Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Blaðsíða 6
6
LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 JjV
stuttar fréttir
Kona vill í forsæti
Frönsk kona, Catherine Lalu-
miere, sækist eftir embætti for-
seta Evrópuþingsins þótt nán-
ast sé öruggt að Spánverjinn
José-Maria Gil-Robles verði
kjörinn á þriðjudag.
Karl til Hong Kong
Karl Breta-
prins verður
fulltrúi bresku
konungsfjöl-
skyldunnar
þegar Kínverj-
um verða af-
hent yfirráð í
Hong Kong í júní í sumar og
mun hann gista um borð í kon-
unglegu lystisnekkjunni Brit-
anniu á meöan á dvölinni
stendur.
Lang til Mílanó
Jack Lang, fyrrum menning-
armálaráðherra Frakklands,
hefur verið skipaður leikhús-
stjóri eins virtasta leikhúss ítal-
íu, Litla leikhússins í Mílanó.
Moröum fækkar
Morð í London voru 144 á ný-
liðnu ári, allnokkru færri en á
síðasta ári og reyndar færri en
nokkru sinni síðastliðin fimmt-
án ár.
ESB brýnir raustina
Talsmaður framkvæmda-
stjómar ESB sagði í gær að
Bosníu- Serbar fengju ekki að-
stoð nema þeir færu í einu og
öllu eftir gerðum friðarsamning-
um.
Lofa hugrekki
Bandarísk stjómvöld hafa lof-
að hugrekki Shevardnadzes, for-
seta Georgíu, fyrir yfirlýsingu
um að stjórn hans íhugi að
aflétta friðhelgi eins diplómata
síns sem átti þátt í banaslysi í
Washington.
Vont ár fram undan
Prestar af santeríatrúnni, sem
margir Kúbverjar aðhyllast, hafa
spáð því að styrjaldir, sjúkdómar
og fátækt muni setja svip sinn á
nýbyrjað ár.
Tudjman lítur betur út
Franjo Tudjm-
an, forseti Króa-
tíu, sem sagður
er þjást af
krabbameini,
kom fram opin-
berlega í gær í
fyrsta sinn í tíu
bragði og miklu
sjá en áður.
Ekkjan frjáls
Ekkja Envers Hoxa, komm-
únistaleiðtoga Albaníu, losnaði
úr fangelsi í gær eftir fimm ára
vist. Reuter
daga, glaður í
hraustlegri að
Atvinnuleysi í Bretlandi:
Taliö verða úr sög-
unni um aldamót
Sölugengi breska pundsins fyrir
nákvæmlega ári var rúmlega 101 kr.
en var í gær 114,42 kr. og má ef til
vill hafa það til marks um efnahags-
líf í Bretlandi um þessar mundir.
Breskir hagfræðingar spá því að
atvinnuleysi verði úr sögunni í
Bretlandi um aldamótin og landið
komist þar með í hóp þeirra rikja
Evrópu þar sem ekkert atvinnuleysi
er samkvæmt skilgreiningu Evrópu-
sambandsríkja, en sú skilgreining
miðast við 5% atvinnuleysi. Tvö ES-
lönd falla undir þessa skilgreiningu
nú, þau eru Lúxemborg með 3% at-
vinnuleysi og Austurríki með 4,1%
atvinnuleysi.
„Atvinnuleysisprósentan í Bret-
landi er nú 6,9% og hratt faUandi og
ég verð hissa ef hún verður ekki
komin niður fyrir 5% innan næstu
þriggja ára,“ segir Kevin Gardinar,
hagfræðingur hjá Morgan Stanley-
stofnuninni, við fréttamann
Reuters. Hann segir að störfum
Qölgi hratt í Bretlandi og séu mönn-
uð jafnharðan. -SÁ
Mótmælendur í Belgrad farnir í bílaleik:
Umferðaræðum í
miðborginni lokað
Tugþúsundir stuðningsmanna
serbnesku stjórnarandstöðunnar
lokuðu öUum umferðciræðum í mið-
borg Belgrad í gær á 54. degi mót-
mælanna gegn svikum stjómvalda í
sveitarstjómarkosningum i landinu
í nóvember. Stjórnarandstæðingar
segjast hafa verið rændir sigrinum í
mörgum helstu borgunum.
Lögreglan reyndi með litlum ár-
angri að beina umferð frá miðborg-
inni til að koma i veg fyrir að liðs-
menn Zajedno, samfylkingar stjóm-
arandstöðunnar, gætu notað bíla
sína til að skapa umferðaröngþveiti
á helsta annatíma, að sögn sjónar-
votta. Umferðarhnútar eru ný leið
stjómarandstæðinga til að ergja
yfirvöld.
Hundmð liðsmanna óeirðalög-
reglunnar voru einnig á götum
borgarinnar og varð það aðeins tU
að auka á spennuna. Námsmönnum
hafði áður tekist með þrautseigju
sinni að fá lögregluna tU að láta af
varðstöðu sinni og leyfa mótmæl-
endum að fara í fjöldagöngu, þrátt
fyrir að slíkt hefði verið bannað í
síðasta mánuði.
„Við eigum ekki í deUu við lög-
regluna, hún er einnig lögreglan
okkar. En við eigum í átökum við
stjómvöld sem hafa stolið atkvæð-
unum okkar,“ sagði Vuk Draskovic,
einn leiðtoga Zajedno, við um 25
þúsund manna hóp sem hafði kom-
ið saman á torgi i miðborginni.
Mótmælendur áttu von á því að
sendinefnd bandarískra þingmanna
mundi slást I lið með þeim en þing-
mennirnir komu til Belgrad í gær
tU að leggja áherslu á það við
Slobodan Milosevic forseta að hann
virti leikreglur lýðræðisins í
Serbíu. Reuter
Eitt ár er nú liðiö frá því Francois Mitterrand Frakklandsforseti lést. Gestir og gangandi í bænum Jarnac fóru að gröf
forsetans látna í gær til aö heiðra minningu hans. Kirkjugarðurinn verður lokaður f dag þar sem fjölskylda Mitt-
errands kemur þar saman til að minnast hans. Sfmamynd Reuter
Ráðherra í bresku stjórninni í vanda:
Sagði flesta betlara á göt-
um landsins vera skoska
Ráðherra í bresku ríkisstjórninni
kaUaði yfir sig mikla reiði í gær
þegar hann sagði að flestir beUarar
á götum Bretlands væru skoskir.
David Maclean, ráðherra innan-
ríkismála og sjálfur Skoti, sagði að
heimilisleysingjar kysu sjálfir að
lifa eins og þeir gerðu.
„Ég læt þá aUtaf fá eitthvað. Ég
læt þá heyra hvað mér finnst,“
sagði Maclean í blaðaviðtali. „Flest-
ir þeirra eru skoskir og ég hef ekki
enn rekist á neinn sem hefur beðið
kurteislega og rólega um peninga.
Það eru ekki tU neinir alvöru beU-
arar. Þeir sem eru þurfandi fá aUa
þá félagslegu aðstoð sem þeir þarfn-
ast.“
Stjómarandstæðingum í Verka-
mannaflokknum leist ekki par vel á
ummæli ráðherrans og sögðu þau
vera móðgun við Skota hvar sem
þeir væru.
Verkamannaflokksþingmaðurinn
Henry McLeish, sem sjálfur er
einnig Skoti, var yfir sig hneykslað-
ur. „Athugasemdir Davids
Macleans eru skammarlegar og
móðgun við aðra Skota," sagði
McLeish.
Hlutskipti heimilislausra betiara
hafa verið mjög í sviðsljósinu í Bret-
landi að undanfomu, eða frá því
Tony Blair, leiðtogi Verkamanna-
Uokksins, lýsti í vikunni yfir stuðn-
ingi sínum við harðlínustefnu lög-
reglunnar gegn jafnvel smæstu af-
brotum á götum borga landsins.
Reuter
Kauphallir og vöruverð erlendis
wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
tunna 0 N
24,66
D J
ÍViðræöur áfram
þrátt fyrir
sprengjutilræði
ísraelar, PLO og Bandaríkja-
stjóm reyndu í gær að draga úr
áhrifum sprengjutilræðisins í
Tel Aviv á
fimmtudag á
friðarviðræð-
umar. Þrettán
manns særð-
| ust þegar tvær
sprengjur
sprungu nærri
| strætisvagnamiðstöð í miðborg-
( inni.
IBenjamin Netanyahu, forsæt-
isráðherra ísraels, sagði að
svaraö yrði af fyllstu hörku ef
arabar frá sjálfstjórnarsvæðun-
um reyndust hafa komið
sprengjunum fyrir.
Embættismenn ísraela og
Palestínumanna sögðu að þeir
mundu halda áfram viðræðum
við Dennis Ross, samninga-
mann Bandarikjastjórnar, m.a.
um sjáifstjóm í Vesturbakka-
I bænum Hebron.
Glæpasagnahöf-
j undur skrifaði
um eigin dauða
Bandaríski glæpasagnahöf-
'■ undurinn Eugene Izzi, sem
í fannst hangandi úr glugga skrif-
stofu sinnar í háhýsi í Chicago í
? síðasta mánuði, skildi eftir sig
handrit þar sem því er fjálglega
lýst hvernig söguhetjan sleppur
úr sams konar klípu.
| Þegar lík Izzis fannst utan á
J húsinu var hann i skotheldu
íí vesti. Hlaðin skammbyssa lá á
gólfi skrifstofu hans. Háls hans
var ekki brotinn og ekki hefur
: enn verið kveðið upp úr um
j dánarorsökina.
Ýmsir vinir rithöfundarins
| telja að hann hafi ekki framið
| sjálfsmorð og segja að hópur
hægriöfgamanna hafi haft í hót-
I unum við hann vegna efnisöflun-
; ar fýrir næstu skáldsögu sína.
Getum hefur verið leitt að því
1 að Izzi hafi verið að æfa atriði í
: skáldsögu sinni. Þar kemst hetj-
I an aftur inn og drepur þá sem
f! hengdu hann utan á húsið.
Loftbelgsmenn
stefna á hnatt-
flug um helgina
Tveir loftbelgsmenn, Sviss-
I lendingur og Belgi, hyggjast
I leggja upp í hnattflug á bylting-
arkenndum belg sínum um helg-
ina ef aðstæður í háloftunum
leyfa. Mennirnir vonast til að
i verða fyrstir til að ijúka slíku
| Uugi en breska auðkýfingnum
Richard Branson mistókst það
i fyrr í vikunni.
„Það lítur út fyrir að aðstæð-
ur verði ákjósanlegar frá laugar-
dagskvöldi til sunnudagsmorg-
uns,“ sagði Bernard Piccard,
| svissneskur geðlæknir, sem æti-
■ ar sér að komast á spjöld sög-
I unnar ásamt belgíska flugmann-
inum Wim Verstraeten.
Díana
prinsessa hittir
fórnarlömb
jarðsprengna
Díana prinsessa fer til An-
góla um helgina til að hitta
fórnarlömb jarðsprengna í
| landinu og er
heimsókn
hennar liður í
I herferð Rauða
ií krossins gegn
notkun slíkra
morð- og lim-
| lestingartóla.
Talið er að í
I landinu hafi verið lagðar níu
I mifljón jarðsprengjur í tuttugu
ára borgarastyrjöld, ein fyrir
I hvern íbúa, og hvergi í heimin-
Ium hafa fleiri misst útiimi af
völdum sprengna þessara.
Reuter
DV