Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Blaðsíða 42
so kvihmyndir
LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 JLlV
K V I K IVI Y
muni
Háskólabíó - Sleepers:
Fortíðin ber að dyrum ■kirk
Sleepers er óhemjuyfirgripsmikil mynd og löng og
satt best að segja er hún á mörkunum að þola alla
þessa lengd. Hinn ágæti leikstjóri, Barry Levinson,
hefði átt að vita að dramatísk kvikmynd, sem þarf á
mikilli lengd að halda til að geta greint frá því sem
gerist, þarf að hafa góða stígandi og þétta atburðarás en meginvandi Sleepers
er hversu brokkgeng hún er. Sagan um vinina fjóra er áhrifamikil á alla
kanta, hvort sem um er að ræöa þá reynslu sem þeir lenda í þegar þeir eru
drengir eða hvemig þeir leysa úr vandamálum sínum en dramatíkin í mynd-
inni er ójöfii, stundum djúp og áhrifamikil eins og í atriðunum á betrunarhæl-
inu en einnig flöt og jafnvel væmin eins og þegar sigri er fagnað í lokin.
Sleepers er þó aidrei leiðinleg og stundum er hún góð kvikmyndagerð og
spennandi. Það hefði aftur á móti verið hægt að gera betur.
Sleepers er byggð á sönnum atburðum (margir hafa orðið til að efast um sann-
leiksgildi myndarinnar og líkt henni við söguskoðun á borð við þá sem Oliver
Stone stundar), aðalpersónurnar eru fjórir drengir sem vegna bamaskaps,
sem endar illa, lenda á betrunarhæli þar sem þeim er nauðgað og misþyrmt.
Þeir verða aldrei samir eftir þessa reynslu. Snögg kaflaskipti verða í mynd-
inni þegar hún er færð fram um nokkur ár og tveir drengjanna fjögurra sem
hafa lent á glæpabraut drepa í vitna augsýn þann vörð sem fór verst með þá á
betrunarhælinu. Nú verður Sleepers allt í einu að flóknu réttardrama sem
ekki verður farið nánar út í hér.
Það er sannkallað úrvalshð leikara í myndinni með stórleikarana Robert De
Niro og Dustin Hoffinan í broddi fylkingar. Hlutverk þeirra em samt þess eðl-
is að þeir gera lítið fyrir myndina, sérstaklega Dustin Hoffinann. Það er helst
Kevin Bacon í hlutverki varðarins á betrunarhælinu sem nær til áhorfenda,
kannski helst vegna þess að persónan, sem hann leikur, er einhver sú ógeð-
felldasta sem sést hefur lengi á hvíta tjaldinu. Barry Levinson hefur gert betri
myndir (Diner, Rain Man, Bugsy, Disclosure) en hann hefúr einnig gert verri
myndir (Toys, Jimmy Hollywood), hér hefði hann mátt vanda sig betur, ekki
vantar hráefnið.
Leikstjóri og handritshöfundur: Barry Levinson. Kvikmyndataka: Michael
Ballhaus. Tónlist: John Williams.
Aðalleikarar: Kevin Bacon, Brad Pitt, Jason Patrick, Dustin Hoffman, Robert
De Niro, Bruno Kirby og Minnie Driver. „ .
Hilmar Karlsson
Laugarásbíó - Flótti:
Svindlað á mafíunni **
Flótti er ein þessara mynda sem byrja ágætlega en
koðna fljótt niður í nánast ekki neitt og tekst síðan
aldrei að ná sér á strik aftur þrátt fyrir nokkra
þokkalega spretti. Ekki þar fyrir að leikararnir
gera sitt besta, þótt sjaldnast sé það nú stórkostleg
list, en handritið er bara svo aumt að allt kemur fyrir ekki. Góður leikari
eins og Lurence Fishbume er ekki nema svipur hjá sjón.
Myndin segir frá tveimur mönnum, þeim Dodge (Baldwin) og Piper (Fish-
bume), sem tekst að flýja úr vinnuhópi sakamanna í Georglufylki. Dodge
sat inni fyrir að brjótast inn i tölvukerfi símafélagsins en Piper..., nóg um
það. Löggan er náttúrlega á hælunum frá fyrstu stundu og ekki líður á
löngu áður en kúbverska mafían í Miami sendir morðingja sína á eftir
vinum okkar. Þeir komast hins vegar í kynni við hina fögra Coru
(Hayek), fráskilda löggukonu sem skýtur yfir þá skjóshúsi, ótínda glæpa-
mennina að því er hún telur en veit betur innst inni, og aðstoðar þá á
ýmsa lund. Öll snúast lætin um einhvem tölvudisk með gögnum sem geta
komið mafiuforingjanum kúbverska á bak við lás og slá um aldur og ævi.
Hér er allt sem prýða má eina hasarmynd: Spillta löggan, góða löggan úr
sveitinni, briljantíngreiddir glæpamenn, stúdinan sem vinnur fyrir sér
sem nektardansmær, skothríð og bílaeltingaleikir í „lange baner" og
þannig mætti lengi áfram telja. Sumt virkar ágætlega, annað ekki eins vel.
Og niðurstaðan er aðeins takmörkuð skemmtun.
Leikstjóri: Kevin Hooks. Handrit: Preston A. Whitmore. Kvikmyndataka:
Matthew F. Leonetti.
Leikendur: Laurence Fishburne, Stephen Baldwin, Salma Hayek, Will
Patton, Robert John Burke, Robert Hooks, Victor Rivers, Brittney Powell.
Bönnuð innan 16 ára.
Guðlaugur Bergmundsson
Regnboginn — That Thing You Do:
Augnabliksfrægð **
Ef blaðað er i poppsögu heimsins kemim það fljótt í
ljós að óhemjumargar hljómsveitir og margir
söngvarar hafa náð augnabliksfrægð, náð toppnum
á vinsældalistum en nánast horfið jafnóðum. í
fyrstu kvikmyndinni sem Tom Hanks leikstýrir,
That Thing You Do, segir hann okkur frá hljómsveit sem fellur í þennan
flokk. Tom Hanks er ekki aðeins leikstjóri heldur einnig handritshöfund-
ur og satt best að segja stendur hann sig betur í fýrmefiida hlutverkinu.
Handritið og sagan er ekki merkilegur pappír, en sem leikstjóri nær hann
að spila vel úr eigin efiii svo myndin verður hin líflegasta.
That Thing You Do gerist þegar The Beatles vora að sigra Ameríku.
Skólahljómsveitin The Wonders hefur sömu hljóðfæraskipan og Bítlamir
og einn meðlimanna hefur nógu mikla hæfileika til að semja lag sem sog-
ast inn í ameríska táninga. Lagið That Thing You Do klifrar hratt upp
vinsældalistann og nálgast efstu sætin þegar það kemur í ljós að hljóm-
sveitin stendur á brauðfótum, ólíkir meðlimir hennar eiga fátt sameigin-
legt og The Wonders hverfur á spjöld sögunnar.
Tom Hanks byggir myndina vel upp og andi sjöunda áratugarins kemur
vel fram, ekki aðeins í tónlistinni heldur einnig í kvikmyndum, en í
ágætu atriði er gert stólpagrín að „Beach Party“ myndum sem vora vin-
sælar hjá táningum á þessum áram.
Það sem háir myndinni einna helst, fyrir utan frekar máttlausan texta, er
tónlistin. Þar sem The Wonders gerðu aðeins eitt lag frægt þá glymur það
í tíma og ótíma og satt best að segja var ég alveg búinn að fá nóg af laginu
í lok myndar. Það er í raun ekkert annað er ómerkileg stæling af gömlum
lögum og dettur mér helst í hug lög The Monkeys til samanburðar, en þau
þóttu nú ekki merkileg á sínum tíma. Þrátt fyrir nokkra annmarka þá er
That Thing You Do hin sæmiiegasta afþreying.
Leikstjóri og handritshöfundur: Tom Hanks. Kvikmyndataka: Tak Fujimoto.
Aðalleikarar: Tom Everett Scott, Liv Tyler, Tom Hanks, Jonathan Schaech,
Steve Zahn og Ethan Embry.
HUmar Karlsson.
Ruglukollar í Stjörnubíói:
Kennari með háleitar
hugmyndir
Þeir sem minnast grínsins
Airplane og Naked Gun
myndunum vita ná-
kvæmlega að
hverju
ganga þegar
horft er á
Ruglukolla
(High School
High) sem er
úr smiðju Dav-
ids Zuckers
sem er ábyrg-
ur ásamt félög-
um sínum fyr-
ir fyrmefnd-
um myndum.
í myndinni er
verið að gera
grín að banda-
rískiun
menntaskóla-
og háskóla-
myndum, með-
al annars Dan-
gerous Minds
og hinni klass-
ísku Rebel
without a
Cause. Eitt er víst
að Ruglukollar er
ekki kvikmynd sem
ber að taka alvarlega
enda er það allt annað en
raunsæi sem ræður ferð-
inni og vert er að hafa aug-
un vel opin því smátriðin
eru mörg sem spaugileg era.
Aðalpersónan er hugsjóna-
maðurinn Richard Clark (Jon
Lovitz) sem tekur til starfa í
niðurníddum mennta-
skóla þar sem
hann er
ákveöinn í
að gera Tia Carrere leikur kennara sem hrífst af
kraftaverk
og fá ruglaða nemendur til að læra. Er takmarkið að
gera monntaskólann að fyrirmyndarskóla. Fljótt nær
Richard athygli fallegu kennslukonunnar, Victoríu
Chappell (Tia Carrere), sem dáist að hugsjónum Ric-
hards, en skólastýra menntaskólans (Louise Fletcher) er
ekki jafn hrifin af Richard, sem hún telur vera mont-
hana og aulabárð.
Jon Lovits, sem leikur Richard, er einn margra gaman-
leikara sem létu ljós sitt skína í skemmtiþáttunum Sat-
urday Night Live en fyrir frammistöðu sína í þessari
vinsælu þáttaröð hlaut hann tvisvar tilnefningu til
Emmy-verðlauna. Lovits hefur þegar leikið í fimmtán
kvikmyndum. Má þar nefna City Slickers II, A League
of Their Own og Big. Þá hefur hann léð rödd sína í
teiknimyndir á borð við An American Tail: Fievel Goes
sig
Aðrir leikarar í RuglukoOum era Tia
Carrere, sem siðast sást í True
Lies, þar sem hún lék á móti
Amold Schwarzenegger,
en hún hefur á undan-
fömum árum leikið í
nokkrum frægum
myndum, má nefna
Rising Sun og
Wayne’s World.
Carrera hefur
einnig reynt fyrir
sér sem söng-
kona og gaf ný-
lega út sólóplöt-
una Dream.
Louise Fletcher
er margreynd
leikkona úr fjöl-
mörgum kvik-
myndum. Hún
hlaut ósk-
arsverðlaun
fyrir leik sinn
í One Flew
over the
Cuckoo’s Nest
en nýlega
mátti sjá
hana í Virtu-
osity og Mul-
holland Falls.
í hlutverki
nemandans
Criffs Mc-
Reynolds er
Mekhi Phiffer en
var í raun al-
gjör tilviljun að hann
skyldi leggja fyrir
kvikmynda-
leik. Þegar
Spike Lee
var að leita
að ungum
kynbræðr-
um sínum
í New York til að leika í Clockers heyrði Phiffer af því
að verið væri að velja stráka á hans aldri í kvikmynd.
Hann dreif sig á staðinn en eina myndin sem hann gat
framvísað var tekin í myndaboxi í stórmarkaði. Lee sá
eitthvað í drengnum sem honum líkaði og fékk honum
hlutverk og hefur Phifer haft nóg að gera við að leika í
kvikmyndum auk þess sem hann er nú að gera sína
fyrstu rappplötu.
Hart Bochner, leikstjóri High School High, hefur leikið í
mörgum kvikmyndum en er nú að leikstýra annarri
kvikmynd sinni. Áður hefúr hann leikstýrt PCU sem má
segja að hafi verið í þeim flokki kvikmynda sem verið
er að gera grín að í Ruglukollum.
-HK
bjartsýni og áhuga Clarks.
Richard Clark (Jon Lovitz) lendir ekki bara upp á kant við nemendur sína heldur á skólastjórinn bágt með að þola hann.