Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Blaðsíða 29
Fyrir tæpum þremur árum renndi Zoran Djindjic sér á skíðum niður fjallshlíðamar við Pale, aðal- bækistöð Bosníuserba. Djindjic kvaðst hafa farið til Pale í Bosníu til að lýsa yfir stuðningi við þegna bosnísk-serbneska lýðveldisins. Hann sat átta klukkustundir á her- ráðsfundi með hinum öfgasinnaða serbneska leiðtoga, Radovan Kara- dzic. Mörgum þykir þess vegna undar- Erlent fréttaljós á laugardegi hægri, segir Djindjic vera sam- viskulausan lýðskrumara. Það þurfi samt ekki endilega að vera slæmt. „Hann er hentistefnumaður. Og það er kannski það sem við höfum þörf fyrir.“ Djindjic stóð sig vel í námi í há- skólanum í Belgrad. Hann tók þátt í ýmsum mótmælaaðgerðum stúd- enta. Árið 1974 barðist hann fyrir stofnun stúdentafélags sem yrði óháð Kommúnistaflokknum. Djindjic var handtekinn og dæmdur í nokkurra mánaða fangelsi. Þegar Djindjic hafði afplánað refsingu sína fékk hann styrk til náms í Þýskalandi. Hann kom heim 1979, ári fyrir andlát Titos, og fór að Vuk Draskovic, Vesna Pesic og Zoran Djindjic fyrir framan vagn meö brúðu í líki Milosevics Serbíuforseta í fanga- búningi. Símamynd Reuter Serbnesku stjórnarandstöðuleiðtogarnir Zoran Djindjic og Vuk Draskovic spjalla saman í mótmælagöngu. Símamynd Reuter legt að nú skuli Zoran Djindjic vera ein stærsta von manna um lýðræði í Serbíu. Hann er nefnilega sá sem verið hefur heilinn á bak við barátt- una gegn Slobodan lyiilosevic Serbíuforseta undanfarinn mánuð. Djindjic er kominn í fremstu röð hinna sundurleitu gagnrýnenda kerfisins. Svartir bolir og Bossjakkar Þokkalegt útlit, þægileg rödd, svartir rúllukragabolir og Bossjakk- ar þykja ekki hafa spillt fyrir á leið Djindjics á toppinn. Hann gæti verið rétti maðurinn til þess að ýta Serbíu inn í nútím- ann og losa hana við timburmenn- ina eftir of mikla þjóðemishyggju og kommúnisma. En það þykir þó ekki víst. Djindjic er 44 ára gamall heim- spekiprófessor sem varð kaupsýslu- maður og síðar stjórnmálamaður. Hann talar um lýðræði, mannrétt- indi og efnahagsumbætur á þann hátt að hann gæti verið stjómmála- maður í hvaða evrópsku landi sem er. Dularfullur og ískaldur hentistefnu- maður Vinir hans segja hann hins vegar dularfúllan og ískaldan hentistefhu- mann. Eitt sinn var hann anarkisti. í september síðastliðnum hélt hann kosningaræður fyrir flokk Kara- dzics. Djinjdic er sagður vera alls staðar og hvergi í stjórnmálunum. Desimir Tosic, einn af stofnend- um Lýðræðisflokksins, sem yfirgaf flokkinn þegar hann tók stefnu til Sjálfur viðurkennir Djindjic að skipta oft um skoðanir. Á námsár- unum á áttunda áratugnum var hann anarkisti. Hann gerðist frjáls- lyndur á níunda áratugnum. í upp- hafi þessa áratugar varð hann þjóð- emissinni en nú er hann orðinn lýðræðissinni. „Ef þú sækist eftir heiðarleika skaltu fara í kirkju," segir Djindjic. Andstæðingarnir hrifnir af honum Þrátt fyrir allar sveiflumar virð- ast andstæðingar Djindjic í stjórn- málum vera hrifnir af honum. „Hann er svo aðlaðandi," segir Ljubisa Ristic, formaður Sameinaða vinstriflokksins, sem er í bandalagi við Milosevic og skotmark stjómar- andstæðinga. kenna við háskólann í Novi Sad. Skellti sár fljótt til hægri Árið 1990 stofnuðu Djindjic og ell- efu aðrir Lýðræðisflokkinn. Ári seinna hófu Milosevic og fjandmað- ur hans, Franjo Tudjman Króatíu- forseti, stríð í Króatíu. Um mitt ár 1992 hafði Serbíuforseti breitt strið- ið út til Bosníu. Djindjic skipti um skoðun þegar þjóðernishyggjan fór að herða að um of í Júgóslavíu. Hann skellti sér til hægri ótrúlega skjótt. Árið 1993 breytti Djindjic stefnu Lýðræðisflokksins þannig að hún speglaði nýjar skoðanir hans. Hann studdi ekki lengur sjálfstæðishar- áttu Kosovos. Flokkurinn hvatti samt sem áður til aðgerða sem áttu að takmarka barneignir Albana sem voru í meirihluta. Flokkurinn krafðist jafnframt þjóðaratkvæða- greiðslu um endurreisn konung- dæmis i Júgóslavíu. Karadzic og aðrir öfgasinnaðir þjóðemissinnar studdu þá kröfu. Lýðræðisflokkur- inn krafðist þess einnig að allir Serbar sameinuðust í einu ríki. Þessi atriði em enn hluti af stefnu- skrá flokksins. Dansa eftir dyntum forsetans Vinir Djindjics og andstæðingar hans sömuleiðis telja að sveiflur hans í stjórnmálunum séu háðari Milosevic en sannfæringu hans sjálfs. Sumir útskýra þetta sem sál- fræðilegt vandamál sem er einkenn- andi fyrir serbneska stjómarand- stæðinga. Sfðustu sex árin, eða frá því að vísir varð að fjölflokkalýðræði í Júgóslavíu, hefur stjómarandstað- an nær eingöngu skilgreint sjálfa sig út frá sambandinu við Milos- evic. Stjórnarandstæðingarnir dansa eftir dyntunum í forsetanum. Sagt er að í stað þess að berjast fyr- ir einhverju séu þeir bara á móti forsetanum. Politiken, Washington Post. Karatedeild HK Karatefélag Vesturbæjar Símar: 555-3435 og 555-3436 KARATE Revkjav?k Reykjavik-Vesturbæ Byrjendanámskeið eru að hefjast!!! Unglingaflokkar Fullorðinsflokka Barnaflokkar frá fimm ára Velkomín á vornámskeið Bibliuskólans: • ALFA - námskeiðið Fjallað um gmndvallaratriði kristinnar trúar. • Frá Lúther til upplýsingar Stiklað verður á stóm í kirkjusögu seinni alda, frá Lúther til loka 18. aldar. • Samskipti hjóna og sambandið við Guð Fjallað um styrkingu sambandsins og eflingu trúarlega þáttarins i hjónabandinu. • Boðun trúar með hjálp sjónhverfinga Fjallað um hvernig noia má sjónhverfingar lil að ná athygli barna og unglinga. • Boðun trúar og töflumálun Hvernig nýta má töflu og málningu við boðun trúarinnar. • Samkynhneigð og kristin trú Textar Biblíunnar, ábyrgð kirkjunnar, sálgæsla samký'nhneigðra, fyrirspumir og umræður. Getur breyting orðið á kynhneigð fólks? • Leiðtogi í mótun Fjallað um hlutverk leiðtoga og forsvarsfólks í kristilegu starfi. • Fjallræðan Á námskeiðinu verður heildarbygging og áhersluatriði Fjallræðunnar skoðuð. Biblíuskólinn við Holtaveg Holtavegi 28, Reykjavík, simi 588 8899, fax 588 8840 LEITIÐ NÁNARI UPPLÝSINGA! FÁIÐ SENT FRÉTTABRÉF BIBLÍUSKÓLANS! Eða íinniö okkur á netinu: www.5peQdo.is/Bibliuskolinn.html

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.