðleikar séu ekki til neins annars en að sigrast á þeim og lyfta sér yfir þá. „Mér dettur ekki annað í hug en að Borgarleik- húsið eigi aftur eftir að rísa. Stoðir Borg- arleikhúsins kunna að svigna ef mikið er álagið en þær brotna aldrei. Ég sé ekki betur en að verður brautargengið betra. Það er mjög erfitt að halda alltaf byr í seglum í listgreinum," segir Vigdís. Vigdís óskar eftir því að listinni verði veitt meira fé og að stutt sé betur við bakið á Borgarleikhúsinu. En hún bendir einnig á að alls stað- ar í heiminum hafi það tekið ákveð- in ár að aðlagast nýjum aðstæðum. Hjarta borgarinnar „Borgarstjóri sagði sjálfur að Leikfélag Reykjavíkur væri hjarta borgarinnar og yrði það alltaf. Ég fagnaði því mjög og fannst hún vel víðsýn og hafa næman skilning þeg- ar hún sagði þetta,“ segir Vigdís. Vigdísi þykir mjög vænt um Borgarleikhúsiö enda upplifði hún árin í Iðnó þegar verið var að safna fé til byggingar hússins. „Þegar Leikfélagið var 50 ára var Þjóðleikhúsið búiö að standa hálf- byggt á Hverfisgötunni og allir höfðu þráö að komast úr þessu gamla húsi sem Iðnó var. Það varð mikil blóðtaka hjá Leikfélaginu þeg- ar Þjóðleikhúsið var tekið í notkun og við lá að LR yrði lagt niður. Upp úr 1950 tóku nokkrir yngri leikarar þá ákvörðun að halda áfram að leika í Iðnó og áttu gott liðsinni margra þeirra eldri. LR var rekið af hugsjón og framsýni um að það væri rúm fyrir tvö leikhús í Reykja- vík. Það finnst mér aðdáunarvert framtak,“ segir Vigdís. Sjálfboðavinna í Iðnó Leikarar Leikfélags Reykjavíkur unnu til að byrja með í sjálfboðavinnu og höfðu önnur störf á daginn. Það kom að því að leik- „Mér dettur ekki annað í hug en að Borgarleik- húsið eigi aftur eftir að dafna og blómstra í framtíð- inni,“ segir Vigdís Finnboga- dóttir. hússtjóri var ráðinn til leik- hússins og leik- arar fastráðnir. Fyrsti leikhús- stjórinn var Sveinn Einars- son. Þarna stigu margir öndvegis- leikarar þjóðarinnar sín fyrstu skref á sviði. . „Þegar ég var leikhús- stjóri Leikfélagsins var ver- ið að berjast við að komast í hús en Leikfélagið var eins og Grámann í garðshomi. Fjárhagur- inn hefur oft á tíðum verið erfiður hjá Leikfélaginu en það er iöulega raunin hjá leikhúsum. Menn stíga yfirleitt yfir þannig erfiðleika og slíkt gleymist en listaafrekin sitja eftir," seg- ir Vigdís. Andinn qóðurí Iðnó „Andinn var afskaplega góð- ur og sam- heldnin mikil í Iðnó. Ef ekki eru mikil áföll þá er andi í leikhúsum yfir- leitt góöur. Leikarar vinna saman sem einn maður og róa í eina átt. Svo getur hann hvesst svo á norðan og menn kalið en þá eru orkan og styrkurinn ekki eins mikil og menn verða sárir og móðir,“ segir Vigdís. Vigdís segir að listamennimir í Iðnó hafi verið sannkallaðir töfra- menn en þeim tókst alltaf að leyna því að þar var ekkert sviðsrými. Markmiðið var mjög snemma að byggja hús og húsbyggingarsjóður var stofnaður árið 1953. Það var öll- um tiltækum ráðum beitt, efnt var til happdrættis, skrúðgöngm* gengn- ar og borgarbúar ákallaðir. Síðan var tekið upp á því að halda mið- nætursýningar í Austurbæjarbíói til að afla tekna. Ár eftir ár þyrptist þangað fólk eftir síðustu bíósýning- ar. Miðnætursýningarnar voru mjög skemmtilegar, að sögn Vigdís- ar, en þangað komu yfirleitt tvær kynslóðir. Safnað í tuttugu ár „I gegnum byggingarsjóðinn safn- aðist heilmikið fé. Að tuttugu árum liðnum var byrjað að teikna Borgar- leikhúsið. Þá vom komnar á við- ræður við borgina um að leikhúsið skyldi rísa og gerður var stofnsamn- ingur. Fyrstu skóflustunguna tók Birgir ísleifúr Gunnarsson, sem þá var borgarstjóri, og ég undirritaði stofnsamninginn þar sem ég var þá leikhússtjóri. Á meöan þessi ár voru að liða var tíminn lengi að líða og draumurinn fjarlægur. Þegar ég stóð við sviðið þegar búið var að steypa í kringum það trúði ég ekki í hjarta mínu að ég myndi nokkurn tíma fá að upplifa að sjá húsið ris- ið,“ segir Vigdís. Það liðu síðan fimmtán ár þangað til húsið var fúllklárað og hægt var að taka það í notkun. Að sögn 'Vig- dísar hafa Iðnó og BorgarleikhuSið hvort sinn karakter. „Borgarleikhúsið er nýtískulegra og aðstæður rýmri fyrir listamenn- ina sjálfa. Það er aðalatriðið að listamennimir séu glaðir og ánægð- ir og þess vegna hryggir það riiíg þegar áfoll dynja á listgreinum því mér finnst að við verðum ætíð aö umgangast listir okkar og sköpun- argetu af virðingu og væntumþykju. Það væri mikill sjónarsviptir ef list- imar yrðu teknar frá okkur,“ segir Vigdís. -em Núna standa yfir sýningar í Borgarleikhúsinu á leikritinu Ef væri ég gullfiskur eftir Árna Ibsen. r.... Verðhönnun 9 /1 1 99 7 hl. U.00 Fákafeni Hagkaup Skeifunni Bónus Kópavogi Lambakótilettur 667 kr/kg 730 kr/kg Ekki til Svínalundir 1.379 kr/kg 1.549 kr/kg Ekki til Ný lambalæri (ófrosin) 610 kr/kg 795 kr/kg Ekki til

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.