Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Blaðsíða 13
DV LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997
13
íslenskur kokkur á hóteli í Kuala Lumpur:
Stoltur af því að
vera víkingur
- segir m.a. í dagblaði um Gunnar Smára Einarsson
„Hann er stoltur af því að vera
víkingur og geta sem kokkur sagt
fólki frá matarvenjum forfeðra
sinna,“ segir m.a. í grein í dagblaði
í Malasíu
sem DV barst
í hendur.
Greinin er
um íslenskan
kokk, Gunn-
ar Smára
Einarsson,
sem starfar á
hóteli í borg-
inni Kuala
Lumpur.
Gunnar
lýsir
hvernig
sviðahausar
verða til og
hvernig við
borðum svið
á þorrablót-
um.
„Við borð-
um kinnar,
tungur, eyru
og augu, svip-
að eins og þið
í Malasíu
borðið augun
af karrífisk!"
segir Gunnar
Smári í
greininni.
Greint er frá
fleiri matar-
venjum ís-
lendinga, s.s.
eins og
hvemig há-
karl er framreiddur. Gunnar
Smári segir allan þennan holla
mat gera það að verkum íslending-
ar lifi lengur en flestir aðrir jarðar-
búar.
Hann er sagður tala ensku,
dönsku, sænsku og norsku
reiprennandi og geta bjargað sér í
frönsku, þýsku og einu tungumála
Malasíubúa. Fyrir utan matarlist-
ina eru áhugamál hans sögð lestur
góðra bóka
og fluguveið-
ar.
Gunnar
Smári er
fæddur
Reykvíking-
ur og sam-
kvæmt
greininni
nam hann
kokkafræðin
þar. Á veit-
ingastað í
Reykjavík í
eigu Rikki
Chan er
hann sagður
hafa kynnst
ástinni, Ang-
elu Chan frá
Malasíu,
frænku eig-
andans. Sam-
an fóru þau
til heima-
lands hennar
en áður
hafði Gunn-
ar Smári
starfað á
þekktum
veitingahús-
um í Kaup-
mannahööi,
m.a. á
Grouften þar
sem Margrét
Danadrottning snæðir reglulega.
„Eftir kalda loftið á íslandi kom
rakinn og hitinn í Malasíu honum
í opna skjöldu en hann er að venj-
ast aðstæðum," segir í lok greinar-
innar um Gunnar Smára Einars-
son. -bjb
Gunnar Smári Einarsson, kokkur f Kuala
Lumpur. Um hann er fjallaö í dagblaöi einu í
Malasíu þar sem hann starfar á hóteli í Kuala
Lumpur.
p
Innkaupaferð í stórmarkaðinn:
*kviðsljós
ik
Nick Nolte eins og
flækingur til fara
Leikarinn Nick Nolte lét eitt sinn
þau orð falla að hann færi nú
sjaldnast troðnar slóðir. Alveg lauk-
rétt hjá honum, ef marka má hvem-
ig karlinn var klæddur þegar hann
fór að kaupa sér í matinn í stór-
markaðinum sínum í Los Angeles.
Útgangurinn á Nick var slikur að
hæglega hefði mátt rugla honum
saman við flækinginn sem hann lék
í myndinni Down and Out in
Beverly Hills, maðurinn enda ekki
þekktur fyrir að vera smekklega til
fara þegar hann einn ræður ferð-
inni. Sagt er að hann hafi búið sig
undir alræmt atriði þar sem hann
ræðst á mat heimilishundsins hjá
ríku hjónunum, sem þau Richard
Dreyfuss og Bette Midler léku, með
því að borða alvöru hundamat.
Hvað um það, bílastæðisvörður-
inn viö stórmarkaðinn bar ekki
kennsl á Nick í frakkanum síða og
hólkviðu buximum og fór að skipta
sér af þegar leikarinn opnaði skott-
ið á rándýra Benzinum sínum til að
koma innkaupapokunum fyrir.
Misskilningurinn leiðréttist þó
Nick Nolte veifar í kveðjuskyni.
um síðir, sem betur fer fyrir vörð-
inn.
FÁÐU ÞÉR MIÐA FYRIR K L. 20.20