Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Blaðsíða 20
20 sérstæð sakamál LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 UV Sérstæð sakamál Morðið virtist hafa borið brátt að. Einhver hafði heitt sveðju og klofið höfuðið á Miguel Vargas, fátækum mexíkóskum bónda. Andlitið var þó heillegt og í svipnum mátti greina undrun. Líkið fannst við vegarbrún rétt fyrir utan smábæinn Agua Cali- ente, nærri bandarísku landamær- unum. En hvers vegna hafði hann verið myrtur? Vitað var að hann hafði ekki verið með neina peninga á sér. Lögreglan á staðnum var þó ekki lengi að átta sig á því hvað gerst hafði. Sandalar höfðu verið fjarlægðir. Vargas hafði verið myrt- ur fyrir þá. Slíkt var ekki óalgengt í þessum hluta Mexíkós á þeim dög- um. Hann sá í gegnum holt og hæðir Viö venjulegar kringumstæður hefði morð af þessu tagi vakið litla athygli og ósennilegt að lögreglan hefði lagt mikla vinnu í að leita hins seka, enda allt eins líklegt að hann væri fórumaður sem hefði haldið sína leið eftir að hafa fengið sandala til að ganga á. Þá voru önn- ur og umtalaðri morðmál enn óleyst. Allt bendir því til að morðið á bóndanum hefði aldrei verið upp- lýst hefði ekki viljað svo til að í Agua Caliente var um þetta leyti bandarískur ferðamaður, miðill. Hann frétti það sem gerst hafði og þóttist greina hvar morðinginn væri. Miðillinn hélt á fund lögreglunn- ar í bænum og sagðist hafa „séð“ að sá sem banað hefði Vargas sæti nú á árbakka þrjátíu kílómetra utan við Agua Caliente og væri að þvo fætur sína því hann væri aumur í þeim eftir alllanga göngu í sandöl- um sem væru of litlir á hann. Hringt var á næstu lögreglustöð við þann stað sem bandaríski mið- illinn nefndi og menn sendir að ánni. Og þar sat í raun maður sem hafði gert hlé á ferð sinni. Hann skildi ekki neitt í neinu þegar á hann var borið að hann hefði myrt Miguel Vargas og játaði. Hrifning Atvikið í Mexíkó gerðist 1946 eða fyrir rétt rúmum fimmtíu árum. Það var fært í hækur sem eitt af þeim málum sem leysast á þann hátt sem sumir telja óhugsandi, því enginn geti séð í gegnum holt og hæðir eða annað en augun í venju- legu fólki sjá. En þau eru fleiri mál- in af þessu tagi og sama ár og það gerðist, sem að ofan er greint frá, kom upp morðmál í öðrum heims- hluta, í Suður-Afríku. Myrna Aken var lagleg átján ára stúlka. Dag einn kynntist hún þrjá- tíu og þriggja ára sölumanni í út- varpsverslun, Clarence Van Buuren, og urðu þau góðir vinir. Fátt greindi þau þó frá fjöldanum. Myma var hlédræg stúlka, nánast feimin, og Clarence virtist innhverf- ur. Það var hann þó í raun ekki en þessi framkoma hentaði honum því hann þurfti að dylja ófagra fortíð. Hann átti sér langan afbrotaferil og hafði setið í fangelsi fyrir þjófnað, nauðgun og ávisanafals. Tvívegis hafði hann kvænst en bæði hjóna- böndin höfðu endað með skilnaði. En í Durban, þar sem þau Myrna og Clarence bjuggu, vissi enginn um fortíð hans. Hvarfið Myma og Clarence hittust reglu- lega og fór þá allt siðsamlega fram. Þau fóra á kaffihús og spjölluðu um atburði líðandi stundar. En svo gerðist það 5. desember að Myma hvarf. Síðast var vitað um ferðir hennar síðdegis þann dag er hún sást í aftursætinu á ljósgrænum bíl í Durban-stræti í miðborginni. Þeir sem til hennar höfðu séð höfðu ekki lagt númer bilsins á minnið. Rann- MIÐLARNIR sem eitthvað gerðist með honum. Hann sagði þó ekkert þá. Sýnin Eftir sólsetur gekk Blythe út á verönd hússins og horfði út á slétt- una, í átt til Durban, en þangað var um tvö hundruð kílómetra leið. Meðan hann stóð þarna ýlfraði sjak- ali. Það setti skjálfta að Blythe og hann hraðaði sér inn í húsið. Málið upplýstist í Jóhannesarborg. komst hún svo í samband við annan miðil, Nelson Parker, en hann var Suður- Afrikumaður. Miðilsfundur og játning Nelson Parker var beðinn að hitta Henry Blythe og saman héldu þeir miðilsfund. Eftir smástund féll Nel- son í trans og rétt á eftir hrópaði hann: „Ég veit hvar Myrna er. Hún liggur í steinsteyptu röri undir þjóð- veginum fyrir sunnan Durban, um tvo kílómetra frá þorpinu Um- twalawi.“ Lögreglu var gert aðvart og var þegar farið á staðinn. Og það sem Parker hafði sagt reyndist rétt. í röri undir veginum lá líkið af Myrnu og var ljóst að henni hafði verið nauögað og hún síðan skotin. Níu dögum síðar fann lögreglan Clarence Van Buuren. Hann var þá á krá skammt fyrir utan Jóhannes- arborg þar sem hann hafði leigt sér herbergi. Hann var að sofa úr sér eftir drykkju og játaði á sig morðið á rúmstokknum. Clarence sagðist hafa sótt Myrnu síðdegis þann 5. desember í bíl yfir- Svo viss hafði Clarence veriö í sinni sök að hann haíði ekki kastað skammbyssunni sem hann hafði notað. Hún var enn í bakpoka hans þegar hann var tekinn. Prófanir tæknimanna leiddu svo í ljós að kúl- ur úr henni bám sams konar merki eftir að hafa farið um hlaupið og kúlan sem hafði banað Mymu. Þá fundust trefjar undir nöglum hinnar myrtu og var um að ræða þræði úr áklæðinu á aftursæti bíls- ins sem hún sást síðast i. Mál Clarences Van Buuren var tekið fyrir í febrúar 1947. Réttar- höldin vöktu verulega athygli, ekki síst af því að hafst hafði upp á sak- borningnum vegna þess sem kom fram hjá miðlunum Henry Blythe og Nelson Parker. Verjandi Clarences gat fátt sagt honum til málsbóta. Gamall og held- ur ófagur afbrotaferill sagði sína sögu og var ljóst að dómurinn yrði harður. Og það varð hann. Sakborn- ingurinn var sekur fundinn og dæmdur til dauða en þá var dauða- refsing enn í gildi í Suður-Atríku. Clarence Van Buuren var tekinn af lífi þann 10. júní 1947. Á ráttri leið Rannsóknarlögreglan í Durban var þó ekki á því að gefast upp. Leit var hafin að Ijósgræna bílnum og hann fannst. Hann reyndist vera í eigu yfirmanns Clarences van Buuren, sem hafði fengið hann lán- aðan þann 5. desember, en honum hafði verið skilað daginn eftir. Gall- inn var bara sá að þann dag hafði Clarence horfið og hafði enginn séð hann síðan. Var ekki hægt að útiloka að hann hefði verið myrt- ur. Rannsókn á bílnum leiddi ým- islegt óhugnan- legt í ljós. Þannig fundust blóðblett- ir í aftursætinu og ekki varð ann- að séð en einhver hefði í örvænt- ingu sinni rifið úr áklæðinu með nöglunum. Hneigðust rann- sóknarlögreglu- mennimir nú til að halda að Myrnu hefði verið rænt og Clarence ef til vill líka. Málið varð fréttaefni blaða. Einn af þeim sem las um það var breski dávaldur- inn Henry Blythe en hann var þá i jólaleyfi ásamt nokkrum vinum sínum á bæ í Ladysmith, norð- an við Durban. ,__________________ Þegar hann lagði blaðið frá sér var Henry Blythe. „Stúlkan er ekki hér á norð- vestursvæðinu," sagði hann, und- arlegri röddu, sem fæstir við- staddir virtust kannast við. Og svitinn lak af enni hans. Svo lyfti hann hand- leggnum og benti í suðurátt. „Hún liggur þarna, á einum eöa öðrum stað. Ég sé holu í jörðinni. Það er ekki gröf heldur hola. Og ég á erfitt með að átta mig á því hvað þetta er því veg- girnir mynda hring. Ég sé hins vegar greinilega lík í myrkrinu innan við opið.“ Gestgjafi Henrys Blythe, Jack Rintzee, lét sér strax koma til hugar gömul náma en hún var ekki í þá átt sem miðillinn hafði bent. Allar gömlu gull- og demanta- námumar voru við Kimberley, það er fyrir norð- vestan bæinn. Tveimur dög- um síðar, þann 13. desember, frétti Aken-fjöl- skyldan af sýn Henrys Blythe og hafði samband við hann. Með aðstoð hans Hér fannst líkið. manns síns og aðeins haft í huga að fara með henni í ökuferð út í sveit. Eftir nokkurn akstur hefði vaknað með sér sterk þrá og þá hefði hann farið að kyssa Mymu. Hún hefði brugðist illa við og veitt mikla and- spymu en það hefði aðeins gert hann enn ákafari. Eitt hefði svo af öðru leitt og loks hefði hann skotið Myrnu í bílnum. Dómur að þeirra tíma hætti Eftir morðið íhugaði Clarence hvað hann ætti að gera við líkið. Og brátt kom honum í hug að fela það í steypuröri sem lá undir veginn. Hann leit svo á aö rán- og hrædýr næturinnar myndu fljótlega finna það og þá liði ekki á löngu uns það hyrfi og fátt yrði til sagnar um örlög Mymu. sóknarlögregl- an hafði því ekki margar vísbendingar í fyrstu. Margar hug- myndir komu fram um hvarf- ið. Durban er hafnarborg og þangað koma skip frá öllum heimshornum. Stúlku sem hvarf gat hafa verið rænt og hún falin í skipi sem færi til fjarlægs lands þar sem hún yrði seld til þjónustu í vændishúsi. En það gat einnig verið að Myrna væri falin í ein- hverju húsi i borginni. Ljóst var og að hún gat hafa verið myrt og þá var ekki víst að lík- ið fyndist nokkru sinni. Dæmi voru um að líkum hefði verið komið úr borginni og þau flutt á slétturn- ar fyrir norðan hana, þar sem leit að þeim líktist leit að nál í heystakki. Það var því engan veginn víst að nokkru sinni tækist að upplýsa hver örlög Mymu höfðu orðið. Myrna Aken.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.